Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGSMENN í Starfsmanna- félagi Akureyrar, STAK, sem starfa hjá ríkinu, felldu nýgerðan kjara- samning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs með 10 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu í vikunni. Félagsmenn STAK starfa hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri og Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Á kjörskrá voru 269 en þar af greiddu 183 félagsmenn atkvæði, eða 68%. Nei sögðu 95 eða 52%, já sögðu 85 eða 46%, auðir seðlar voru þrír eða 2%. STAK skrifaði undir samning við ríkið 27. apríl sl. með 12 öðrum félögum, sem öll hafa sam- þykkt samninginn. Arna Jakobína Björnsdóttir, for- maður STAK, sagðist hafa vitað af óánægju félagsmanna með samning- inn en hún sagðist þó hafa vonast eftir því að hann yrði samþykktur. Áður höfðu félagsmenn STAK sem starfa hjá Akureyrarbæ fellt samn- ing við launanefnd sveitarfélaga frá því fyrr í vetur. Félagið átti fund með launanefnd sveitarfélaga í síð- ustu viku og annar fundur hefur ver- ið boðaður í næstu viku. Arna Jakobína sagði að næsta skref yrði að banka á dyrnar hjá rík- isvaldinu á ný en trúnaðarmenn á vinnustöðunum væru að ræða þá stöðu sem upp er komin. Hún sagð- ist uggandi yfir kjörum sinna félags- manna. „Það er geysileg óánægja hér með laun og þá þróun sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu, bæði hvað varðar ýmsar verðhækkanir og þróun verð- bólgunnar. Því finnst fólki upphafs- hækkun samningsins ekki næg og heldur ekki hækkunin á milli ára.“ Arna Jakobína sagði að á Akur- eyri væru menn ósáttir og finnst þeir hafa verið að dragast aftur úr og að sú skoðun væri ekki bara bundin við félagsmenn í STAK. Samningurinn við ríkið sem felld- ur var af félagsmönnum STAK átti að gilda frá 1. apríl sl. og til 30. nóv- ember 2004. Kjósa þurfti tvisvar um samninginn en kosningin í síðustu viku var ógild, þar sem ekki var samræmi á milli kjörseðla og kjör- krár. Atkvæðagreiðsla í Starfsmannafélagi Akureyrar Kjarasamningur við ríkið felldur REYNIR-ráðgjafastofa á Akureyri hefur sent erindi til bæjarráðs þar sem lýst er áhuga á að stofna hlutafélag um Menntasmiðjuna á Ak- ureyri sem sjálfstætt fyrirtæki. Kristján Már Magnússon sálfræðingur og framkvæmdastjóri Reynis-ráðgjafastofu sagði að hugmyndin væri að yfirtaka nafn og rekstur Menntamiðjunnar og ná síðan samningum við Akureyrarbæ um þau verkefni sem Mennta- smiðjan hefur verið að sinna. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri sagðist vera tilbúinn til þess að ræða mögulega breytingu á eignarformi Menntasmiðjunnar, ekki síst fyrir það m.a. að starfsfólk væri inni í þeim hugmyndum. Bæjarráð hefur falið sviðs- stjóra þjónustusviðs og bæjarlögmanni að ræða við forsvarsmenn Reynis um nánari útfærslu á hugmyndum þeirra. Kristján Már sagði að þar sem þessi kjara- samningsbundnu námskeið, m.a. við félagsmenn Iðju-Einingar, væru að detta út, væri fyrirsjá- anlegt að verkefnum Menntasmiðjunar fækkaði. „Hugmyndir okkar ganga því út á að sameina námskeiðsþáttinn hér hjá okkur og hjá Mennta- smiðjunni. Við höfum verið með alls kyns nám- skeiðshugmyndir sem margar hverjar hafa ekki orðið að raunveruleika þar sem við höfum ekki haft tíma til að skipuleggja hlutina og koma þeim á framfæri.