Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÉRFRÆÐINGAR höfðu búist við enn minni hagnaði en raunin varð hjá bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer. Hagnaður síðasta rekstrarárs var 480 milljónir punda eða um 69 milljarðar íslenskra króna, miðað við 557 milljónir punda árið áður. Ýmsir sérfræðingar bjuggust við að M&S myndi tilkynna allt niður í 460 milljóna punda hagn- að, að því er fréttavefur BBC greinir frá. Rekstur fyrirtækisins gekk vel á árinu 1998 þegar hagnaðurinn nam 1,2 milljörðum punda eða um 173 milljörðum íslenskra króna. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við og hagn- aðurinn minnkað ár frá ári. Reynt hefur verið að endurskipuleggja en aðgerðirnar hafa ekki skilað tilætl- uðum árangri. Verslanir M&S á meginlandi Evrópu verða seldar og eins starfsemin í Bandaríkjunum. Áformað er að M&S muni flytja úr dýru húsnæði við Baker Street í London í fyrsta lagi árið 2003 og flytja höfuðstöðvarnar í nýtt hús- næði í vesturhluta borgarinnar. Nýja húsnæðið rúmar aðeins 1.600 manns en nú starfa 3.500 í Baker Street og því er búist við umfangs- miklum uppsögnum starfsfólks. Luc Vandevelde er starfandi stjórnarformaður M&S og þegar hann var ráðinn í fyrra, lofaði hann að snúa rekstrinum við innan tveggja ára. Enn er langt í land en Vandevelde segist bjartsýnn á að úr rætist þegar nýja húsnæðið verður tekið í notkun. Reuters Hagnaður Marks & Spencer á síðasta rekstrarári nam um 69 milljörðum. M&S skilar enn minni hagnaði MAREL hf. var rekið með 57 millj- óna króna tapi á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 51 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrartap fyrir fjármagns- kostnað og skatta (EBIT) nam 22 milljónum en á sama tímabili í fyrra var rekstrarhagnaður 79 milljónir. Rekstrartekjur Marels og dótt- urfélaga þess á fyrsta ársfjórðungi námu alls 1.537 milljónum króna en það er 19% aukning frá sama tíma- bili í fyrra. Í tilkynningu frá Marel segir að rekstrartekjurnar séu rúmlega 100 milljónum króna minni en reiknað var með í áætlunum félagsins. Það megi aðallega rekja til sölutregðu á tímabilinu desem- ber 2000 til febrúar 2001, einkum vegna búfjársjúkdóma í Evrópu. Fjárfestingar Marel og dóttur- félaga þess námu alls 95 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 123 milljónir á sama tíma árið 2000, mest í undirbúning fyrir nýtt hús- næði Marel hf. Eigið fé Marels í lok mars 2001 var 1.860 milljónir og stóð nánast í stað frá árslokum 2000. Endurmat á eignarhluta Marels í erlendum dótturfélögum, sem færist beint á eiginfjárreikning, vegur að veru- legu leyti upp rekstrartap félags- ins. Markmið ekki endurskoðuð að svo stöddu „Salan tók vel við sér í mars síð- astliðnum og er verkefnastaða fyrir annan ársfjórðung góð. Þrátt fyrir að afkoma fyrsta ársfjórðungs hafi verið óviðunandi, er ekki enn talin ástæða til að endurskoða þau mark- mið, sem sett voru í rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2001. Þar er reiknað með að rekstrarhagnaður fyrir fjármagnskostnað og skatta (EBIT) verði um 8% eða rúmlega 500 milljónir króna. Reiknað er með að rekstraráætlun samstæð- unnar verði endurmetin eftir fyrstu sex mánuði ársins 2001, ef breyttar aðstæður gefa þá tilefni til þess,“ segir í tilkynningu Marel. Afkoma Marels versnar um 108 milljónir NORÐURLJÓS, móðurfélag Íslenska Útvarpsfélagsins, hafa ákveðið að selja 34,5% hlut sinn í fjarskiptafyrirtækinu Tali. Samningaviðræður standa yfir við erlendan aðila um kaup á hlutnum, segir Hreggviður Jónsson, forstjóri Norðurljósa. Tal farsímafélagið var stofnað 1997 og starfsemi félagsins hófst í maí 1998. Að sögn Hreggviðs er ástæða sölunnar sú að þetta hafi verið fjárfesting hjá félag- inu og sem slík falli hún ekki að kjarnastarfsemi Norðurljósa enda eigi félagið ekki meiri- hluta í Tali. Auðvelt sé því að losa þessa eign. Gengisfall krónunnar hafi komið illa við Norðurljós og því sé tekin þessi ákvörðun að losa þessa fjárfest- ingu til að fá aukið fjármagn í rekstur kjarnastarfseminnar. Nú stendur yfir endurskipu- lagning á rekstri Norðurljósa en unnið er að sameiningu Skíf- unnar og Íslenska Útvarps- félagsins og annarra félaga