Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ V ORBOÐINN ljúfi, fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu … þannig orti Jónas um þröst- inn, sem þá var sumarfugl á Ís- landi. Koma söngfuglanna var þá sem nú tilhlökkunarefni eftir kalt og þögult vetrarmyrkrið. Í dag eru vorboðarnir aðrir, en ennþá leyn- ast söngfuglar þar á meðal. Krist- inn Sigmundsson óperusöngvari er á leið heim til Íslands um vega- leysu háloftanna, til að gleðja land- ann með söng. Kristinn er á ferð og flugi milli óperuhúsa heimsins, þar sem starfsvettvangur hans er, en eins og þröstur Jónasar hefur hann þó tekið sér bólfestu á Ís- landi og á þar sitt lögheimili árið um kring, þótt flogið sé milli staða og sungið. Eins og oft áður er það Jónas Ingimundarson sem ætlar að lóðsa Kristin um íslenska tón- leikasali, og að þessu sinni koma þeir við á stöðum sem sjaldgæft er að aðrir eins söngfuglar vitji. Önnur vídd að syngja fyrir eigin þjóð Við náðum Kristni á hótelher- bergi í Cincinnati í Ohio í Banda- ríkjunum, en þar dvelst hann í nokkra daga og sinnir tveimur verkefnum; annars vegar syngur hann í Sköpuninni eftir Haydn og hins vegar syngur hann í óperu Victors Ullmans, Keisaranum frá Atlantis. Fyrir nokkrum dögum var Kristinn að syngja með Önnu Sofie von Otter í óperunni Ariod- ante eftir Händel í Bastilluóper- unni í París, en eftir dvölina í Ohio verður flugið tekið heim. „Ég var að koma frá París, kom hingað í fyrrakvöld, var á þremur æfingum í gær, bæði á Sköpuninni og Keisaranum frá Atlantis; en það er verk sem nasistarnir bönn- uðu á sínum tíma; – konsert í kvöld á Sköpuninni og svo verður það Keisarinn á sunnudaginn.“ Þetta kann mörgum að þykja strembið, en svona er líf óperu- söngvarans. Kristinn er að koma heim og það verður ekki hjá því komist að spyrja að því hvernig það sé að koma og syngja á fá- mennum stöðum á Íslandi eftir svona annríki í milljónaborgum heimsins. „Það er það sem gefur lífinu gildi. Ég fæ ósköp lítið út úr því að vera að syngja fyrir einhvern massa þar sem ég þekki engan. Það er ósköp gott að láta klappa fyrir sér og finna að fólki líkar það sem maður er að gera, en það gef- ur þessu allt aðra vídd að syngja fyrir sína eigin þjóð.“ Anna Soffía í kaupfélaginu Kristinn Sigmundsson er kom- inn á pall með bestu söngvurum heims og þekkir marga þeirra per- sónulega. Anne Sofie von Otter, sem hann söng með í París um daginn, er ein af skærustu stjörn- unum í söngheimum í dag, en virð- ist þó ætíð hafa farið svolítið sínar eigin leiðir í listinni, og það er for- vitnilegt að heyra hvað Kristinn segir um kynni sín af henni. „Hún er mjög elskuleg og indæl og er mjög ótýpísk díva og ólík þeirri ímynd sem maður hefur um óperusöngkonur. Hún er ósköp venjuleg kona og gæti þess vegna unnið í Kaupfélaginu í Borgarnesi eða í fiski á Vestfjörðum.“ Eftir tónleikaferð þeirra Jónas- ar hér heima ætlar Kristinn í lang- þráð frí, en í júlí er svo á dagskrá að syngja í Otello eftir Verdi í München undir stjórn James Le- vine, en Kristinn hefur áður sung- ið undir hans stjórn bæði í Don Giovanni og Valkyrjunni í Metro- politan-óperunni í New York. Fyr- ir nokkrum árum var Kristinn Sig- mundsson að syngja baritónrödd, eða bassbaritón, en nú er hann eingöngu í bassahlutverkunum. „Annars er ég ekkert að sérhæfa mig í einhverjum tegundum hlut- verka umfram önnur. Ég syng allt frá Rossini til Wagners.“ Betra að vera í lausamennsku Eftir að Kristinn tók þá ákvörð- un að hætta á föstum samningi við eitt óperuhús flutti hann heim með fjölskyldu sinni og gerir út héðan. „Þetta hefur sína ókosti auðvitað; ég er lítið heima hjá mér, en fyrst maður þarf endilega að vera í þessu starfi erlendis er betra að hafa það þannig að fjölskyldan sé heima á Íslandi heldur en að mað- ur sé með hana einhvers staðar í útlöndum og hún sjái mann aldrei þar. Jú, þetta er miklu, miklu betra. Það segir sig sjálft, maður er þá ekki útlendingur þar sem maður býr. Það er ákveðin tilfinn- ing sem ég held að flestir hafi fundið fyrir sem hafa búið í út- löndum, tilfinningin að vera út- lendingur, hún er ekkert sérstak- lega þægileg alltaf.