Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 39 Fregnin um andlát Ívars Birgissonar kom eins og reiðarslag. En tilveran er sífellt að koma manni á óvart og eitt er víst að maður veit aldrei hvenær kall- ið kemur. Ívar var virkur félagi í Stómasam- tökum Íslands en hann gekkst undir stómaaðgerð um áramótin 1989–90. Níu mánuðum síðar fór hann í svo- nefnda tengiaðgerð og árið 1997 var gerð á honum aðgerð þar sem hann fékk innvortis poka eða svonefndan garnapoka. Var hann með þeim fyrstu til að gangast undir slíka að- gerð hér á landi. Í mörg ár var hann meðal þeirra í Stómasamtökunum sem sinntu heimsóknarþjónustu til þeirra sem voru nýkomnir úr sams- konar aðgerð og þeir, en þessar heimsóknir eru mikilvægasti þáttur í starfi samtakanna. Þeir eru áreiðan- lega margir sem hafa notið reynslu hans í þessum efnum og styrkst and- lega í sínum veikindum. Ég átti því láni að fagna að kynnast Ívari ekki einvörðungu sem góðum og traust- um félaga í Stómasamtökunum held- ur líka sem eiginmanni og fjölskyldu- föður því eftirlifandi eiginkona hans, Sólveig, hefur undanfarin ár unnið hjá Borgarbókasafni eins og ég. Þau ÍVAR BIRGISSON ✝ Ívar Birgissonfæddist í Reykja- vík 9. mars 1961. Hann lést 9. maí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Graf- arvogskirkju 17. maí. voru t.d. með í kartöflu- hópi starfsmanna safnsins og gerðu það ekki síst vegna barna sinna, sem voru einkar áhugasamir kartöflu- ræktendur. Þá kynntist maður því hversu sam- heldin þessi fjölskylda var. Nú er skarð fyrir skildi. Ég votta Sól- veigu og börnum henn- ar innilega samúð. Sigurður Jón Ólafsson. Mér fannst það skrýtið þegar ég náði ekki sambandi við mömmu og pabba miðvikudaginn 9. maí sl. Svo skrýtið að ég hætti ekki að reyna fyrr en ég loksins náði í þau seint um kvöldið. Ég fann það strax á röddinni á pabba að ekki var allt eins og það átti að vera. „Hann Ívar frændi okk- ar er dáinn...“ Þúsundir hugsana flugu á ljóshraða í gegnum huga mér og ég leitaði skjóls frá skarkalanum sem ég var staddur í og leitaði að Ás- laugu og Adda til að segja þeim þessa voðafrétt. Við stóðum, þrumu lostin og felld- um tár í minningu þína. Eftir þó nokkra stund förum við að skilja hvað var að gerast. Ívar frændi, þessi duglegi, reglusami maður sem hafði svo lengi verið fastur punkur í tilveru fjölskyldu okkar var dáinn! löngu fyrir aldur fram. Enginn skilur af hverju eða hvers vegna. Hugsanirnar héldu áfram að fljúga. Ég get ekki hætt að hugsa um hvort það hafi verið tilviljun að við náðum að hittast á tröppunum hjá Adda bróður í afmælinu hans Halla litla vikunni áður. Þið stóðuð á stétt- inni, vorsólin baðaði ykkur og þið voruð svo falleg, fjölskyldan úr Graf- arvoginum. Ég og Áslaug á leiðinni inn og þið Sissa og krakkarnir á leið- inni út. Við skiptumst á kveðjum og spurðum um gang mála eins og venja er. Við brostum því það var gaman að sjást þó stutt væri! Ekki hefði mér órað fyrir því að þetta yrði okkar síð- asta kveðja. Þó svo væri, var ég þakklátur að hafa átt þó það! Þar sem ég sit hér og skrifa þessi orð í minningu þína, koma upp hugsanir um ljúfar stundir sem við áttum sam- an. Mér eru sérstaklega minnisstæð- ar heimsóknirnar í Mosarimann til þess að fagna tímamótum hjá fjöl- skyldunni og helgin á Laugarvatni fyrir tveimur árum. Það er skrýtið hvað lífið getur minnt mann harkalega á. Hvernig forgangsröðin virðist oft kjánaleg í breyttu ljósi og hvað raunverulega skiptir máli. Dalai Lama sagði „ég hef séð fólk sem hefur verið niður- brotið yfir því að eiga ekki fyrir nýj- um skóm, svo hef ég séð fólk sem ekki hefur haft fætur.“ Hvað okkur öllum hefði þótt vænt um að eiga eina stund enn með þér í Mosarimanum. Við eigum eftir að sakna þín frændi og samtala okkar. Sakna golf- ferðarinnar sem aldrei var farin. En við bætum fyrir það næst þegar við hittumst. Þó þú sért nú farinn í bili þá veit ég að þú vakir yfir Sissu og krökkunum eins og þú hefur alltaf gert! Elsku Sissa, Guð veri með þér og krökkunum á þessum erfiðum tímum. Hann vakir yfir þér. Það veit ég... ég lærði það í sunnudagsskól- anum í kirkjunni á Selfossi sem þú varst svo dugleg að taka mig með í. Fyrir hönd strákanna frá Selfossi og maka, Einar Bárðarson. ✝ Trausti Gestssonfæddist á Fá- skrúðsfirði 11. des- ember 1930. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Uppsölum 16. maí síðastliðinn. Foreldrar Trausta voru Gestur Guð- mundsson og Kristín Elín Björg Jónsdótt- ir. Trausti kvæntist Pálínu Ottósdóttur, f. 29.10. 1930, d. 26.6. 