Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ arna er allt til staðar. Áhugann á knatt- spyrnunni vantar ekki og íbúarnir láta sig velferð knatt- spyrnuliðsins miklu varða. Þarna er líka glæsilegur leikvangur, raunar stórglæsilegur og pláss fyrir nálega þrjátíu þúsund áhorf- endur. Stundum er geysivel mætt, svo jafnast á við það sem mörg lið í ensku úrvalsdeildinni geta státað af. Vandinn er bara sá að við erum ekki í úrvalsdeildinni. Því miður. Við erum stödd í Staffordskíri á Englandi, nánar tiltekið í borginni Stoke on Trent og knatt- spyrnuliðið er Stoke City. Og – því miður – enn í 2. deild. Já, von- brigðin eru mikil bæði á Íslandi og í Staffordskíri yfir því að Stoke City hafi ekki náð að tryggja sér sæti í deild ofar á næsta keppnistímabili. Draum- urinn hefur að mörgu leyti breyst í martröð; framundan er frekari hallarekstur, endurskipulagning, lífróður. Hvort hann verður undir íslenskri yfirstjórn á enn eftir að koma í ljós. Það var í nóvember árið 1999 sem ég fór ásamt fríðum hópi í ferðalag til Stoke on Trent í tilefni yfirtöku hóps íslenskra fjárfesta á stolti bæjarins; knattspyrnuliðinu Stoke City. Eftir nokkurra vikna viðræður hafði hópur fjárfesta fest sér meirihluta í liðinu undir handleiðslu Kaupþings. Síðar kom í ljós að kaupin og yfirtakan voru að undirlagi frægasta knatt- spyrnuþjálfara þjóðarinnar, Guð- jóns Þórðarsonar. Þetta var hans hugmynd frá a til ö; hann valdi lið- ið. Hann þekkti aðstæðurnar. Hann vissi að hverju hann gekk. „Innrás“ Íslendinganna vakti eðlilega mikla athygli. Stað- arblaðið The Sentinel sagði þann anda sem svifi yfir vötnum á Brit- annia-leikvanginum fagnaðarefni öllum aðdáendum Stoke City. Var síðan rakið hvernig á nokkrum dögum kreppuástand hefði breyst yfir í úrvalsdeildardrauma. „Við slík vatnaskil væri al- gjörlega rangt að bjóða íslensku fjárfestana ekki hjartanlega vel- komna. Nýr stjórnarformaður, Gunnar Þór Gíslason, hefur störf með snjöllum hætti með öllu því tali sem fólk vill heyra ... vinna aftur stuðning áhangenda ... efla samstöðuna .... upp um deild á þessari leiktíð ... skapa umhverfi til að gæfan snúist Stoke í vil og komi liðinu í úrvalsdeildina...,“ sagði í forystugrein blaðsins. Ennfremur sagði að fjárfestahóp- urinn hefði einnig annað gildismat á árangur. Forstjóri Kaupþings [Sigurður Einarsson], sem farið hafi með samningamálin fyrir kaupendurna, tali um „fjármagn sem skili sér, áhugaverðan fjár- festingarkost og þaulhugsaðar áætlanir.“ Með öðrum orðum, árangur yrði ekki aðeins metinn eftir gengi á knattspyrnuvellinum heldur einnig niðurstöðum ársreikninga. Kaup upp á 6,5 milljónir punda séu því fjárfesting en ekki gjöf. Blaðið sagði að þetta tvennt geti að sjálfsögðu farið saman. Velgengni á vellinum sé lykillinn að sjónvarpsauðæfum úrvals- deildarinnar. Náist hún ekki verði fjárfestarnir fyrstir til að við- urkenna að „hagnaðarvonin“ í framtíðarmöguleikum Stoke sé dæmd til að falla um sig sjálfa. „En eftir áralangt tal um gjald- fallnar skuldir, milljónatap og fjárhagserfiðleika er yfirlýsing dagsins eins og adrenalíns- skammtur. Það er ljóst að fjár- festing er hið eina sem getur gefið Stoke City möguleika á að komast aftur í gullnámu knattspyrnunnar og það er einmitt við slíku tali sem skellt hefur verið skollaeyrum um árabil. Því er það nú að horfið verður frá hinni huggulegu feðra- ímynd sem einkennt hefur félagið í áratugi og snúið til þess að vinnusemi og úrslit – innan og ut- an vallar – séu það eina sem máli skiptir. Spennið sætisólarnar, aðdáendur Stoke. Þetta hefur burði til að verða heljarinnar för!