Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 11 B E I N T L E I G U F L U G M E Ð F L U G L E I Ð U M Ógleymanleg vikuferð til Prag, föstudaginn 3. ágúst Fararstjórar: Emil Örn Kristjánsson og Pétur Gauti Valgeirsson 61.800 Bókunarsími 511-1515 REGLULEGT LEIGUFLUG TIL PRAG FRÁ ÁRINU 1996. ÖLL ALMENN FERÐAÞJÓNUSTA. TILBOÐ Í EINSTAKLINGS- OG HÓPFERÐIR UM ALLAN HEIM. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is netfang: outgoing@gjtravel.is TÖFRANDI, FALLEG OG FRÆG Beint til höfuðborgar Tékklands Eftir rúmlega 3ja klukkustunda flug, lendum við í Prag, höfuðborg Tékklands kl. 03:35 aðfararnótt laugardagsins 4/8. Frá flugvelli er haldið til Hotel Olympik Garni, þar sem við dveljum næstu vikuna. Margrómuð og töfrandi Þessi sögufræga borg, sem skartar ein- stökum byggingarstílbrigðum ólíkra tíma í samhljómi við sögusvið aldanna á söfnum, í kirkjum, tónleikahöllum, á bjórstofum, veit- ingahúsum og í stórmerkilegri menningar- sögu þjóðarinnar - tekur okkur opnum örmum. Ein fegursta borg veraldar Allir sem hafa komið til Prag, vitna um töfrandi glæsileika borgarinnar. Þar er margt að sjá, hvort heldur á strætum hennar, í þröngum húsasundum gamla bæjarins, í kastalahverfinu eða á Karlsbrúnni í fótspor- um hershöfðingja, þjóðarleiðtoga, lista- manna og almúgans fyrr á öldum. Elsti hluti borgarinnar hefur verið friðlýstur af Samein- uðu þjóðunum sem menningararfleifð mannkyns. Menning og mannlíf Í Prag birtist nútíð og fortíð ljóslifandi í skap- andi menningu sem endurspeglast í öflugu tónlistar- og listalífi borgarinnar. Við getum útvegað aðgöngumiða að ýmsum list- viðburðum s.s. í Ríkisóperunni, Þjóðleik- húsinu , Gosbrunnagarðinum og hjá Sinfóníunni í Prag svo eitthvað sé nefnt. Ódýr en góður matur Veitingahúsin sem eru mörg og fjölbreytileg, bjóða þjónustu sína á mun lægra verði en við eigum að venjast. Þar eru alþjóðlegir staðir í bland við þjóðlega Tékkneska staði. Meira að segja er þar íslenski veitingastað- urinn; Reykjavík. Verslanir - góð kaup Í Prag er fjölbreytt úrval alþjóðlegra vörumerkja auk tékkneskra gæðavara eins og kristalsins sem landið er þekktast fyrir. Hvergi í veröldinni er meira úrval og hagstæðara verð. Skoðunarferðir - íslensk leiðsögn Auk skoðunferðar um borgina, sem er um 4ra klst. rútu- og gönguferð, verða seldar dagsferðir til Karlstejn-kastalans, til Terezín- virkisins, Ceský Krumlov og Kutna Hora. Hótel á góðum stað Við gistum á Hótel Olympik Garni, 270 her- bergja hóteli í námunda við miðbæinn. Neðanjarðarlestarstöð er við hótelið. Allur aðbúnaður er til fyrirmyndar, þjónustan góð og herbergin vel búin. Aðeins 61.800 kr. á mann Innifalið: Beint flug Keflavík-Prag-Keflavík, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á Hotel Olympik Garni, morgunverður, skoðunarferð á fyrsta degi og íslensk fararstjórn. Aðrar skoðunarferðir eru seldar sérstaklega JÓNAS Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, segir að Sjómannafélag Eyjafjarðar hafi eyðilagt þá fyrirætlun Sjómanna- sambandsins að ná samningum í kjölfar þeirrar ákvörðunar að aflýsa verkfalli, þar sem Sjómannafélag Eyjafjarðar tók þá ákvörðun að af- lýsa ekki verkfalli félagsmanna þess. „Við ætluðum að reyna að koma á samningum með því að aflýsa en ég sé ekki annað en að í Sjómannasam- bandinu sé Sjómannafélag Eyja- fjarðar búið að eyðileggja það. Þeir hafa klofið sig frá þessu. Það verður gagngert til þess að það verða sett lög á okkur hina, sem erum ekki lengur í verkfalli. Ég held að þetta sé pólitískt plott,“ segir Jónas. Gerir ráð fyrir að skipin fari til veiða í kvöld Hann segist ekki gera sér grein fyrir hvers konar lög verði samþykkt á Alþingi en kveðst gera ráð fyrir að flotinn muni halda á miðin í kvöld. „Útvegsmenn komu aldrei að samningaborði til að semja. Það sýndi sig best þegar þeim var boðinn kjarasamningur áður en verkfall skall á sem innihélt slysatryggingu fyrir karlana, séreignaréttindi í líf- eyrissjóði og hækkun kauptrygging- ar eins og almennt hefur gerst. Það var ekkert annað í pakkanum. Fyrst þeir vildu þetta ekki held ég að þeir hafi aldrei ætlað að semja. Það er bú- ið að semja um þetta við alla aðra launþega og aðra sjómenn,“ sagði Jónas. Eyfirðingar hafa eyðilagt áform okkar Formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur SJÓMANNAFÉLAG Eyjafjarðar ákvað í gær að aflýsa ekki yfir- standandi verkfalli. „Við teljum bara að við séum betur komnir með gerðardóminn og fáum þá inn slysatrygginguna og annað, heldur en að aflýsa verkfallinu og vera áfram á gömlu kjarasamningunum næstu fjögur og hálft ár,“ sagði Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, í samtali við Morgunblaðið. Hann vísaði því á