1989, og átti með henni fimm börn: 1) Sjöfn, gift Eysteini Stefánssyni og eiga þau tvö börn, Pálínu Valdísi og Stefán Trausta. Sjöfn á eina dóttur úr fyrra hjóna- bandi, Lindu Björk Birgisdóttur. 2–3) Tvíburarnir Óðinn og Þórir. Sambýliskona Óðins er Guðrún Er- lendsdóttir. Óðinn á einn son úr fyrra hjónabandi, Árna Brynjar. Þórir er kvæntur Aðalheiði Sigurbjörnsdóttur og eiga þau saman tvö börn, Höllu Björgu og Óðin Loga. 4) Bára, í sambúð með Guðbjarti Guðbjartssyni. Bára á einn son, Ívar Örn Ró- bertsson. 5) Björg, ógift, á eina dóttur úr fyrri sambúð, Eygló Karólínu Benedikts- dóttur. Trausti átti einn fósturson, Val Kristjánsson. Sam- býliskona hans er Margrét Samson- ardóttir. Valur á tvö börn úr fyrra hjónabandi, Þórhildi og Þóreyju. Trausti ólst upp á Fáskrúðsfirði og bjó þar allt sitt líf. Útför hans fór fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju 22. maí. Elsku afi minn, nú er kveðju- stundin runnin upp. Ég hugsa til baka með bros á vör til allra góðu stundanna sem við áttum saman. Það var ósjaldan sem við skrupp- um í göngutúra og ræddum um heima og geima og aldrei stóð á þér að baka vöfflur og hita kakó í kvöld- kaffi. Þú ert allra besti afi sem nokkur gæti hugsað sér. Barngóður, skemmtilegur, hraustur og drífandi. Máltækið segir að maður komi í manns stað, en það kemur enginn í staðinn fyrir þig í mínu hjarta. Ég trúi því að við eigum eftir að sjást aftur. Kveðja, Eygló. _ Elsku afi, þá er þrautagöngu þinni lokið, þú hvíldinni feginn og líður nú upp himnastigann þar sem Pálína amma bíður þín með opinn faðminn. Nú eruð þið sameinuð á ný eftir langan aðskilnað. Hafðu þökk fyrir allt. Elsku pabbi, Sjöfn, Þórir, Bára, Björg, Valur og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Árni Brynjar Óðinsson. Elsti bróðir okkar Trausti lést eft- ir langa baráttu við illvígan sjúkdóm þann 16. maí síðastliðinn á sjötug- asta og fyrsta aldursári. Okkur lang- ar að minnast hans með nokkrum orðum. Trausti fór að heiman nokkr- um árum eftir að við fæddumst og munum við aðeins óljóst eftir honum heima á Einarsstöðum. Elstu börnin hans eru einungis nokkrum árum yngri en við og þegar við vorum lítil litum við frekar á hann sem frænda en bróður. Það breyttist þó auðvitað þegar við urðum eldri og með okkur ríkti ávallt vinátta. Mamma heitin lýsti Trausta bróður rétt þegar við spurðum hana eitt sinn sem krakkar hvort hún hefði aldrei orðið hrædd ein með börnin þegar pabbi var á vertíð. Hún svaraði því til að hún hefði sko aldeilis ekki verið ein þar sem hún hafði hann Trausta heima, hann hafi alltaf verið svo ráðagóður og fljótur til ef eitthvað kom upp á. Segja má að Trausti hafi verið eins og vorboðinn ljúfi, því hann kom í heimsókn til okkar á hverju vori. Það var alltaf gaman að fá hann í heimsókn því hann hafði mjög gam- an af því að segja frá ýmsu sem á dagana hafði drifið og gerði það líka mjög skemmtilega. Trausti var mjög handlaginn og sást það best á heimili hans Hvoli þar sem allt var snyrti- legt og fínt. Þar naut hann þess að vera, ekki síst þegar börn og barna- börn bar að garði. Með þessu ljóði viljum við kveðja okkar ástkæra bróður og þakka honum innilega fyr- ir samfylgdina. Við biðjum góðan guð að styrkja börnin hans og fjöl- skyldur þeirra í þeirra miklu sorg. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa’ í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. Í aldastormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. (Einar Ben.) Elísabet og Jón. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Trausti, þakka þér gömlu góðu dagana. Sofðu vært kæri vinur. Samúðarkveðjur til allra ástvina. Ingibjörg Bryndís Árnadóttir. TRAUSTI GESTSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.                                     !     " #  ! $ %%& '  #      ( ) *)    !"#"$$% &' !"  ! "$$%  %!( &"  ! #)! &%!!*!##)!   +%!,&  *!&%  &%!##)!  -!"# -! #"$$%   &%  &%!##)!  ! % "  "#"$$% ./ #&%  &%!##)!  % / #"$$%  0!%*! $ !##)!  1!+)! / #"$$% 2) &  + %#$! !"#"$$% 3 %)3) %!  !!&#!% !"##)!0             +      45 .4 4 6(( +% &%77 +&8  ,- - ,   ! .  /   !      0  #  !+  $ %%& 2  8  9!"##)! %   2  8#"$$% : % %*&!#&! ;&$ &  02  8#"$$% 3  <$ 02  8#"$$% 1! 2  !"##)! + %#$!20+ %#$%!#"$$% , ! , !), ! , ! , !0          +           5 . 6  + == ) $%7  8! 8% %     12   !     (      !+  $ && &  &  "$$%  1!  1! #"$$% # %*!##)! %" 1! ##)!  + %#$!% %#"$$% 2 !!1! #"$$% + %#$%!! % &% ##)! & &!  1! #"$$% 6# : &- ;<$ ##)! &  $1! #"$$% &% &  #)! %" &  #)!  1!& $#"$$% & % !"##)! &  !#"$$%   %" #"$$% % %  %" ##)! ), ! , !0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.