“ sagði aukinheldur í leiðara The Sentinel. Síðan eru ekki mörg ár... The Sentinel sagði frá því í gær að fundur fjárfestanna íslensku á mánudag til að fara yfir stöðuna hefði engan árangur borið. Var á blaðinu að skilja að framtíðin sé með öllu óráðin og ekki bætir ástandið að stjórnarformaður liðs- ins, Gunnar Gíslason, er heldur óræður í yfirlýsingum sínum, ekki síst um stöðu Guðjóns Þórð- arsonar: „Hann er samningsbund- inn félaginu og meðan svo er gegnir hann stöðu knatt- spyrnustjóra.“ Allt virðist þetta fremur loðið og ekki minnkar óvissan þegar skoðuð eru þessi ummæli stjórn- arformannsins: „Leikmenn, knattspyrnustjórar, stjórn- arformenn og eigendur geta kom- ið og farið, en Stoke City FC mun lifa áfram vegna stuðningsmanna sinna. Ykkar er framtíðin.“ Það var gaman í Stoke fyrir átj- án mánuðum. Manni fannst gam- an að vera Íslendingur og maður hafði tröllatrú á Guðjóni Þórð- arsyni. Einhvern veginn átti bara að vera formsatriði að komast upp úr þessari deild. Fjárfestarnir sögðu líka að hin liðin væru svo lé- leg; þetta væri algjör arfi þessi fótbolti sem þau væru að spila. Fullur eldmóðs skrifaði ég þessar línur heim til Íslands fyrir Morgunblaðið: „Kaup íslenskra fjárfesta á Stoke City eru miklu meira en enn eitt dæmið um útrás íslenskra fjárfesta. Þau eru miklu fremur fjárfesting til framtíðar í margbrotnu erlendu samfélagi sem hefur marga fjöruna sopið og sér nú fram á bjartari tíma.“ Enn á eftir að koma í ljós hvort íslenski draumurinn í Stoke hefur snúist upp í martröð sem fjárfest- arnir vilja koma sér út úr. Enn á eftir að koma í ljós hvað verður um Guðjón Þórðarson. Enn á eftir að koma í ljós hvort þeir höfðu rétt fyrir sér sem heyrðust muldra á sínum tíma að Stók væri nú eiginlega algjört djók. Er Stók bara djók? Draumurinn hefur að mörgu leyti breyst í martröð; framundan er frekari hallarekstur, endurskipu- lagning, lífróður. Hvort hann verður undir íslenskri yfirstjórn á enn eftir að koma í ljós. VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN sendi þingið heim án þess að sinna kröfum smábátaeigenda um frestun á kvótasetningu ýsu, ufsa og steinbíts fram yfir gildistöku væntanlegra breytinga á fiskveiðistjórn í kjöl- far tillagna kvótanefnd- arinnar, sem allir bíða eftir. Svo traust voru tök LÍÚ stórútgerð- anna á ríkisstjórnar- flokkunum, að jafnvel meiri hluti Alþingis fékk ekki að ráða nið- urstöðunni, heldur rétt- lætiskennd LÍÚ, eins og hún hefur verið útlistuð í fjölmiðl- um. Treystir sér nokkur til að tala um lýðræðislega stjórnarhætti, þeg- ar stórfurstarnir í forystu LÍÚ eru látnir hafa betur en meiri hluti Al- þingis? Fram til þessa hefur yfirburðaað- staða stórútgerðanna gagnvart hin- um smærri einyrkjum í útgerð í framsalskerfi kvótabrasksins ekki angrað réttlætiskennd LÍÚ. Hins vegar gengur algerlega fram af til- finningum LÍÚ forystunnar, þegar stórum hluta smábátaflotans var gef- ið svolítið rými og þar með forrétt- indi gagnvart hinum, sem búa að sín- um kvótum. Þessi forréttindi verður að líta á sem tímabundin, meðan svo- nefndrar sáttar er leitað um fisk- veiðistjórn. Þau stríða ekki gegn réttlætiskennd minni gagnvart stærri útgerðunum. Hins vegar skil ég mætavel ójöfnuðinn, sem þetta felur í sér gagnvart öðrum smábát- um, sem á sínum tíma lentu inni í stóra braskkerfinu og eru að veiða fisk innan kvóta við hlið bátanna, sem nú geta