Morgunblaðið - 23.05.2001, Side 48

Morgunblaðið - 23.05.2001, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MEÐ hverjum deginum sem líður lækkar gengi krónunnar sem aftur þýðir hærra vöruverð. Það eru flestir hópar vinnandi fólks, svo sem kennarar og nú sjó- menn, búnir að fara í verkfall til að ná fram mannsæmandi lífskjörum. Flestir virðast hafa komist að þeirri augljósu staðreynd að það þurfi minnst 150–200.000.- þúsund kr. á mánuði til að halda heimili og geta lif- að mannsæmandi lífi. Þar sem tveir vinnandi einstakling- ar eru, þ.e. hjón eða sambýlisfólk, hækka tekjur heimilis. Fangar, það er að segja afbrota- menn, hafa gert kröfur um betri að- búnað. Nú er komin aðstaða fyrir fyr- irmyndarfanga, Þeir eru, auk þess að hafa frítt fæði og húsnæði hjá ríkinu, búnir að fá sín kjör bætt þannig að nú geta þeir stundað viðskipti sín úr fangelsum með tölvur og sennilega frían síma. Það er líka séð um að heilsurækt og annað sé í lagi. Líklega er þeim ekki boðinn hafragrautur í kvöldmat eins og margt gamla fólkið sættir sig við möglunarlaust. Fólk í sambúð fékk bætur aftur í tímann. Það er gott mál vegna þess að þá geta öryrkjar þessa lands kannski farið í sambúð ef þeir vilja. Hinsvegar eru þeir sem eru í sambúð betur sett- ir en einstaklingar. Hlutur einstaklings verður alstað- ar skertur á öllum sviðum, þarf ekki annað en líta bara í ferðabæklinga, þar blasa tölur við sem segja þér að þú skulir aldeilis fá að borga fyrir að vera einn/ein. Það er hinsvegar til lítils fyrir ör- yrkja eða gamalmenni að ætla í verk- fall. Dæmi um hungurverkfall dugir ekki, þeir svelta hvort sem er og stjórnvöldum er sama. Þeir þurfa ekki föt því þeir komast ekkert út úr þeim kytrum sem þeir fá að hírast í og ef þeir eiga eigið húsnæði missa þeir það ef ættingjar borga ekki af því, sama er ríkisstjórninni. Svo ef þetta fólk ætlar að reyna að vinna eitthvað til að geta borgað nauðþurftir eru teknar af því bæturn- ar sem því nemur. Það getur ekki ver- ið að þetta standist nokkur lög um mannréttindi. Og eftir höfðinu dansa limirnir. Það er eitt dæmi um þetta hrokafulla þjóðfélag sem lítur niður á sjúkt fólk fremur en glæpamenn að hér eru matvæli og vörur sem komnar eru yf- ir söludag fremur urðaðar en að fólk geti keypt þær ódýrt. Umframbirgðir af kjöti og græn- meti, allt urðað, og kom það í blöðum á sínum tíma að fátæk kona reyndi að ná sér í kjötskrokk af bíl sem var að fara með kjöt á haugana. Í Þýska- landi eru húsgögn sem fólk vill ekki nota lengur og svo annað sett út á götu einn dag í viku þar sem þeir sem áhuga hafa geta tekið þessa hluti og notað. Hér var þessu til skamms tíma hent á haugana og verðir á staðnum svo enginn gæti hirt neitt en nú er farið að safna ýmsu fyrir Rauða krossinn. Það þykir ekkert tiltökumál þótt framkvæmdir ýmiss konar fari tugi milljóna fram úr áætlun og það er öruggt mál að almenningur veit minnst um allar þær fjárhæðir og öll þau hrossakaup sem viðgangast hjá mafíu þessa lands. Hér er lögum hagrætt og þau sveigð til eftir þörfum embættis- manna sem virðast orðið eiga bæði líf- eyrissjóði landsmanna og ríkisfjár- hirslur. Það