Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 45 OPIÐ hús verður í Landakotsskóla fimmtudaginn 24. maí, uppstign- ingardag, frá 11.30–14.30. Á hausti komanda verða liðin 105 ár síðan St. Jósefssystur hófu kennslu barna í Landakoti. Nemendur voru aðeins fimm fyrsta árið og fór kennslan fram í einu herbergi í gamla prestsbústaðnum við Túngötu. Síðastliðið haust var ný viðbygg- ing við skólann tekin í notkun. Í henni eru fjórar kennslustofur og kjallari. Ennfremur hefur gamli prestsbústaðurinn verið endurnýj- aður og tengist nýja húsinu. Neðri hæð hans er frá 1837 en byggt var ofan á húsið árið 1896. Þar er fyr- irhugað að koma upp bókasafni fyr- ir skólann. Áformað er að byggja íþrótta- og samkomusal vestan við skólann þar sem áður stóð ÍR-húsið. Opið hús í Landa- kotsskóla Morgunblaðið/RAX MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: Í frétt Morgunblaðsins 20. maí sl. er birtur útreikningur á kostnaði á hvern nemanda í Hafnarfirði og komist að þeirri niðurstöðu, að í Víði- staðaskóla sé þessi kostnaður hæst- ur. Það kann að vera rétt, en ýmislegt ber að hafa í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar. Víðistaðaskóli er safn- skóli og tekur við nemendum úr Engidalsskóla í unglingadeild. Þetta þýðir að um helmingur nemenda skólans eru í 8. – 10. bekk. Nemandi í unglingadeild er tölu- vert dýrari en nemandi í 1. – 7. bekk. Tímafjöldi á unglingadeildarnem- anda er 37 tímar á viku, en tímafjöldi t.d. í 1-4. bekk er 30 tímar. Það segir sig því sjálft að samsetning nemenda í Víðistaðaskóla, þar sem í unglinga- deild er um helmingur nemenda í skólanum, hefur mikil áhrif á útkom- una. Að þessu leyti finnst mér menn vera að bera saman hluti, sem ekki eru sambærilegir. Til upplýsinga fyrir Hafnfirðinga og aðra vill Víðistaðaskóli koma því á framfæri, að rekstur hans á síðasta ári var innan fjárhagsáætlunar með innan við 0,4% fráviki. Á því sést að Víðistaðaskóli er ekki sú eyðslukló sem lesa má úr umræddri frétt, held- ur vel rekin stofnun eins og reyndar allir skólarnir í Hafnarfirði, eins og menn geta kynnt sér í niðurstöðu ársreiknings bæjarfélagsins. Sigurður Björgvinsson, skólastjóri. Athugasemd KENNARAR og nemendur tann- læknadeildar Háskóla Íslands munu sitja fyrir svörum um nám við tann- læknadeild Háskóla Íslands mið- vikudaginn 24. maí kl. 15:00–18:00. Námskynningin er haldin í Læknagarði við Vatnsmýrarveg á hæðinni sem gengið er inn á. Lækna- garður stendur neðan Hringbrautar gengt Landspítalanum. Við tannlæknadeild stunda nú þrjátíu og fimm nemendur nám, auk tveggja meistaranema og eins dokt- orsnema. Öflugt félagslíf nemenda í deildinni fer fram á vegum Félags tannlæknanema. Nánari upplýsingar um námið í deildinni má einnig finna á heima- síðu guðfræðideildar, http:// www.hi.is/nam/tann/. Kynning á námi í tann- læknisfræði KENNARAR og nemendur hjúkrunarfræðideildar Há- skóla Íslands munu sitja fyrir svörum um nám við hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands miðvikudaginn 24. maí kl. 15:00–18:00. Námskynningin er haldin í Eirbergi við Eiríksgötu 34 í anddyri hússins og víðar. Eir- berg stendur á lóð Landspítal- ans við Eiríksgötu. Við hjúkr- unarfræðideild stunda nú um tvö hundruð og sjötíu nemend- ur nám, auk meistaranema. Öflugt félagslíf nemenda fer fram á vegum Curator, félags hjúkrunarfræðinema. Nánari upplýsingar um nám- ið í deildinni má einnig finna á heimasíðu hjúkrunarfræði- deildar, hppt://www.hi.is/nam/ hjukrun/. Kynning á námi í hjúkrun- arfræði Í KVÖLD, miðvikudagskvöldið 23. maí, stendur Hafnagönguhópurinn fyrir gönguferð með strönd Skerja- fjarðar. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20:00 og með al- menningsvögnum suður að Nesti í Fossvogi. Þaðan verður farið kl. 20:25 og gengið eftir göngustígnum með ströndinnni út að Lyngbergi og ylströndinni og áfram fyrir flug- brautina vestur í Sundskálavík. Það- an farið með Suðurgötu, um háskóla- svæðið, með tjörninni og eftir Aðalstræti niður að Hafnarhúsi. Hægt er að stytta gönguferðina með því að taka SVR á leiðinni. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnagöngu- hópnum. Gengið með strönd Skerjafjarðar BINGÓ verður haldið í hátíðarsal Breiðholtsskóla miðvikudaginn 23. maí kl. 19:00. Byrjað verður stund- víslega því yngri kynslóðin þarf að komast tímanlega í rúmið. Foreldra- og kennarafélag Breið- holtsskóla stendur fyrir þessu og verða margir veglegir vinningar í boli. Í fyrra var húsfyllir og seldust upp öll spjöld og er því mjög mik- ilvægt að mæta snemma til að fá góð sæti og spjöld, segir í fréttatilkynn- ingu. Bingó í Breiðholts- skóla SKÁTAKÓRINN í Reykjavík býður til sumargleði miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 20:30. Kórinn flytur skemmtidagskrá undir stjórn Arnar Arnarssonar og fleiri góðir gestir munu láta ljós sitt skína. Þar á meðal má nefna einstak- an viðburð því systkinin Ævar, Örv- ar og Ólafía Aðalstein, munu troða upp eins og þeim einum er lagið. Skemmtileg kaffihúsastemmning er takmarkið og veitingar verða á vægu verði, segir í fréttatilkynningu. Sumargleðin fer fram í sal Þjóð- dansafélags Reykjavíkur, Álfabakka 14 a. Aðgangur er ókeypis. Skátakórinn með sumar- gleði SAMFÉLAGIÐ fyrir mannlega þró- unstendur fyrir námskeiði fyrir leið- beinendur í aðferðafræði fyrir til- veru án ofbeldis miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 20.00 til 23.00 í Félags- miðstöðinni Þróttheimum við Holta- veg. Skráning þátttöku fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 22. maí í síma eða á netfangið dui@islandia.is. Þátt- tökugjald er kr. 1.500. Námskeið í aðferðafræði ÁRLEG fjallasyrpa Útivistar hófst 29. apríl með göngu á Mosfellssveit- arfjöllin, en önnur ferð af tíu verður á uppstigningardag, fimmtudaginn 24. maí, og er brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Ekið verður um Hvalfjarðargöng að Akrafjalli og gengið á Geirmund- artind, sem 643 metrar yfir sjávar- máli. Um að ræða 4–5 klst. göngu. Akrafjall í fjallasyrpu Útivistar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SAMFYLKINGIN býður til vor- blóts miðvikudaginn 23. maí í Iðnó í Reykjavík. Boðið verður upp á skemmtidagskrá frá klukkan 22:15 og að henni lokinni mun gleðisveitin Geirfuglarnir leika fyrir dansi. Húsið er opnað kl. 21:00 og verður róleg stemmning á pallinum fyrir ut- an Iðnó til að byrja með en síðan tek- ur við skemmtidagskrá. Allir vel- komnir og enginn aðgangseyrir. Vorblót jafn- aðarmanna í Iðnó ♦ ♦ ♦ EPAL hf., Skeifunni 6, býður áhuga- sömum á kynningu um gluggatjöld miðvikudaginn 23. maí kl. 20. Ásdís Jóelsdóttir textílkennari og híbýla- hönnuður kynnir mismunandi gerðir gluggatjaldaefna og gefur ráð. Að- gangur er ókeypis. Kynning og ráðgjöf um gluggatjöld ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.