Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN H. Gunnarsson, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins og þingmaður Vestfirð- inga, segir ekki rétt að hann hafi verið eini andstæðingur þess, að frumvarp sjávarútvegsráðherra um aukningu veiðiheimilda samhliða kvótasetningu á meðafla smábáta 1. september nk. næði fram að ganga. Hann segir að þvert á móti hafi þingflokkur Framsóknarflokksins fjallað tvívegis um málið með form- legum hætti og á föstudag komist að þeirri niðurstöðu, að skoðanir um frumvarpið væru of skiptar til að réttlætanlegt væri að leggja það fram. „Þetta var það sem rætt var á fundi þingflokksins og ég hélt við þá stefnu sem þar var mótuð. Ég veit hins vegar ekkert um það sem fram fór í einkasamtölum við menn eftir fundinn á föstudag og þegar að þing- frestun leið á laugardag. Enda finnst mér ekki að einkasamtöl eigi að vega þyngra, en það sem rætt er með formlegum hætti innan þing- flokka,“ segir Kristinn við Morgun- blaðið. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, voru tilbúin frum- varpsdrög á minnisblaði sjávarút- vegsráðherra, um aukningu veiðiheimilda á ýsu og steinbít upp á 3.300 tonn og hafði náðst samstaða um málið innan þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Segir hið sanna muni koma fram þegar frá líður Eftir sáttaumleitanir innan raða þingflokks Framsóknarflokksins á föstudag og fram eftir laugardegi, féllust andstæðingar kvótasetning- arinnar, þeirra á meðal Hjálmar Árnason, á frumvarpið sem mála- miðlun, en ekkert varð úr því að ráð- herra legði það fram þar sem ekki var einhugur um málið innan stjórn- arflokkanna. Skipti andstaða Krist- ins H. Gunnarssonar þar miklu. „Einn maður stöðvar ekki svona stórt mál. Þar sem frumvarpið var ekki lagt fram er ljóst að ekki var samstaða um efni þess. Það voru fleiri en ég, sem börðust gegn kvóta- setningu á smábáta og vildu bíða eft- ir heildarendurskoðun á fiskveiði- stjórnuninni. Ég hef fulla trú á því að þegar frá líður muni sú afstaða fleiri þingmanna beggja stjórnar- flokkanna, ekki síst innan Fram- sóknarflokksins, koma í ljós,“ sagði Kristinn. Ranghermt var í millifyrirsögn baksíðu blaðsins í gær að Kristinn hefði verið andvígur frumvarpi um frestun kvótasetningar. Eins og fram kom í sjálfri fréttinni og enn- fremur í fréttaskýringu á miðopnu blaðsins, var Kristinn þvert á móti andvígur kvótasetningunni og vildi því frestun, en lagðist hins vegar gegn frumvarpi sjávarútvegsráð- herra. „Einn maður stöðvar ekki svona stórt mál“ Formaður þingflokks Framsóknarflokksins segir fleiri hafa verið mótfallna frumvarpi sjávarútvegsráðherra VIÐSKIPTABLAÐ Morgunblaðsins og Úr verinu, sérblað Morgunblaðs- ins um sjávarútveg, hafa verið sam- einuð í eitt blað, sem kemur út á morgun, fimmtudag, undir heitinu Viðskiptablað Morgunblaðsins. Af þeim sökum fylgir Úr verinu ekki Morgunblaðinu í dag. Í hinu breytta Viðskiptablaði Morgunblaðsins verður fjallað um viðskipti, sjávarútveg og athafnalíf. Jafnframt hefur útgáfu sérblað- anna Netsins og Dagskrár verið hætt og mun umfjöllun um Netið verða fastur liður í Viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudögum. Upplýsingar um dagskrá 29 sjón- varpsstöðva er nú hægt að skoða á mbl.is undir hnappnum Fólkið. Þegar þar er komið inn er smellt á sjonvarp.is, sem er vinstra megin á skjánum undir Efni. Dagskráin birtist eins og áður daglega í Morgunblaðinu. Viðskipti, sjávarútvegur og athafnalíf í einu blaði Dagskrár 29 sjónvarpsstöðva er hægt að skoða á mbl.is. Morgunblaðið/Þorkell Hjörtur Reynarsson borðformaður vinnur að uppsetningu nýja blaðsins. ÍSLENSK erfðagreining hefur ein- angrað erfðavísi sem er einn af or- sakavöldum heilablóðfalls og kortlagt annan erfðavísi sem tengist fullorð- inssykursýki, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Þetta er nýr áfangi í samstarfi fyr- irtækisins við svissneska lyfjafyrir- tækið Hoffmann-La Roche og mun Roche greiða Íslenskri erfðagrein- ingu áfangagreiðslur vegna þessa samkvæmt samningi fyrirtækjanna í þeim efnum. Í frétt Íslenskrar erfðagreiningar kemur fram að á síðasta ári hafi fyr- irtækin greint frá kortlagningu erfðavísis sem