Morgunblaðið - 16.05.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 16.05.2001, Síða 40
MINNINGAR 40 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Hólmfæddist í Reykja- vík 5. janúar 1931. Hann andaðist á heimili sínu 7. maí sl. Foreldrar hans voru Friðbjörn Hólm Friðbjörnsson, rennismiður úr Reykjavík, f. 13. maí 1909, d. 27. apríl 1982, og Sigurlaug Hólm Ólafsdóttir, húsmóðir og verka- kona úr Reykjavík, f. 12. apríl 1908, d. 18. september 1990. Systkini Ólafs eru: Karl, rekur hreingerningafélagið Hólmbræð- ur, f. 16.3. 1932, Björgvin kerf- isfræðingur, f. 19.11. 1934, d. 3.4. 1999, Árni, starfsmannastjóri og doktor í sálarfræði, f. 3.12. 1935, d. 28.6. 2000, Friðbjörn, kennari, f. 9.5. 1937, Helgi, kennari, f. 18.3. 1941, Svala, starfsmanna- stjóri í Danmörku, f. 7.5. 1943, Mjöll, söngkona og skrifstofu- maður, f. 19.7. 1944, og Sigurður bókhaldari, f. 16.7. 1946. Ólafur kvæntist Svölu Ásbjörnsdóttur frá Vestmannaeyjum, f. 22.6. 1931. Þau skildu 1960. Sonur Svölu, Ásbjörn Eydal kerfisfræð- ingur, f. 27.1. 1948 er kjörsonur Ólafs. Ólafur var í sambúð með Ester Georgsdóttur, húsmóður og verkakonu úr Reykjavík, f. 28.2. 1931, d. 17.10. 1988. Dætur þeirra eru Lilja nemi, f. 1.9. 1962, og Sigurlaug húsmóðir, f. 24.4. 1969. Ólafur var í sambúð með Ásdísi Valdimarsdóttur, gæslukonu úr Reykjavík, f. 11. ágúst 1927, börn þeirra eru Fjóla, snyrtifræðingur, f. 26. júlí 1963, og Friðbjörn, tækni- fræðingur, f. 9. maí 1966. Ólafur á ellefu barnabörn. Ólafur var í sveit í þrjú ár á unglingsárunum og byrjaði eftir það að vinna við múrverk. Hann stofnaði hreingerningafélagið Hólmbræður ásamt bræðrum sín- um. Ólafur tók landspróf í Hlíð- ardalsskóla, fór síðan í Kennara- skóla Íslands og lauk þar prófi árið 1959. Ólafur vann við hrein- gerningar með þessu, þó aðal- lega á sumrin. Hann hóf kennslu við Miðbæjarskólann árið 1959 og kenndi þar til ársins 1969 og síðan við Austurbæjarskólann allt þar til í byrjun árs 1994. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku besti pabbi minn. Nú ert þú horfinn úr þessum heimi og ég er viss um að mamma tekur á móti þér. Ég á aldrei eftir að gleyma þér pabbi. Þú áttir alltaf svo stóran og mikinn sess hjá mér. Ég leit svo upp til þín pabbi og var mikil pabbastelpa. Þú, þessi stóri og sterki pabbi, sem verndaði mig og ég gat treyst á. Ég gleymi heldur aldrei hversu glaðvær þú varst og kátur maður. Þú varst mikill keppn- ismaður, þar vorum við svo sann- arlega lík. Við fórum oft í alls konar keppni eins og að hitta ofan í dollur, pílukast, að spila, ráða krossgátur og ýmsar aðrar þrautir. Ég gleymi heldur ekki þegar þú fórst með okk- ur systkinin að veiða í Hafnarfjarð- arhöfn, það var ósjaldan. Ég gleymi heldur aldrei því að þú tókst alltaf upp hanskann fyrir lítilmagnann. Einnig hversu góður, viðkvæmur og blíður maður þú varst. Alltaf gat ég leitað til þín þegar mér leið illa eða illa stóð á. Þú stappaðir stálinu í mig og hvattir mig áfram og hrós- aðir mér. Síðustu vikurnar leið þér mjög vel, varst mjög kátur, ánægð- ur og lékst á als oddi. Ekki hefði ég trúað því að þú myndir deyja svona fljótt. Þetta var mikið reiðarslag fyrir mig, en þó er huggun í því að þú yfirgafst þennan heim á heimili þínu, sem þér þótti svo vænt um. Ég sakna þín svo mikið elsku pabbi minn og sorg mín er mikil. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem ég átti með þér og að hafa þekkt þig pabbi minn, þú sem gafst svo mikið af þér. Ég á aldrei eftir að gleyma þér pabbi og geymi yndislega minn- ingu þína í hjarta mínu um alla ei- lífð. Ég kveð þig með þessum orð- um. Nú skilja leiðir okkar um sinn, en minningin lifir enn. Tárin drjúpa niður um kinn, sorg og söknuður í senn. Guð geymi sál og líkama þinn, þú hjartað mitt fylltir auð. Ég sendi þér kveðju, pabbi minn, án þín hefði ævin verið snauð. (Lilja Hólm.) Guð blessi þig elsku pabbi og geymi. Þín dóttir, Lilja. Elsku besti pabbi minn. Þú horf- inn ert úr augsýn minni og kominn yfir í annan heim. Ég átti ekki von á því að þú yfirgæfir okkur svona snögglega þar sem þú varst búinn að vera svo hress, þá sérstaklega síðustu vikuna sem þú dvaldir í þín- um líkama. Gönguferðir niður Laugaveginn, sundferðir og níuhol- urnar sem þú tókst með stæl er þú fórst í þína síðustu golfferð nokkr- um dögum áður en þú fórst héðan. Ég minnist sjötugsafmælisins þíns sem við héldum fyrr á þessu ári. Tárin féllu frá þér þar sem þú gladdist svo mikið yfir að hafa alla þínu nánustu og öllumljóðunum sem ort voru til þín. Aldrei mun ég gleyma hvað góður þú varst við drengina mína tvo og mikill félagi sem þú varst honum Birki mínum. Hann mun sakna þín sárt. Þú varst mikill vinur minn og ég er þakklát yfir því hve náin við vorum. Það er mér mikill heiður að hafa verið hjá þér þá stund er þú yf- irgafst þinn líkama og hélst á brott á annan stað. En mikið á ég eftir að sakna þín þar sem þú skipaðir svo mikinn sess í mínu lífi. Guð blessi þig og varðveiti minningu þína. Þín dóttir, Sigurlaug Hólm. Leiddir þú forðum lítinn dreng. Titrar við ómur af tregastreng. Safnast í vestri svipþung ský. Veturinn nálgast með veðragný. Berst fyrir laufsegli ljóð til þín: Kemst yfir hafið kveðjan mín? (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Aðfaranótt mánudags 7. maí barst mér sú frétt að þú værir dá- inn. Þessa dimmu, hvössu og rign- ingasömu nótt var líkt og tíminn stæði kyrr. Þú varst horfinn úr lif- enda lífi svo óvænt og með svo snöggum hætti að erfitt var að trúa hvað raunverulega hafði gerst. Það er gott til þess að vita að þú hafir látist í faðmi þinna nánustu en ekki einn og að þetta hafi tekið skjótt af. Sú kveðjustund sem ég átti með þér pabbi minn og systrum mínum þessa svipþungu nótt er mér ákaflega kær. Þrátt fyrir að þú hafðir stuttu áð- ur en ég kom tekið þér nýja för fyr- ir hendur þá fundum við öll sterk- lega fyrir návist þinni. Þessi nána stund sem við áttum saman hefur styrkt okkur öll í að takast á við þann mikla missi sem brotthvarf þitt er fyrir líf okkar. Margar minningar hafa komið upp í huga mér síðustu daga og er mér minnistætt hversu ljúfur og góður þú varst okkur börnunum. ÓLAFUR HÓLM                                   !"    #$  #  %     & ' ( "$'))   !"  #! $ ##  %& '(!$ (!  ')!!# (! "(* !%  $ ##  ! $ !!%& $ ##  "  #! +( #! $ ##  %& %& (! (,  - #! ) * "$    "$   &+   ./0 1 +%   '%  2-!3#44  %$ &$%       # $ ,     + $  !5!!5 ,  $ ##  +  !!5 ,  (! 6% 7) /!! 2!$5 ,  $ ##  !  !! (! #&-!! . , (! * #',5 ,  (! 5 , 8 2! (! -    9 96 6'"'% & -2($ )  %  $# $ .,/      $  (# ($"            , #!$!$ ) *   $   &"$     *   .   6  &  3 : !!(3!!   &( '%#"$    ,  ! $ #!!!$ $ ##  ! $ -  ! $ ##   #2 2! $ ##  ;)!$ #!  $ -  -) "  #-! (! 3 6!8#<!! 6 *#!!="  #-! !  ! !  -) +  * ##! #&!5!! (#!! ## ) * "$   (  55>% '% ? -, # ) -)  . ) #, (#          0 1 2           $   ( !(!  (* #(!  !!5  ! $ ##  ,  ! $ ##  ##( .6 6 & -#!  $ )!3&,  !   '33 4       5$      4      6  , 7(  $      2  @#2! $ ## -   (%    $ $  $      6  ' >6  , ))A "& % $ $         6  , " # $ $ ##  .!!  <   9 !"  #-! $ ##  6 *#. 6! $ ##   )!!"  #-! (! !( 6! (! 2-& , ., $ ##  "  #! 6! $ ##   , B )!$ $ ##  $ 6! (!  &! $  , $ ##  '!6! (!  -)  6! (! " !  ! $ ##  +( #!!" 6! (! "(* !6 & $ ##  +( #!!. 6! (! 6 ' .!! $ ##  93 ! 6! (! 2  @#B !$ ##       * !*3 !(* !* !*3 ! MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.