Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 41 ✝ Leifur Hannes-son fæddist í Reykjavík 13. janú- ar 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hannes Valgarður Guðmundsson lækn- ir og Valgerður Björg Björnsdóttir húsmóðir. Systur hans eru; Valgerð- ur húsmóðir, f. 20. júlí 1931, gift Ólafi Ólafssyni veggfóðr- arameistara, þau eiga þrjú börn; Lína Lilja, fyrrv. launagjaldkeri, f. 14. september 1935, gift Hilm- ari Pálssyni, fyrrv. forstjóra, þau eiga þrjá syni; Helga, barna- og unglingageðlæknir, f. 10. maí 1942, gift Jóni G. Stefánssyni yf- irlækni, þau eiga fjögur börn. Leifur kvæntist 7. júní 1957 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Ás- laugu Sólveigu Stefánsdóttur húsmóður, f. 10. júní 1929. For- vistir. Sambýlismaður Áslaugar er Bjarni Halldórsson húsasmið- ur og á hann tvær dætur. Leifur ólst upp hjá foreldrum sínum í húsi afa síns, Guðmund- ar Hannessonar, prófessors, Hverfisgötu 12 í Reykjavík. Hann var stúdent frá MR 1949, lauk fyrri hluta verkfræði frá HÍ 1952 og prófi í byggingaverk- fræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1955. Leifur starfaði hjá Borgar- verkfræðingi í Reykjavík 1955– 61, var ráðgefandi verkfræðing- ur hjá Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar 1961–64. Árið 1964 stofnaði hann ásamt fleirum verktakafyrirtækið Miðfell hf. og var framkvæmdastjóri þess til ársins 1987. Árið 1969 setti hann á laggirnar ásamt fleirum Olíumöl hf. og Þórisós sf. Leifur var einn af stofnendum Samtaka íslenskra verktaka, nú Verktaka- samband Íslands og var formað- ur þess 1968–72. Hann sat m.a í stjórn Lífeyrissjóðs verkfræð- ingafélags Íslands 1961–73 og í stjórn byggingaverkfræðideildar Verkfræðingafélags Íslands 1962–64. Útför Leifs fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. eldrar hennar voru Stefán Runólfsson húsasmíðameistari og Pálína Andrés- dóttir húsmóðir. Systir hennar er Þóra Stefánsdóttir, fyrrv. bankastarfs- maður, f. 26.11. 1926, gift Ólafi Bergssyni, fyrrv. vá- tryggingarmanni. Þau eiga fimm börn. Dætur Leifs og Ás- laugar eru; Þórdís rekstrarfræðingur, f. 16.6. 1958, hennar dóttir er Sóley Jónsdóttir, f. 1984, faðir hennar er Jón Gríms- son flugstjóri, þau slitu samvist- ir; Gerður smíðakennari, f. 8.3 1961, maður hennar er Sveinn A. Blöndal, hann á tvo syni en sam- an eiga þau Þórhildi, f. 1989, og Baldur, f. 1998; Áslaug fatahönn- uður, f. 2.3. 1963, hennar sonur er Leifur Ýmir Eyjólfsson, faðir hans er Eyjólfur B. Alfreðsson hljóðfæraleikari, þau slitu sam- Samtímis deyja ekki sumarsins grös og lauf. Allt deyr að eigin hætti. Allt deyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. (Hannes Pétursson.) Leifur Hannesson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri, hefur nú gengið veg þessarar veraldar til enda og kvatt okkur samferðamenn sína. Við Leifur kynntumst haustið 1942, þegar við settumst í undirbún- ingsdeild fyrir inntökupróf í 1. bekk gagnfræðadeildar MR sem Einar Magnússon menntaskólakennari starfrækti eftir hádegi í skólahúsinu. Í gagnfræðadeildinni, 1. og 2. bekk, voru aðeins 30 nemendur í hvorum bekk. Inntökuprófið þreyttu oft um 150 nemendur svo samkeppnin um eitt af þessum 30 sætum var hörð. Það atvikaðist þannig að við Leifur lentum í sömu kennslustofu í und- irbúningsdeildinni hjá Einari og urð- um sessunautar. Leifur var yfirveg- aður, jafnlyndur og