Morgunblaðið - 16.05.2001, Side 45

Morgunblaðið - 16.05.2001, Side 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 45 Nýttu tímann vel! Nýsköpun 2001 er nú á fullri ferð og enn er nægur tími fyrir þau sem láta ekkert stoppa sig! Þú hefur tíma til 31. maí til að skila okkur viðskiptaáætlun eða hugmyndalýsingu (Evrópukeppnin). Það eru ekki bara peningaverðlaun í boði, heldur fá allir, sem senda fullnægjandi viðskiptaáætlun, vandaða umsögn sérfræðinga. Einnig verða valdir fulltrúar Íslands í sérstaka Evrópukeppni um viðskiptahugmyndir. Skráðu þig núna, það er án skuldbindinga! Skilafrestur er til 31. maí nk. Nánari upplýsingar fást í síma 510 1800 og á www.spar.is/n2001. Fyrirspurnir með tölvupósti sendist á nyskopun@spar.is SEX Kiwanisklúbbar í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi stóðu fyr- ir skemmtun fatlaðra í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju á sunnudaginn var. Skemmtunina sóttu um 200 manns, fatlaðir, aðstandendur þeirra og aðstoðarfólk og tókst skemmtunin vel. Dansað var af mikilli innlifun við tónlist hljóm- sveitarinnar „Í svörtum fötum“. Einnig sá Felix Bergsson um skemmtiþátt og línudansflokkurinn „Gylltu skeifurnar“ dönsuðu og kenndu línudans. Kiwanis- klúbbarnir nutu stuðnings fjöl- margra aðila við að halda skemmt- unina, þ.á m. Svæðisskrifstofu Reykjaness, Vífilfells, Sól-Víkings, Landssímans, heildverslunar Ás- bjarnar Ólafssonar, Kökubankans í Garðabæ, Osta- og smjörsölunnar, Holtakjúklinga, Ferðaþjónustu fatl- aðra, Atla og Gunnars, Garðasókn- ar, Stjörnusnakks, TM-trygginga og Sínawikkvenna í Garðabæ. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Felix Bergsson söng nokkur lög sem gestirnir gátu tekið undir í. Skemmtun fyrir fatlaða HALDINN verður kynningarfundur um niðurstöður verkefnisins Þróun efnavöktunarkerfis til varnar mann- virkjum við umbrot í jökli og á lands- neti til vöktunar, sem nú er nýlokið. Fundurinn verður haldinn í fundar- sal Orkustofnunar í Reykjavík á morgun, fimmtudaginn 17. maí, kl. 14. Orkustofnun, Raunvísindastofn- un Háskólans og Vegagerðin hafa unnið sameiginlega að verkefninu með tilstyrk frá Tæknisjóði Rann- sóknarráðs og Viðlagatrygginga- sjóði. Efnavöktunarkerfið miðast að því að koma á sjálfvirku efnavöktunar- kerfi vegna jökulhlaupa og flóða frá eldsumbrotum í Vatnajökli og Mýr- dalsjökli. Það byggist á því að við eld- gos eða aukna jarðhitavirkni undir jöklum verða gjarnan efnabreyting- ar í jökulám áður en vart verður við verulega aukningu rennslis. Áður en eldsumbrot hefjast verður oft vart aukinnar jarðhitavirkni og aukins gasútstreymis vegna kvikuinnskota og efnabreytingar af þessum sökum endurspeglast í efnasamsetningu jökulvatns þaðan. Í Skeiðarárhlaupum hefur til dæmis lengi verið þekkt að oft verður breyting á efnainnihaldi vatns nokkr- um vikum áður en hlaup hefjast. Bakgrunnsgögn vantaði um efna- samsetningu jökulánna og tengsl við rennsli þegar aðstæður eru eðlilegar. Fyrsti áfangi verkefnisins var því að afla slíkra bakgrunnsgagna um árs- tíðasveiflur í efnastyrk í þeim ám þar sem talin er mest flóðahætta. Styrk- ur efna og breytingar á honum reyndust mjög mismunandi í þessum ám og hafa fengist mjög góð gögn til að byggja á vöktun í framtíðinni. Í síðari áfanga verkefnisins voru settir upp nokkrir leiðnimælar í til- raunarekstri samhliða eldri vatns- hæðarmælum og jafnframt hófust tilraunir með hönnun og uppsetningu vöktunarkerfisins og þróun hugbún- aðar ásamt vefsíðugerð sem tryggir almennan aðgang að gögnunum. Vegna umbrotanna í Vatnajökli var breytt nokkuð frá áætlun um uppsetningu tilraunastöðva og í kjöl- far goss í Grímsvötnum í desember 1998 var sett upp stöð í Skeiðará með sérstökum