Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 53
LJÓSMYNDARINN Ari Magg opn- aði sína fyrstu einkasýningu síðast- liðinn fimmtudag á Atlantic við Austurstræti 10. Ljósmyndir Ara vöktu mikla at- hygli á samsýningu Blaðaljósmynd- arafélags Íslands sem haldin var í Gerðubergi í febrúar síðastliðnum. Þar fékk hann verðlaun fyrir bestu ljósmynd, tískumynd og portrett ársins. Þema sýningarinnar á Atlantic er íslenski fáninn en sýningin er liður í þeirri stefnu staðarins að sýna verk ljósmyndara sem þykja skara fram úr. Sýningin mun standa yfir í 2 til 3 mánuði. Ari Magg opnar sína fyrstu einkasýningu Íslenski fáninn í aðalhlutverki Ásta Sigurðardóttir, Ingibjörg Kaldal og Þóra Helgadóttir mættu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Rannveig Tryggvadóttir og Ari Magg. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Elísabet Ólafsdóttir og Örn Þórsson létu vel hvort að öðru. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 53 Sjáðu alla fegurðina á mbl.is! Í þættinum Fólk - með Sigríði Arnardóttur á SkjáEinum á miðvikudagskvöldum kl. 21 verða stúlkurnar sem keppa kynntar sérstak- lega. Fegurðarsamkeppni Íslands Á Fólkinu á mbl.is eru upplýsingar um Fegurðar sam- keppni Íslands. Seinast var sama stúlkan valin mbl.is-stúlkan og varð síðan Ungfrú Reykjavík. Spenn- andi verður að sjá hvort gestir mbl.is verða jafn sannspá- ir um Ungfrú Ísland sem verður valin 23. maí nk. og krýnd með viðhöfn á Broadway. Allir þeir, sem fara inn á Fólkið, geta tekið þátt í valinu. Stúlkan, sem krýnd verður mbl.is-stúlkan, fær vegleg verðlaun; gjafakörfu frá Clarins og Compaq Ipaq-lófatölvu fyrir athafnakonuna frá Tæknivali. ÞAÐ var með einstaklega tor- tryggnum hug að ég byrjaði að horfa á þessa kvikmynd, sem skartar þeim Richard Gere og Winonu Ryder í aðalhlutverkum. Enda eru kvik- myndir sem para saman miðaldra karlmann og unga stúlku ein af birtingar- myndum þeirra stöðluðu kynjaímynda sem þrífast eins og myglugróður í menning- unni í kringum okkur. Um mynd- ina mætti jafnframt skrifa ýtarlega hugmyndafræðilega greiningu, þar sem hún sver sig í aldagamla bók- menntahefð, sem tengir saman upphafna kvenlega fegurð og dauða. Sálfræðin í myndinni býr einnig yfir flóknum semi-freudísk- um tengingum og hefði myndin reyndar getað orðið mun áhuga- verðari hefði verið betur unnið með það. En nóg um það hér. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft er þessi mynd lítið annað en snoturt augn- konfekt, þar sem fallegum leikur- um er stillt upp við rómantískan bakgrunn New York-borgar að hausti til. Winona Ryder á þó sterkan leik og tekst að skapa við- kunnanlega persónu sem gefur áhorfandanum ástæðu til að horfa á myndina til enda. Sölnuð lauf Haust í New York (Autumn In New York) Leikstjóri: Joan Ghen. Handrit: All- ison Burnett. Aðalhlutverk: Rich- ard Gere og Winona Ryder. Banda- ríkin, 2000. Háskólabíó. 102 mín. Öllum leyfð. ( D r a m a ) Heiða Jóhannsdótt ir CHRIS Cornell, fyrrum söngspíra hljómsveitarinnar Soundgarden, hefur nú tekið sæti Zack De la Rocha sem söngvari Rage Against The Machine. Ákvörðunin bindur enda á mánaðalangar getgátur um framtíð hljóm- sveitarinnar eft- ir að De la Rocha sagði skyndilega skilið við hana í októ- ber síðastliðnum. Það hefur nú verið tilkynnt að ástæðan fyrir seinkuninni á opinberri tilkynn- ingu var vegna þess að plötusamn- ingar Cornell og Rage Against the Macine stönguðust á. Cornell var með sólósamning við Interscope á meðan hljómsveitin er samnings- bundin Epic Records. Samkomu- lag útgáfufyrirtækjanna felur meðal annars í sér að Rage Against the Macine má ekki leng- ur starfa undir sama nafni vegna breytinganna. Ekki er búið að finna annað nafn á sveitina. Nýr söngvari Chris Corn- ell tekur við af Zack De la Rocha Chris Cornell Rage Against the Machine ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.