hýr, óspar á hjálpsemi við þá sem af einhverjum sökum stóðu höllum fæti og varð hann því fljótt vinsæll af okkur bekkjarsystkinunum. Faðir Leifs var Hannes Guð- mundsson, yfirlæknir og dósent við HÍ. Var hann dáður læknir og þekkt- ur fyrir umhyggjusemi fyrir sjúk- lingum sínum. Faðir hans var Guð- mundur Hannesson, prófessor og alþingismaður, fjölgáfaður maður og áræðinn og farsæll skurðlæknir. Lét hann sér fátt óviðkomandi sem til framfara horfði í þjóðfélaginu. Segja má að hann hafi verið orðinn þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi. Hann var heimilismaður hjá foreldrum Leifs og setti virðulegan blæ á heimilið. Hann andaðist þegar við Leifur vor- um í menntaskólanum. Móðir Leifs var Valgerður Björns- dóttir, bónda á Grund í Svarfaðardal Sigfússonar. Var hún gestrisin fyr- irmyndarhúsmóðir og tók ætíð vel á móti okkur félögum Leifs og sýndi okkur hlýju og umhyggjusemi. Þegar við þrjátíumenningarnir, sem hlotnaðist það happ að komast inn í 1. bekk gagnfræðadeildar haustið 1943, settumst á skólabekk um haustið myndaðist fljótt góður andi í bekknum og traust vinátta milli okkar bekkjarsystkinanna sem haldist hefur alla tíð síðan. Þegar mér verður hugsað til menntaskóla- áranna eru þau í minningunni ein- staklega ánægjulegur tími. Kennar- arnir voru flestir miklir afburðamenn og var Pálmi rektor þar fremstur í flokki, hámenntaður náttúrufræðingur, góður stjórnandi og mikill uppalandi. Leifur hafði snemma áhuga á hvers konar tækni og þegar við unn- um saman í hvalstöðinni í Hvalfirði á sumrin á menntaskólaárunum voru honum oft falin ýmis verkefni sem reyndu á tæknilega útsjónarsemi. Hann var góður námsmaður og lágu raungreinar einkum vel fyrir honum. Það lá því beint við að hann legði fyr- ir sig verkfræði í Háskólanum eftir stúdentspróf 1949. Það atvikaðist þannig að ég innritaði mig líka í verkfræðideildina og að loknu fyrri- hlutaprófi fórum við báðir til fram- haldnáms til Kaupmannahafnar og þaðan lukum við verkfræðiprófi 1955. Þegar heim kom réðst Leifur til starfa hjá borgarverkfræðingnum í Reykjavík og vann þar í átta ár. Síð- an starfaði hann sem sjálfstætt starfandi ráðgjafarverkfræðingur í nokkur ár en árið 1964 stofnaði hann ásamt öðrum verktakafyrirtækið Miðfell hf. Það fékk fljótt næg verk- efni, einkanlega við gatnagerð víða um land og margvísleg önnur verk, meðal annars helstu byggingar Kröfluvirkjunar. Leifur stofnaði einnig ásamt öðrum verktakafyrir- tækin Olíumöl hf. og Þórisós hf. Á byggingartíma Kröfluvirkjunar urðu náttúruhamfarir við Kröflu og leiddu þær til mikilla erfiðleika við fram- kvæmdirnar. Þrátt fyrir þetta tókst Leifi að gera stöðvarhúsið fokhelt á umsömdum tíma og lagði hann mjög hart að sér til þess að þetta tækist. Leifur var á ýmsan hátt óvenju- legur maður og valmenni. Hann var fágætlega jafnlyndur og seinþreytt- ur til vandræða en sýndu menn hon- um yfirgang gat hann verið fastur fyrir. Við vinnu fór hann ekki alltaf troðnar slóðir og kunnu starfsmenn hans ýmsar skondnar sögur þar að lútandi. Margan ungan og óreyndan ungling réð Leifur til starfa. Reynd- ist hann þeim góður húsbóndi og sýndi þeim traust. Margir þeirra urðu síðar tækni- og verkfræðingar og minnast hans með þakklæti. Árið 1958 tókum við 7 félagar frá námsárunum okkur saman og byggðum raðhús við Laugalæk. Á þeim tíma var ekki um annað að ræða en að vinna sem mest sjálfur