Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 42
HESTAR 42 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA tölublað er að ytri búningi jafnvandað og þau, sem áður hafa komið út, en auðvitað er ekki við öðru að búast en efnið geti verið mis- jafnt að gæðum. Að þessu sinni verð- ur einungis staldrað við eina grein blaðsins. Gylfi Gunnarsson er ábyrgðar- maður Frímerkjablaðsins fyrir hönd Íslandspósts hf. Ritar hann forystu- grein þess og fjallar þar um frí- merkjaútgáfur Póstsins. Í hugleið- ingum sínum ræðir hann um útgáfu- mál Póstsins og staðfestir í þeim margt af því, sem frímerkjasafnarar hafa komið fram með í þeim efnum. Hann spyr t.d. hvort þörf sé í reynd fyrir öll þau frímerki, sem póst- stjórnirnar gefa út og hvort ekki megi gefa þau sjaldnar út, enda myndi það „hafa í för með sér minni kostnað fyrir þá sem safna nýj- um útgáfum“, eins og hann kemst að orði. Þessu svarar Gylfi sjálfur á þá leið, að „strangt til tekið mundi það sjálfsagt nægja flestum póstrekendum að gefa út frí- merki með nokkrum verðgildum og prenta þau síðan eftir þörfum. Þegar burðargjöld breytast mætti svo prenta þau með breyttu verðgildi og e.t.v. í öðrum lit“. Hér imprar Gylfi á þeirri stefnu, sem gilti í upphafi ís- lenzkrar frímerkjaútgáfu og síðan að mestu fram undir miðja síðustu öld. Hann hyggur hins vegar, að sú stefna sé varla „að skapi frímerkja- safnara“ og málið sé „ekki svona ein- falt“. Þetta er einmitt verkurinn. Hvort eru póststjórnirnar almennt að gleðja safnarana með margbreyti- legri frímerkjaútgáfu eða drýgja tekjur sínar til muna með því að seil- ast sem dýpst ofan í vasa þeirra? Nema hvort tveggja sé. En hvað seg- ir Gylfi svo í áframhaldi hugleiðinga sinna? Þessi spurning á ekki síður við Íslandspóst en aðrar póststjórn- ir. Hann bendir réttilega á, að Ís- landspóstur hf. vilji „halda óbreyttri útgáfustefnu og gefa út frímerki sem vandað er til með myndefni sem sótt er í íslenska náttúru, sögu og menn- ingu þjóðarinnar og hönnuð er af færustu mönnum á sínu sviði“. En hann bætir síðan þessum gullvægu orðum við: „Jafnframt er nauðsyn- legt að hafa af þessari starfsemi tekjur sem nægja til að standa undir þeim kostnaði sem til fellur.“ Gylfi játar hér berum orðum, að safnarar verði einir að halda uppi útgáfu- kostnaði við gerð margbreytilegra frímerkja, ella verði að grípa til þeirra ráða, eins og hann orðar það, „að gefa út einföld frímerki af helstu burðargjöldum, endurprenta þau eftir þörfum og leggja niður aðra þjónustu við safnara en þá sem þeir geta fengið á pósthúsum“. Þetta er einmitt mergurinn málsins. Þeir, sem kjósa að nota frímerki á send- ingar sínar eða kaupa þau í söfn sín, eiga að greiða herkostnaðinn við gerð þeirra og útgáfu. Hinir borga aðeins burðargjaldið, en ekkert fyrir gúmstimpillinn. Það skyldi raunar enginn þakka, því að hann er að mín- um dómi ekki áhugaverður, enda þótt svo virðist sem sumir safnarar telji svo. En Pósturinn lætur líka aðra greiða hluta af herkostnaði sínum. Verður umræða um þá hlið málsins geymd til næsta þáttar. Gylfi segir svo að lokum: „Það er kannski alveg óþarfi að hafa ein- hverjar áhyggjur af þessari þróun. Þegar upp er staðið verður það markaðurinn sem stjórnar því sem gert verður“. Í þessum orðum felst von hans fyrir hönd Póstsins, að frí- merkjasafnarar láti sér lynda, að Pósturinn bjóði þeim og almenningi steina fyrir brauð. Einhver efi læðist samt að Gylfa, því að hann segir, að það sé ekki á hans valdi að spá um, hvernig markaðurinn þróast á næstu árum. Auðvitað er það rétt, enda komið undir söfnurum, hvað þeir láta bjóða sér í þessum efnum. Sannleikurinn er því miður sá, að yfirmenn Póstsins virðast ekki hafa áhuga á öðru, þegar grannt er skoð- að, en geta skilað yfirboðurum sínum og einkaeiganda Íslandspósts hf., þ.e. ríkisstjórninni, sem