Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 35
Gullsmiðir
ÞAÐ vakti athygli
mína þegar niðurstöð-
ur könnunar á brott-
kasti voru kynntar á
dögunum að í þeirri
könnun hafði ekki verið
skoðað sérstaklega
hvort munur væri á
brottkasti hjá þeim
sem landa á markaði og
hinum sem veiða fyrir
tiltekna vinnslu. Ég hef
lengi haldið því fram að
þegar mönnum er gert
að velja aflann fyrir
vinnsluna úti á sjó, eiga
t.d. bara að koma með
þorsk af tiltekinni
stærð að landi, þá kalli
það beinlínis á brottkast. Þeir sem
landa á markaði geta hinsvegar lagt
allan aflann upp því einhverjir kaup-
endur eru til staðar. Hér áður fyrr
hirtu menn ekki þær tegundir sem
enginn var markaðurinn fyrir en eft-
ir að fiskmarkaðir komu til sögunnar
er möguleiki að koma öllum tegund-
um frá sér og það skiptir sköpum.
Þetta er sannarlega eitt af því sem
ber að skoða; hvar vilja menn að valið
á hráefninu til vinnslunnar fari fram?
Sömuleiðis er það ljóst að við tilkomu
fiskmarkaða hafa möguleikar fisk-
vinnslunnar til sérhæfingar gjör-
breyst. Nú eru til vinnslur sem sér-
hæfa sig í vinnslu tegunda sem ekki
voru hirtar hér áður fyrr en skapa nú
atvinnu og útflutningstekjur. Ég hef
líka haldið því fram að með tilkomu
fiskmarkaða og styrkingu þeirra sé
minni ástæða til byggðaröskunar þó
skip eða bátar séu seldir burt af stöð-
unum. Þeir sem eru með fiskvinnslu
eiga þá möguleika á því að afla
vinnslu sinni hráefnis þótt þeir eigi
ekki skip. Þannig er líka staðan víða;
öflugar fiskvinnslur með fjölda fólks
í vinnu við framleiðslu verðmætra af-
urða fyrir sérhæfða markaði, án út-
gerðar og kvóta en stóla algerlega á
fiskmarkaði. Þessar vinnslur hafa
dregið vagninn hvað varðar þróun
vinnslu og markaðssóknar á undan-
förnum árum og eiga þannig tvöfald-
an hlut í framþróun fiskvinnslunnar.
Það er afar mikilvægt að horft sé til
þessara þátta þegar verið er að taka
ákvarðanir sem breytt geta starfs-
aðstæðum fiskvinnslunnar.
Nefnd geri úttekt
og beri saman
Skömmu fyrir þinglok samþykkti
Alþingi tillögu sem ég var fyrsti
flutningsmaður að, um að sjávarút-
vegsráðherra skipaði nefnd sem
hefði það hlutverk að gera úttekt á
gildi fiskmarkaða fyrir íslenskan
sjávarútveg og atvinnuþróun.
Nefndin á að afla gagna, bera saman
aðstæður og leggja þannig mat á
áhrif fiskmarkaða á ýmsa þætti. Í
greinargerð tillögunnar er rakið hve
miklar breytingar hafa verið að eiga
sér stað, og verða enn í íslenskum
sjávarútvegi. Þær eiga m.a. rætur að
rekja til tæknibreytinga á sviði fjar-
skipta og upplýsingastreymis, tækni
og tækja sem leyst hafa mannshönd-
ina af hólmi, bættra samgangna og
möguleika til skjótra
flutninga, fiskveiði-
stjórnunarkerfisins og
markaðsvæðingar veið-
anna. Og svo síðast en
ekki síst þess að fisk-
markaðir hafa haslað
sér völl á undanförnum
árum. Á fiskmörkuðum
eru nú árlega seld um
100 þúsund tonn af bol-
fiski fyrir um 10 millj-
arða kr. Mikilvægi fisk-
markaða fyrir þróun
sjávarútvegs á Íslandi
er ótvíræð. Því var talið
nauðsynlegt að gerð
yrði vönduð úttekt á
helstu álitamálum sem
fram hafa komið í umfjöllun um fisk-
markaði og hlut þeirra.