er hægt að hækka laun emb- ættismanna með einu pennastriki og yfirmenn lífeyrissjóða fara með þá sem einkatekjur . Það kemur aldrei fyrir á þessu landi að stjórnmálamenn þurfi að víkja vegna embættisglapa, virðast því einu stjórnmálamenn í heimi sem aldrei gera mistök. Lög eru túlkuð eftir þörfum hverju sinni og ég er að velta fyrir mér, er eitthvað til hér á landi sem heitir stjórnarskrá og er í takt við nú- tímann? Á meðan þessir menn sitja við kjötkatlana verða öryrkjar að framfleyta sér á um 70.000.- kr á mánuði ef þeir fá ekkert úr lífeyris- sjóði. Af þeim aurum, sem þetta fólk fær, eru svo teknir skattar. Og ef um lífeyrissjóðsgreiðslur er að ræða fer um helmingur í skattinn. Sjálfsmorð þessa fólks eru ekki lát- in fréttast og ekki munu niðurbrotnir ættingjar halda þeim á lofti. Það hefur hvarflað að mér hvort ör- yrki sem ekið er á eða lendir í bílslysi fái nokkuð úr tryggingum. Verður ekki bara sagt, þú ert veikur hvort sem er, hvað munar um eitt kvalræðið í viðbót? Það var ekið á ungan mann í Lækjargötu í vetur. Hann var á gangi með vini sínum og í lögregluskýrslu segir að hann hafi verið að fíflast. Hann er ungur að árum og hefur verið bundinn spítala af og til frá fæð- ingu og oft verið tvísýnt um líf hans. Hann hafði legið milli heims og helju á gjörgæslu nokkrum dögum áður og var nú frelsinu fegin og fór út með vinum sínum. Hann er bundinn við vél inni á spít- ala annan hvern dag og ekki í augsýn breyting á því. Hver dagur er barátta og hann er hetja hvern þann dag sem hann tekur með þreki sem sá einn þekkir sem lifir svona lífi. Lögreglan hefur tekið skýrslur fyr- ir tryggingafélagið og talað við ein- hver vitni á götunni. Það er hinsvegar ekki farið að taka skýrslu af fórnar- lambi slyssins. Þetta er kannski venjulegt, ég þekki það ekki sem bet- ur fer en mun komast að því. Það hinsvegar situr fyrir brjóstinu á mér að þegar lögmaður hins unga manns hringdi í tryggingafélagið, sem hafði fyrir svörum mann sem er fyrrverandi lögreglumaður, og hann dæmdi málið á staðnum: „Drengur- inn var drukkinn! Hann fær engar bætur.“ Það er sem sagt allt í lagi, ökumenn góðir, að aka á drukkið fólk. Svo er það með áfallahjálp. Fyrir hverja og undir hvaða kringumstæð- um er hún til staðar? Hvenær þarf að sýna samúð og aðhlynningu? Vinur fórnarlambs þessa slyss var skilinn eftir í áfalli þarna á götunni og neitað um að fá að fara með sjúkrabílnum uppá slysadeild. Hann komst þangað á eigin spítur en gaf sig ekki fram við neinn, búið að reka hann frá einu sinni, stóð aðeins utandyra. Það er stórlega götótt þetta kerfi hér og eng- in samhæfing í neinu, nóg af fagfólki sem kann sín störf en ekkert skipu- lag. Ég legg til þar sem hér er mikil aðdáun á útlendingum að erlendir að- ilar, sem aldir eru upp við aga og skipulag og detta mér þá helst Þjóð- verjar í hug, verði fengnir hingað til að koma skikki á hlutina. Stjórnleysi og kæruleysi eru að koma sjálfstæði þessa lands á kaldan klaka. ERLA ALEXANDERSDÓTTIR, Brekkubæ 7, Reykjavík. Fangelsi örbirgðar Frá Erlu Alexandersdóttur:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.