Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD á Íslandi hafa reynt að leggja sitt af mörkum til að tryggja framhald samstarfsins yfir hafið í Atl- antshafsbandalaginu að sögn dr. Vals Ingimundarsonar sagnfræðings sem flutti erindi um þessi efni á öryggis- málaráðstefnu í Hels- inki á laugardag. En aukin áhersla á sjálf- stæðar varnir Evrópu gæti leitt í ljós mót- sagnir í þessari stefnu, óhjákvæmilegt sé að sjálfstætt hlutverk Evrópusambandsins í vörnum álfunnar muni verða meira, þótt hug- myndirnar sé enn afar óljósar. Vegna aðildar sinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) séu Íslendingar nú þegar tengdir sam- runaþróuninni og erfitt verði að gera hvort- tveggja í senn: Taka með óbeinum hætti þátt í Evrópuferl- inu en halda fast í hermálasamstarfið við Bandaríkjamenn eins og það hef- ur mótast síðustu áratugi. Valur sagði að ótti íslenskra ráða- manna um að glata öllum áhrifum á framtíðarstefnuna í vörnum Evrópu hefði dvínað nokkuð eftir að sam- þykktar voru tillögur um að Evrópu- sambandið myndi ráðgast með form- legum hætti við evrópsku NATO-þjóðirnar utan ESB þegar teknar yrðu ákvarðanir um skipulagið á vörnum sambandsins. „En ég er sannfærður um að vandinn mun aftur stinga upp kollinum vegna þess að öll teikn benda til sömu áttar: að Evr- ópusambandið ætli sér í alvöru að koma sér upp sjálfstæðum vörnum enda þótt útfærslan sé á frumstigi.“ Urðu virkari í samstarfinu Valur segir að núverandi ríkis- stjórn haldi sem fyrri stjórnir á Ís- landi fast við tvo grundvallarþætti ör- yggismálastefnunnar síðastliðna hálfa öld, annars vegar aðildina að Atlantshafsbandalaginu frá árinu 1949 og hins vegar varnarsamninginn við Bandaríkin frá 1951. En upp úr 1990 hafi verið lögð mikil áhersla á að Íslendingar yrðu virk- ari, meiri gerendur á vettvangi NATO, bæði til að vega upp á móti minnkandi hernaðar- mikilvægi í samskiptun- um við Bandaríkin og einnig vegna alþjóða- væðingarinnar. Valur segir að allar þrjár nor- rænu þjóðirnar í NATO séu andvígar því að Evr- ópuherinn veiki NATO. Norðmenn hafi þó verið hógværastir í gagnrýni sinni á hugmyndirnar, líklega vegna þess að þeir vilji halda hvorum tveggja dyrum opnum. Þeir hafi heitið því að leggja fram mannafla til Evrópuhers- ins enda þótt þeir hafi ekki bein áhrif á ákvörðunarferlið vegna þess að þeir eru ekki í ESB. Líklega bindi ráða- menn Íslands og Danmerkur vonir við að væntanlegt Hraðlið Evrópu verði háð NATO vegna þess að eftir sem áður verði hið síðarnefnda með síðasta orðið þegar kemur að búnaði og hernaðargetu liðsins almennt. Hann telji hins vegar að alls ekki megi gera því skóna, svo mikill metn- aður hafi nú verið lagður í hugmynd- irnar um evrópska hraðliðið og umsvif þess. Sex Evrópuríki eru í NATO en ekki í Evrópusambandinu og Valur segir að Íslendingar hafi að Tyrkjum und- anskildum verið ákafastir í að krefjast áhrifa þessara sex þjóða á mótun varnarstefnu Evrópusambandsins í krafti aðildarinnar að NATO. Þetta sé mjög frábrugðið hefðbundinni stefnu Íslendinga í Atlantshafssamstarfinu sem hafi áður tekið mið af smæð þjóð- arinnar og því að hún er ekki með eig- in herafla. „Á undanförnum tveim árum hafa íslensk stjórnvöld gert tvennt að mik- ilvægustu þáttum stefnu sinnar í ör- yggismálum,“ segir Valur. „Þau hafa annars vegar reynt að hafa áhrif á umræðurnar um Evrópuherinn með því að krefjast þess að NATO-ríki ut- an ESB hafi áhrif og herinn verði tengdur NATO. Hins vegar hafa þau tekið grundvallarákvörðun um að stórauka framlag Íslendinga til frið- argæslu á Balkanskaga. Að baki þess- ari stefnumörkun er sá vandi sem ráðamenn þjóðarinnar hafa staðið andspænis jafnt í öryggismálum sem í efnahags- og stjórnmálum; hvernig koma skuli í veg fyrir að staða Íslands utan Evrópusambandsins valdi því að þjóðin verði gersamlega á jaðrinum við töku ákvarðana í Evrópumálum.