Hagsmunir veiða og vinnslu
Ég hef áður flutt tillögur á Alþingi
um að allur afli væri seldur um fisk-
markaði. Þá fyrri flutti ég 1990 en
hina síðari 1997. Við umræður um
þær tillögur að allur fiskur verði
seldur eða verðlagður á fiskmörkuð-
um hafa margvísleg sjónarmið komið
fram. Auk þess sem áður er rakið og
varðar fiskvinnsluna og byggðaþró-
un er einhver veigamesta sú að áhöfn
er eignaraðili að sínum hlut um leið
og aflinn kemur um borð. Sam-
kvæmt samningum hefur útgerðar-
maður með hendi sölu aflans og hef-
ur til þess umboð áhafnar. Þá skal
útgerðarmaður tryggja skipverjum
hæsta gangverð fyrir fiskinn. Sala og
þar með verðlagning um markað er
eðlilegasta aðferðin til þess. Sú hefur
líka verið meginkrafa samtaka sjó-
manna um langt árabil. Hefðu út-
vegsmenn fallist á þá tilhögun væri
hin langa og erfiða deila sjómanna og
útvegsmanna um verðlagsmálin
löngu úr sögunni og önnur atriði auð-
leysanlegri. Vonandi leiðir niður-
staða fyrirætlaðrar nefndar sjávar-
útvegsráðherra til farsælli niður-
stöðu en nú blasir við í verðlags-
málum sjávarútvegsins þar sem ekki
virðist annað sýnt en gerðardómi sé
ætlað að færa klukkuna aftur að
gamla landssambandsverðinu. Það
er afleitt bæði fyrir útgerðina og
fiskvinnsluna.
Mikilvægi
fiskmarkaða
Svanfríður
Jónasdóttir
Höfundur er þingmaður
Samfylkingar.
Markaðir
Talið var nauðsynlegt
að gerð yrði vönduð
úttekt á helstu álita-
málum, segir Svan-
fríður Jónasdóttir,
sem fram hafa komið í
umfjöllun um áhrif
fiskmarkaða.
10. MARS 1999 sam-
þykkti Alþingi með 37
atkvæðum gegn 8
þingsályktunartillögu
mína um hvalveiðar.
Meðflutningsmenn
voru 11 þingmenn úr 6
kjördæmum og 4
flokkum, þeirra á með-
al núverandi sjávarút-
vegsráðherra og um-
hverfisráðherra Eftir
umfjöllun sjávarút-
vegsnefndar þingsins
var samþykkt Alþingis
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að
hefja skuli hið fyrsta
hvalveiðar hér við land
og tekur fram að ályktun þess frá 2.
febrúar 1983 stendur ekki í vegi fyr-
ir því. Veiðarnar fari fram á grund-
velli vísindalegrar ráðgjafar Haf-
rannsóknastofnunarinnar og undir
eftirliti stjórnvalda.
Alþingi leggur áherslu á óskor-
aðan fullveldisrétt Íslands við nýt-
ingu hvalastofna á íslensku hafsvæði
í samræmi við alþjóðlegar skuld-
bindingar um sjálfbæra nýtingu lif-
andi auðlinda.
Alþingi felur ríkisstjórninni að
undirbúa hvalveiðar, meðal annars
með því að kynna málstað og sjón-
armið Íslendinga meðal viðskipta-
þjóða okkar. Undirbúningur miði að
því að veiðar geti hafist sem fyrst.
Kostnaður við kynninguna verði
greiddur úr ríkissjóði. Öllu kynning-
arstarfi verði flýtt svo sem auðið
er.“
Margir hafa spurt mig hvað líði
framkvæmd þessar ályktunar Al-
þingis. Í skýrslu forsætisráðherra
um meðferð og framkvæmd álykt-
ana Alþingis sem dreift var á Al-
þingi nýlega segir svo:
„Í samræmi við þingsályktunartil-
löguna hefur frá upphafi verið lögð
sérstök áhersla á að kynna stefnu
Íslands í hvalamálum á fundum
sjávarútvegsráðherra með fulltrú-
um annarra þjóða, fulltrúum frjálsra
félagasamtaka og
blaðamönnum. Hefur
sjávarútvegsráðherra
m.a. kynnt hana á
fundum með sjávarút-
vegsráðherrum Kína,
Bretlands, Írlands,
Spánar, Frakklands og
sjávarútvegsráðherr-
um Norðurlanda. Sjáv-
arútvegsráðherra átti
fund með fram-
kvæmdastjóra fisk-
veiðimála hjá Evrópu-
sambandinu og kynnti
þá fyrir honum stefnu
Íslands í hvalamálum.
