Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á MARKAÐINN er komið enn eitt bandið sem ætlar að reyna að feta í fótspor Korn. Hér á ég við hljóm- sveitina Linkin Park sem gaf út sinn fyrsta geisladisk, Hyprid Theory undir merkjum Warner Brothers nú fyrir skemmstu. Aðalatriðið í dag virðist vera það að búa til band sem getur komið lögum á vinsældalistana og orðið almennt góð söluvara. Slíkt er svo sem ekki alslæmt og hreint bara allt í lagi ef einhver vitiborinn maður getur samið eitthvað gáfulegt hljómsveitunum til framdráttar. En því miður eru lagasmíðarnar hér flestar hræðilegar og fátt meira um það að segja. Til glöggvunar má benda á að Linkin Park er samsuðuband sem reynir að hrista fram úr erminni fín- hljómandi keyrslurokk blandað rappi sem endar að lokum sem sótt- hreinsað leiðindapopp. Þetta er sem sagt lítið spennandi iðnaðarpopp þar sem leitast er við að vinna úr hug- myndum stolnum frá rapp/rokk jöfr- um eins og Limp Bizkit, Static X og eins og áður segir Korn. Hér er á ferðinni tólf laga diskur með mis- jafnlega vond lög innanborðs en flest eru þau einfaldlega vond. „Crawl- ing“ ásamt lögunum „Papercut“ og „Pushing Me Away“ eru ágæt en falla í skuggann á frekar sterilíser- uðum geisladiski. Nokkrar ágætar laglínur skjóta upp kollinum hér og þar og ná þá stundum að lyfta stíf- um, stafrænum lögunum upp. Því miður detta lögin jafnóðum niður aftur og lenda á vel sótthreinsuðu verksmiðjugólfinu. Linkin Park virðast einnig vera mjög í mun að sýna samfélaginu hversu reiðir þeir eru. Þetta reyna þeir linnulaust að segja okkur í gegnum textasmíðar sínar. Þetta er fremur ömurleg aðferð við að ná at- hygli fólks. Það að blanda saman rappi og þungu rokki er ekki leikur einn og fáum hefur tekist vel til, enn færri hefur tekist að fá út leiðinda- popp og er það kannski helsta afrek Linkin Park til þessa. Einhverjum óhörðnuðum börnum kann að finnast þetta áhugaverð hljómsveit og er það bara allt í lagi. Börnin eiga eftir að þroskast og von- andi Linkin Park líka. ERLENDAR P L Ö T U R Þráinn Árni Baldvinsson fjallar um fyrstu plötu Linkin Park, Hyprid Theory  Sótthreinsað leiðindarokk „...því miður eru lagasmíðarnar hér flestar hræðilegar...“, segir Þráinn Árni m.a. um plötu Link- in Park, Hybrid Theory. BONO, söngvari hljómsveitarinnar U2, eignaðist sitt fjórða barn á mánudaginn þegar kona hans, Ali, fæddi dreng. Að sögn talsmanns hljómsveitarinnar fæddist strák- urinn á sjúkrahúsi í Dublin og heils- ast mæðginunum vel. Bono ætlar að taka sér vikufrí frá spilamennsku með hljómsveitinni til að geta sinnt nýja fjölskyldu- meðlimnum. Bono og Ali eiga fyrir dæturnar Jordan og Eve, sem eru ellefu og níu ára, og soninn Elijah sem er tæplega tveggja ára. Fæddur er drengur Reuters Bono treður upp á MTV- verðlaunahátíðinni í Stokkhólmi í fyrra. Bono faðir í fjórða sinn MOBY og Sigur Rós eru meðal þeirra tónlistarmanna sem hafa lýst yfir stuðningi sínum við Napster- tónlistarforritið. Moby hótaði í viðtali á dögunum að klæðast Napster-bol einum fata til að mótmæla því að tónlist hans er ekki lengur aðgengileg á Napster. Í ummælum á heimasíðu Moby segir hann meðal annars: „Ég vildi ekki að tónlistin mín væri tekin út úr forrit- inu. Mér finnst Napster góð uppfinn- ing. Mér finnst það góð tilhugsun að fólk sé að hlusta á tónlistina mína því það er jú aðalástæðan fyrir því að ég bý hana til.“ Moby skaut því einnig að aðdá- endum sínum að hægt væri að finna tónlist hans undir nöfnum á borð við Mody eða Mobi á Napster. Meðlimir Sigur Rósar hafa einnig lýst yfir stuðningi sínum við tónlist- arforritið umrædda. Þeir segja Napster hafa átt mikinn þátt í vel- gengni þeirra í Bandaríkjunum þar sem áhugasamir hafi getað kynnt sér tónlist þeirra áður en hún kom út þar í landi. Þeir segjast hafa fengið fjöldann allan af tölvupósti frá fólki sem segist hafa nýtt sér þennan möguleika. Moby fækkar fötum til að styðja Napster. Moby og Sigur Rós styðja Napster „Góð uppfinning“ % D0   8/#9$% # 8%B0   8/#9$% # 8#E0   8/#9$% #  2*? F :(              MIðasala í Hallgrímskirkju frá kl. 13-18 alla daga. Sími 510 1000. 