Morgunblaðið - 23.05.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 23.05.2001, Síða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 49 NÚ þegar allt er vaðandi í verðbólgu, verðhækkunum og bullandi samráði olíurisanna er ríkið enn með allt niðr- um sig í kjarasamningum við ríkis- starfsmenn. Hér vil ég sérstaklega ræða um þann hóp sem stendur mér nærri en það eru þroskaþjálfar. Það er þannig í öllum þjóðfélögum að sumar stéttir verða undir, þær gleym- ast viljandi eða óviljandi. Hvers vegna? Jú, af þremur ástæðum helst. Vegna þess að stéttin og málefnið sem hún starfar að eiga ekki upp á pallborðið hjá þeim sem ráða; ríkis- stjórninni og greifunum sem stjórna þeim (með kosningaframlögum, mút- um?). Í öðru lagi er því um að kenna að stéttin nær ekki að koma sínum málum á framfæri. Og í þriðja lagi vegna þess að þetta er kvennastétt. Kvenfólki er ekki meðfætt að sætta sig við litla umbun fyrir verk sín, held- ur er hér um að ræða heilaþvott og kúgun sem valdamenn hafa beitt kvenfólkið til að vinna verk að hluta til í sjálfboðavinnu. Tímarnir hafa breyst og í „kvenna- störfunum“ á sambýlum og víðar fer karlmönnum fjölgandi. Það er stund- um nauðsynlegt fyrir forstöðumenn að hafa yfir að ráða 100 kg mönnum eins og mér, eðlis starfsins vegna. Eitt af því sem ég hef kynnst í mínu starfi sem ófaglærður starfsmaður á sambýli er nauðsyn þess að njóta leið- sagnar faglærðs þroskaþjálfa. Sú þekking sem þroskaþjálfinn hefur afl- að sér gerir okkur hin að hæfara starfsfólki. Okkur hættir oft til að bregðast við hegðun þroskahefts ein- staklings sem neikvæðu áreiti því okkur skortir fagþekkingu og dýpri skilning á hegðuninni. Sambýli á Ís- landi verða aldrei vel rekin nema til komi blanda af faglærðum og ófag- lærðum starfsmönnum. Til þess að jafnvægi megi nást verður ríkisvaldið að greiða þroskaþjálfum laun með til- liti til menntunar þeirra og mikilvæg- is fyrir samfélagið. Ég fullyrði að mörgum þroskaheft- um einstaklingum sem eru í ummönn- un hjá ríkinu líður illa í vistinni vegna skorts á faglærðu starfsfólki. Samningar þroskaþjálfa hafa verið lausir í sex mánuði. Annars vegar vegna slóðaskapar ríkisins og hins vegar vegna vakningar meðal þroska- þjálfa um að það beri að meta störf þeirra meir en raun ber vitni. Það er ekki bara þannig að símastúlka í einkafyrirtæki hafi 50% hærri laun en þroskaþjálfinn heldur eru ófaglærðir starfsmenn í mörgum tilfellum orðnir betur launaðir. Yfir okkur vofir verkfall þroska- þjálfa. Sú röskun sem því fylgir hefur ekki einungis áhrif á okkur sem störf- um með þeim heldur hef ég meiri áhyggjur af þeim þroskaheftu ein- staklingum sem missa lögbundna þjónustu. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor foreldra þeirra en fullyrði að komi til þessa verkfalls mun mörgum eiga eftir að líða illa og ég lýsi fullri ábyrgð á hendur samn- inganefnd ríkisins og félagsmálaráð- herra. VALDIMAR LEÓ FRIÐRIKSSON, stuðningsfulltrúi á sambýli fyrir ein- hverfa, Björtuhlíð 6, Mosfellsbæ. Kjarasamningar þroskaþjálfa Frá Valdimari Leó Friðrikssyni: FRÁ þroskaþjálfum á Skálatúni: Þar sem samningaviðræður þroskaþjálfa við ríkið hafa ekki borið árangur sjá þeir sig tilneydda til að boða til