við bygginguna og kaupa aðeins nauðsynlegustu fagvinnu að og var samvinnan við bygginguna því náin milli okkar. Árið 1987 fékk Leifur blóðtappa í heila og varð óvinnufær í framhaldi af því. Fyrstu árin hjúkraði Áslaug kona hans honum heima með hjálp dætra þeirra en síðar, eftir að hann fór að þurfa á meiri hjúkrun að halda, bjó hann á Elliheimilinu Grund. Leifur var umhyggjusamur heim- ilisfaðir og ákaflega barngóður mað- ur og er það því sérstaklega sorglegt að heilsubrestur hans olli því að hann gat ekki notið samvista við dætrabörnin eins og hann hefði kos- ið. Megi minningin um góðan dreng og ljúfar samverustundir vera ást- vinum hans styrkur í framtíðinni. Ferð þín er hafin fjarlægist heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Jóhannes Guðmundsson. Frá því ég heyrði, að hann Leifur Hannesson, verkfræðingur væri lát- inn, hafa minningarnar um góðan dreng flögrað um huga minn. Ég og systkini mín höfum ávallt litið á Leif og venzlafólk hans sem náin skyld- menni okkar, enda voru móðir hans Valgerður og faðir okkar Jón G. Sól- nes fóstursystkin. Ég leit því snemma upp til frænda míns, sem ég hitti alltaf þegar ég var í heimsókn ásamt foreldrum mínum í höfuð- borginni. Við nutum góðra samvista við fjölskylduna á Hverfisgötu 12, þar sem Valgerður stýrði mann- mörgu heimili af miklum skörungs- skap, og Hannes heitinn Guðmunds- son læknir, miðlaði okkur af fróðleik sínum af alkunnri prúðmennsku. Á síðasta námsári Leifs við tæknihá- skólann í Kaupmannahöfn varð ég þess aðnjótandi, ungur piltur í menntaskóla, að koma í heimsókn til Kaupmannahafnar. Leifur fór með mig í heimsókn í skólann sinn við Ös- tervoldgade. Varð ég hugfanginn af skólanum og öllum þeim aragrúa af nemendum og kennurum, sem þar voru saman komnir. Réð þetta úrslit- um um, að ég ákvað að nema verk- fræði sjálfur tveimur árum síðar. Þau þrjú ár, sem ég var við nám við Háskóla Íslands áður en haldið var til Danmerkur, var það fastur punkt- ur í tilverunni að koma í sunnudags- steikina hjá Valgerði á Hverfisgöt- unni, þar sem ég hitti ávallt Leif og gat ráðfært mig við hann um verk- fræðinámið og spjallað við hann um tæknileg málefni. Leiðir skildi þegar ég hélt til framhaldsnáms til Dan- merkur og starfa þar, en ég fylgdist þó með því hvernig Leifur byggði smám saman upp öflugt verktaka- fyrirtæki af miklum skörungsskap og dugnaði. Það má segja, að við höfum end- urnýjað kynni okkar með eftirminni- legum hætti, nokkrum árum eftir, að ég var alkominn heim aftur til starfa við Háskólann í byrjun áttunda ára- tugarins. Þá hófst það, sem sumir hafa viljað kalla Kröfluævintýrið, þótt í huga okkar, sem þar komum að verki, hafi miklu frekar verið um að ræða dirfskufulla og magnaða til- raun til að beizla varmaorkuna í iðr- um jarðar þrátt fyrir óblíð náttúru- öflin. Þar fór Leifur, en fyrirtæki hans Miðfell sá um stærstan hluta byggingarverksins, fremstur í flokki. Hann fór því ekki varhluta af þeirri óhróðursherferð, sem var háð gegn framkvæmdinni á nær öllum vígstöðum þjóðfélagsins um árabil. Það er svo önnur saga, að Kröflu- virkjun hefur fyrir löngu sannað sig, sem einhver bezta framkvæmd, sem við Íslendingar höfum ráðist í varð- andi virkjun jarðvarma og færir þjóðinni birtu og yl með fullum af- köstum og reyndar ríflega því, sem gert hafði verið ráð fyrir í upphafi. Veit ég, að þessi málalok yljuðu Leifi um