tengdist heilablóðfalli og nú hafi tekist að einangra ákveð- inn erfðavísi á því svæði. Þetta sé í fyrsta sinn sem sterkur erfðaþáttur finnist í algengustu gerðum heila- blóðfalls. Fram kemur að stuðst hafi verið við breiða skilgreiningu á svipgerð sjúkdómsins en alls hafi um 3.000 manns, bæði sjúklingar og aðstand- endur þeirra, tekið þátt í rannsókn- inni. Heilablóðfall sé þriðja algeng- asta dánarorsökin á Vesturlöndum og Roche muni taka lyfjamörk sem finnist með rannsóknum á þessum erfðavísi inn í lyfjaþróunarferli fyr- irtækisins. Fullorðinssykursýki í 90% tilvika Þá kemur fram að Íslenskri erfða- greiningu hafi tekist að afmarka svæði sem tengist fullorðinssykur- sýki með því að greina arfgerðir 2.700 Íslendinga, sjúklinga og ættingja þeirra í 200 fjölskyldum. Í 90% tilvika sé um svokallaða fullorðinssykursýki að ræða en hún sé algengust í fólki sem sé komið yfir fertugt og hjá þeim sem þjáist af offitu. Roche hyggist nota niðurstöðurnar til þróunar nýrr- ar kynslóðar greiningarúrræða og meðferðar til að hjálpa sjúklingum að viðhalda eðlilegri svörun við insúlíni, en sjúkdómurinn einkennist af því að líkaminn getur ekki stýrt sykur- magni í blóði vegna galla í útskilnaði boðefnisins insúlíns eða skerts insúl- ínnæmis, að því er fram kemur í frétt Íslenskrar erfðagreiningar. ÍE einangrar einn af orsaka- völdum heila- blóðfalls FRAMKVÆMDUM við brúna yfir Þjórsá og vegaframkvæmdum vegna orku- og iðjuvera á Austurlandi verð- ur frestað. Ekki hefur hins vegar ver- ið tekin endanleg ákvörðun um frest- un vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þessar upplýs- ingar koma fram í svari samgöngu- ráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanni. Í fjárlögum fyrir árið í ár var ákveðið að lækka framlög til vega- mála frá því sem var ákveðið í vega- áætlun. Í svari samgönguráðherra kemur fram að ætlunin sé að fresta framkvæmdum fyrir 330 milljónir á höfuðborgarsvæðinu og 470 milljónir á landsbyggðinni. Á vegaáætlun var gert ráð fyrir að veita 200 milljónum til byggingar nýrrar brúar yfir Þjórsá og 270 milljónum til vegafram- kvæmda á Austurlandi sem tengjast orku- og stóriðjuframkvæmdum sem áformað er að fara út í. Þessum fram- kvæmdum verður frestað. Fram kemur í svarinu að frestun fram- kvæmda við Þjórsárbrú eigi ekki að hafa áhrif á lok framkvæmda sem gert er ráð fyrir að verði 2003. Sama eigi við um framkvæmdirnar á Aust- urlandi en þeim er ætlað að ljúka 2003 þrátt fyrir frestun í ár. Framkvæmdum við Þjórsárbrú frestað LÍKLEGT þykir að um fimm þús- und nemendur verði fyrir einelti í íslenskum grunnskólum á hverju ári, að því er fram kemur í nið- urstöðum starfshóps um einelti í grunnskólunum, sem kynntar voru í gær. Starfshópurinn hefur sent sam- ráðsnefnd menntamálaráðuneyt- is, Sambands íslenskra sveitar- félaga og samtaka kennara og skólastjóra tillögur sínar um sam- ræmda aðgerðaáætlun fyrir grunnskóla um hvernig skuli brugðist við einelti ef og þegar það kemur upp, að því er er fram kemur á heimasíðu Kennarasam- bandsins á Netinu. Er þar vitnað í niðurstöður starfshópsins þar sem fram kem- ur að líklega verði fimm þúsund nemendur fyrir einelti í grunn- skólum á hverju ári. Starfshópurinn leggur til að einelti verði afstýrt með forvörn- um í skólum. Bendir hann á að einelti sé tengt skólabrag ein- stakra skóla og því samskipta- mynstri sem viðgengst í skólan- um. Því sé mikilvægt að stefnumótun í eineltismálum sé tengd heildarumhverfi skólans og hafi það að markmiði að tryggja skólaumhverfi þar sem nemend- um líði vel og þeir búi við öryggi. Góður bekkjarandi sé lykilatriði ef takast á að byggja upp góðan skólabrag. Tekist hefur að draga 50% úr einelti í Noregi Hallast starfshópurinn að hug- myndum Dan Olweus prófessors sem starfar að þessum málaflokki í Noregi. Hann hefur þróað sér- stakt átaksverkefni gegn einelti í grunnskólum en í lok þess hafði dregið úr einelti um 50% meðal nemenda í grunnskólum í Björg- vin í Noregi. Auk þess höfðu skemmdarverk og önnur hegðun- ar- og samskiptavandamál höfðu sýnilega minnkað í umræddum skóla. Talið að 5.000 börn verði fyrir einelti árlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.