“ Kristján Már sagði margt nýtt að gerast og m.a. að í stað þessara samningsbundnu nám- skeiða sé hver stofnun á vegum Akureyrarbæj- ar skuldbundin til að gera sérstaka endur- menntunaráætlun. „Þar verða námskeið sem þarf að sinna og Menntasmiðjan verður þá að taka þátt í samkeppni við aðra aðila sem standa fyrir námskeiðum.“ Starfsemin farið vaxandi Hjá Reyni-ráðgjafastofu eru tæplega þrjú stöðugildi en 4,5 stöðugildi hjá Menntasmiðj- unni og sagði Kristján Már að þar af væri eitt stöðugildi í þessum samningsbundnu námskeið- um. Starfsemin hjá Reyni-ráðgjafastofu er fjór- þætt og fer stöðugt vaxandi. Í fyrsta lagi er klíníski þátturinn þar sem fyrirtækið er með samninga við ýmsa aðila, m.a. Meðferðarheim- ilið á Laugalandi, Akureyrarbæ og Menntaskól- ann á Akureyri. Í öðru lagi er námskeiðsþáttur, m.a. þessi stjórnendanámskeið. Í þriðja lagi út- gáfa og sala á ýmiss konar námskeiðsefni og í fjórða lagi er það rannsóknarþátturinn en fyr- irtækið er m.a. að ganga frá samningi við Barnaverndarstofu um úttekt á öllum meðferð- arheimilum í landinu. Sinnir almennri símenntun Hlutverk Menntasmiðjunnar er að sinna al- mennri símenntun fyrir Akureyri og nágrenni, bjóða upp á nám í lífsleikni og sinna ýmsu nám- skeiðshaldi fyrir starfsfólk bæjarins og fyrir Svæðisvinnumiðlun. Menntasmiðjan er eins kon- ar miðstöð um almenna símenntun en stærstu verkefnin hafa verið Menntasmiðja kvenna, Vinnuklúbburinn og annað nám fyrir fólk í starfsleit, auk samningsbundinna námskeiða. Einnig hefur Menntasmiðjan staðið fyrir kvöld- og helgarnámskeiðum fyrir konur og karla. Áhugi er á stofnun hluta- félags um Menntasmiðjuna NÓTASKIPIÐ Súlan EA hélt áleiðis í Síldarsmuguna um há- degisbil í gær. Skipið hefur við- komu í Neskaupstað, þar sem síldarnótin verður tekin um borð. Skipverjar Súlunnar eiga langa siglingu fyrir höndum en Bjarni Bjarnason skipstjóri sagði að sigl- ingin á miðin væri um 500 mílur og hann reiknar með að koma þangað á föstudag eða laugardag. Hann sagði að einhver skip væru þegar farin af stað en að eitthvað lítið hefði frést af veiði. Morgunblaðið/Kristján Nótaskipið Súlan EA heldur frá Akureyri um hádegisbil í gær. Haldið í Síldarsmuguna GLERÁRKIRKJA: Messa verður í kirkjunni kl. 14 á morgun, uppstigningardag. Karlakór Akureyrar syngur. Séra Birgir Snæbjörnsson pre- dikar og þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar verða í safnaðar- sal að lokinni athöfn þar sem karlakórinn syngur einnig nokkur lög. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju á uppstigningardag, 24. maí. Guðsþjónustan hefst kl. 14:00 og er fyrir alla aldurshópa, en aldraðir eru boðnir sérstaklega velkomnir. Sr. Gylfi Jónsson predikar og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi með söng á prestssetrinu á eftir. Kirkjustarf TÓNLEIKAR verða haldnir í Laugaborg, Eyjafjarðarsveit á morgun, fimmtudaginn 24. maí, kl. 17. Þar leikur Helgi Heiðar Stef- ánsson á píanó. Helgi Heiðar er nemandi í 8. stigi og er nú að hverfa frá námi við Tónlistar- skólann á Akureyri til fram- haldsnáms í píanóleik. Píanótón- leikar í Laugaborg AÐ HREYFA sig og hjúfra heitir bók eftir Þóru Þóroddsdóttur sjúkraþjálfara sem nýlega er komin út. Bókin er þýdd úr færeysku af höfundi, sem búið hefur í Færeyj- um síðustu ár. Bókin er að sögn Þóru um skynjun okkar allra og þjóðveg- inn eða hrað- brautina sem við flest kjósum að fara. „Hún er um leiðina, sem barn- ið velur óafvitandi