Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 49 NÚ þegar allt er vaðandi í verðbólgu, verðhækkunum og bullandi samráði olíurisanna er ríkið enn með allt niðr- um sig í kjarasamningum við ríkis- starfsmenn. Hér vil ég sérstaklega ræða um þann hóp sem stendur mér nærri en það eru þroskaþjálfar. Það er þannig í öllum þjóðfélögum að sumar stéttir verða undir, þær gleym- ast viljandi eða óviljandi. Hvers vegna? Jú, af þremur ástæðum helst. Vegna þess að stéttin og málefnið sem hún starfar að eiga ekki upp á pallborðið hjá þeim sem ráða; ríkis- stjórninni og greifunum sem stjórna þeim (með kosningaframlögum, mút- um?). Í öðru lagi er því um að kenna að stéttin nær ekki að koma sínum málum á framfæri. Og í þriðja lagi vegna þess að þetta er kvennastétt. Kvenfólki er ekki meðfætt að sætta sig við litla umbun fyrir verk sín, held- ur er hér um að ræða heilaþvott og kúgun sem valdamenn hafa beitt kvenfólkið til að vinna verk að hluta til í sjálfboðavinnu. Tímarnir hafa breyst og í „kvenna- störfunum“ á sambýlum og víðar fer karlmönnum fjölgandi. Það er stund- um nauðsynlegt fyrir forstöðumenn að hafa yfir að ráða 100 kg mönnum eins og mér, eðlis starfsins vegna. Eitt af því sem ég hef kynnst í mínu starfi sem ófaglærður starfsmaður á sambýli er nauðsyn þess að njóta leið- sagnar faglærðs þroskaþjálfa. Sú þekking sem þroskaþjálfinn hefur afl- að sér gerir okkur hin að hæfara starfsfólki. Okkur hættir oft til að bregðast við hegðun þroskahefts ein- staklings sem neikvæðu áreiti því okkur skortir fagþekkingu og dýpri skilning á hegðuninni. Sambýli á Ís- landi verða aldrei vel rekin nema til komi blanda af faglærðum og ófag- lærðum starfsmönnum. Til þess að jafnvægi megi nást verður ríkisvaldið að greiða þroskaþjálfum laun með til- liti til menntunar þeirra og mikilvæg- is fyrir samfélagið. Ég fullyrði að mörgum þroskaheft- um einstaklingum sem eru í ummönn- un hjá ríkinu líður illa í vistinni vegna skorts á faglærðu starfsfólki. Samningar þroskaþjálfa hafa verið lausir í sex mánuði. Annars vegar vegna slóðaskapar ríkisins og hins vegar vegna vakningar meðal þroska- þjálfa um að það beri að meta störf þeirra meir en raun ber vitni. Það er ekki bara þannig að símastúlka í einkafyrirtæki hafi 50% hærri laun en þroskaþjálfinn heldur eru ófaglærðir starfsmenn í mörgum tilfellum orðnir betur launaðir. Yfir okkur vofir verkfall þroska- þjálfa. Sú röskun sem því fylgir hefur ekki einungis áhrif á okkur sem störf- um með þeim heldur hef ég meiri áhyggjur af þeim þroskaheftu ein- staklingum sem missa lögbundna þjónustu. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor foreldra þeirra en fullyrði að komi til þessa verkfalls mun mörgum eiga eftir að líða illa og ég lýsi fullri ábyrgð á hendur samn- inganefnd ríkisins og félagsmálaráð- herra. VALDIMAR LEÓ FRIÐRIKSSON, stuðningsfulltrúi á sambýli fyrir ein- hverfa, Björtuhlíð 6, Mosfellsbæ. Kjarasamningar þroskaþjálfa Frá Valdimari Leó Friðrikssyni: FRÁ þroskaþjálfum á Skálatúni: Þar sem samningaviðræður þroskaþjálfa við ríkið hafa ekki borið árangur sjá þeir sig tilneydda til að boða til verkfalls 1. júní næstkom- andi. Þroskaþjálfar eru sérmenntaðir til að sinna fötluðum. Þeir sjá um upp- eldi, umönnun, þjálfun og eru eina stéttin sem hefur rétt til að sinna þroskaþjálfun sem felur m.a. í sér að gerðar eru markvissar þjálfunar- áætlanir sem miða að því að auka hæfni einstaklingsins til að takast á við athafnir daglegs lífs. Ef til verk- falls kemur mun öll þjónusta á Skálatúni skerðast, engin starfsemi verður á eftirtöldum stöðum: Vinnustofur. Sel (einstaklingsþjálfun). Kjallari (þjálfun í kjallara Úthlíðar). Sundlaug Skálatúns Þar sem engin vinnu og/eða þjálf- unarúrræði standa til boða mun það valda miklu aukaálagi á sambýlum staðarins sem ekki hefur verið séð fyrir endann á hvernig verður mætt. Sú staða kann að koma upp að leitað verði til aðstandenda svo halda megi uppi lágmarksþjónustu innan heim- ilis. Þegar litið er á ábyrgð og skyldur þroskaþjálfa í starfi eða laun þeirra borin saman við laun annarra stétta með sambærilegt háskólanám að baki má ljóst vera að leiðrétta þarf þann mikla launamun. Mikil hætta er á að þroskaþjálfar týnist úr störf- um vegna lélegra launa og fari í önn- ur og betur metin störf, ef ekki nást viðunandi kjarabætur núna. Fyrir hönd þroskaþjálfa á Skála- túni. STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Starengi 86, Reykjavík. Opið bréf frá þroska- þjálfum í Skálatúni Frá Steinunni Guðmundsdóttur: FRÉTTIR FRÉTTARITARI hitti á dögunum tvær dugnaðarstúlkur, sem sögðust vera að safna fé fyrir Rauða kross Íslands. Þær bökuðu sjálfar kökur, sem þær seldu, og söfnuðu 1.473 krónum. Féð á að renna í söfnun fyrir fátæk börn í Afríku. Þær vin- konur eru ellefu ára og hafa fylgst með fréttum af fátækt barna í Afr- íku og ákváðu að bæta þar úr. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Sara Hafbergsdóttir og Fanney Dögg Guðmundsdóttir. Söfnuðu fyrir börn í Afríku Hvammstanga. Morgunblaðið. FJÁRÖFLUNARNEFND á vegum Sambands íslenskra kristniboðs- félaga stendur um þessar mundir fyrir fjáröflunarátaki til styrktar starfi sambandsins. Verður meðal annars leitað símleiðis eftir framlög- um frá einstaklingum. Gert er ráð fyrir að starf SÍK kosti á þessu ári um 22 milljónir króna. Mestur hluti fjárins fæst með frjáls- um framlögum kristniboðsvina. Fimm kristniboðar hafa undanfarin ár verið við störf á vegum SÍK í Ken- ýa og einn í Eþíópíu. Þrír kristniboð- anna í Eþíópíu koma heim í leyfi í sumar. Íslensk stúlka, Salóme Huld Garðarsdóttir, er nýlega komin til starfa í Pókot-héraði í vesturhluta Kenýa en hún hefur undanfarna mánuði stundað nám í ríkismálinu, svahílí í Nairobi. Í frétt frá SÍK segir m.a. um starf- ið ytra: „Starf lútersku kirknanna, sem íslensku kristniboðarnir eru í samstarfi við í Eþíópíu og Kenýa, verður æ meira að vöxtum. Sífellt er farið til nýrra staða til að boða fagn- aðarerindið. Þannig var hafist handa á tólf nýjum svæðum í Pókot-héraði í síðasta mánuði. Söfnuðirnir eflast og stækka og þeir þarfnast mikillar um- hyggju og fræðslu og þar koma kristniboðarnir mjög við sögu. Börn og unglingar þyrpast í skólana og hjúkrunarfólk er aldrei verkefna- laust.