Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 55 Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 10.10. B.i.16. Vit nr. 223 Sýnd kl. 6. Vit nr. 231 Hún þurfti bara mánuð til að breyta lífi hans að eilífu Sýnd kl. 8. Vit nr. 233 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit nr. 233 FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN samfilm.is SÍÐ UST U S ÝNI NGA R SÍÐ UST U S ÝNI NGA R  strik.is FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN JULIA ROBERTS BRAD PITT THEMEXICAN Forrester fundinn Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 10.15. Sýnd kl. 8 og 10.20. Vit nr. 233 Sýnd kl. 8. Vit nr. 217 samfilm.is  strik.is betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur byggð á sannsögulegum heimildum JUDE LAW JOSEPH FIENNES  Hugleikur  KVIKMYNDIR.IS Sýnd kl. 5.45. Sýnd kl. 8 og 10.10. 1/2 Hausverk.is Hugleikur.  Ó.T.H. Rás2.ÓJ Bylgjan  Kvikmyndir.com  Hausverk.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 MAGNAÐ BÍÓ Cherry Falls er sýnd í Regnboganum HROLLUR Frá Wes Craven, meistara hrollvekjunnar kemur blóðug og sexí spennumynd sem kemur adrenalíninu af stað! Eftir 100 ár er Dracula laus og hann er hungraður. Engin kona stenst hann og enginn er óhultur! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 ára Morðin voru ólýsanleg. tilgangurin með þeim var Hulin ráðgáta. Blóðrauðu fljótin Ath. ekki fyrir viðkvæma gagnrýnendur  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. B.i.16 ára  HK DV  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.50. Sýnd kl. 5, 8 og 10.30 . ATH. sýnd í sal-A á öllum sýningum. Hann var maðurinn sem hóf partýið. En öll partý taka enda.  Kvikmyndir.com  Hausverk.is FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN Algjör megasmellur í Bandaríkjunum. Búið ykkur undir tvöfaldan skammt af spennu, gríni og hasar.Myndin er hlaðin frábærum og ótrúlegum tæknibrellum. LEYFÐ ÖLLUM ALDURSHÓPUM. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.30.  KVIKMYNDIR.IS  strik.is EINS og segir í kynningu var Arne gegndarlaust í fréttum, þær tvær vikur sem hann dvaldi hér. Hann stundar grimmt svokallað BASE- stökk en það er skammstöfun á ensku orðunum „building“, „an- tennae“, „span“, „earth“ eða bygg- ing, loftnet, teymi, jörð (líklega þá BLTJ-stökk á íslensku). Að öllu gríni slepptu þá eiga þessi fjögur orð að lýsa því sem BASE-stökkvarar notast við í íþrótt sinni, stórhættu- legri íþrótt sem afar fáir stunda að jafnaði. Arne hefur sett mörg heimsmet í þessari grein og hefur ferðast um allan heim í þeim tilganginum. Hann er 25 ára gamall og hefur að vonum vakið furðu og forvitni leikmanna. Hvað er það sem dregur hann í þetta? Fólk hefur getað fylgst með Arne og ævintýrum hans í þættinum Adr- enalín á Skjá einum. Adrenalín, sem styrkir Arne til heimsreisu sinnar, mun í haust sýna ferð hans um Bandaríkin, en kunnugir segja þann hluta vera all viðburðaríkan og spennandi. Lífsgleði Arne virðist ósköp venjulegur, en þó yfirmáta lífsglaður, ungur dreng- ur. Hann er sjarmerandi, með sterka nálægð og geislar af orku. Á meðan á dvöl hans hér stóð var mik- ið um fíflalæti og sprell í kringum dreng; jafnt fyrir tilstuðlan hans sjálfs sem og náttúrulega fjölmiðla. Kannski halda því sumir að mað- urinn sé ekki með öllum mjalla. En einhverja dýpri merkingu hlýtur þetta nú að hafa allt saman? „Þetta er heimsins hættulegasta íþrótt. Það er ekkert sem getur nálgast slíkt,“ útskýrir Arne ein- beittur á sinni bjöguðu íslensku. Arne ólst upp í Þýskalandi en talar einnig norsku og íslensku. Hann við- urkennir þó að hann tali málið sjald- an og því gleymist endingar og slíkt með tímanum. „Þetta kemur ekki alltaf vel út!,“ segir hann og hlær við. Hann heldur áfram og það hýrnar nokkuð yfir honum. „Það er svo létt að sjá hættuna í þessu sporti. Það er nú munurinn á BASE stökki og öðr- um íþróttum. Aðrar íþróttir eru að segja frá því hvað þær geti verið hættulegar á meðan við erum alltaf að segja: „Þetta er ekki eins hættu- legt og það lítur út fyrir að vera.“ Því ef að þú gerir allt rétt þá á þetta að ganga.