Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 21 BÚIST er við að British Airways selji lággjaldaflugfélagið Go, sem flýgur reglulega til Íslands, fyrir u.þ.b. 100 milljónir punda eða um 14,4 milljarða íslenskra króna. Hugsanlegur kaupandi er fjárfest- ingarfélagið 3i Group, en aðrir koma einnig til greina, að sögn Rod Edd- ington, forstjóra BA á fréttavef Fin- ancial Times. Samningaviðræður hafa gengið hægt en Eddington seg- ir líklegt að þær endi með því að 3i Group kaupi Go, en hann vilji fá sanngjarnt verð fyrir félagið. Brit- ish Airways er stærsta flugfélag í Evrópu og í gær voru birtar af- komutölur fyrir síðasta rekstrarár sem lauk í mars. BA var rekið með 150 milljóna punda eða 21,6 millj- arða króna hagnaði á tímabilinu. Rekstrarárið á undan nam hagnað- urinn aðeins 5 milljónum punda eða um 720 milljónum íslenskra króna. Talið er að stefnumótun Rod Edd- ingtons, sem verið hefur forstjóri BA undanfarið ár, sé nú að skila ár- angri, að því er fram kemur á frétta- vef BBC. Eddington hefur m.a. lagt áherslu á að draga úr framboði á leiðum sem skila ekki hagnaði, að ná til fjársterkra einstaklinga og að bjóða upp á rúm á fyrsta farrými. Forsvarsmenn BA leggja áherslu á að aðhaldi sé beitt í rekstrinum, staða flugfélagsins í hægari hag- vexti í heiminum sé ávallt í huga stjórnendanna og einnig áhrifin af gin- og klaufaveikifaraldrinum sem hjó stór skörð í ferðaþjónustu í Bretlandi. BA vill selja Go fyrir 100 millj- ónir punda Reuters MARKAÐSSTOFAN Markhúsið var innsigluð í gær af sýslumann- inum í Reykjavík. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins var það gert vegna vanskila fyrirtækisins á op- inberum gjöldum en auk þess hefur fyrirtækið ekki staðið skil á gjöldum vegna starfsmanna til Verzlunar- mannafélagsins. Um 30 til 35 starfs- menn hafa unnið á föstum vöktum hjá Markhúsinu auk starfsmanna í hlutastörfum. Heildarfjöldi starfs- manna fyrirtækisins er í kringum 60 og er allt í óvissu um framtíð þeirra. Frjáls fjölmiðlun hf. og önnur félög tengd henni áttu meirihluta í Markhúsinu en Síminn átti 40% hlut. Að sögn Eyjólfs Sveinssonar, framkvæmdastjóra Frjálsrar fjöl- miðlunar, seldi fyrirtæki hans hlut sinn í Markhúsinu fyrir síðustu ára- mót.Samkvæmt upplýsingum frá Símanum hefur gengið erfiðlega að fá upplýsingar um rekstur fyrirtæk- isins og varð það til þess að Síminn dró sína tvo menn út úr stjórn fyr- irtækisins síðastliðið haust, að því er fram kemur á fréttavef Morg- unblaðsins. Markhús- inu lokað af sýslumanni BRESKA heilbrigðisráðuneytið, Medical Research Council, MRC, og Wellcome-sjóðurinn hafa lagt 60 milljónir punda í fyrirtæki, UK Medical Population Collection. Ætlunin er að safna heilbrigðis- upplýsingum um hálfa milljón Breta, sem verða valdir úr hópi sjálfboðaliða. Hópnum verður fylgt eftir í tuttugu ár. Að sögn Fin- ancial Times er ætlunin með gagnagrunninum að rannsaka áhrifa erfða, umhverfis og lifnað- arhátta á heilsu. Samtök breska lyfjaiðnaðarins standa í samningaviðræðum við nýja fyrirtækið fyrir hönd inn- lendra og erlendra lyfjafyrirtækja um aðgang að gagnagrunninum. Óljóst hvort aðgengi verði veitt Yfirvöld eru þó tortryggin á að- gang lyfjafyrirtækja að gagna- grunninum, því í honum verða upplýsingar tengdar einstakling- um nafngreindar. Það er því enn sem komið er óljóst hvernig að- gengi fyrirtækja verður og hvort