Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞVOTTAVÉL, sprautunálar og sófasett var meðal þess sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur fundu í Öskju- hlíðinni á mánudag þegar á þriðja hundrað manns tóku þar til hendinni og hreinsuðu til á svæðinu. Draslið losaði fleiri bílhlöss og þurfti að kalla til aukabíla til að koma því öllu frá. Að sögn Kristins Þorsteins- sonar, garðyrkjustjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur, leyndist ýmislegt í skóginum þegar tiltektarfólkið leit þar inn. „Fyrst þurftum við að grafa upp mikið af flugeldum sem eru frá áramótum innan úr trjánum. Samt eru nokkrar manneskjur sem þrífa hér í Öskjuhlíðinni eftir áramót,“ segir hann. Auk flugeldanna er að sögn Kristins mikið af pappa og ýmsu drasli sem fýkur um hlíðina auk þess sem greini- legt sé að fólk noti svæðið eins og sorpeyðingarstöð. „Ég er með nokkrar búslóðir hérna því hér fundust bæði sófasett, kæliskápar, þvottavélar og annað slíkt. Fólk fer meðfram vegum og losar hér kerrur og annað með því að henda dótinu inn í skóginn.“ Sprautunálar í kjarrinu Þá fundust sprautunálar á nokkrum stöðum í tiltektinni. „Það er greinilegt að hér eru menn í skóginum við þessa iðju. Þetta er nokkuð sem þarf að íhuga gagnvart börnum sem eru hér að leik því þrátt fyrir að við værum þetta mörg þá er ekki búið að fínkemba alveg því þetta er það stórt svæði. Þannig að þótt það væri ekki nema vegna nál- anna væri það vel þess virði að fyrirtæki tækju sig saman og færu á útivistarsvæði og leit- uðu. Við höfum nýlegt dæmi af því þegar krakki stakk sig á nál á skólalóð,“ segir Kristinn. Hann segir að draslið hafi verið meira en nokkurn óraði fyrir. „Það er búið að fara einn fullur vörubíll frá okkur og síðan erum við með tvo stóra pallbíla og stóra tveggja tonna kerru sem er alveg full. Og það er verið að sækja bíla í viðbót.“ Kristinn segir að hreinsun- arátakið hafi verið framlag Orkuveitunnar til þess að fegra borgina. Starfsmenn- irnir komu saman við Perluna um hádegisbilið og grilluðu sér pylsur í sólinni. Þá var gengið skipulega til verks og að tiltekt lokinni var svo kom- ið saman og drukkið kakó áð- ur en horft var á eftir draslinu á haugana. Gífurlegur sóðaskapur almennings á einu helsta útivistarsvæði Reykvíkinga Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hluti fólksins sem tók til hendinni í Öskjuhlíðinni á mánudag. Hópurinn fann eitt og annað sem á frekar erindi á haugana en í hlíðina. Öskjuhlíð Drasl í tonnatali SKIPULAGSNEFND hefur samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið í kringum Hvaleyrar- vatn í upplandi Hafnarfjarðar skammt frá Kaldársselsvegi. Gert er ráð fyrir að þar muni rísa nýtt útivistarsvæði Hafn- firðinga. Að sögn Hafdísar Hafliðadóttur skipulagsstjóra hefur deiliskipulaginu verið vísað til umhverfisnefndar til umsagnar þar sem það verður tekið fyrir á fundi nefndarinn- ar nk. mánudag. Svæðið, sem deiliskipulagið tekur til, er stundum nefnt Höfðaskógur og afmarkast af hrauni til austurs, suðurs og vesturs og af brúnum Vatns- hlíðar norðan Hvaleyrar- vatns. Deiliskipulagstillagan felur í sér að gerðar verði end- urbætur á umferðarskipulagi á svæðinu og að umferð ríð- andi, gangandi og hjólandi vegfarenda verði aðskilin frá bílaumferð á mestu álagsstöð- unum. Stefnt er að því að koma upp bílastæðum og upplýs- ingaskiltum bæði austan og vestan megin vatnsins. Þá er lagt til að akvegur sem liggur niður að vatninu verði færður norðar en við það fæst heillegt útivistarsvæði sem er vel var- ið gegn vindum við norðaust- anvert vatnið. Miðstöð útivistar og umhverfisfræðslu Lagt er til að þar verði byggt samkomu- og leikja- svæði með grillskýli og sal- ernisaðstöðu, trimmtækjum, borðum og bekkjum. Í fram- tíðinni er gert ráð fyrir að þar rísi þjónustubygging fyrir svæðið sem jafnframt myndi nýtast til fundarhalda og verða bækistöð fyrir leikja- námskeið yfir sumartímann. Í deiliskipulaginu er stefnt að því að Seldalsbotninn verði græddur upp og nýttur til leikja og samkomuhalds en Kjóadalur nýttur