“ Arne reynir því næst að útskýra af hverju hann sé að þessu. „Frá því að maður er lítill, alla- vega í mínu tilfelli, er maður alltaf að reyna að finna eitthvað sem er nógu spennandi. Eitthvað sem næg- ir til að gera þig hamingjusaman. Allir - þú líka - þurfa lágmarks- spennu til að verða hamingjusamir. Við verðum að finna fyrir lífinu.“ Hann segir, með nokkurri óþol- inmæði, að allir virðist skilja þetta en samt skilji þeir ekkert í því sem hann og hans fólk sé að gera. „Það vill oft vera þannig að ef annað fólk fer yfir þau spennumörk sem þú hefur sjálfur sett þér þá álít- ur þú það fólk vera eitthvað geð- veikt. Ég er búinn að vera að þessu í tíu ár og ég veit nákvæmlega hvaða áhættu ég er að setja mig í. Þetta er svona og svona hættulegt en þetta gefur mér þessa spennu. Þess vegna geri ég þetta.“ Lífið er fullt af hlutum Arne sér þó fram á að einhvern tíma dragi úr þessu hjá honum, en eins og er, er dagskráin ansi þétt. „Ég er að skemmta mér rosalega vel en samt geri ég mér grein fyrir því að það eru margir hlutir í lífinu sem eru skemmtilegir: eitt er spennuíþróttir, annað er stelpur og einnig einfaldlega að takast á við nám og vinnu. Nú vil ég fara að tak- ast á við vinnu og slíkt því ég er bú- inn að gera nánast allt sem hægt er að gera í spennuíþróttum. Ég mun aldrei hætta að stökkva en mun lík- lega ekki eyða eins miklum tíma í það og ég hef gert.“ Arne segist ekki vilja hætta á það að verða þröngsýnt „frík“ eins og hann orðar það svo skemmtilega. „Lífið er ekki bara eitthvað eitt. Lífið er fullt af hlutum. Þú getur ekki verið hamingjusamur með því að hafa bara eitt áhugamál.“ Hann segir ennfremur auðvelt að tapa sér í greininni ef menn eru ekki á verði. „Íþrótt eins og þessi hreyfir virki- lega við manni því þú ert alltaf að hugsa um að þú gætir dáið. Þetta reynir því rosalega mikið á sálina.“ Ferðalögin kosta auðvitað sitt og í þeim málum á Arne góða að. „Málið er það að ég er ansi þekkt- ur í þessum BASE-bransa,“ útskýr- ir hann. „Þannig að alls staðar þar sem ég fer fæ ég að sofa frítt og flesta hluti fæ ég annað hvort hræó- dýra eða fría. Svo tek ég oft myndir og myndbönd af því sem ég er að gera og kem því inn í blöð og sjón- varp. En ég meina...(glottir)...ég á ekki neitt! Ég er ekki með bíl, ég er ekki með íbúð. Ég fékk meira að segja fötin sem ég er í gefins.“ Arne segist ekki hafa áhuga á því að verða ríkur af þessu en segir að það sé svo sem ekkert tiltökumál, ef menn vilji. „Ég gæti t.d. unnið sem áhættu- leikari í Hollywood ef ég vildi. En mig langar ekki til að vera maður sem fær borgað fyrir að deyja. Ef þú ert styrktur af einhverju fyrirtæki t.d. þá er gerður samningur sem segir: „Þú færð þetta mikið á ári en þú verður að komast í fréttirnar tíu sinnum o.s.frv.“ Allt í einu lenda menn svo í því að þurfa að stökkva til að eiga fyrir salti í grautinn. Vindurinn er þá kannski ekki góður en það eru 30 manns að vinna í kringum stökkið - svo þú þarft bara að stökkva af því að það eru svo miklir peningar settir í þetta svo að þetta verði frétt. Og þú verður fréttamatur: Annað hvort lifir þú þetta af eða þetta verður alveg meiriháttar frétt vegna þess að þú slasast eða deyrð. Og það væri þá auðvitað aðalfréttin!“ Engin vitleysa Arne segist ekki vera að segja neina vitleysu og er orðið talsvert niðri fyrir. „Ég á fullt af vinum sem drepast á hverju einasta ári og margir drepast út af einhverri svona andsk... þvælu! Þú færð heimsfrægð þar sem 20 - 30 manns eru að vinna að því einu að koma þér í blöðin. En þú ert eig- inlega ekkert nema fáviti sem er að drepast fyrir frægðina. Ég meina ... þú færð meira að segja ekkert sér- staklega mikið af peningum - rétt til að fæða þig og klæða. Ég nenni ekki að standa í svoleiðis. Allt sem ég geri, geri ég þegar mig langar til þess. Ef ég græði pening, þá er það ágætt. Ef ég geri það ekki þá skiptir það engu máli.“ Rætt við BASE-stökkvarann Arne Århus „Að finna fyrir lífinu“ Arne fyrir framan Colosseum-bygginguna í Róm: „Þetta er ekki eins hættulegt og þetta lítur út fyrir að vera,“ segir hann um BASE-stökkin. Norsk-íslenski æv- intýramaðurinn Arne Århus var mikið í fréttunum á dögunum. Arnar Eggert Thoroddsen náði í skottið á honum rétt áð- ur en hann fór af landi brott og ræddi við hann um lífið og tilveruna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.