verkfalls 1. júní næstkom- andi. Þroskaþjálfar eru sérmenntaðir til að sinna fötluðum. Þeir sjá um upp- eldi, umönnun, þjálfun og eru eina stéttin sem hefur rétt til að sinna þroskaþjálfun sem felur m.a. í sér að gerðar eru markvissar þjálfunar- áætlanir sem miða að því að auka hæfni einstaklingsins til að takast á við athafnir daglegs lífs. Ef til verk- falls kemur mun öll þjónusta á Skálatúni skerðast, engin starfsemi verður á eftirtöldum stöðum: Vinnustofur. Sel (einstaklingsþjálfun). Kjallari (þjálfun í kjallara Úthlíðar). Sundlaug Skálatúns Þar sem engin vinnu og/eða þjálf- unarúrræði standa til boða mun það valda miklu aukaálagi á sambýlum staðarins sem ekki hefur verið séð fyrir endann á hvernig verður mætt. Sú staða kann að koma upp að leitað verði til aðstandenda svo halda megi uppi lágmarksþjónustu innan heim- ilis. Þegar litið er á ábyrgð og skyldur þroskaþjálfa í starfi eða laun þeirra borin saman við laun annarra stétta með sambærilegt háskólanám að baki má ljóst vera að leiðrétta þarf þann mikla launamun. Mikil hætta er á að þroskaþjálfar týnist úr störf- um vegna lélegra launa og fari í önn- ur og betur metin störf, ef ekki nást viðunandi kjarabætur núna. Fyrir hönd þroskaþjálfa á Skála- túni. STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Starengi 86, Reykjavík. Opið bréf frá þroska- þjálfum í Skálatúni Frá Steinunni Guðmundsdóttur: FRÉTTIR FRÉTTARITARI hitti á dögunum tvær dugnaðarstúlkur, sem sögðust vera að safna fé fyrir Rauða kross Íslands. Þær bökuðu sjálfar kökur, sem þær seldu, og söfnuðu 1.473 krónum. Féð á að renna í söfnun fyrir fátæk börn í Afríku. Þær vin- konur eru ellefu ára og hafa fylgst með fréttum af fátækt barna í Afr- íku og ákváðu að bæta þar úr. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Sara Hafbergsdóttir og Fanney Dögg Guðmundsdóttir. Söfnuðu fyrir börn í Afríku Hvammstanga. Morgunblaðið. FJÁRÖFLUNARNEFND á vegum Sambands íslenskra kristniboðs- félaga stendur um þessar mundir fyrir fjáröflunarátaki til styrktar starfi sambandsins. Verður meðal annars leitað símleiðis eftir framlög- um frá einstaklingum. Gert er ráð fyrir að starf SÍK kosti á þessu ári um 22 milljónir króna. Mestur hluti fjárins fæst með frjáls- um framlögum kristniboðsvina. Fimm kristniboðar hafa undanfarin ár verið við störf á vegum SÍK í Ken- ýa og einn í Eþíópíu. Þrír kristniboð- anna í Eþíópíu koma heim í leyfi í sumar. Íslensk stúlka, Salóme Huld Garðarsdóttir, er nýlega komin til starfa í Pókot-héraði í vesturhluta Kenýa en hún hefur undanfarna mánuði stundað nám í ríkismálinu, svahílí í Nairobi. Í frétt frá SÍK segir m.a. um starf- ið ytra: „Starf lútersku kirknanna, sem íslensku kristniboðarnir eru í samstarfi við í Eþíópíu og Kenýa, verður æ meira að vöxtum. Sífellt er farið til nýrra staða til að boða fagn- aðarerindið. Þannig var hafist handa á tólf nýjum svæðum í Pókot-héraði í síðasta mánuði. Söfnuðirnir eflast og stækka og þeir þarfnast mikillar um- hyggju og fræðslu og þar koma kristniboðarnir mjög við sögu. Börn og unglingar þyrpast í skólana og hjúkrunarfólk er aldrei verkefna- laust.