tímabundið sem beitarhólf fyrir hesta. Við austurenda vatnsins í elstu skógarteigunum er stefnt að því að opna skógar- garð þar sem hægt verður að nýta skógarsvæðið fyrir fræðslu, leiki og almenna úti- vist. Þarna er að finna eitt elsta skógræktarsvæði á veg- um Skógræktarfélags Hafn- arfjarðar. Ráðgert er að mið- stöð útivistar, umhverfis- fræðslu og námskeiðahalds verði í núverandi byggingu við vesturenda vatnsins. Stefnt er að því að bæta út- vistaraðstöðu yfir vetrartím- ann, meðal annars með því að leggja skíðagöngubrautir á Hvaleyrarvatni og litlaskíða- lyftu í norðurhlíð Stórhöfða. Þá er stefnt að því að Skóg- ræktarfélag Hafnarfjarðar fái aukið svigrúm og betri að- stöðu undir sína starfsemi. Nýtt útivistarsvæði við Hvaleyrarvatn Skíðalyftur, grill- skýli og leiksvæði                            3: :;<=            ,6 9 * Hafnarfjörður NEMENDUR úr Foldaskóla tóku sig til og buðu smíða- gripi til sölu í versl- anamiðstöðinni Torginu á dögunum. Gripirnir eru af- rakstur nýsköpunarnám- skeiðs sem krakkarnir sóttu í vetur. Meðal þess sem þar var hægt að kaupa var Fað- irvorið í allnýstárlegum um- búðum. Krakkarnir höfðu ritað bænina á gler og ramm- að inn og er skemmst frá því að segja að bænirnar ruku út eins og heitar lummur. Að sögn Guðrúnar Þórs- dóttur hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur eru nýsköp- unarnámskeiðin í Foldaskóla hluti af stærra verkefni, svo- kallaðri Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, sem er opin öllum grunnskólum á landinu. Námskeiðunum er ætlað að vera hvatinn að því starfi. Tæplega sextíu tillögur hafa verið valdar úr hópi 3.000 sem bárust í keppnina en um þessa helgi fengu þeir nemendur sem komust áfram tækifæri til þess að út- færa hugmyndir sínar í Foldaskóla með aðstoð leið- beinenda. Morgunblaðið/Ásdís Seldu Faðir- vorið Grafarvogur ORKUVEITA Reykjavíkur hefur engin áform um að nýta jarðhitaréttindi sem hún keypti í jörðinni Hliði árið 1957 en Bessastaðahreppur hyggst friðlýsa jörðina. For- stjóri Orkuveitunnar segir friðlýsingu og jarðhitavinnslu vel geta farið saman. Morgunblaðið greindi frá því á laugardag að Orkuveitan sendi hreppsnefnd Bessa- staðahrepps bréf vegna áforma hreppsins um að frið- lýsa umrædda jörð. Í bréfinu var bent á að Orkuveitan keypti réttindi til að vinna jarðhita fyrir 44 árum. Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, segir það hafa verið formsatriði að senda slíkt bréf ef fyrirtækið þyrfti á jarðhitaréttindunum að halda í framtíðinni. Hins veg- ar standi ekki til að nýta þau á næstunni. „Það er einungis verið að rifja þetta upp og benda mönnum á að þessi möguleiki sé ennþá fyrir hendi þannig að þeir verði ekki mjög hissa ef við komum síðar. Þá þurf- um við jafnvel að fá frátekin einhver svæði þar sem við getum komið að bor og ann- arri aðstöðu,“ segir hann. Hann bendir á að jarðhita- vinnsla og friðlýst land fari ekki illa saman. „Þetta sést til að mynda á Elliðaárdalnum. Við erum þar með töluverða jarðhitavinnslu sem lítið fer fyrir því að þar eru mjög litlar holur og hús og snyrtilega um það gengið.“ 3: :;<= (  1 3 >>= ()*+ ,-. /(0 (                        12,3 4,  !      3  Ekki áform um að nýta hitann Bessastaðahreppur EIGENDUM félags- legra íbúða í Garðabæ gefst nú kostur á að selja íbúðir sínar á frjálsum markaði því bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að nýta ekki for- kaupsrétt á félagslegum eignaríbúðum í bænum. Í fréttatilkynningu frá Garðabæ segir að hækk- un á fasteignaverði und- anfarin ár hafi gert eig- endum íbúðanna erfitt um vik við að íbúða- skipti. Ekki sé lengur unnt að skipta um íbúð innan kerfisins eftir gild- istöku nýrra húsnæðis- laga árið 1998 og fólk verði því að kaupa á frjálsum markaði vilji það skipta um húsnæði. Skilyrði þess að fallið sé frá forkaupsrétti eru að ákveðinn árafjöldi (10 eða 15) hafi liðið frá því að íbúðin var afhent nú- verandi eiganda og að greiddar séu upp áhvíl- andi eldri skuldir. Nýta ekki forkaups- réttinn Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.