“ Ætlunin sé að koma upp allt 100 manna liði sérfræðinga er verði til taks og hægt verði að nota til frið- argæslunnar á Balkanskaga. Mark- miðið sé ef til vill að auka áhrif Íslands innan NATO, gefa rödd Íslands aukna vigt. „En einnig er hægt að líta á þetta framtak undir sjónarhorni Evrópu: til lengri tíma litið muni evr- ópski þátturinn í íslenskri öryggis- málastefnu eflast á kostnað hins bandaríska þegar haft er í huga að Bandaríkjamenn vilja minnka umsvif sín á Balkanskaga og láta helst Evr- ópusambandsríkin sjá um þau mál- efni,“ segir Valur. „Ísland hefur verið dyggur stuðn- ingsmaður Bandaríkjanna í NATO,“ sagði Valur. „En ég mun leiða að því rök hér að afstaða er byggist á nýjum hugmyndum Evrópumanna um ör- yggissamstarf – enn að vísu á óljósu mótunarstigi – sé smám saman að skjóta rótum vegna þess að Íslend- ingar verða æ háðari Evrópusam- bandinu í efnahags- og stjórnmálum og þá um leið minna háðir Bandaríkj- unum. Grundvöllur stefnu þjóðarinn- ar í utanríkis- og varnarmálum í mestöllu kalda stríðinu var að treyst yrði á Bandaríkin. Nú þegar traustar forsendur kalda stríðsins eru horfnar er að verða breyting enda þótt það sé ekki viðurkennt af hálfu ráðamanna þegar þeir tjá sig um öryggismál. Or- sakir breytinganna eru tvær: a) hern- aðarlegt mikilvægi Íslands fyrir Bandaríkin hefur minnkað og b) aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæð- inu, EES ásamt öllum þeim víðtæku skuldbindingum í stjórnmálum og efnahagsmálum sem aðildinni fylgja. Helstu ráðamenn eru enn á móti þessum auknu Evróputengslum. Þeir hafa staðfastlega mælt með því að NATO verði áfram skipulagskjarninn í tilhögun varnarmála Evrópu og lagt áherslu á þörfina fyrir „tengslin yfir Atlantshafið“. Og á yfirborðinu hafa ekki orðið miklar breytingar í þessum efnum jafnvel þótt umtalsverður munur sé á afstöðu ríkisstjórnar- flokkanna innbyrðis um orðaval og áherslur þegar menn tjá sig almennt um samrunaferlið í Evrópu og sér- staklega um tilraunirnar til að koma á fót svonefndu Hraðliði. Íslenska stjórnin er sem fyrr tví- stígandi gagnvart Evrópusamband- inu, í hlutverki sínu sem þjóð utan ESB styðja Íslendingar Bandaríkja- menn í varnarmálum og óttast að nýj- ar hugmyndir um evrópskt varnar- hlutverk muni grafa undan NATO og ef til vill gera út af við bandalagið. Ein af afleiðingunum yrði aukinn þrýst- ingur á Íslendinga um að þeir gangi í ESB til að einangrast ekki með öllu frá evrópskum öryggismálum og tengslin við Bandaríkin myndu verða mun veikari. Þá þyrfti að endurmeta alla stefnu Íslendinga í öryggismál- um.“ Varnarlið og orrustuþotur Valur segir að með endalokum kalda stríðsins hafi loks orðið mögu- legt að ræða um hvorttveggja í sam- hengi á Íslandi; NATO-aðildina og varnarliðið. Andstaðan við herinn hafi fljótlega orðið miklu öflugri en and- úðin á NATO, margir landsmenn hafi óttast efnahagsleg og félagsleg áhrif af dvöl varnarliðsins og meint eða ímynduð menningarleg áhrif. Stuðn- ingsmenn varnarliðsins hafi því lagt áherslu á að dvölin væri tímabundin og liðið væri hér vegna hættutíma í al- þjóðamálum. Deilurnar um samstarf- ið við Bandaríkin hafi nú mjög hjaðn- að og enginn stór stjórnmálaflokkur geri það lengur að ásteytingarsteini. Hann segir frá minnkandi umsvifum Bandaríkjahers hér á landi frá lokum kalda stríðsins og bókunum við varn- arsamninginn sem aðilar hans sam- þykktu fyrir nokkrum árum, tvíhliða viðræðum sem nú standi yfir um til- högun varna Íslands. „Íslendingar munu sennilega taka að sér fleiri hlut- verk í Keflavíkurstöðinni til að draga úr kostnaði á sviðum þar sem störf hermanna og borgaralegra starfs- manna skarast. Samningaviðræðurn- ar eru nýhafnar og ég hef grun um að eitt af mikilvægustu atriðunum sé hvort Bandaríkjamenn haldi fast við áætlanir um að flytja orrustuþoturn- ar frá Íslandi; ef þeir gera það hlýtur að koma til harðra deilna. Helsta ástæðan fyrir því að Bandaríkjamenn vilja áfram hafa aðstöðu á Íslandi er hernaðurinn gegn kafbátum og þeir eru nú með Orion P-3 sprengju- og kafbátaleitarvélar í Keflavíkurstöð- inni. Margt kemur til greina en hægt er að ímynda sér að íslenskir ráða- menn reyni að nota vélarnar og að- stöðu þeirra sem tromp á hendi í við- leitni sinni til að halda orrustuþotunum