þau fá það. Í frétt Financial Times um gagnagrunninn er sagt að lönd eins og Eistland og Ísland hafi þegar veitt fyrirtækjum aðgang að opinberum heilbrigðisupplýsing- um. Andstætt því sem er haldið fram á Íslandi um að sérstaða íslenskra heilbrigðisupplýsinga felist í því hve þjóðin sé einsleit er því haldið fram um breska gagnagrunninn að hann gæti verið einkar áhugaverð- ur því hann endurspegli heims- byggðina. Fjölbreytnin er því álit- in styrkur, þar sem upplýsingar úr slíkum grunni gefi mun breiðari mynd en ella. MRC er opinber stofnun er fjár- magnar læknisfræðilegar rann- sóknir í Bretlandi. Wellcome-sjóð- urinn er stærsti rannsóknarsjóður í heimi á sviði læknisfræði af þeim er teljast til góðgerðarstofnana. Sjóðurinn veitir árlega um 400 milljónir punda til rannsókna og er stofnaður á grundvelli arfleifðar Sir Henry Wellcome, sem stofnaði samnefnt lyfjafyrirtæki, en er ótengdur Glaxo Wellcome-lyfjafyr- irtækinu. Breskur heilbrigð- isgagnagrunnur London. Morgunblaðið. ÍSLENSKA útvarpsfélagið hefur fengið tilraunaleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun til að hefja staf- rænar sjónvarpsútsendingar. Hreggviður Jónsson forstjóri Norðurljósa segir að stafrænar sjónvarpsútsendingar séu næsta skrefið í þróun sjónvarps. Hinn hliðræni staðall sem sjónvarpsút- sendingar hafi byggst á hingað til sé að breytast og það þurfi að gera ráð fyrir að framleiðsla og dreif- ing sjónvarpsefnis í framtíðinni byggist á stafrænum staðli. Frumkvöðull í stafrænum útsend- ingum hafi verið Sky Digital í Bretlandi en þar er merkinu varp- að um gervihnött og einnig sé hægt að flyja merkið með ljósleið- ara. Hreggviður segir að tilrauna- leyfið sem hafi fengist nú sé svo- kallað landdreifingarkerfi þar sem merkinu verði varpað frá þeim stöðum sem ÍÚ dreifi sjón- varpsútsendingum frá eins og Vatnsenda. Merkjum verði dreift með þeim hætti sem nú er, það er í lofti, en það verði stafrænt. Helsti munurinn fyrir neytendur eru aukin myndgæði og að notandinn þarf að vera með myndlykil. Loftdreifing stöðva ódýrasta dreifileiðin Hreggviður segist sannfærður um það að loftið sé enn ódýrasta leiðin til að dreifa sjónvarpsefni og ÍÚ ætli að skila greinargerð til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir 1. júní um hvernig fyrirtækið hyggist haga tilraunasútsending- unum. Hreggviður segir að ætl- unin sé að fara hægt af stað í að senda út stafrænt merki og það eigi eftir að koma í ljós hvernig stafrænt sjónvarpsmerki hagar hér við aðstæður hérlendis. Með stafrænum útsendingum sé hægt að senda út merki 6-8 stöðva á einni rás og einum sendi en í nú- verandi kerfi sé einungis hægt að senda út eina stöð á einni rás frá einum sendi. Hreggviður segir að við séum nokkuð á eftir nágranna- þjóðunum hvað varði lagasetning- ar á þessu sviði. Það komi til með að líða að minnsta kosti 12-24 mánuðir þar til stafrænar útsend- ingar hefjist á reglubundinn hátt. Betri mynd í staf- rænni útsendingu Hreggviður Jónsson, forstjóri Norðurljósa Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? ÚTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVÖRUVERSLANIR OG APÓTEK UM ALLT LAND. HÁRVÖRUR LEYSA VANDANN OG ÞÚ BLÓMSTRAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað (23.05.2001)
https://timarit.is/issue/249256

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað (23.05.2001)

Aðgerðir: