Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF 44 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ guðsþjónustu í Áskirkju kl. 14 á uppstigningardag, sem jafnframt er dagur aldraðra, syngur Margrét Eir Hjartardóttir einsöng. Kirkjukór Áskirkju syngur undir stjórn Krist- jáns Sigtryggssonar organista og sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir guðsþjónustuna býður Safn- aðarfélag Ásprestakalls eldri borg- urum til samsætis í Safnaðarheimili Áskirkju. Þar syngur Margrét Eir Hjartardóttir nokkur lög við undir- leik Karls Olgeirssonar og hópur ungmenna „Kiðlingarnir“ skemmtir með söng. Einnig verður almennur söngur. Íbúum dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar gefst kostur á akstri til og frá kirkju í tengslum við guðsþjónustuna í Ás- kirkju og samsætið í safnaðarheim- ilinu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Messa og kór- tónleikar í Laugar- neskirkju NÚ fögnum við sigri lífsins og vorsins á degi aldraðra og höldum messu kl. 14 á uppstigningardegi, bjóðum til kaffisamsætis og njótum loks tónleika Kórs Laugarneskirkju kl. 16. Í messunni verður boðið upp á barnagæslu, jafnvel utandyra ef veð- ur leyfir. Kór Laugarneskirkju syng- ur við organleik Gunnars Gunnars- sonar. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Eygló Bjarnadóttur með- hjálpara og fulltrúar úr þjónustuhópi kirkjunnar flytja ritningarlestra. Kaffiveitingar bíða svo allra í safn- aðarheimilinu. Á veggjum hanga listaverk barna frá Laugarnesskóla og leikskólum hverfisins, sem ýmist fjalla um verk Jesú Krists eða veru- leikann frá öðrum sjónarhornum. Kl. 16 hefjast svo tónleikar í kirkj- unni sem öllum eru opnir. Er það Kór Laugarneskirkju sem gefur okkur innsýn í veröld tónlistarinnar og flytur fjölbreytta tónlist, jafnt hefðbundna kirkjutónlist sem gosp- el. Stjórnandi kórsins er Gunnar Gunnarsson, Jón Rafnsson leikur á kontrabassa og Sigurður Flosason á saxófón. Einsöngvarar með kórnum verða: Laufey Geirlaugsdóttir, Ólöf Davíðsdóttir og Þorvaldur Halldórs- son. Aðgangseyrir 1.000 kr. en 500 kr. fyrir aldraða, börn og öryrkja. Markmið okkar er ekki að safna eldri borgurum til sérstakrar sam- veru heldur hvetjum við fólk á öllum aldri til að fjölmenna til kirkju og njóta samveru allra kynslóða á degi aldraðra. Dagur aldraðra í Akraneskirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður í Akra- neskirkju á morgun, uppstigningar- dag, kl. 14. Þessi dagur hefur um ára- bil verður helgaður öldruðum og verður svo einnig nú. Ræðumaður verður Ólína Jónsdóttir, fyrrv. að- stoðarskólastjóri. Kór eldri borgara syngur. Lítið barn verður borið til skírnar. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í Safnaðarheimilinu Vinaminni. Allir velkomnir, ungir sem aldnir! Sókn- arprestur. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra prédikar í Bústaðakirkju UPPSTIGNINGARDAGUR er dag- ur aldraðra í kirkjunni. Þá eru aldr- aðir sérstaklega boðnir velkomnir til messu og þátttöku í helgihaldinu. Í Bústaðakirkju verður guðsþjón- usta klukkan 14. Þar prédikar Ingibjörg Pálma- dóttur, fyrrverandi heilbrigðisráð- herra. Aldraðir lesa ritningarlestra og taka þátt í messunni. Einsöngvari verður Jóhann Frið- geir Valdimarsson stórtenór. Glæður, kór Kvenfélags Bústaða- kirkju, syngja undir stjórn Sigur- bjargar Petru Hólmgrímsdóttur ásamt Kirkjukór Bústaðakirkju. Organisti er Guðmundur Sigurðs- son. Eftir messu opnuð sýning í safn- aðarheimili á munum úr starfi aldr- aðra í vetur. Starfið hefur verið í vet- ur undir dyggri stjórn Sigrúnar Sturludóttur, sem ásamt hópi kær- leikskvenna hefur annast um starfið. Stór hópur hefur tekið þátt í starfinu í vetur og þar hefur verið komið sam- an til handavinnu, gripið í spil eða dægurmálin skeggrædd. Veisluborð verður framreitt og öldruðum boðið upp á veitingar með- an þeir sem yngri eru greiða fyrir sig. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í messunni og að hin yngri aðstoði aldraða að komast til kirkju. Pálmi Matthíasson. Dagur eldri borgara í Grafarvogskirkju DAGUR eldri borgara verður hald- inn hátíðlegur á uppstigningardag í Grafarvogskirkju eins og mörg und- anfarin ár. Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 14. Séra Guðmundur Þorsteinsson, fyrrverandi dómprófastur, mun pré- dika, séra Vigfús Þór Árnason og séra Sigurður Arnarson þjóna fyrir altari. Lögreglukórinn mun syngja, stjórnandi er Guðlaugur Viktorsson kórstjóri. Kór Grafarvogskirkju mun flytja hátíðarsöngva séra Bjarna Þorsteinssonar. Í kapellu kirkjunnar verður sýn- ing á þeim munum sem eldri borg- arar hafa unnið í samverustundum á liðnum vetri, en þeir hittast hvern þriðjudag kl. 13:30. Hefst samveru- stundin hjá þeim með helgistund, síðan er unnið við að skapa vel gerð listaverk. Því ágæta verki stjórnar Unnur Malmquist. Þó nokkrir þátt- takendur spila og stundin endar með kaffi og veitingum. Umsjón með þessum stundum, sem mjög mikil þátttaka er í, hafa þær Edda Jóns- dóttir og Anna Einarsdóttir. Á uppstigningardag er boðið upp á kaffisamsæti af Safnaðarfélagi og sóknarnefnd Grafarvogskirkju. Allir eru boðnir velkomnir. Grafarvogskirkja. Dagur aldraðra í Dómkirkjunni GUÐSÞJÓNUSTA verður í Dóm- kirkjunni kl. 14 Ólafur Ólafsson, fyrrv. landlæknir, flytur hugleiðingu. Sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir alt- ari. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Ólafur Kjartan Sigurðsson syngur einsöng. Eftir messu er kirkjugestum boðið til veislu á Hótel Borg. Aldurstak- mark er 60 ár. Þeir sem ekki hafa náð því marki eru velkomnir í fagnaðinn í fylgd með fullorðnum. Þar mun Ólaf- ur Kjartan taka lagið öðru sinni og fleira verður á dagskránni. Verið hjartanlega velkomin. Prestar og sóknarnefnd. Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund, kaffiveitingar og samræður. Munið ferðina austur fyrir fjall næst- komandi miðvikudag kl. 10–16. Verð með máltíð kr. 1.500. Nánari uppl. og skráning í kirkjunni næstu daga. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10–12. Háteigskirkja. Kærleiksmáltíð kl. 12 í hádegi í Setrinu. Að henni lokinni er dægradvöl fyrir eldri borgara. Spil- uð félagsvist og brids. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Eldri borgarar í Langholtssöfnuði athugið: Í dag kl. 11–16 verður síðasta opna húsið og samveran hjá eldri borgurum í Langholtssöfnuði á þessu starfsári. Næsta miðvikudag verður vorferðin okkar farin í Selvoginn og Krísuvík- urhringinn. Strandarkirkja verður skoðuð og kaffi drukkið í T-bæ. Kyrrðar- og fyrirbænastund og kær- leiksmáltíð í hádeginu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Gospelsamvera kl. 20 í Há- túni 10 í samvinnu Laugarneskirkju og ÖBÍ. Guðrún K. Þórsdóttir djákni stýrir samverunni. Þorvaldur Hall- dórsson og Margrét Scheving sál- gæsluþjónn leiða söng og spjall. Sr. Bjarni Karlsson talar og íbúar að Hátúni 10 og 12 koma fram með margvísleg atriði. Neskirkja. Orgelandakt kl. 12. Reynir Jónasson leikur á orgelið. Ritningarorð og bæn. Bænamessa kl. 18. Sr. Halldór Reynisson. Vor- tónleikar Drengjakórs Laugarnes- kirkju kl. 20. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverður á eftir í safnaðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9– 10 ára stúlkur kl. 15–16. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12 í safnaðarheimilinu. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12, altarisganga og fyr- irbænir. Léttur hádegisverður frá kl. 12:30–13. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20. Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K húsinu með Óla Jóa. Kapella sjúkrahúss Hvammstanga. Bænastund í dag kl. 17. Allir vel- komnir. Samband íslenskra kristniboðs- félaga, Háaleitisbraut 58. Kl. 20.30 hjónin Kjellrun Langdal og Skúli Svavarsson tala. Allir velkomnir. Áskirkja Dagur aldraðra í Áskirkju ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði til leigu á annarri hæð við Lyngás 18, Garðabæ, 62,5 fm brúttó. Aðgangur að kaffistofu fyrir hendi. Hentugt m.a. fyrir bókhalds- eða söluskrifstofu. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 893 6447 eða 555 7400. HÚSNÆÐI Í BOÐI Til leigu glæsileg íbúð með húsgögnum Til leigu er sem ný íbúð á efstu hæð í fjölbýli miðsvæðis í Reykjavík. Íbúðin, sem er rúmir 200 fm, hentar ekki barna- fólki en er til leigu til skamms eða lengri tíma. Íbúðin er vel búin húsgögnum og heimilistækjum, Tilboð með nafni, síma og netfangi sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 29. maí merkt: „Útsýni — 11249“. R A Ð A U G L Ý S I N G A R S M Á A U G L Ý S I N G A RI TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Lára Halla Snæfells, Þórhallur Guðmundsson, Bíbí Ólafsdóttir, Erla Alexand- ersdóttir, Anna Carla Ör- lygsdóttir, Margrét Haf- steinsdóttir og Garðar Björg- vinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum uppá einka- tíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.30. Guðlaugur Gunn- arsson flytur hugleiðingu. Magnús Baldvinsson syngur. Allir hjartanlega velkomir. sik.is Uppstigningardagur 24. maí kl.10.30. Fjallasyrpan 2. ferð. Akrafjall 4-5 klst. ganga. Brottför frá BSÍ. Sjá heimasíðu: utivist.is og textavarp bls 616. Sjáumst! Uppstigningardagur 24. maí 2001 kl. 9.00: Gönguferð á Reykjanesi; Þráinsskjöldur — Stóri Hrútur — Slaga, 6—7 klst. ganga. Verð 1500. Brottför frá BSÍ, komið við í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Sunnud. 27. maí; Ólafsskarðs- vegur og Bláfjallahellar. Brott- för í báðar ferðir kl. 10:30. Hvítasunna með FÍ: Eiríksjök- ull 1.—3. júní, Hvannadals- hnúkur 1.—4. júní. Jónsmessa við rætur Vatna- jökuls, ný ferð 21.—24. júní. Pantið strax á skrifstofu, sími 568 2533. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.