áfram á Íslandi,“ segir Valur í erindinu. Nýr veruleiki Íslendingar séu enn háðir Banda- ríkjunum í öryggismálum en hljóti í vaxandi mæli að takast á við þann veruleika sem blasi við með því að vera utan við Evrópusambandið og ákvarðanir í stofnunum þess. Vandi íslenskra ráðamanna felist í tvennu: annars vegar séu þeir sem vilji halda í óbreytt samstarf við Bandaríkjamenn í öryggismálum og eiga á hættu að einangrast þá frá evrópskum sam- starfsþjóðum, hins vegar séu þeir sem vilji reyna að finna jafnvægi milli ann- ars vegar hagsmunanna í varnarsam- starfinu við Bandaríkin og hins vegar efnahagslegu hagsmunanna af því að eiga góða samvinnu við Evrópuþjóð- irnar. „Ef haft er í huga hve Íslendingar verða æ háðari Evrópusambandinu er það spurning hvort í reynd er hægt að segja að báðar þessar leiðir, jafn- hlaðnar spennu og gagnstæðum markmiðum og þær eru, séu ónothæf- ar. Með þeim sé verið að senda mis- vísandi skilaboð um stefnuna í ís- lenskum utanríkismálum. Og sæki Íslendingar um aðild að ESB, mál sem ekki er á dagskrá stjórnarinnar núna en getur vissulega orðið það í framtíðinni, munu þeir neyðast til að velja á mun skýrari hátt á milli Evr- ópu og Bandaríkjanna,“ sagði Valur Ingimundarson. Erindi dr. Vals Ingimundarsonar í Helsinki um öryggismál Íslendinga og utanríkisstefnuna Stofnun Evr- ópuhers gæti þvingað fram ákvörðun Frá heræfingu Bandaríkjamanna hér á landi árið 1999. Stjórnvöld á Íslandi reyna að þræða vand- rataðan veg milli hagsmuna af samstarfi við Bandaríkin í öryggis- og varnarmálum og aukins samstarfs við Evrópusambandið. Valur Ingimundarson MART Laar, forsætisráðherra Eistlands, var væntanlegur ásamt eiginkonu sinni, frú Katrin Laar, og fylgdarliði í op- inbera heimsókn í gærkvöldi. Dagskrá heimsóknarinnar hefst fyrir hádegi í dag með fundi forsætisráðherra Íslands og Eistlands í ráðherrabú- staðnum. Síðan heimsækir hannRráðhúsið og snæðir há- degisverð í boði forseta Ís- lands. Þá heimsækir hann Al- þingi, fundar með utanríkismálanefnd, heimsækir Íslenska erfðagreiningu og Stofnun Árna Magnússonar. Síðar í vikunni verður farið í skoðunarferðir um Suðurland og Vestmannaeyjar. Forsætisráð- herra Eistlands í heimsókn MIELE Extra þvottavél frá árunum 1914-20, sem er talin elsta rafknúna þvottavél hér á landi, verður gerð upp á næstunni og síðan höfð til sýnis hjá Eirvík ehf. Fyrirtækið, sem hefur umboð á Íslandi fyrir tæki frá Miele, heldur á þennan hátt upp á 100 ára afmæli Miele þvottavélarinnar. Miele var stofnað í Þýskalandi árið 1899, en fyrsta þvottavélin var framleidd árið 1901. Fyrsta rafstýrða þvottavélin leit dagsins ljós árið 1914 og var hún úr timbri. Vélin sem Eirvík mun gera upp er fengin að láni frá Byggðasafninu á Skógum. Eyjólfur Baldursson, framkvæmdastjóri Eirvíkur, segir að vélin sé í góðu ásigkomulagi. „Það þarf að bæta einum tréstaf inn í tunnuna og yfirfara vélina til að fá hana til að snúast, en þá ætti að vera nóg að stinga henni í samband.“ Þvotturinn fór þannig fram í þá daga, að vatni var hellt ofan í tromluna, þvottaefni bætt við og vélinni svo stungið í samband og sett í gang. Ekki er vitað hvort vélin hafi verið flutt notuð eða ný til landsins, en Eyjólfur segir að heimildir séu um að hún hafi verið á bæjunum Ytri-Skógum og Berjanesi í Austur-Eyja- fjallahreppi. „Einhvern tímann hefur hópur manna úr sveitinni staðið í kringum þessa trévél, horft á hana snúast og velt því fyrir sér þvílíkt undur og kraftaverk þetta væri,“ segir Eyjólfur. „Það hefur örugglega þótt fréttnæmt í sveitinni að slíkt undratæki væri til og hafa menn örugg- lega komið langt að til að sjá hana vinna.“ Hann segir að ef einhver muni eftir ein- hverju um þessa vél væri gaman að fá frekari upplýsingar um sögu hennar. Eirvík er einnig að reyna að hafa upp á Miele skellinöðru í tengslum við afmælið, en þær voru vinsælar meðal unga fólksins hér á landi í kringum 1950. Elsta rafknúna þvotta- vél landsins gerð upp Morgunblaðið/Golli Eyjólfur við Miele Extra-þvottavélina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.