Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ríkharður ekki sáttur við dvölina hjá Stoke / B2 Tómas Ingi til liðs við Eyjamenn / B3 4 SÍÐUR Dagskrá 29 sjónvarps- stöðva www.mbl.is Sérblöð í dag NEMENDUR í 10. bekk eru þessa dagana að fá í hendurnar einkunn- ir úr samræmdum prófum. Nið- urstöður prófa eru svipaðar á milli ára en meðaleinkunn í stærðfræði hækkaði úr 5,1 í fyrra í 5,8 í ár á meðan meðaleinkunn í dönsku lækkaði verulega, eða úr 6,5 í fyrra í 5,6 í ár. Skólarnir í Reykja- vík koma best út úr prófunum þrátt fyrir að lækka í þremur greinum af fjórum miðað við í fyrra. Einkunnir á Vestfjörðum hafa hækkað umtalsvert. Fyrir 6 árum voru þær 1,3 undir lands- meðaltali en eru nú 0,4 fyrir ofan landsmeðaltal. Meðaleinkunn í stærðfræði á landsvísu var 5,8 en var 5,1 í fyrra, í íslensku 6,4 en var 6,6 í fyrra, í dönsku 5,6 en var 6,5 í fyrra og í ensku var meðaleinkunnin 6,5 en var 6,6 í fyrra. Meðaltalseinkunn í dönsku er heldur lægri en und- anfarin ár, að sögn Sigurgríms Skúlasonar, deildarstjóra hjá Námsmatsstofnun, sem að hluta megi rekja til þess að prófið var þyngt og vægi á ritun aukið í próf- inu, sem er þyngsti hluti þess, og lestextar jafnframt þyngdir. Þrátt fyrir að meðaltalseinkunn hafi batnað í stærðfræði eru engu að síður margir sem fá lága einkunn. Þeir sem fá 4 eða lægra standa illa gagnvart námi á bóknámsbrautum í framhaldsskólum. Þeir þurfa að fá að meðaltali 6 í samræmdum einkunnum og skólaeinkunnum og mega ekki fara undir 4,5 í ákveðn- um fögum, þannig að þeir sem eru með 4,0 eða lægra standa því illa samkvæmt þessum viðmiðunar- mörkum. Í stærðfræði fengu 26,8% nemenda lægri einkunn en 4,5 og 32,5% fengu 4,5 eða minna. Í dönsku fengu 31,5% lægri ein- kunn en 4,5, 14,5% í ensku og 7,6% í íslensku. Markviss uppbygging hefur átt sér stað á Vestfjörðum Sigurgrímur segir að Vestfirðir hafi verið að bæta sig og komi talsvert betur út núna en und- anfarin ár, auk skóla á Suðurnesj- um og Vesturlandi. T.d. eru skólar á Vestfjörðum með 5,7 í meðalein- kunn í stærðfræði sem er þriðji besti árangur landshluta. Kristinn Breiðfjörð Guðmunds- son, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, er mjög ánægður með þessar niðurstöður. Hann segir að fyrir sex árum hafi meðaltalið í skólanum verið 1,3 stigum undir landsmeðaltali en nú er þetta hlut- fall komið í 0,4 yfir meðaltal á landsvísu. Hann segir að markviss uppbygging hafi farið fram í skóla- starfinu og að mikil áhersla hafi verið lögð á innra starf skólans. Námsgreinar eins og íslenska og stærðfræði hafi verið endurskipu- lagðar og það sé að skila sér núna. Skólanum hefur einnig haldist vel á kennurum og segir Kristinn að hlutfall kennara með réttindi sé um 85%. Einnig segir hann að af- staða foreldra skipti miklu máli og að nemendur leggi harðar að sér nú en fyrir nokkrum árum. „Það þótti ekki fínt að vera góður náms- maður fyrir nokkrum árum en það hefur breyst til hins betra,“ segir Kristinn. Niðurstöður samræmdu prófanna eru svipaðar milli ára Einkunnir á Vestfjörð- um hækka umtalsvert                                                    ! "   #  ! !$ ! !% !& !' !! !" !% ! ! ! ! &  " ' !   ' # & !' !! !% ! !% !" !" !                                  NEMENDUR í Grunnskólanum í Hofgarði í Öræfum hafa und- anfarinn áratug endað hvert skólaár með því að græða upp land í sveitinni og er þetta vor þar engin undantekning. Krakkarnir, sem hér sjást með Maríu Rós Newman, sem hefur umsjón með starfinu, vinna í fjóra tíma á dag í fjórar vikur. Land- græðslufélag Öræfinga, sem er hluti af Landgræðslu ríkisins, sér um verkefnið, útvegar áburð, plöntur og fræ og greiðir nemend- unum, sem eru á aldrinum tíu til tólf ára, laun fyrir vinnu þeirra. Sauðburði er að mestu lokið í sveitinni að sögn Maríu Rósar og sinna krakkarnir landgræðslunni samhliða vorstörfunum í sveitinni. Hér er hópurinn með Hafrafell í bakgrunni að sá birkifræjum á svæði innan landgræðslugirðingar milli Freysness og Svínafells, en aðallandgræðslusvæðið nær frá Hnappavöllum inn að Hofi. Einnig gróðursetja krakkarnir birki og lúpínu og bera áburð á plönturn- ar. María Rós segir að þau sjái mikinn árangur af starfinu síðustu tíu ár, en að enn sé mikið starf fyrir höndum. Morgunblaðið/RAX Landgræðsla í Öræfum ÞRJÁR unglingsstúlkur og tveggja ára stúlka voru hætt komnar á Skólabraut í Mos- fellsbæ á mánudag þegar ung- lingspiltur ók glæfralega. Að sögn stúlknanna ók hann í átt til þeirra en sveigði svo skyndi- lega frá hópnum. Þá hentist bíllinn upp á grasflöt, að þeirra sögn, rann niður brekkuna við félagsheimilið Hlégarð og skildi eftir uppspænda jörð. Hörður Jóhannesson aðal- varðstjóri hjá lögreglunni í Mosfellssveit segir að ökumað- urinn hafi aðeins haft bílpróf í sjö daga. Sjálfur sagðist hann hafa misst stjórn á bílnum. Fjórar tilkynningar um glæfraakstur Fjórar tilkynningar um glæfralegan akstur á sama bíl höfðu borist lögreglu þennan daginn. Hörður segir erfitt að segja til um hversu langt bíll- inn var frá börnunum en hann segir guðsmildi að ekki fór verr. Hann segir sönnunar- byrði erfiða í málum á borð við þetta, en móðir litlu telpunnar ætlar að kæra piltinn og félaga hans fyrir athæfið. Hörður segir líklegt að pilturinn hafi verið manaður upp í fíflagang af félögum sínum. Hann segir brýnt að ungir ökumenn geri sér grein fyrir því að þeir sjálf- ir eru ábyrgir fyrir akstrinum og að þeir leiði hjá sér hvatn- ingarorð farþega um glæfra- legan akstur. Glæfraakstur ung- lings í Mosfellsbæ „Guðs mildi að ekki fór verr“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.