Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 15 JAFNRÉTTISNEFND Reykjavíkurborgar boðaði 15 kvenkyns framtíðarborgar- fulltrúa á sinn fund í Ráðhúsi Reykjavíkur á mánudag í tengslum við verkefnið „Dæt- urnar með í vinnuna“. Í tilefni af því var stúlkunum afhent ljósmynd og hefti sem hefur að geyma tillögur og ábend- ingar þeirra til borgarráðs um það sem betur má gera innan borgarmarkanna. Í heftinu er einnig að finna ávörp sem þær fluttu á borgarstjórnarfundi 10. apríl síðastliðinn en þá gafst stúlkunum, sem eru á aldrinum 9–15 ára, kostur á að fylgja foreldrum sínum til vinnu og upplifa dag í starfi borgarfulltrúa. Þórhildur Sæmundsdóttir, 11 ára, er nemandi í Árbæj- arskóla. Hún er ein af 15 stúlkum sem fluttu erindi á borgarstjórnarfundinum í apríl. Þegar blaðamaður spyr hana hvað henni finnists að betur megi fara í borgarmál- um stendur ekki á svörunum. „Ég vil fá bókasafn í Árbæ- inn, bensínið er alltof dýrt og svo vil ég að það séu farin fleiri ferðalög í skólanum,“ segir hún ákveðin og bendir á að í skólanum sé bókasafn en að það vanti bókasafn sem hún geti sótt þegar skólinn er lokaður. Eins og sakir standa þurfi hún að fara alla leið í Breiðholt til að ná í bækur. Þá bætir hún við eftir nokkra um- hugsun að sér finnist að það eigi að taka upp fræðslu í skól- um gegn einelti. Þegar hún er spurð hvað henni finnist um hugmyndir hinna stúlknanna segir hún margar þeirra hafa verið frumlegar. „Mér fannst sniðug hug- myndin um að setja upp grænar ruslatunnur,“ segir hún og hinar stelpurnar taka undir það. „Hrikalega fúlir í Silfri Egils“ Særós Mist Hrannarsdótt- ir, 9 ára nemandi í Waldorf- skóla og „borgarstjórnar- fulltrúi“, velkist ekki í vafa um hvað megi betur fara og sér meðal annars fyrir sér hvern- ig megi nýta Hljómskálagarð- inn. „Tívolí,“ segir hún hróðug „Ég vil fá tívolí í Hljómskála- garðinn sem á að vera opið eins lengi og hægt er,“ segir Særós Mist og finnst alls ekki nóg að hafa bara eitt tívolí á hafnarbakkanum yfir sumar- tímann. Hún vill líka gjarnan fá fleiri til að fara í strætó og segist sjálf taka strætisvagn- inn á hverjum morgni í skól- ann. Þá vill hún að stjórnmála- menn taki sig saman í andlitinu og hætti að vera svona fúlir og alvörugefnir í sjónvarpinu. „Þeir eru allt í lagi á Stöð 2 en hrikalega fúlir í Silfri Eg- ils,“ segir hún og vill að þeir taki góða skapið með sér þeg- ar þeir birtast frammi fyrir al- þjóð. Þá vill hún líka að fólk hætti að reykja og henda stubbunum á göturnar og vill að fólk hugsi um þær eins og stofurnar heima hjá sér. Gunnur Martinsdóttir Schluter er 12 ára og nemandi í Austurbæjarskóla. Gunnur lét sér ekki muna um að renna sér á línuskautum þegar hún tók á móti hefti og ljósmynd úr höndum Hildar Jónsdóttur jafnréttisráðgjafa og Kristín- ar Blöndal formanns jafnrétt- isnefndar og var haft á orði að þetta væri vafalaust í fyrsta skipti sem „borgarstjórnar- fulltrúi“ renndi sér um á línu- skautum í salarkynnum Ráð- hússins. Gunnur hefur eflaust kveikt vonarneista meðal reykvískra ungmenna þegar hún lagði til að skólarnir hæfust seinna á morgnana að vetrarlagi. „Það er svo erfitt að vakna á morgnana þegar það er dimmt,“ segir hún í afsökun- artón og ekki frá því að blaða- maður fái samúð með henni við tilhugsunina. Gunnur vill líka fá lest á milli Reyjavíkur og Keflavík- ur til að flytja ferðamenn á faraldsfæti og heitan mat fyr- ir eldri bekkinga í skólanum. „Það er heitur matur fyrir krakka í 1.–4. bekk en eftir það verður ,maður að koma með tvöfalt nesti,“ segir hún en viðurkennir að maturinn mætti vera fjölbreyttari um leið og hún segir blaðamanni frá „ógeðslegu“ kokkteilsós- unni sem framreidd var með fiskinum.„Það mætti vera pitsa í matinn, svona einstaka sinnum,“ segir hún. Þegar Þórhildur, Særós Mist og Gunnur eru inntar eftir því hvort þær vilji verða alvöru borgarstjórnarfulltrú- ar í framtíðinni vilja þær sem minnst út á það gefa. Þórhild- ur og Gunnur vilja helst af öllu verða leikkonur á meðan Sæ- rós vill bíða með allar framtíð- arákvarðanir í bili. Þær voru þó allar á því að það hefði ver- ið frábært að fá að halda eigin borgarstjórnarfund. Borgarfulltrúar framtíðarinnar leggja á ráðin um hvernig borgarmálum skal háttað Tívolí í Hljómskálagarð Reykjavík Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ellefu af 15 borgarstjórnarfulltrúum framtíðarinnar gáfu sér tíma fyrir myndatöku í Ráðhúsinu í fyrradag. Gunnur Martinsdóttir Schluter, Særós Mist Hrannarsdótt- ir og Þórhildur Sæmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.