sem tengjast þeim rekstri. Afkoma Norðurljósa fyrir árið 2000 verður birt á næstu dögum, að sögn Hreggviðs. Enn stefnt að skráningu á hlutabréfamarkaði Sú stefna hafi verið tekin af hluthöfum Norðurljósa 1999 að skrá félagið á hlutabréfamark- aði. Að sögn Hreggviðs hefur sú stefna ekki breyst en að- stæður á markaði hafi hins veg- ar breyst til verri vegar. Félag- ið þurfi að ganga í gegnum sameiningarferli áður en hægt sé að skrá fyrirtækið sem eitt félag á markaði. Fyrirtækið verði með margvíslegan rekst- ur í afþreyingar- og verslunar- geiranum og verði því áhuga- verður kostur fyrir fjárfesta. Aðspurður um virði Tals seg- ir hann að Tal sé traust félag með breiðan hóp viðskiptavina, gott tekjustreymi og góður fjárfestingarkostur en ekki sé tímabært að gefa upp verð þar sem samningaviðræður standi yfir, segir Hreggviður Jónsson, framkvæmdastjóri Norður- ljósa, ennfremur. Western Wireless, bandarískt fjar- skiptafyrirtæki, á 58% í Tali en auk þess eiga Ragnar Aðal- steinsson lögmaður og Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, hlut í fyrirtækinu. Norður- ljós selja 34,5% í Tali DEGASOFT mun flytja alla starf- semi sína til Lundúna um næstu helgi. Eigendur Degasoft hafa stofn- að fyrirtækið Degasoft UK, sem er í meirihlutaeigu Degasoft á Íslandi en norskt fjárfestingarfélag, Venturos, hefur auk þess fjárfest í Degasoft UK fyrir um 300 milljónir íslenskra króna. Þorgeir Ibsen, einn fram- kvæmdastjóra Ford Motor Company, verður forstjóri Degasoft UK. Aðgangur að fjármagni og starfsfólki réð úrslitum Gunnar M. Hansson, forstjóri Degasoft á Íslandi, segir að sjö starfs- menn Degasoft muni flytja til Lund- úna. Aðspurður um hvort langur að- dragandi sé að flutningnum segir Gunnar að menn hafi velt þessu fyrir sér í alllangan tíma. Ýmsar ástæður búi þar að baki, til dæmis sé auðveld- ara að fá stóra fjárfesta til liðs við fyr- irtækið. „Við þurfum einnig að byggja fyrirtækið mjög hratt upp hvað snert- ir mannafla og þarna höfum við að- gang að stærri hópi sérfræðinga, sem við þurfum á að halda. Raunar vill þannig til að eins og er er Bretland okkar stærsti markaður en það réð þó ekki úrslitum. En auðvitað er gott að vera með starfsemina þó þetta nálægt Íslandi, því við eigum auðvitað von á því að það muni fleiri Íslendingar ráða sig til starfa hjá Degasoft. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera sem næst markaðnum, þegar við er- um að þróa og þjónusta hugbúnaðinn og það er ein ástæða þess að við flytj- um starfsemina utan. Eitt af því sem maður hefur rekið sig á hvað eftir annað á ferðalögum erlendis er, að margir og þá sérstaklega í Bandaríkj- unum hafa hreinlega ekki hugmynd hvar Ísland er. Í slíkum tilvikum get- ur verið erfitt að selja eitthvað, sem er stórt og mikilvægt fyrir fyrirtækin, frá landi sem menn þekkja alls ekki.“ Toppmaður fenginn til að stjórna fyrirtækinu Aðspurður um ráðningu Þorgeirs frá Ford Motor Comapany segir Gunnar að hann hafi kynnst Þorgeiri fyrir um tveimur árum þegar hann hafi heimsótt höfuðstöðvarnar í Detroit og síðan haldið sambandi við hann. „Mér tókst síðan að fá hann yfir til okkar en hann er vitaskuld að yf- irgefa mjög gott starf hjá Ford og hann hefur gert frábæra hluti þar. En þetta starf höfðaði til hans og hann sér fyrir sér að Degasoft og sá hug- búnaður, Kudosinn, sem við erum búnir að þróa, eigi mikla framtíð fyrir sér. Kudosinn er margverðlaunaður hugbúnaður í kioska (viðskiptastand- ur). Við erum auðvitað hæstánægðir með að fá Þorgeir, sem hefur yfir- gripsmikla reynslu á alþjóðavísu, til þess að stjórna fyrirtækinu. Þegar er búið að ráða mjög hæfa stjórnendur með alþjóðlega reynslu með Þor- geiri.“ Aðspurður um verkefnastöðu Degasoft segir Gunnar að verið sé að vinna að stórum verkefnum. „Við hóf- um til að mynda að setja upp kioska fyrir Virgin-samstæðuna í lok síðasta árs og því verður haldið áfram. Síðan erum við að setja upp net tíu þúsund kioska í Bretlandi. Þannig að það má segja að nýja fyrirtækið taki við mjög góðu búi og viðskiptamannagrunni.“ Degasoft flytur starfsemi sína til Lundúna Þorgeir Ibsen nýr for- stjóri fyrirtækisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.