Þá hefur sjávarútvegs-
ráðherra átt fundi með
sendiherrum fjölmargra ríkja. Með-
al þeirra eru Bandaríkin, Kanada,
Japan, Þýskaland og Kína. Sérstak-
ir fundir hafa verið haldnir með
embættismönnum frá Japan. Meðal
frjálsra félagasamtaka, sem rætt
hefur verið við um hvalamál, má
nefna Marina Stewardship Council.
Fréttamenn frá m.a. frönskum,
breskum, bandarískum, þýskum,
kanadískum, spænskum og norræn-
um fjölmiðlum hafa átt viðtöl við
sjávarútvegsráðherra sem hefur
gert þeim grein fyrir stefnu Íslands
í hvalamálum.
Sjávarútvegsráðherra hefur falið
Stefáni Ásmundssyni, þjóðréttar-
fræðingi ráðuneytisins, að hafa
kynningu og annan undirbúning að
hvalveiðum Íslands sem aðalverk-
efni sitt á þessu og næsta ári. Jafn-
framt hefur áhersla verið lögð á að
fulltrúar sjávarútvegsráðuneytisins
sæki fundi alþjóðastofnana er varða
hvalamál og kynni þar stefnu Ís-
lands í hvalamálum fyrir fulltrúum
annarra ríkja. Í þessu sambandi má
nefna fundi aðildarríkjaþings samn-
ings um alþjóðaverslun með tegund-
ir villtra dýra og plantna sem eru í
útrýmingarhættu (CITES), fundi
Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og
Norður-Atlantshafssjávarspendýra-
ráðsins (NAMMCO).
Kynning með ofangreindum hætti
mun halda áfram. Sérstök kynning í
hvalamálum í Bandaríkjunum
stendur yfir. Jafnframt er verið að
undirbúa mögulega inngöngu Ís-
lands í Hvalveiðiráðið að nýju. Þá
hefur Hafrannsóknastofnunni verið
falið að undirbúa þá vísindalegu ráð-
gjöf sem veiðarnar munu byggjast
á. Í stuttu máli þá er unnið að mál-
inu á grundvelli þingsályktunartil-
lögunnar með það að markmiði að
hefja hvalveiðar að nýju.
Í fjárlögum yfirstandandi árs er
gert ráð fyrir að varið verði alls 25
milljónum króna til kynningar á
stefnu Íslands í hvalamálum.“
Eins og þessi skýrsla ber með sér
hefur heilmargt verið gert til und-
irbúnings þess að við Íslendingar
hefjum hvalveiðar að nýju á þeim
rúmlega 2 árum sem liðin eru frá
samþykkt Alþingis. Nú hlýtur að
vera komið að framkvæmdum. Til
að sala afurða sé möguleg þurfum
við að ganga í Hvalveiðiráðið að
nýju og þá með fyrirvara um að við
ætlum að hefja hvalveiðar. Í fram-
haldi af því er svo tímabært að
framfylgja afgerandi samþykkt Al-
þingis og hefja veiðar á hval úr þeim
stofnun sem Hafró telur að þoli
veiðar. Það er ótvíræður vilji þjóð-
arinnar að hvalveiðar hefjist að
nýju, um það vitna skoðanakannanir
sem aftur og aftur, ár eftir ár, sýna
yfir 80% stuðning þjóðarinnar við
hvalveiðar. Samþykkt Alþingis
speglaði því þjóðarviljann í þessu
máli.
Staða hvalveiði-
málsins
Guðjón
Guðmundsson
Hvalveiðar
Í framhaldi af því er svo
tímabært að framfylgja
afgerandi samþykkt Al-
þingis, segir Guðjón
Guðmundsson, og hefja
veiðar á hval úr þeim
stofnum sem Hafró
telur að þoli veiðar.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Á SÍÐUSTU viku
þinghalds nú í vor hef-
ur ríkisstjórnin kosið
að þvinga fram um-
fjöllun og ákvarðanir
um eignasölu ríkisins,
sölu bæði Landsbanka
og Landssíma. Með
sölunni vill ríkisstjórn-
in fullnægja einkavæð-
ingarhvötum sínum og
leitast við að leiðrétta
slæma fjárhagsstöðu
ríkissjóðs. Engin önn-
ur sjónarmið komast
að.