bug að þessi ákvörðun um að halda verkfallinu til streitu væri til marks um að samstaða sjómannafélaganna hefði rofnað. „Þetta er bara sjálfstæð ákvörðun Sjómannafélags Eyja- fjarðar,“ sagði Konráð. Hann sagði að nú mætti vænta þess að lög yrðu sett. „Framhaldið verður bara að það verður skipaður gerðardómur. Við höfum tíma fram að mánaðamótum til þess að reyna að ná samningum og síðan hefur þessi dómur mánuð til þess að klára dæmið. Þetta verður svona,“ sagði hann. Aðspurður hvort þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í fyrrakvöld hefðu skipt máli í þessu sambandi, sagði hann svo ekki vera. Sjómannafélags Eyjafjarðar sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið mótmælir harðlega því gerræði sem felst í samþykkt laga um kjaramál fiskimanna og fleira sem sviptir sjómenn samnings- og verkfallsrétti, eins og komist er að orði. „Verði þetta frumvarp að lögum munu félagsmenn Sjómannafélags Eyjafjarðar verða sviptir grundvall- armannréttindum, sem þeim eru tryggð í íslenskum lögum, stjórnar- skrá lýðveldisins og alþjóðlegum sáttmálum, sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að hlíta. Félagsmenn Sjómannafélags Eyjafjarðar yrðu með þessu jafn- framt sviptir rétti til að taka sjálf- stæðar ákvarðanir um kjarasamn- ingsbundin réttindi sín. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er einnig gert ráð fyrir verulegri kjaraskerðingu sjómanna auk þess sem mælt er fyrir um afnám gildandi laga, sem beinlínis er ætlað að tryggja rétt- indi félagsmanna,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Erum betur settir með gerðardóm SAMNINGANEFND Farmanna- og fiskimannasambandsins sam- þykkti einróma eftir hádegi í gær að aflýsa ekki yfirstandandi verkfalli fyrr en samningur við samtök út- vegsmanna hefði náðst. Í yfirlýsingu FFSÍ í gær er skorað á ríkisstjórnina að draga lagafrum- varpið um kjaramál fiskimanna o.fl. til baka og veita samningsaðilum svigrúm til að ljúka deildunni með samningi. „Ef ekki er orðið við þess- ari ósk skorar samninganefndin á Alþingi Íslendinga að hafna laga- frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt á Al- þingi lýsir Farmanna- og fiski- mannasamband Íslands fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda,“ segir í yfir- lýsingunni. Sjómannafélögin hvert á sínum samningnum Grétar Mar Jónsson, formaður sambandsins, sagði að það hefði ver- ið einróma ákvörðun samninga- nefndarinnar að láta reyna á áfram- haldandi verkfall í þeirri von að lagafrumvarpið yrði dregið til baka. Hann sagði að sú staða væri nú komin upp að sjómannafélögin yrðu hvert á sínum samningnum. Þau félög sem ekki hefðu aflýst verkfalli fengju á sig gerðardóm, Vélstjóra- félagið yrði með þann samning sem það gerði í síðustu viku, eða „Lax- dælu“, eins og Grétar kallar samn- inginn, og síðan yrðu aðildarfélög sjómannasambandsins væntanlega áfram á gömlu kjarasamningunum. Telur ósennilegt að samningar takist á hálfum mánuði „Við munum búa okkur undir það núna að mæta fyrir gerðardóm. Það verður sjálfsagt ekki hægt að ná samningi á þeim hálfa mánuði sem er til stefnu, þótt við vonum að það tak- ist, en það þurfa þá að verða um- skipti hjá viðsemjendum okkar svo það geti orðið,“ sagði Grétar Mar. Ekki hafði verið boðað til sátta- fundar í deilunni þegar Morgunblað- ið talaði við Grétar Mar í gær. Hann kvaðst gera ráð fyrir að flot- inn héldi til veiða í dag í kjölfar laga- setningar Alþingis. Spurður álits á þeim breytingum sem gerðar voru á frumvarpinu í sjávarútvegsnefnd á milli fyrstu og annarrar umræðu sagði Grétar að þar væri um mjög litlar breytingar að ræða. „Við hefðum viljað sjá meiri breytingar, en lög eru lög og þetta er því eins og þegar maður er spurður að því hvort hann vilji frekar láta skjóta sig eða hengja,“ sagði hann. Segir útvegsmenn aldrei hafa ætlað sér að semja Grétar Mar segir að kjaradeilan hafi þróast eins og búast mátti við þar sem útvegsmenn séu ófáanlegir til að ganga frá samningum. „Þeir hafa aldrei ætlað sér að semja við okkur um eitthvað. Þeir eru tilbúnir að hlaupa á einhvern svona samning eins og Helgi [Laxdal] gerir, sem fel- ur bara í sér beina kauplækkun. Það sem við og Sjómannasambandið höf- um viljað forðast er að lenda á samn- ingi Helga því hann er bara bein kauplækkun, bæði í gegnum mönn- unarmálin, og eins í gegnum fisk- verðsmálin.“ Grétar Mar gerði ráð fyrir að verða kallaður fyrir sjávarútvegs- nefnd í nótt vegna umfjöllunar nefndarinnar um frumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þingsins. Farmanna- og fiskimannasambandið ákveður að aflýsa ekki verkfalli Frumvarpið verði dregið til baka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.