Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 25 BRETLAND er fremst í flokki Evr- ópuríkja sem berjast gegn kröfu Afríkuríkja um að þrælasala verði lýst glæpur gegn mannkyninu og fyrrverandi nýlenduveldi skuli greiða umtalsverðar skaðabætur. Næstum tvær aldir eru liðnar síð- an breska þingið afnam þrælahald í breska heimsveldinu. Afríkuþjóðir þrýsta nú á um að samþykkt verði víðtæk ályktun á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um kynþáttahatur er haldin verður í Suður-Afríku síðar á árinu. Mary Robinson, fyrrverandi for- seti Írlands og mannréttindafulltrúi SÞ, segist fylgjandi því að rætt verði um skaðabætur fyrir þrælahald Evr- ópuríkja á ráðstefnunni, sem fjalla mun um „kynþáttahatur, útlend- ingahatur og skylt umburðarleysi“, og fer fram í Durban í september. En orðalag ályktunarinnar um þrælahald hefur valdið gífurlegum diplómatískum og lagalegum deilum á milli Afríkuríkja annars vegar og fyrrverandi nýlenduvelda í Evrópu, t.d. Bretlands, Frakklands, Spánar og Portúgals, hins vegar. Líta Evr- ópuríkin á ályktunina sem brellu til að þvinga fram fjárhagsaðstoð. Haft var eftir breskum embættismanni: „Við erum ekki reiðubúin að tengja þróunaraðstoð við liðna sögu.“ Í ályktuninni er farið fram á að ráðstefnan „staðfesti að þrælasalan sé einstæður harmleikur í mann- kynssögunni, sérstaklega gegn Afr- íkubúum“. Er henni lýst sem glæp gegn mannkyninu sem eigi sér enga hliðstæðu. Bretar, fyrir hönd Evr- ópusambandsins, hafa lagt til annað orðalag, þar sem staðfest er að „þrælahald og þrælasalan séu skelfi- legur harmleikur í mannkynssög- unni“. Að sögn embættismanna er breyt- ingunni á orðalaginu ekki ætlað að draga úr því sem gerst hafi fyrr á öldum, heldur sé byggð á þeirri laga- legu skoðun að þrælahald og þræla- sala hafi ekki stangast á við „hefð- bundin alþjóðalög“ á sínum tíma. Bandaríkjastjórn hefur gengið enn lengra og hótað að hætta aðstoð við Afríkuríki ef samþykkt verður að ræða skaðabætur á ráðstefnunni. Bandarískir diplómatar segjast reiðubúnir að samþykkja að öll þrælasala sé glæpur gegn mannkyn- inu, en vilja að í ályktunum verði við- urkennt aldagamalt mansal arab- ískra þrælasala á fólki frá Austur- og Mið-Afríku. Lögfræðingar segja að verði hug- takið „glæpur gegn mannkyninu“ haft með í ályktuninni gæti það haft víðtækar skírskotanir í alþjóðalög fyrir lönd sem hafi áður fyrr tekið þátt í þrælasölu. Haft var eftir sér- fræðingi í alþjóðalögum að ef ríki eins og til dæmis Bretland og Portú- gal samþykktu ályktun sem innihaldi þetta orðalag jafngildi það því að skrifa undir eiðsvarna játningaryfir- lýsingu „sem mögulega og mjög lík- lega yrði notuð gegn þeim“ ef kröfur um skaðabætur yrðu lagðar fram. Barist gegn skaðabót- um fyrir þrælahald The Daily Telegraph. Samtök flutningafyrirtækja íhuga nú málsókn á hendur olíufélögunum í Danmörku eftir að nokkur þeirra viðurkenndu að hafa haft samráð um verð. Þá kveðst viðskiptaráðherr- ann, Ole Stavad, reiðubúinn að kanna lagabreytingu til að auka möguleika samkeppnisstofnunarinn- ar á að láta til skarar skríða gegn ol- íufélögunum. Stofnunin hefur nú lýst eftir vitnum, fyrrverandi eða núver- andi starfsmönnum olíufélaganna, sem geti staðfest ásakanirnar um verðsamráð fyrir dómstólum. Nokkur olíufyrirtækjanna, þar á meðal Shell, viðurkenna að hafa skipst á upplýsingum um verð við önnur félög. Önnur láta nægja að úti- loka ekki að slíkt hafi átt sér stað. Öll halda því hins vegar fram að meint verðsamráð heyri sögunni til, engin dæmi séu um slíkt nú. Talsmenn olíufélaganna báru í gær hönd yfir höfuð sér og sögðu smæð Danmerkur og legu koma í veg fyrir lægra verð. Upplýsinga- stjóri Statoil, Kai Nielsen, benti í samtali við Jyllands Posten á að eng- in neysluvara í Danmörku væri jafn- mikið undir smásjánni og eldsneyti. Í hvert skipti sem verðbreytingar yrðu væri það fréttaefni og að land- fræðilega væri ómögulegt annað en að hafa sama verð í öllu landinu þótt kostnaðurinn væri mismikill. „Að bjóða upp á mismunandi bensínverð á sama stað er enn fremur ómögu- legt, það myndi þýða að stöðvarnar með hæsta verðið misstu viðskipta- vini“. Samtök flutningafyrirtækja, sem blésu til sóknar gegn olíufélögunum er þeim höfðu enn einu sinni borist nær samhljóða bréf frá olíufélögun- um um minni afslátt á bensíni, íhuga nú að feta í fótspor samtaka hol- lenska