stuðningi frá Vegagerð- inni. Sumarið 1999 voru svo reistar stöðvar í Skaftá við Sveinstind og í Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Þá hefur ríkisstjórnin kostað uppsetn- ingu og rekstur nokkurra stöðva í vatnsföllum kringum Mýrdals- og Eyjafjallajökul vegna jarðhræringa þar, segir í fréttatilkynningu. Á kynningarfundinum verða nið- urstöður verkefnisins kynntar í stuttu ávarpi verkefnisstjóra, Hrefnu Kristmannsdóttur. Sverrir Ó. Elefsen tæknifræðingur mun kynna vöktunarnetið og síðan verður unnt að skoða kerfið í tölvu á vefnum (http://vmkerfi.os.is). Jafnframt verður veggspjaldasýning á niður- stöðum. Efnavöktunarkerfi til varnar mannvirkjum við umbrot í jöklum Kynningarfund- ur um niður- stöður verkefnis ALÞJÓÐLEGI fjarskiptadagurinn er 17. maí nk. Til hans hefur verið efnt árlega að frumkvæði Alþjóða- fjarskiptasambandsins (ITU) og er þema ársins 2001 „Netið: áskorun, tækifæri og framtíðarhorfur“. Hlutverk ITU, sem er ein af und- irstofnunum Sameinuðu þjóðanna, er fyrst og fremst að tryggja öllum jarðarbúum aðgang að ákveðinni grunnþjónustu í fjarskiptum og samhæfa tækniþróun á því sviði. Samhæfing og samtenging fjar- skiptakerfa heimsins, sem er aug- ljós forsenda þess að hvers konar fjarskipti geti átt sér stað milli landa, hefur frá upphafi verið meg- inhlutverk ITU. Öll ríki heims eiga aðild að samtökunum og er Póst- og fjarskiptastofnun formlegur aðili Ís- lands í þeim. Þema ársins að þessu sinni var valið vegna hinna miklu áhrifa sem Netið hefur hjá öllum þjóðum heims þar sem nýjar aðferðir hafa komið í stað hefðbundinna vinnubragða á ýmsum sviðum og kallar sú þróun á nýjar reglugerðir í síbreytilegu um- hverfi fjarskiptanna. Í tilefni dags- ins hvetur ITU til almennra um- ræðna um eftirfarandi málefni: ·Hvernig getur Netið stuðlað að aukinni þróun og hvað er hægt að gera til að hlúa að þróun Netsins? Hvaða vandamál getur það skapað? ·Hvernig er hægt að efla notkun Netsins hvarvetna í samfélaginu? ·Hvernig má nýta Netið í ákveðinni grunnþjónustu, svo sem innan heilsugæslunnar og í menntamál- um? ·Stuðla lög og reglugerðir að sambærilegum aðgangi að Netinu um allt land? ·Hvernig er hægt að ryðja úr vegi hindrunum sem hefta útbreiðslu og notkun Netsins og takast jafnframt á við þær áskor- anir og möguleika sem stofnanir og fyrirtæki standa andspænis á þess- um vettvangi, segir í fréttatilkynn- ingu. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Alþjóðafjarskiptasam- bandsins og efni sem tengjast al- þjóðlega fjarskiptadeginum 2001 er bent á heimasíður ITU (http:// www.itu.int) og Póst og fjarskipta- stofnunar (http://www.pta.is). Alþjóðlegi fjarskipta- dagurinn 17. maí Rangt farið með föðurnafn Í greininni „Safna fyrir langveik börn“ fimmtudaginn 10. maí sl, var rangt farið með föðurnafn eins drengjanna er nefndir voru, rétt nafn drengsins er Halldór Rúnar Hafliðason. Krossgátan Í seinasta dagskrárblaði 9. maí víxluðust tölur undir dálknum Lóð- rétt. Það sem var númer 23 á að vera 21, númer 24 á að vera 23 og 25 á að vera 24. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT VIÐ Flókagötu 8 var ekið á bif- reiðina ZJ 945, sem er rauð Peugeot-fólksbifreið, en sá sem það gerði fór af vettvangi án þess að tilkynna það lögreglu eða hlutaðeiganda. Er talið að þetta hafi átt sér stað frá kl. 19.30 12. maí sl. til kl. 11.30 13. maí. Þeir sem frekari upplýsingar geta gefið eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Vitni vantar Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila  30/50/100/120/200 eða 300 lítra  Blöndunar- og öryggisloki fylgir  20% orkusparnaður  Hagstætt verð ISO 90 02 Frábæ r endi ng! Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.