veitt ýsu, ufsa og steinbít án takmarkana. Að sjálfsögðu felur sá samanburður í sér óþolandi mismun- un. En það var ekki þetta réttlæti, sem réði ferðinni, heldur hitt hvernig smábátarnir með frjálsan aðgang að ýsu, ufsa og steinbít voru að hafa heilmikinn kvóta af þessum stóru. Það var ekki kristileg umhyggja fyrir hag náungans, sem er að reyna að bjarga sér og sínum, heldur einber og kjálkagul græðgin, sem ræður för. Einræða út- gerðarmannsins í leik- ritinu gæti verið svona: „Ég fer nú ekki að láta þessa trillukarlaand- skota hafa af mér 100 tonn af ýsukvóta. Ég mun að sjálfsögðu aldr- ei veiða hann, en ég gæti leigt þeim hann til baka fyrir fjórar eða fimm milljónir á ári. Hafi þeir ekki efni á því, er það þeirra höfuðverkur, en ekki minn“. Í leikritinu fer útgerðarmaðurinn með þetta fyrir munni sér á leið sinni til kirkju á sunnudegi, þar sem hann lof- syngur Jesú Krist og kærleikann til náungans. Formaður vélstjóra hefur opinberlega lýst stuðningi við þetta viðhorf. Ríkisstjórnarmeirihlutinn brást algerlega því að finna viðunandi lausn á vandanum, sem að þessu leyti er uppi meðan þess er beðið, að kvótanefndin ljúki störfum og Al- þingi komist að niðurstöðu um fram- haldið. Greining mín á þessum vanda hefur leitt mig til niðurstöðu, sem ég vil benda á, svo að það hafi opinber- lega verið gert. Eins og yfirskrift þessarar greinar ber með sér, tel ég þetta einu færu lendinguna, sem völ er á úr því sem komið er. Þar á ofan á hún að geta gert alla, sem í hlut eiga jafnsetta. Leiðin er fær án nýrrar lagasetningar. Lausnin felst í því, að sjávarút- vegsráðherra nýti lagaheimildir, sem hann hefur til að fella ýsu, ufsa og steinbít algerlega út úr kvótasetn- ingu um sinn eða þar til ný heildarlög um fiskveiðistjórn verða sett. Með þessum hætti yrðu allir sjósóknarar jafnsettir gagnvart veiði á þessum tegundum. Einhver lítilsháttar möguleiki yrði á fullmikilli veiði á þessum tegundum meðan á þessu stæði, en telja verður, að sú áhætta sé takandi fyrir góða lausn á erfiðum vanda. Sjávarútvegsráðherra hefur þann- ig í hendi sér að forða þeim byggðum, sem mest hafa reitt sig á afla þorsk- aflahámarksbáta frá þeim hremm- ingum, sem við þeim blasa að óbreyttu. Í leiðinni gæti hann sinnt hinni sáru réttlætiskennd, sem hefur hrjáð þá LÍÚ menn að undanförnu. Nú þarf allur almenningur í land- inu og þá ekki síst íbúar sjávar- byggðanna víðs vegar um landið, sem mál þetta varðar allra mest, að fylgj- ast grannt með hvort og hvernig sjávarútvegsráðherra nýtir þær lagaheimildir, sem hann klárlega hef- ur til að leysa þennan vanda. Að sjálfsögðu fær sjávarútvegs- ráðherrann ekki leyfi til að gera þetta. LÍÚ forystan veit ekkert skelfilegra en frjálsar veiðar, sem koma í veg fyrir, að stórútgerðirnar geti leigt út kvótann, sem þær þurfa ekki á að halda. Réttlæti hennar felst ekki í því að mega veiða, heldur í því að geta neytt aðra til að leigja til sín þess háttar heimildir. Nú er aðeins ein vör fær til lendingar Jón Sigurðsson Fiskveiðistjórnun LÍÚ forystan veit ekk- ert skelfilegra en frjáls- ar veiðar, segir Jón Sigurðsson, sem koma í veg fyrir, að stórútgerð- irnar geti leigt út kvót- ann, sem þær þurfa ekki á að halda. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. ÞEGAR sala á ríkis- bönkunum og Lands- síma kom fyrst til tals voru meginforsendur fyrir einkavæðingunni að sala þeirra yrði dreifð og leitað yrði hæsta verðs fyrir þess- ar dýrmætu eignir þjóð- arinnar. Vegna bank- anna var einnig lögð áherzla á náið samráð og samvinnu við starfs- fólk þeirra. Frá þessari stefnu- mótun hurfu stjórnvöld með öllu við afgreiðslu söluheimildanna sér til handa með samþykkt málanna á Alþingi á dögunum. Þessi ótrúlegu brigð sýna í sjónhendingu hvaða öfl hafa náð öllum undirtökum í íslenzku fjármála- og efnahagslífi. Það er enn á ný horfið frá eðlilegri og heiðarlegri einkavæðingu til hinnar kunnu einkavinavæðingar auðvalds- ins, sem skærast hefir skinið hingað til í ráðstöfun ríkisvaldsins á þjóð- arauðlind sjávarins til örfárra út- valdra. Á sínum tíma var hamrað á því af hálfu stjórnvalda að svo stór og um- svifamikil fyrirtæki mættu ekki kom- ast undir yfirráð fárra, sem gætu makað krókinn sökum fákeppni á starfssviði þeirra. Var forsætisráð- herra þar fremstur í fylkingu og tal- aði um 2–3% hámarkseignarhlut hvers eignaraðila. Undir þetta tóku fjölmiðlar hans og ríkisstjórnarinnar heilshugar. Nú er komið annað hljóð í strokk- inn. Nú er leitað eftir fáum stórum fjárfestum og helzt erlendum, þar sem við blasir að veikburða verð- bréfamarkaði landsins nú um stundir verður með öllu ofboðið með markaðssetningu þess- ara risafyrirtækja, á ís- lenzkan mælikvarða, á sama tíma. Enda sagði einn augnaþjónn auð- valdsins í Háskóla Ís- lands á dögunum að nú þyrfti markaðurinn á góðum fréttum að halda eins og þeim að erlendir auðhringir kæmu til skjalanna og keyptu ríkisbankana og Lands- símann. Slíka menn varðar ekkert um efna- legt sjálfstæði þjóðar- innar. Peningavöldin eiga ein að fá að njóta sín. Enda þarf engum blöðum um það að fletta að þarnæsta stór- virki ríkisstjórnar auðvaldsins verður að selja Unilevar og fleiri auðhringj- um erlendum aðgang að fiskimiðun- um. Hefir formaður Framsóknar- flokksins raunar kveðið upp úr með það. Nú, þegar lénsherrarnir eru búnir að mergsjúga sjávarútveginn og skuldir hans nema á þriðja hundr- að þúsund milljónum króna, er auð- sætt að grípa verður til nýrra úrræða, ella fellur arfahluturinn í Hornafirði í verði. Látum vera þótt svikið hafi verið að hafa samráð við starfsfólk fyrirtækj- anna sem mun koma þeim í koll og veikja stöðu þeirra. Engum þarf held- ur að koma á óvart þótt dreifða eign- araðildin sé látin lönd og leið því einkavinirnir ganga fyrir. Hinu er ótrúlegt að standa frammi fyrir að ekki stendur til að leita hæsta verðs fyrir þessar þjóðareignir. Í framsögu fyrir sölu Landssímans mælti samgönguráðherra svo og upp- lýsti í berum orðum stefnu stjórn- valda í málinu: ,,Ríkisvaldið getur ekki komið fram eins og hver annar spákaupmaður sem reynir að koma eignum sínum út á sem hæstu verði á kostnað almenn- ings, sem kaupir þær í góðri trú.“ Þessi orð verða ekki misskilin. Það hefir sjálfsagt ekki verið ætlunin að saklaus Stykkishólmari upplýsti með svo skýrum hætti hið raunverulega innihald í áformum kaupahéðnanna í ríkisstjórn. Umbúðalaust segir samgönguráð- herra að núverandi eigendur fyrir- tækjanna gangi ekki fyrir við sölu þessara eigna hans, heldur væntan- legir kaupendur. Sem sagt: Hagur einkavinanna sem við seljum bankana og Lands- símann gengur fyrir! Þetta undrar að vísu engan sem þekkir orðið til vinnubragða þjóna auðvaldsins sem ráða ríkjum í lands- stjórninni. Brigð Sverrir Hermannsson Ríkiseignasala Umbúðalaust segir sam- gönguráðherra að nú- verandi eigendur fyr- irtækjanna, segir Sverrir Hermannsson, gangi ekki fyrir við sölu þessara eigna hans, heldur væntanlegir kaupendur. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.