Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 1
115. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 23. MAÍ 2001 EMBÆTTISMENN frá 127 ríkjum samþykktu í gær alþjóðlegan samn- ing um að banna eða draga úr losun tólf þrávirkra lífrænna efna sem eru talin hafa valdið dauðsföllum og sjúkdómum í mönnum og dýrum út um allan heim. Umhverfisráðherrar eða hátt sett- ir embættismenn frá ríkjunum 127 samþykktu samninginn án formlegr- ar atkvæðagreiðslu á ráðstefnu í Stokkhólmi. Þeir klöppuðu þegar ráðstefnustjórinn, Kjell Larsson, umhverfisráðherra Svíþjóðar, lýsti því yfir að samningurinn hefði verið samþykktur. Ráðgert er að embætt- ismennirnir undirriti samninginn í dag, þeirra á meðal Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra. Vonast eftir tillögum frá stjórn Bush um loftslagsmál Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta hyggst undirrita samn- inginn um þrávirku efnin. Larsson gagnrýndi Bush hins vegar fyrir að hafna Kyoto-bókuninni frá 1997 um takmarkanir á losun gróðurhúsaloft- tegunda. Hátt settur embættismaður í Bandaríkjunum kvaðst í gær vona að stjórn Bush gæti lagt fram nýjar til- lögur í loftslagsmálum, sem gætu komið í stað Kyoto-bókunarinnar, fyrir fund forsetans með leiðtogum ríkja Evrópusambandsins um miðj- an næsta mánuð. Bann við þrávirk- um efnum samþykkt Stokkhólmi, Washington. Reuters. RÚSSNESKA hernum tókst í gær að sprengja stóra ísjaka sem stífl- að hafa ána Lenu í Síberíu og þannig valdið gríðarlegum flóðum. En þó að vatnavextirnir virtust vera í rénun sögðu embættismenn að hættan væri ekki liðin hjá. Vatnshæðin fór mest upp í 9,17 metra í úthverfum borgarinnar Jakútsk í nágrenni árinnar, en það er met. Opnuð hafa verið 35 neyð- arskýli í borginni, sem geta tekið við allt að 20 þúsund manns, en margir kjósa þó að hafast við á háaloftum eða þökum húsa sinna til að verja eigur sínar þjófnaði. Tveir menn búa sig hér undir að bjarga geit í útjaðri Jakútsk. AP Flóðin í Síberíu í rénun GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vill að Svíar, Finnar og Danir auki samstarf sitt innan Evr- ópusambandsins. Persson sagði í viðtali, sem Hels- ingin Sanomat, stærsta dagblað Finnlands, birti í gær, að forsætis- ráðherrar norrænu ríkjanna þriggja ættu að koma saman reglulega fyrir leiðtogafundi Evrópusambandsins til að móta sameiginlega stefnu. „Þetta er ekki spurning um stutta morgunverðarfundi. Markmiðið er að undirbúa norræna áætlun fyrir leiðtogafundina,“ hafði blaðið eftir Persson. Forsætisráðherrar landanna þriggja geta þó ekki komið saman fyrir leiðtogafund Evrópusambands- ins í Gautaborg 15.–16. júní vegna anna Perssons sem formanns ráð- herraráðs ESB þetta misserið. Persson tilgreindi ekki hvaða málaflokkar gætu fallið undir sam- eiginlega áætlun norrænu ríkjanna en sagði að eðlilegt væri að treysta einingu þeirra í ljósi aukins sam- starfs ríkjahópa innan ESB, svo sem Hollands, Belgíu og Lúxemborgar. „Við höfum tapað miklu vegna þess að við höfum ekki rætt málin nógu vel,“ sagði Persson. Vill auka norrænt samstarf innan ESB Helsinki. AP. verði við þeirri áskorun,“ sagði Shar- on. „Við getum síðan hafist handa við að hrinda hugmyndum Mitchell- nefndarinnar í framkvæmd,“ bætti hann við og skírskotaði til skýrslu nefndar undir forystu George Mitc- hells, fyrrverandi öldungadeildar- þingmanns í Bandaríkjunum, sem miðar að því að binda enda á átta mánaða átök Ísraela og Palestínu- manna. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að stjórn sín gæti ekki komið friðartillögum Mitchell- nefndarinnar svokölluðu í fram- kvæmd fyrr en Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, féllist á vopnahlé. Sharon sagði að Ísraelar myndu ekki taka fleiri landsvæði eignarnámi til að stækka byggðir gyðinga á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu en neit- aði að fallast á tillögu Mitch- ell-nefndarinnar um að stöðva allar framkvæmdir á þeim svæðum sem Ísraelar hafa þegar eignað sér. Nokkrum klukkustundum eftir yf- irlýsingu Sharons skýrði varnarmála- ráðuneytið í Jerúsalem frá því að ísra- elskum hermönnum hefði verið bannað að skjóta á Palestínumenn nema líf þeirra væri í hættu. George W. Bush Bandaríkjaforseti fagnaði áskorun Sharons um vopna- hlé og kvaðst vonast eftir svipaðri yf- irlýsingu frá Arafat. „Ég legg til að grannríki okkar beiti sér í sameiningu fyrir tafarlausu vopnahléi og vona að Palestínumenn „Við teljum vissulega enga þörf á því að taka fleiri landsvæði eignar- námi fyrir landnema- byggðirnar,“ sagði Shar- on. Hann lagði hins vegar áherslu á að stjórn sín myndi ekki samþykkja til- lögu Mitchell-nefndarinn- ar um að stöðva allar framkvæmdir á þeim svæðum sem þegar hefur verið ákveðið að leggja undir byggðir gyðinga á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. „Það eru engin tengsl á milli vopna- hlés og máls landnemanna. Taka þarf á því máli í viðræðum Palestínumanna og Ísraela þegar fram líða stundir,“ sagði Sharon. Hann bætti við að í bráðabirgðasamkomulagi Ísraela og Palestínumanna væri tekið fram að deilan um landnemabyggðirnar yrði leyst í viðræðum um endanlega stöðu palestínsku sjálfsstjórnarsvæðanna. Palestínumenn hafa hins vegar sagt að stöðva þurfi framkvæmdir Ís- raela á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu um leið og komið verði á vopnahléi. Telja Sharon hafna friðartillögunum Ahmed Abdel-Rahman, ráðgjafi Arafats, sagði yfirlýsingu Sharons benda til þess að hann hafnaði frið- artillögum Mitchell-nefndarinnar. „Hann vildi fullvissa landnemana um að hann væri tilbúinn að heyja stríð með það að markmiði að halda þeim á palestínskum landsvæðum þrátt fyrir gagnrýni Mitchell-nefndarinnar,“ sagði Abdel-Rahman. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, gaf til kynna að þeir myndu ekki verða við kröfu Sharons um að lýsa tafarlaust yfir vopnahléi. Hann sagði að efna yrði til leiðtoga- fundar til að semja um vopnahlé á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu og senda þyrfti þangað alþjóðlegar eftirlitssveitir til að stöðva árásir Ísraela. Sharon kveðst ekki geta komið tillögum Mitchell-nefndarinnar í framkvæmd Krefst þess að Arafat samþykki vopnahlé Jerúsalem. Reuters, AFP. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á blaðamannafundi í Jerúsalem í gær. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.