“ En er þetta betra líf en að vera fastráðinn á einum stað? „Já, nema fjölskyldu- lífsins vegna, en að öllu öðru leyti er þetta miklu ákjósanlegra, meiri fjölbreytni í verkefnum og maður fer víðar.“ Meðal ungu söngvar- anna þykir enginn söngvari með söngvurum nema að komast á samning, og þá helst í Þýskalandi, þar sem ófáir Íslendingar hafa starfað á liðnum árum, þar á meðal Kristinn sjálfur. En einhvern veg- inn þróast þetta þó þannig, að eftir að þeim áfanga er náð er næsti hjalli að klífa sá að losna frá samn- ingnum; komast í þá stöðu að geta valið sér verkefni að vild. „Starfs- öryggið er náttúrlega meira á föstu samningunum vegna þess að þá er maður í rauninni bara rík- isstarfsmaður og ef menn standa sig nokkuð vel eru samningarnir yfirleitt endurnýjaðir ef menn vilja það. Í Þýskalandi er það meira að segja þannig, að ef þú ert búinn að syngja á samningi í tíu ár verð- urðu sjálfkrafa æviráðinn. En í lausamennskunni er þetta harðari heimur. Þar fá þeir einir vinnu sem eru í toppklassanum, ef ég má orða það þannig, því þar er það markaðurinn sem ræður.“ Kristinn Sigmundsson þarf ekki að hafa áhyggjur af nánustu framtíð, því hann segist hafa miklu, miklu meira en nóg að gera. Hann er þegar fullbókaður fram á árið 2004. Kristinn sinnir nær eingöngu óperunni og bókuð verkefni hans eru nánast öll við hin ýmsu óp- eruhús í heiminum. „Það er nú ekki mikið svigrúm úti fyrir ljóða- söng, eða eitthvað annað, maður verður að skapa sér það svigrúm sjálfur og ég hef ekki gert það eins mikið og ég hefði viljað. Það er eitt í þessu; í útlöndum kemur enginn að hlusta á einhvern ljóðasöngv- ara, það þarf að vera nafn, Bryn Terfel, Cecilia Bartoli eða eitthvað svoleiðis, af því að það eru í raun- inni bara þessar súperstjörnur sem virkilega geta haldið úti ein- hverjum ljóða-karríer samhliða óp- erunni. Þetta er eins og allt annað spurning um markaðssetningu.“ Í Jökulsárlóni og París Þegar verið var að undirbúa þetta spjall við Kristin barst blaðamanni til eyrna saga af ís- lenskum leiðsögumanni á ferð um landið með ferðamenn frá Mið- Evrópu. Í hópnum voru eldri hjón sem spurðu leiðsögumanninn stöð- ugt um Kristin Sigmundsson og vildu fá að vita sitt af hverju um hann. Þegar komið var að Jökuls- árlóni og ferðamannahópurinn var í þann veginn að stíga um borð í bát til að skoða lónið gerast þau undur og stórmerki, að Kristinn birtist í eigin persónu á svæðinu. Það varð auðvitað uppi fótur og fit og hjónin gátu vart hætt að þakka Kristni fyrir þær stundir sem hann hafði glatt þau með söng sín- um ytra og á daginn kom að fleiri í hópnum höfðu heyrt hann og séð á sviði og vildu auðvitað þakka fyrir sig líka. Er Kristinn svona fræg- ur? „Jú, ég man eftir þessu,“ segir Kristinn og hlær, „en ætli það sé ekki helst í París, þar kemur það stundum fyrir að ég er stoppaður á götu, enda er ég búinn að vera mikið þar, og ákveðinn kjarni fólks sem kemur alltaf í óperuna. Þetta fólk veit hver ég er.“ Kem heim til að safna kröftum Hróður Kristins Sigmundssonar á vafalítið eftir að berast víðar og fleiri eiga eftir að hnippa í hann á götum stórborganna og þakka honum góðan söng. Verið getur að þeir Jónas fari annan hring um landið seinna í sumar, en að því loknu tekur vetrarstarfið við. „Í september verð ég hlaupandi milli óperuhúsa í Þýskalandi; verð bæði í Berlín og Hamborg, og þá tekur við verkefni sem ég hlakka mikið til. Ég fer til Boston og syng með Sinfóníuhljómsveitinni í Boston, sem Seiji Ozawa stjórnar, í Szenen aus Göthes Faust eftir Schumann. Þetta verða fimm konsertar, þrír í Boston og tveir í Carnegie Hall í New York. Í september og fram í október verð ég að syngja nánast eina sýningu á kvöldi, þannig að það verður gott að komast núna heim til að safna kröftum fyrir haustið.