“ Fjáröflunar- átak til kristni- boðsstarfs Á UPPSTIGNINGARDAG efnir Ferðafélag Íslands til 6–7 klst. göngu á Reykjanes, um fáfarna en fallega leið. Ekið verður áleiðis að Keili og gengið þaðan í átt að Þráinsskildi, sem Þráinsskjaldarhraun dregur nafn sitt af, þaðan stefnt á Stóra Hrút og að lokum komið niður við Slögu, skammt austan Grindavíkur. Þótt leiðin sé nokkuð löng er að mestu gengið í sömu hæð. Farar- stjóri í þessari ferð verður Gestur Kristjánsson og þátttökugjald er 1.500 kr. Brottför er frá BSÍ kl. 9:00 og komið verður við í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnar- firði. Reykjanes- ganga á upp- stigningardag NÁMSRÁÐGJÖF Háskóla Íslands efnir næstu daga til kynningarfunda og áhugasviðskannana. Námsráð- gjöfin býður margs konar þjónustu meðan á nýskráningu stúdenta stendur. Allt til 6. júní mun hún standa fyrir kynningarfundum um nám við Háskóla Íslands og ýmis hagnýt atriði sem geta nýst nýnem- um. Kynningarfundirnir eru hvern virkan dag kl. 10:00 og 13:30 í stofu II á fyrstu hæð aðalbyggingar Há- skóla Íslands. Auk þessa munu námsráðgjafar aðstoða nemendur við útfyllingu umsóknareyðublaða í anddyri aðalbyggingar Háskólans. Er nemendur hafa skráð sig geta þeir tekið áhugasviðskönnun Strong. Áhugasviðskönnunin fer fram í stofu IX í aðalbyggingu á afgreiðslutíma Nemendaskrár frá kl. 10:00 til 16:00 hvern virkan dag og kostar 3.500 kr. Ekki er hægt að borga með debet- eða kreditkortum. Hvert stefnir þú eftir stúdentspróf? ♦ ♦ ♦ HIN árlega landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga verður haldin í Stykkishólmi dagana 25.–27. maí nk. í samvinnu við heimamenn. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Bók- menning og daglegt líf við Breiða- fjörð“. Dagskráin hefst á föstudags- kvöld kl. 20:30 með því að safnast verður saman í gömlu kirkjunni, en kl. 21:00 hefst móttaka í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdælinga. Ráðstefnan verður formlega sett í grunnskólanum í Stykkishólmi að morgni laugardags kl. 9:00 og lýkur um hádegi á sunnudegi með því að leikhópur frá Ólafsvík kynnir leikrit- ið Fróðárundur eftir Jón Hjartarson. Efni fyrirlestranna verður fjölbreytt og spannar tímabilið frá miðöldum til samtímans. Fyrirlesarar verða Loft- ur Guttormsson, sagnfræðingur, Ólafur Rastrick, sagnfræðingur, Erla Hulda Halldórsdóttir, sagn- fræðingur, Kristrún Halla Helga- dóttir, sagnfræðingur, Árni Björns- son, þjóðháttafræðingur, Magnús A. Sigurðsson, fornleifafræðingur, Svavar Sigmundsson, nafnfræðing- ur, Einar G. Pétursson, handrita- fræðingur, Davíð Ólafsson, sagn- fræðingur, Sverrir Tómasson, bókmennta- og handritafræðingur, Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðing- ur, Már Jónsson, sagnfræðingur, Ax- el Kristinsson, sagnfræðingur, Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur, og Rögnvaldur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri. Í tengslum við ráðstefnuna verður boðið upp á skoðunarferð til Flateyj- ar á laugardagskvöld og eftir hádegi á sunnudegi verða Eiríksstaðir skoð- aðir í fylgd kunnugra. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíð- um félaganna, www.akademia.is/ saga og www.akademia.is/thjod- fraedingar. Bókmenning og daglegt líf við Breiðafjörð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.