Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 17 SKÁTAHEIMILIÐ við Hrauntungu verður rifið fljót- lega gangi ekki á næstu dögum að selja það til brottflutnings. Bæjarráð Hafnarfjarðar veitti bæjarverkfræðingi heimild til niðurrifsins á síðasta bæjar- ráðsfundi. Að sögn Kristins Ó. Magn- ússonar bæjarverkfræðings á húsið ekki að vera á núverandi stað samkvæmt deiliskipulagi og stendur til að byggja ein- býlishús á lóðinni í samræmi við byggðina sem er á svæðinu. „Við höfum reynt að selja húsið til brottflutnings en það hefur ekki tekist,“ segir Krist- inn. „Það má segja að þessa dagana sé verið að gera síð- ustu tilraunir með það og ef það gengur ekki verður húsið rifið fljótlega.“ Nokkur ár eru síðan skát- arnir fluttu sig um set en þeir eru nú með aðstöðu í húsi á Víðistaðatúninu. Gamla skátaheim- ilið víkur Hafnarfjörður Morgunblaðið/Jim Smart UM 40 manns tóku fram hjólfáka sína á sunnudag og hjóluðu frá Seltjarnarnesi til Hafnarfjarðar en hinir árlegu umhverfisdagar sveitarfélaganna voru haldnir há- tíðlegir um helgina. Af því tilefni var boðið upp á fjölbreytta dag- skrá, svo sem gönguferð um- hverfis Elliðavatn og leiðsögn um Grasagarðinn, svo eitthvað sé nefnt. Hjólreiðatúrinn á sunnudag var um sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu. Lagt var af stað frá Seltjarnarnesi um hádegisbil og hjólað sem leið lá inn í Fjöl- skyldugarð. Þaðan lá leiðin í Engihjalla í Kópavogi og Garða- torg í Garðabæ. Fulltrúar bæj- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu sendu sína fulltrúa á staðinn sem hjóluðu hluta úr leiðinni. Ferðinni lauk á Víðistaðatúni í Hafnarfirði en á öllum viðkomustöðum var boðið upp á hressingu. Þeir sem lentu í vandræðum með hjólin sín gátu jafnframt nýtt sér hreyf- anlega viðgerðarþjónustu um borð í fylgdarbíl sem var aldrei langt undan. Að sögn Öldu Jónsdóttur, for- manns Íslenska fjallahjólaklúbbs- ins, heppnaðist ferðin eins og best verður á kosið þótt veðrið hefði ef til vill mátt vera betra. Það breytti því þó ekki að menn voru við öllu búnir og lúnum ferða- löngum, einkum þeim sem yngstir voru, gafst kostur á að setjast upp í fylgdarbílinn og safna kröftum. Morgunblaðið/Jim Smart Hópurinn lagði af stað frá Sund- laug Seltjarnarness um hádeg- isbilið á sunnudag. Hjólað í rigning- unni Höfuðborgarsvæðið BORGARRÁÐ samþykkti í gær að taka tilboði Íbyggðar í fjórða áfanga Hólabrekkuskóla og breyt- ingar á þriðja áfanga. Tilboðið hljóðaði upp á tæplega 127,5 millj- ónir. Alls bárust níu tilboð í fram- kvæmdina. Íbyggð reyndist vera með næstlægsta tilboðið í skólann eða 82,29% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmar 138 milljónir. Lægra tilboð átti Auðnutré upp á rúmar 123,5 milljónir. Hæsta tilboð áttu hins vegar Þ.G. verktakar ehf. og var það tæpar 168 milljónir. Næstlægsta tilboði tekið Breiðholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.