29. maí - Kl. 20.30 Das Orchester Damals und Heute frá Köln Verk eftir Vivaldi, Telemann, Händel, Poulenc, Hovhaness og Pärt leikin á gömul og ný hljóðfæri. Einleikarar: James David Christie, orgel, Ilya Korol, barokkfiðla, Patrick Henrich, trompet. Stjórnandi: Michael Willens. 24. maí - 4. júní   Í HLAÐVARPANUM EVA - bersögull sjálfsvarnareinleikur 30. sýn. í kvöld mið. 23. maí kl. 21.00 31. sýn. fös. 25. maí kl. 21.00 Síðustu sýningar. Fimmtudaginn 24. maí kl. 21.00 Bjargræðiskvartettinn með Lög Ómars Ósóttar pantanir seldar samdægurs.           *+%%,%--%../01.. '2333"     4!$ $& 8 $5 $& ! 4       : $% $&%& ! 4 ! 5 5/67/8 "!4 4  "9:;/911 333 5 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: <+=>,,%?%%%=@ A*    <#! $%=   $>=   %&=   $=5B    &=5   %=5 55C  !$$=5 ,D*)EFAA>@*EE %  C  4 $>=>  ! 4 GE%E *-@*E*E>EE* H" I I 3 =  4!$=  ;:I.5/.11   $5=$&    %=   !=5   5=5   !.=5   ?=5    >=5   !=5   5=5  54   "!;1I: $=5$ 'C  $%=5   $>=5$ 'C   $.=5$ 'C  !$?=5$ 'C  Áhugaleiksýning ársins 2001: AJ <EA%,<*()J*+4  >E*@<EED>KK,<*+ !,'#  8   @A ' ;    ;8I.%!  L   4 333 5  "M 5  "   '5/1"!5 ""  $ !   "' BL5/67/N"!7 5/6B;1 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í KVÖLD: Mið 23. maí kl. 20 – FORSÝNING- UPPSELT Fim 24. maí kl. 20 – FRUMSÝNING- UPPSELT Fös 25. maí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 26. maí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 1. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 2. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 16. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler UPPSELT Á ALLAR SÝNINGAR Í MAÍ. MIÐASALA Á SÝNINGAR Í JÚNÍ Í FULLUM GANGI: Fös 1. júní kl. 20 - UPPSELT Fös 1. júní kl. 23 - ÖRFÁ SÆTI Lau 2. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Lau 2. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI Mán 4. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI Fim 7. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 8. júní kl. 20 - UPPSELT Lau 9. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Lau 9. júní kl. 22 - NOKKUR SÆTI Sun 10. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI Fim 14. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 15. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 16. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI Lau 16. júní kl. 22 - NOKKUR SÆTI Þri 19. júní kl. 20 Á STÓRA SVIÐI Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífs- pistlahöfundur, erindi tengt Píkusögum. ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið 3. hæðin 552 3000 opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 fim 24/5 næstsíðasta sýning lau 2/6 síðasta sýning Sýningargestum er boðið upp á snigla fyrir sýningu. SÍÐUSTU SÝNINGAR Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 lau 26/5 næstsíðasta sýning fös 1/6 síðasta sýning í Reykjavík SÍÐUSTU SÝNINGAR SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG fös 25/5 kl. 23 MIÐNÆT. AUKASÝN. Misstu ekki af síðustu sýningu! HEDWIG FRUMSÝNDUR Í JÚNÍ 530 3030 Opið 12-18 virka daga Hádegisleikhús kl. 12 RÚM FYRIR EINN mið 23/5 UPPSELT fös 25/5, mið 30/5, fim 31/5, fös 1/6 FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 ATH. Takmarkaður sýningarfjöldi! fös 25/5 örfá sæti laus sun 27/5 nokkur sæti laus fös 1/6 Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýningu og um helgar er hún opnuð í viðkom- andi leikhúsi kl. 16 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.