Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 27 Heimsferðir bjóða nú einstök tilboð til London í maí og júní, allar helgar. Komið til London á föstudegi og flug til baka á mánudegi og í London bjóðum við þér úrval hótela á frábæru verði. Aðeins 12 sæti Helgartilboð til London 1. júní frá 19.720 kr. Verð kr. 19.720 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug og skattar. Verð kr. 29.990 Flug og Chelsea Village hótelið, 4 stjörnur, í 3 nætur. M.v. 2 í herbergi, skattar innifaldir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is LESBÓK Morgunblaðsins og ReykjavíkurAkademían efna til mál- þings um tíðaranda í aldarbyrjun í dag, miðvikudaginn 23. maí, kl. 17– 19 í húsnæði ReykjavíkurAkadem- íunnar, Hringbraut 121. Þingið, sem er öllum opið, er haldið í tilefni af greinaflokki sama efnis sem birst hefur í Lesbók Morgunblaðsins frá áramótum. Á þinginu reyna fjórir fræðimenn að ná tökum á tíðarandanum nú í byrjun 21. aldarinnar. Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur tal- ar um tíðarandann sem getraun. Anne Brydon, sem er kanadískur mannfræðingur sem unnið hefur að rannsóknum hérlendis undanfarna mánuði, nefnir erindi sitt Lýðræðið lyktar af táragasi þessa dagana. Steinunn Kristjánsdóttir, forn- leifafræðingur og formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar, flytur erindi er nefnist Kviksjá fortíðar og Matthías Viðar Sæmundsson, dósent í íslenskum bókmenntum við Há- skóla Íslands, fjallar um Táknmál aldamótanna. Pallborðsumræður verða að erind- um loknum þar sem frummælendur taka þátt ásamt Ástráði Eysteins- syni, prófessor í almennri bók- menntafræði við Háskóla Íslands, en hann hóf greinaflokkinn í Lesbók- inni í byrjun janúar. Fundarstjóri verður Þröstur Helgason, umsjónarmaður Lesbók- ar Morgunblaðsins. Að málþinginu loknu verður opn- uð ljósmyndasýning Kristins Ing- varssonar í húsnæði Reykjavík- urAkademíunnar þar sem myndskreytingar hans við greina- flokk Lesbókarinnar verða sýndar. Sýningin stendur til 10. júní. Lesbók Morgunblaðsins og ReykjavíkurAkademían Málþing um tíðar- anda í aldarbyrjun Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sýning á myndum Kristins Ingvarssonar sem prýtt hafa greinaflokkinn um tíðarandann í Lesbókinni verður opnuð í ReykjavíkurAkademíunni að málþinginu loknu. UNNIÐ er að gerð viðamikils bókmennta- vísis á íslensku á veg- um Bókmenntafræði- stofnunar Háskóla Íslands. Um er að ræða uppflettirit um íslenska rithöfunda og erlenda, auk þess sem fyrirhugað er að gefa út íslenskt hugtaka- safn í bókmenntafræði. Að sögn Ástráðs Ey- steinssonar, prófess- ors í almennri bók- menntafræði, hefur verkið verið í undir- búningi með hléum um nokkurt skeið. Nú hef- ur verið auglýst eftir ritstjóra sem mun stjórna vinnslu bókmenntavís- isins í samvinnu við ritstjórn Bók- menntafræðistofnunar. „Verkefnið er í raun tvíþætt,“ segir Ástráður. „Ann- ars vegar er um að ræða uppsláttarrit um íslenskar bókmenntir, þar sem fjallað er um höfunda og ýmis fyr- irbæri úr íslenskri bókmenntasögu, og til þess verkefnis verður ritstjórinn ráðinn. Síðan hef ég sjálfur stýrt vinnslu hugtaka- vísis í bókmennta- fræði undanfarin ár og er hugmyndin að tengja það við bók- menntavísinn, e.t.v. með því að gefa verk- in út saman eða í tveimur sam- stæðum bókum, og mun væntanleg- ur ritstjóri einnig koma að því. Ástæðan fyrir því að tengja þetta saman er ekki síst sú að mjög erfitt er að vinna íslenskt bókmenntalex- íkon án þess að styðjast við og skýra ýmis hugtök og viljum við því forðast tvítekningu.“ Útgáfa bók- menntavísis verður viðamesta verkefni Bókmenntafræðistofnunar til þessa, enda verður með því lagð- ur mikilvægur grunnur fyrir fræði- legar rannsóknir og umræðu um bókmenntir á íslensku. Ástráður bendir á að í bókmenntavísinum verði ekki eingöngu fjallað um ís- lenska höfunda, heldur einnig er- lenda sem skipað hafa ákveðinn sess á Íslandi. „Við miðum við ís- lenskt bókmenntalíf, sem tekur til þeirra höfunda sem mikið hafa ver- ið lesnir hér, fremur en íslenska bókmenntasögu í þeim þrönga skilningi sem nokkuð hefur tíð- kast.