“ Í dag er Kristinn upptekinn af verkefni næstu daga, Keisaranum frá Atlantis. Tónskáldið Victor Ull- man samdi þessa óperu í fanga- búðunum í Therezienstadt, þar sem hann var fangi nasista. Verkið er paródía á þriðja ríkið og keis- arinn persóna Hitlers. Eftir gene- ralprufuna var verkið bannað og tveimur dögum síðar var tónskáld- ið sent í gasklefann. „Þarna bregður fyrir þýska þjóðsöngnum með mjög sérkenni- legum texta og í frýgískri tónteg- und, þannig að það tekur tíma að átta sig á því hvað verið er að syngja, en fangabúðastjórarnir áttuðu sig á að þetta væri skrum- skæling á þeirra gildum. Þetta er magnað verk.“ Kristinn Sigmunds- son er að fara á æfingu. Mið-evr- ópsk harmsaga bíður hans þar. Það verða aðrar sögur sagðar á tónleikum hans og Jónasar Ingi- mundarsonar hér. Kannski það verði sögur af Draumalandinu. Morgunblaðið/Þorkell Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari á góðri stund. „Þetta er það sem gefur lífinu gildi“ Kristinn Sigmundsson ferðast milli stór- borga og syngur í öllum helstu óperuhúsum heims. En eins og farfuglarnir skilar hann sér ætíð aftur, því hann býr á Íslandi, þótt söngurinn beri hann víða. Bergþóra Jóns- dóttir ræddi við Kristin um söngferð hans og Jónasar Ingimundarsonar um landið og um störf hans í erlendum óperuhúsum. ureyrar þar sem hann lék nokkur hlutverk. Hann starfaði um nokk- urt skeið sem leikstjóri áhugaleik- félaga víða um landið og segir að áhugi sinn á að leggja leikstjórn alveg fyrir sig hafi kviknað á þeim tíma. Höfundur þýðir sjálfur Fiskar á þurru landi hefur ekki verið sýnt áður í Bretlandi en þýð- andi verksins er höfundurinn sjálfur. Verkið var frumsýnt af P-leik- hópnum 1993 og hefur síðan verið leikið af íslenskum áhugaleik- félögum og einnig í Færeyjum. Í GÆRKVÖLDI var frumsýnt í Old Vic-leikhúsinu í Bristol leikrit Árna Ibsen Fiskar á þurru landi. Leikstjórinn er Oddur Bjarni Þorkelsson sem stundað hefur nám í leikstjórn við Bristol Old Vic Theatre School. Að sögn Odds Bjarna verða nokkrar sýningar á verkinu en það er hluti af lokaverkefni hans í tveggja ára leikstjórnarnámi. Leikendur eru nemar á lokaári í Bristol Old Vic-leiklistarskólan- um. Oddur Bjarni er Húsvíkingur að uppruna og gat sér gott orð sem leikari með leikfélaginu þar í bæ og síðar með Leikfélagi Ak- Fiskar á þurru landi í Bristol Fimmtudag 24. maí kl. 20.30 Reykholti í Borgarfirði Föstu- dag 25. maí kl. 21.00 Lauga- landi í Holtum Sunnudag 27. maí kl. 17.00 Fjölbrautaskóla Akraness Mánudag 28. maí kl. 20.30 Félagsheimilinu Flúðum Þriðjudag 29. maí kl. 20.30 Félagsheimilinu Ólafsvík Mánudag 4. júní kl. 20.30 Laugabóli í Eyjafirði Tónleikar Kristins Sig- mundssonar og Jónasar Ingi- mundarsonar begga@mbl.is MÁLÞING um kirkjuarkitekt- úr verður haldið á vegum Kirkjulistahátíðar í Suðursal Hallgrímskirkju og verður sett á föstudag kl. 17 og lýkur á laug- ardag. Til þingsins er boðað til að ræða gerð, tilgang og skipan kirkna og þá sérstaklega altaris- rýmis. Hönnun nýrra íslenskra kirkna verður kynnt og rædd. Þingið er haldið í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Meðal fyrirlesara eru Hjör- leifur Stefánsson arkitekt sem fjallar um rýmisskipan í þróun kirkna og Arne Sæther, norskur sérfræðingur í kirkjuarkitektúr, sem ræðir um kirkjuna sem stað opinberunar og hvíldarstað. Málþing um kirkju- arkitektúr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.