mestum gróða af fyrirtækinu. Um það vitnar öll skipulagsbreyt- ing þeirra innan veggja félagsins og eins við viðskipta- menn Póstsins út á við, hvort sem það er almenningur eða frímerkjasafn- arar, sem eiga í hlut. Ég hef vissulega ýmislegt annað að segja um efni Frí- merkjablaðsins en hér hefur komið fram og eins sitt- hvað við sumt af því að athuga, en það verður geymt til næsta þáttar eða jafnvel útkomu næsta tölublaðs Frímerkjablaðsins. Í beinu framhaldi af því, sem hér hefur verið sagt að framan um hug- leiðingar fulltrúa Póstsins um frí- merkjamál, verður vikið að notkun frímerkja og annarra greiðslumiðla undir þann póst, sem almenningi berst í hendur. Einhverjir muna áreiðanlega, að ég deildi verulega á stefnu Póstsins, þegar hann hófst handa um að ýta frímerkjum til hlið- ar sem gjaldmiðli fyrir póstsending- ar og tók upp sviplausa gúmstimpla, en vildi samt um leið örva frímerkja- söfnun meðal barna og unglinga. Því miður virðist flest af því, sem ég sagði þá, hafa haft við rök að styðj- ast. Um það vitnar eftirfarandi. Ég hef gert athugun á þeim pósti, sem borizt hefur inn á mitt heimili síðustu fjóra mánuði. Að sjálfsögðu er skylt að taka fram, að ekki er við því að búast, að hann sé mjög mikill eða margbrotinn, þar sem við erum aðeins tvö í heimili og komin á þann aldur, að við erum ekki lengur í hringiðu daglegs lífs. Þá er svo- nefndur „ruslpóstur“ utan við þessa athugun, enda ber hann ekki nokkur póstmerki fyrir greidd burðargjöld. Alls bárust á téðu tímabili 120 inn- lend bréf og kort í hús mitt. Á þeim voru númeruð leyfi 75 eða 62,5% , sérstök fyrirtækjastimplun 28 eða 23,3%, bylgjustimpill án frímerkis 7 eða 5,8%, ófrímerkt eitt bréf eða 0,9%, gúmstimpill Póstsins á 6 send- ingum eða 5,0% og loks frímerki á þremur sendingum eða 2,5%. Já, frí- merki einungis á þremur bréfum. Og þetta á að glæða frímerkjasöfnun meðal barna og unglinga og gleðja þau jafnframt, segja forráðamenn Póstsins. Ja, sér er nú hver glaðning- urinn! Við, sem ólumst upp á fyrri hluta síðustu aldar, munum svo sannarlega fífil okkar fegri í þessum efnum. Annars þætti mér vænt um, ef einhverjir lesendur þessa þáttar tækju sig til í einn mánuð eða svo og könnuðu þann póst, sem þeir fá í hendur, á sama hátt og ég segi hér frá, og sendu mér niðurstöður sínar. Ekki kæmi mér á óvart, að raunin yrði svipuð og sú, sem ég hef hér sagt frá. Frímerkjablaðið komið út FRÍMERKI B o ð s k a p u r P ó s t s i n s í f r í m e r k j a m á l u m s í n u m Fyrir nokkru kom út nýtt tölublað af Frímerkjablaðinu. Hlýtur það ævinlega að verða söfnurum tilhlökkunarefni. Er sjálfsagt að fara nokkrum orðum um efni þess, enda þótt margir hafi örugglega kynnt sér það, þegar þessar línur birtast. Jón Aðalsteinn Jónsson Forsíðumynd Frímerkjablaðsins. BYRJAÐ var að sæða hryssur á Sæðingastöðinni í Gunnarsholti um helgina en það er fyrst og fremst Orri frá Þúfu sem þar er í aðalhlutverki. Stefnt er að því að á milli 40 og 50 hryssur verði sæddar með sæði úr honum fyrir 1. júlí nk. en þá fer hann í girð- ingu. Byrjað var að taka sæði fyrir nokkru úr honum og öðrum hest- um sem fá að fljóta með. Þar er um að ræða Hrynjanda frá Hrepp- hólum og Orrasynina, Andvara frá Ey og Sæ frá Bakkakoti, sem mun koma á stöðina eftir kynbóta- sýningu á Víðivöllum í Reykjavík, en dómar hófust þar í fyrradag. Jón Finnur Hansson fram- kvæmdastjóri Hrossarækt- arsamtaka Suðurlands sagði að ekki þyrfti að panta sérstaklega undir hesta í þeirra eigu, þá And- vara og Hrynjanda, þar sem hægt er afgreiða nokkrar hryssur með hverju skoti. Hann upplýsti að tollurinn kostaði 32 þúsund krón- ur en félagsmenn fengju tvö þús- und króna afslátt. Sæðingin er innifalin í þessu verði en greiða þarf daggjald fyrir hryssurnar meðan þær eru á staðnum. Aðsókn að að Andvara