“ Fjáröflunar- átak til kristni- boðsstarfs Á UPPSTIGNINGARDAG efnir Ferðafélag Íslands til 6–7 klst. göngu á Reykjanes, um fáfarna en fallega leið. Ekið verður áleiðis að Keili og gengið þaðan í átt að Þráinsskildi, sem Þráinsskjaldarhraun dregur nafn sitt af, þaðan stefnt á Stóra Hrút og að lokum komið niður við Slögu, skammt austan Grindavíkur. Þótt leiðin sé nokkuð löng er að mestu gengið í sömu hæð. Farar- stjóri í þessari ferð verður Gestur Kristjánsson og þátttökugjald er 1.500 kr. Brottför er frá BSÍ kl. 9:00 og komið verður við í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnar- firði. Reykjanes- ganga á upp- stigningardag NÁMSRÁÐGJÖF Háskóla Íslands efnir næstu daga til kynningarfunda og áhugasviðskannana. Námsráð- gjöfin býður margs konar þjónustu meðan á nýskráningu stúdenta stendur. Allt til 6. júní mun hún standa fyrir kynningarfundum um nám við Háskóla Íslands og ýmis hagnýt atriði sem geta nýst nýnem- um. Kynningarfundirnir eru hvern virkan dag kl. 10:00 og 13:30 í stofu II á fyrstu hæð aðalbyggingar Há- skóla Íslands. Auk þessa munu námsráðgjafar aðstoða nemendur við útfyllingu umsóknareyðublaða í anddyri aðalbyggingar Háskólans. Er nemendur hafa skráð sig geta þeir tekið áhugasviðskönnun Strong. Áhugasviðskönnunin fer fram í stofu IX í aðalbyggingu á afgreiðslutíma Nemendaskrár frá kl. 10:00 til 16:00 hvern virkan dag og kostar 3.500 kr. Ekki er hægt að borga með debet- eða kreditkortum. Hvert stefnir þú eftir stúdentspróf? ♦ ♦ ♦ HIN árlega landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga verður haldin í Stykkishólmi dagana 25.–27. maí nk. í samvinnu við heimamenn. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Bók- menning og daglegt líf við Breiða- fjörð“. Dagskráin hefst á föstudags- kvöld kl. 20:30 með því að safnast verður saman í gömlu kirkjunni, en kl. 21:00 hefst móttaka í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdælinga. Ráðstefnan verður formlega sett í grunnskólanum í Stykkishólmi að morgni laugardags kl. 9:00 og lýkur um hádegi á sunnudegi með því að leikhópur frá Ólafsvík kynnir leikrit- ið Fróðárundur eftir Jón Hjartarson. Efni fyrirlestranna verður fjölbreytt og spannar tímabilið frá miðöldum til samtímans. Fyrirlesarar verða Loft- ur Guttormsson, sagnfræðingur, Ólafur Rastrick, sagnfræðingur, Erla Hulda Halldórsdóttir, sagn- fræðingur, Kristrún Halla Helga- dóttir, sagnfræðingur, Árni Björns- son, þjóðháttafræðingur, Magnús A. Sigurðsson, fornleifafræðingur, Svavar Sigmundsson, nafnfræðing- ur, Einar G. Pétursson, handrita- fræðingur, Davíð Ólafsson, sagn- fræðingur, Sverrir Tómasson, bókmennta- og handritafræðingur, Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðing- ur, Már Jónsson, sagnfræðingur, Ax- el Kristinsson, sagnfræðingur, Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur, og Rögnvaldur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri. Í tengslum við ráðstefnuna verður boðið upp á skoðunarferð til Flateyj- ar á laugardagskvöld og eftir hádegi á sunnudegi verða Eiríksstaðir skoð- aðir í fylgd kunnugra. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíð- um félaganna, www.akademia.is/ saga og www.akademia.is/thjod- fraedingar. Bókmenning og daglegt líf við Breiðafjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.