hjartaræturnar. Á þessum árum bundumst við feðgar og bræður mín- ir á Akureyri og Leifur traustum böndum. Við kunnum sannarlega að meta dugnað og kraft Leifs, sem átti hvað mestan þátt í, að það tókst að ljúka virkjunarframkvæmdunum við Kröflu, þrátt fyrir hið mikla and- streymi, sem við máttum reyna. Það var því mikið áfall fyrir alla, þegar Leifur missti skyndilega heilsuna fyrir nærri 15 árum og varð að hætta frekari verkfræðistörfum. Við systkinin og móðir okkar höf- um haldið nánum tengslum við fjöl- skylduna af Hverfisgötunni. Á hún Helga, systir Leifs, ekki hvað minnstan þátt í því. Höfum við hitzt reglulega gegnum árin, en óneitan- lega urðu samskiptin við Leif minni hin seinni árin vegna veikinda hans. Nú þegar hann er allur er ljúft að minnast góðs drengs og rifja upp all- ar þær skemmtilegu stundir, sem við áttum saman. Það er alltaf sárt að missa náinn ástvin, og viljum við færa Áslaugu og dætrunum, fjöl- skyldum þeirra og systkinum Leifs innilegar samúðarkveðjur á þessari stundu. Júlíus Sólnes. Vinur minn og kollega Leifur Hannesson verkfræðingur andaðist 14. maí sl. á 72. aldursári. Við kynnt- umst þegar við stunduðum nám í verkfræði við Háskóla Íslands en þá var aðeins hægt að ljúka fyrri hluta námsins hér heima. Við sigldum því til Hafnar haustið 1952 og lukum síð- ari hluta námsins við Danmarks Tekniske Højskole. Við vorum níu Íslendingar sem tókum lokapróf í janúar 1955. Nú eru þrír félagar okk- ar fallnir frá en þannig er nú lífsins gangur. Vinátta okkar félaganna efldist mjög á Kaupmannahafnarár- unum og við áttum saman margar glaðar stundir. Þegar heim var komið réðst Leif- ur til starfa hjá bæjarverkfræðingn- um í Reykjavík en ég hjá Vegagerð ríkisins. Fáum mánuðum eftir að við komum heim rak á fjörur okkar Leifs verkefni sem við tókum að okk- ur en það var að gera burðarþols- og lagnateikningar í nýtt íbúðarhús. Við unnum mörg verkefni saman, aðal- lega vegna húsbygginga hér í þétt- býlinu en síðar við gatnagerð á þétt- býlisstöðum úti á landi. Það var ánægjulegt og lærdómsríkt að vinna þessi verk með Leifi en þessi sam- vinna stóð ekki í mörg ár því báðir stofnuðum við ásamt öðrum fyrir- tæki, hann verktakafyrirtæki en ég verkfræðistofu. Á þessum fyrstu ár- um eftir að heim var komið frá námi ræddum við Leifur stundum um að byggja húsnæði yfir fjölskyldur okk- ar, en einnig voru fleiri í kunningja- hópi okkar í byggingarhugleiðing- um. Við sóttum um byggingarlóð fyrir raðhús við Laugalæk og feng- um hana. Byggingaframkvæmdir hófust vorið 1958. Við réðum tré- smiði og fleiri starfsmenn til þess að reisa húsið en eigendur unnu einnig mikið við bygginguna. Það var stolt- ur og samstilltur hópur sem skilaði fokheldu húsi um haustið. Þegar fram liðu stundir fluttu fjölskyldurn- ar inn og þarna var gott og ánægju- legt samfélag. Leifur Hannesson var góður drengur. Hann var ljúfur í umgengni og tillitssamur, en gat þó verið fastur fyrir ef honum fannst á sig hallað. Sem náinn vinur var hann hjálpsam- ur og mjög traustur. Leifur kvæntist Áslaugu Stefánsdóttur stuttu eftir að hann kom heim frá námi. Þau eignuðust þrjár dætur, Þórdísi, Gerði og Áslaugu, og voru eins og allir hér í raðhúsinu góðir grannar. Börnin í húsinu voru mörg og höfðu stórt leiksvæði fyrir sunnan húsið á óbyggðri lóð. Það var yndislegur tími að sjá börnin vaxa úr grasi. Áslaug er sérstök kona, fórnfús og greiðvikin og vill öllum leggja lið þegar það á við. Hún er dugleg og sterk eins og liðin ár hafa sýnt. Alla tíð síðan Leifur veiktist hefur hún staðið við hlið hans eins og klettur, ásamt dætrum sínum. Þær hafa allar sýnt Leifi mikinn kærleika og um- hyggju. Sama má segja um systur Leifs sem báru mikla virðingu fyrir bróður sínum og var annt um að hann nyti sem bestrar aðhlynningar í veikindum sínum. Að leiðarlokum þakka ég fyrir heilladrjúga samleið með Leifi og þakka fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hans. Við Ólöf sendum Ás- laugu, dætrunum, systrum Leifs og öðrum vandamönnum samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Leifs Hannessonar. Karl Ómar Jónsson. Í dag er til moldar borinn Leifur Hannesson verkfræðingur eftir langa vanheilsu. Hannes Hafstein mælti eitt sinn ellibeygður, að það væri erfið þraut að lifa sjálfan sig. Því hefur sjálfsagt verið svo háttað með athafnamanninn og dugnaðar- þjarkinn Leif Hannesson. Kynni mín af Leifi rek ég aftur til miðbiks sjöunda áratugarins og stóðu þau vegna viðskipta okkar í meira en tvo áratugi. Það var ávallt gott að eiga viðskipti við Leif og sér- stakt að því leyti, að hann sýndi hagsmunum viðsemjandans sann- girni, sem er fremur sjaldgæft í verktakaheiminum. Samningar end- uðu frekar þannig að báðir voru ánægðir og staðráðnir í að gera sitt besta til þess að leiða verkið til lykta. Eftir að hafa stundað margskonar verkfræðistörf stofnaði Leifur verk- takafyrirtækið Miðfell ásamt Stein- berg og Rannver félögum sínum. Saman byggðu þeir upp eitt fremsta slitlagafyrirtæki landsins, sem þó kom víða við á flestum sviðum al- mennrar verktöku, svo sem vega- gerðar og margvíslegrar byggingar- starfsemi. Má nefna Þórisós, Vesturlandsveg og Kröfluvirkjun sem dæmi um starfsemina. Mikil áhrif til bætts aðbúnaðar á bygging- arstöðum höfðu þeir félagar, þegar þeir settu á stofn Matstofu Miðfells, sem fór að framleiða mat í hitabökk- um, sem síðan voru sendir starfs- mönnum úti á vinnustöðunum. Þetta var þvílík bylting frá köldum nest- isboxunum og klökuðum mjólkur- flöskunum, að varla getur annarrar meiri í aðbúnaðarmálum verkafólks, allt frá því að Sveinn Valfells í Vinnu- fatagerðinni færði þeim Íslandsúlp- una um miðja öldina, eins og Guð- mundur heitinn Jaki sagði frá. Steinberg félagi Leifs fórst af slysförum fyrir aldur fram og ráku þeir tveir félagarnir þá áfram fyr- irtækið. Undir lok níunda áratugar- ins fór heilsa Leifs að bila. Þá fór að halla undan fæti í rekstrinum, enda harðnaði víða á dalnum um þær mundir. Verktaka er harður og grimmur bransi, sem krefst allrar orku manna og eiginlega ekki hent- ugur nema hraustum sálum í heil- brigðum og ungum líkama. Því verða það oft örlög slíkra fyrirtækja hér- lendis, að þau eldast með stofnend- um sínum og deila með þeim örlög- um. Síðari ár Leifs sá ég hann lítið sem ekki. En hans mun ég jafnan minn- ast eins og hann var í okkar viðkynn- ingu. Hægur í fasi og orðræðu, með nógan tíma til þess að tala við mann, yfirvegaður í samræðum og orðvar, ábyggilegur og traustur fram- kvæmdamaður, sem ávallt var ánægjulegt að hitta og eiga viðskipti við. Það eru forréttindi að hafa kynnst slíkum manni, sem Leifur Hannes- son verkfræðingur var. Það er hverri þjóð happ að eignast slíka syni. Halldór Jónsson verkfr. LEIFUR HANNESSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.