og Hrynjanda virðist ætla að vera góð að sögn Páls Stefánssonar dýralæknis. Sæðingar hafnar í Gunnarsholti Morgunblaðið/Valdimar Gullkálfurinn Orri frá Þúfu er nú farinn að sinna skyldustörfum þótt með óbeinum hætti verði til að byrja með. Með honum á myndinni eru Lars Hansen dýralæknir, Þorlákur Sveinsson, Sveinn Ingi Grímsson, Brynjar Vil- mundarson, bóndi á Feti, Sigþór Jónsson, starfsmaður sæðingastöðvarinnar, og Páll Stefánsson dýralæknir. NÚ þegar Sörli í Hafnarfirði er kom- inn með nýtt og glæsilegt mótssvæði verður í fyrsta sinn haldið þar stór- mót á landsvísu, því 22.–24. júní verður haldið þar Íslandsmót yngri flokka, það er barna og unglinga. Á blaðamannafundi Hestamanna- félagsins Sörla í síðustu viku kynnti Sigurður Ævarsson stjórnarmaður í félaginu mótið sem hefst síðdegis á föstudegi með knapafundi og skemmtun á Sörlastöðum um kvöld- ið þar sem verður matarveisla í boði Mjólkursamsölunnar. Áætlanir gera ráð fyrir að hægt verði að ljúka allri forkeppni á laug- ardeginum og úrslit fari fram á sunnudegi. Þessi áætlun byggist á þátttöku í þessum flokkum á síðustu Íslandsmótum. Sagði Sigurður að- nokkuð væri blint í sjóinn rennt þar sem hér væri verið að fara inn á nýj- ar brautir, bæði með að halda sér Ís- landsmót fyrir þessa aldurshópa og einnig hitt að nú er mótið haldið um mánuði fyrr en tíðkast hefur. Hann sagði þó að stefnt væri að því að sem best tækist til og þetta yrði fjöl- skylduvænt mót laust við klögu- og kærumál sem því miður er orðið allt of áberandi á þessum vettvangi.Fyr- irhugað er að keppnin fari fram á einum velli en ef þátttaka verður meiri en áætlanir gera ráð fyrir sagði hann lítið mál að vera með keppni á tveimur völlum í senn. Þannig ætti undir öllum kringum- stæðum ekki að þurfa nema tvo daga fyrir mótshaldið.Hesthúskostur er nægur á Sörlastöðum og sagði Sig- urður að þar væri hægt að taka á móti hundruðum hrossa. Sörlamenn hyggjast fara nýjar leiðir með skrán- ingargjöldin á þann veg að gjöldin fari lækkandi eftir því sem knapar koma lengra að. Þannig munu félagsmenn í hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu greiða hæstu gjöldin en væntanlega Austlending- ar og þeir sem eru í félögum á Norð- austurlandi greiða lægstu gjöldin. Þá sagði Sigurður að endingu að eftir að hafa unnið að undirbúningi mótsins væri það skoðun þeirra hjá Sörla að mistök hefðu verið að hafa ekki ungmennaflokkinn með á þessu móti í stað þess að hafa þann flokk með fullorðnum á móti þeirra sem haldið verður mánuði seinna á Varm- árbökkum í Mosfellsbæ. En það verður spennandi að sjá hvernig til tekst í þessari fyrstu til- raun með tvískipt Íslandsmót og eitt er víst að Sörlafélagar munu leggja allt í sölurnar til að sem best takist til á einu glæsilegasta mótssvæði landsins, Sörlavöllum. Stefnt að fjöl- skylduvænu móti Íslandsmót barna og unglinga á Sörlavöllum ÞAÐ verður úr mörgu að moða fyrir hestamenn í vik- unni og um næstu helgi. Á uppstigningardag verður æskulýðsdagur hjá Andvara í Garðabæ þar sem verður boðið upp á sitthvað auk hinna hefð- bundnu keppnisgreina þar sem keppt verður í polla-, barna- og unglingaflokki. Af hinu má nefna pokahlaup, hjólböru- kapphlaup og ýmsa leiki aðra. Þá verður grillað í tjaldi ofan í mannskapinn. Dagskráin hefst klukkan 14 en skráning hefst klukkan 13 og skráningargjaldið er 500 krónur. Hjá Herði í Kjósarsýslu ætla menn að taka til hendinni í hestahúsahverfinu að Varm- árbökkum og víðar í Mosfells- bænum og þrífa svæðið ær- lega. Er ætlunin að allir sem vettlingi geta valdið mæti og leggi sitt af mörkum. Að vinnu lokinni býður félagið til ær- legrar grillveislu í Harðarbóli. Er þetta kallað umhverfisdag- ur Harðar og ætlunin að hafa einn slíkan ár hvert. Æskulýðs- og umhverf- isdagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.