“ Stefnt er að útgáfu bók- menntavísisins árið 2003. Unnið að útgáfu íslensks bókmennta- og hugtakavísis Ástráður Eysteinsson TUTTUGASTA og áttunda starfs- ári Söngskólans í Reykjavík lýkur með lokatónleikum skólans í Ís- lensku óperunni á morgun, fimmtudag, kl. 16. Það eru um 50 nemendur skólans, allt frá ung- lingadeild til útskriftarnema, sem flytja íslensk sönglög, erlenda ljóðasöngva, lög úr söngleikjum og óperettum og atriði úr óp- erum, við píanóundirleik kennara skólans. Hátt í 200 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og luku 189 stigsprófum í söng, þar af luku átta nemendur 8. stigi, lokaprófi úr almennri deild: Árný Ingvarsdóttir, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Guðríður Þ. Gísladóttir, Ívar Helgason, Magn- ea Gunnarsdóttir, María Mjöll Jónsdóttir, Ólöf Inger Kjart- ansdóttir og Þórunn Mar- inósdóttir. Skólinn útskrifar sjö nemendur með burtfararpróf í söng, þeir eru Auður Guðjohnsen mezzó- sópran, Hólmfríður Jóhann- esdóttir mezzó-sópran, Kristveig Sigurðardóttir sópran, Margrét Árnadóttir sópran, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir sópran, Þór- unn Elfa Stefánsdóttir sópran og Þóra S. Guðmannsdóttir sópran. Skólinn útskrifar einnig tvo söng- kennara, Dagnýju Þ. Jónsdóttur og Kristínu R. Sigurðardóttur, með prófgráðuna LRSM Licent- iate of the Royal Schools of Music. Söngskólinn fær árlega próf- dómara á vegum The Associated Board of the Royal Schools of Music í London. Að þessu sinni dæmdi Eileen Field próf nem- enda. Skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá upphafi er Garðar Cortes. Söngvarahópurinn sem Söngskólinn útskrifar nú: Aftari röð f.v. Garðar Cortes skólastjóri, Kristín, Sigurlaug Jóna, Hólmfríður, Kristveig, Ívar, Þórunn Elfa, Auður, Magnea, Árný. Fremri röð: Dagný, Þórunn, Ólöf Inger, María Mjöll, Guðríður Þóra, Margrét, Þóra og Bylgja Dís. Lokatónleikar Söngskólans í Reykjavík TÓNLEIKAR Kammerkórs Hafn- arfjarðar í Hásölum í Hafnarfirði verða annað kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20. Tvær listakonur leggja kórnum lið að þessu sinni, þær Sig- rún Hjálmtýs- dóttir söngkona og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Vorið og sumar- ið er umfjöllunar- efni tónleikanna. Flutt verður íslensk tónlist ásamt tónlist frá Færeyjum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Einnig verða flutt lög frá Rússlandi og Am- eríku. Öll tónlistin er um vor- og sumarstemmningu, þar sem fjallað er um landslag, sumarástina, nátt- úruskrúðið og heimahagatregann. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og fást miðar við innganginn. Tónleikar í Hásölum Sigrún Hjálmtýsdóttir DRENGJAKÓR Laugarnes- kirkju heldur vortónleika í kvöld kl. 20.30 í Neskirkju. Flutt verða bæði kirkjuleg og veraldleg verk og eftir hlé mun deild eldri félaga slást í hópinn. Meðal höf- unda má nefna Þorkel Sigur- björnsson, Bjarna Þorsteinsson, Inga T. Lárusson, J. Berthier, Kabalevski, Franz Schubert, Samuel Wesley og J.S. Bach. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson og undirleikari Peter Maté. Raddþjálfari er Björk Jónsdóttir. Drengjakórinn mun fara í ferðalag dagana 26.–27. maí. Í tengslum við ferðalagið verða haldnir tvennir tónleikar á Snæ- fellsnesi. Tónleikarnir verða báðir á laugardag, þeir fyrri í Grundarfjarðarkirkju kl. 14 og hinir síðari í Stykkishólmskirkju kl. 17. Vori fagnað í Neskirkju SNÆFELLINGAKÓRINN í Reykjavík heldur sína árlegu vor- tónleika í Seltjarnarneskirkju annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni verða bæði inn- lend og erlend lög, m.a. munu tvær ungar stúlk- ur úr kórnum syngja dúetta. Í byrjun maí kom kórinn fram á fjölmennum fjölskyldudegi Snæ- fellingafélagsins í Reykjavík og flutti þar nokkur lög. Við píanóið verður Peter Máté og stjórnandi er Friðrik S. Kristins- son. Snæfelling- ar syngja í Seltjarn- arneskirkju Peter Máté
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.