Byggðastefna
Í blindni sinni sér
ríkisstjórnin t.d. ekki – eða vill ekki
sjá – samhengi byggðaþróunar und-
anfarinna ára og þeirrar einkavæð-
ingarstefnu sem hún sjálf hefur
rekið. Hún áttar sig ekki á því – eða
vill ekki skilja – að einkavæðing al-
mannaþjónustu hefur þær afleið-
ingar fyrst og fremst að þjónustan
verður dýrari, óaðgengilegri og
kemur færra fólki til góða.
Með því að efla og treysta þjón-
ustu stofnananna sem nú er verið
að selja væri verið stíga mikilvægt
skref til að treysta byggð víða um
land. En ríkisstjórnarflokkarnir
telja sig ekki þurfa að huga að hin-
um dreifðu byggðum. Þeir telja
ekki skipta máli að þjónusta við
íbúa landsbyggðarinnar heldur
áfram að skerðast. Því þannig mun
það verða, ef öll samfélagsþjónusta
á að standa undir sér. Þá mun ekki
skipta máli hvort held-
ur stofnanirnar og fyr-
irtækin verða í eigu ís-
lenskra eða erlendra
fjárfesta.
Nú er svo komið að í
þéttbýliskjörnum um
land allt er víða litla
og sundurlausa þjón-
ustu að fá. Á einum
stað er ekki banki,
annars staðar ekkert
pósthús. Sums staðar
er ekki hægt að kaupa
helstu nauðsynjar til
heimilis, jafnvel ekki
hægt að fá eldsneyti á
bíl. Sums staðar þurfa
lítil börn þurfa að
hossast í bílum um langan veg í
skóla, annars staðar er ekki haldið
úti dagvist eða leikskóla fyrir
yngstu börnin. Heilsugæsla er víða
brotakennd, aldraðir njóta tak-
markaðrar þjónustu. Þetta hefur
gerst á undanförnum árum sam-
hliða einkavæðingunni og vegna
aukinna krafna um sparnað og hag-
ræðingu í öllum opinberum rekstri.
Þrátt fyrir þessar aðstæður hafa
íbúar landsbyggðarinnar trú á sinni
heimabyggð og hafa vissulega leitað
leiða til að byggja upp farsælt
mannlíf og finna ný atvinnutæki-
færi.
En – það er ekki lengur talin
fjárhagsleg arðsemi fólgin í því að
veita íbúum á þessum stöðum mik-
ilvæga samfélagsþjónustu. Þannig
eru skammtímasjónarmið látin ráða
en langtímasjónarmið sem viður-
kenna mikilvægi byggðar um allt
land látin víkja.
Hvað hefur forgang
þegar fólk velur búsetustað?
Kannanir hafa sýnt að fyrirtæki
sem vilja koma á fót framleiðslu úti
um land gera kröfu um að ákveðnir
undirstöðuþættir séu í lagi áður en
starfsemi þeirra hefst. Vel skipu-
lögð samfélagsþjónusta, góðir skól-
ar, öflug heilsugæsla, nauðsynleg
þjónusta verslunar, banka og póst-
húss, allt eru þetta mikilvægar
stoðir blómlegs mannslífs í byggð-
um landsins.
Það er því mikilvægt að átta sig á
að til þess að snúa byggðaþróuninni
á réttan veg þarf fyrst og fremst að
efla þá starfsemi sem skiptir máli
þegar fólk velur sér búsetu.
Veglegt skref í þá átt hefði t.d.
verið að styrkja stöðu Landssím-
ans, póstþjónustunnar og annarra
sameiginlegra þjónustufyrirtækja
þjóðarinnar allrar sem sem ríkis-
stjórnin vill nú selja einkaaðilum
svo þeir megi auðgast.
Byggðaþróun
og einkavæðing
Þuríður
Backman
Byggðamál
Það er því mikilvægt að
átta sig á að til þess að
snúa byggðaþróuninni á
réttan veg, segir
Þuríður Bachman, þarf
fyrst og fremst að efla
þá starfsemi sem skiptir
máli þegar fólk velur
sér búsetu.
Höfundur er alþingismaður.