flutningafyrirtækja sem ráð- lögðu meðlimum sínum að höfða mál á hendur olíufélögunum á síðasta ári. Hollenska málsóknin rann hins veg- ar út í sandinn vegna skorts á sönn- unargögnum. Væntanleg málsókn á hendur ol- íufélögunum verður eins og áður segir ekki síst byggð á vitnum sem samkeppnisstofnun vonar að muni gefa sig fram. Hins vegar er lítillar aðstoðar að vænta frá Svíþjóð þar sem systurstofnunin hefur höfðað mál á hendur nær öllum þarlendum olíufélögum en sænsk lagasetning kemur í veg fyrir að stofnunin geti afhent trúnaðarskjöl úr landi, t.d. til Danmerkur. Íhuga málsókn á hendur olíu- félögunum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. CHEN Shui-Bian, forseti Taívans, átti í gær fund með Rudolph Giuliani, borgarstjóra í New York og hefur hitt á þriðja tug banda- rískra þingmanna að máli í stuttri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Kínverjar hafa mótmælt heim- sókninni með formlegum hætti. Talsmaður kínverska utanrík- isráðuneytisins, Zhu Bangzao, sagði í gær að ákvörðun Banda- ríkjastjórnar um að leyfa Chen að hafa viðdvöl í New York á leið sinni til Mið-Ameríku væri til marks um harðnandi stefnu gagn- vart Kína. „Þetta mun óhjákvæmi- lega skaða tengsl Kínverja og Bandaríkjamanna,“ sagði Zhu við fréttamenn í Peking. Hann vildi ekki tilgreina nánar hvaða áhrif heimsóknin hefði á samskipti þjóðanna, en sagði það meðal ann- ars velta á því hvernig hún færi fram. Kínverjar líta á Taívan sem uppreisnarhérað í Kína og túlka það sem ögrun ef aðrar þjóðir taka á móti taívönskum stjórn- málamönnum. Stjórnvöld í Peking fengu reyndar aðra ástæðu til að reiðast þegar bandarískir embættismenn tilkynntu á mánudag að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi eiga fund með Dalai Lama, trúar- legum leiðtoga Tíbeta, í Washing- ton í dag. Kínverjar hernámu Tíb- et árið 1950 en Dalai Lama flúði land níu árum síðar. Á myndinni sést Chen Shui-bian veifa fréttamönnum eftir að hafa skoðað kauphöllina í New York í gær, en heimsókn hans til Banda- ríkjanna lýkur í dag. Reuters Kínverjar mótmæla heimsókn Chens New York. AFP, AP. HINDÚAR munu verða skyldaðir til að bera einkennismerki á fötum sínum í íslömsku Afganistan til að- greiningar frá múslímum, að því er ráðherra í stjórn Talibana í Afgan- istan sagði í gær. Þá verður hindúa- konum einnig gert að hylja sig með blæju, líkt og múslímskar konur verða að gera. Harðlínustjórn Talibana, sem fer með völd í 95% landsins, hyggst framfylgja innan tíðar tilskipunum um þetta, að því er Mohammed Wali, trúarlögregluráðherra lands- ins, tjáði fréttastofu AP. Tilskipunin vakti hörð viðbrögð frá nágranna- ríkinu Indlandi, þar sem hindúar eru í meirihluta. „Við hörmum svona fyrirskipanir sem eru augljóslega mismunun gegn minnihlutahópum,“ hafði fréttastof- an Press Trust eftir ónafngreindum indverskum ráðherra. „Þetta eru enn frekari vísbendingar um vanþróaðar og óviðunandi hug- myndafræðilegar forsendur Talib- ana.“ Wali sagði að ákvörðunin væri í samræmi við Íslam. „Trúarlegir minnihlutar sem búa í íslömsku ríki verða að vera auðkenndir,“ sagði hann. Talibanarnir hafa ekki ákveð- ið hvers konar auðkennismerki hindúar verða látnir bera. Markmiðið að vernda hindúa Fréttastofan Afghan Islamic Press (AIP), sem starfrækt er í Pak- istan, hafði eftir Wali að ráðuneyti hans hefði falast eftir trúarlegri til- skipun, svonefndu fatva, frá ísl- ömskum fræðimönnum um að hindúar skuli auðkenndir. Hlutverk ráðuneytisins er að hlúa að dyggð- um og vinna gegn löstum. Markmiðið með fyrirhugaðri laga- setningu, að því er segir í frétt AIP, er að þeim sem ekki eru múslímar, einkum hindúum og síkkum, verði hlíft þegar trúarlögregla skikkar fólk til að loka verslunum sínum á bænatíma og smalar því í moskur. Að minnsta kosti fimm þúsund hindúar búa í höfuðborginni Kabúl, og þúsundir búa í öðrum borgum landsins, en ekki liggja fyrir áreið- anlegar tölur um hversu margir þeir eru. Hin nýju lög munu einungis ná til hindúa vegna þess að það eru engir kristnir eða gyðingar í Afgan- istan og síkkar eru auðkenndir af túrbönum sínum, sagði Wali. Þó er vitað um að minnsta kosti einn gyð- ing sem býr í Kabúl og vera má að þar búi einhverjir kristnir. Trúarlögregla Talibana í Afganistan gefur út tilskipun Hindúar verði auðkenndir Kabúl, Islamabad. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.