til vaxtar og þroska og um það hvernig við sækj- um á brattann og þreifum fyrir okk- ur til að ná áttum og lifa í samhljómi við líðandi stund,“ Þóra hefur verið sjúkraþjálfari í færeyska skólakerfinu og sinnt þar fyrst og fremst hreyfifötluðum börn- um, börnum með alvarlega en af- markaða og skilgreinda fötlun. Smám saman lengdist biðlisti þeirra barna sem ekki höfðu fengið grein- ingu og höfðu ekki sjáanlega fötlun, m.a. barna sem voru líkamlega lin- gerð og þunglamaleg, höfðu veikt sjálfsálit, viðkvæm og áttu erfitt með að einbeita sér en voru að öðru leyti venjuleg og greind börn. Þóra segir að þessi börn hafi fyllt huga sinn og hún hafi fundið hjá sér hvöt til að grípa í taumana og segja frá. Í bókinni kallar hún þessi börn skynreiðubörn, en hún hafi valið orð- ið reiða sem andstæða óreiðu. „Þetta eru börn sem eiga erfitt með að vinna úr þeirri fjölbreytilegu reynslu sem við í sífellu og látlaust verðum fyrir þannig að úr verði skipulögð heild,“ sagði Þóra en hún telur að ekki færri en eitt til tvö börn í hverri bekkjardeild og hverri leikskóla- stofu eigi í þessum örðugleikum. Þóra segir flest skynreiðubörn hafa átt of væra fósturtilveru og þau fæðist reynslusnauð á tveimur skyn- sviðum, snertiskyni og þyngdar- skynsviði. Þau reyni ekki að vinna upp það sem þau hafi farið á mis við heldur fara sér hægt og verjast áframhaldandi áreiti. Í bókinni er stuðst við rannsóknir og niðurstöður erlendra fræði- manna, en undirrót textans er skoð- un Þóru og meðferð á u.þ.b. 250 fær- eyskum börnum. Bókin er 197 blaðsíður að stærð og unnin hjá Ásútgáfunni á Akureyri. Þóra heldur fyrirlestur um efni bókarinnar á Hótel KEA í kvöld, miðvikudagskvöldið 23. maí kl. 20. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Bókin Að hreyfa sig og hjúfra komin út Þóra Þóroddsdóttir Í NORÐANNEPJUNNI komu að landi tengdafeðgarnir Ólafur Guðmundur Jóhannesson og Kristinn Gunnarsson. Veiði dags- ins var mestmegnis þari eftir norðanhretið. Ólafur og Kristinn gera út Sómabátinn Fjólu, sem ber nafn móður Kristins og er út- gerðin ung, rétt um eins árs. Grásleppuvertíðin spannar tíma- bilið frá marslokum og fram í júní og gekk þokkalega framan af. Einn annar bátur hefur verið á grásleppu hér í Grímsey, fyrir utan Fjólu. Þeir tengdafeðgarnir Ólafur og Kristinn sögðu einum rómi að mjög lélegt verð hefði áhrif á veiðarnar. Ólafur sagði framtíð- ina óljósa hvað grásleppuveiðar snerti því að menn hefðu farið af stað frá Landssambandinu með verðið 50–60.000 kr. fyrir tunn- una. En reyndin væri önnur, engu væri líkara en samtök væru um verð. Fyrir ekki lengri tíma en þremur árum hefði verðið verið 65–70.000 kr. fyrir tunnuna en í dag fá menn 40.000 kr. fyrir tunnu, hvert sem leitað er. Og taki nú hver fyrir sig fram stærð- fræðikunnáttuna og þá er ekki lengi verið að sjá hrunið sem hef- ur orðið á grásleppumarkaðnum. Þetta er fyrsta vertíð Kristins en Ólafur á lengri grásleppusögu, þó með drjúgu hléi. Fjórtán ára fór Ólafur eina vertíð með föður sín- um en hét því þá að aldrei skyldi hann á grásleppu á ný því að grá- sleppunetin voru alltaf full af þara. En eitthvað breyttist og Ólafur hefur verið á grásleppu síðustu fimm árin. Ólafur og Kristinn hafa fengið 36 tunnur það sem af er vertíð. Grásleppukarlar í Grímsey óánægðir með verðið Verðhrun á síðustu árum Morgunblaðið/Helga Mattína Kristinn Gunnarsson og Ólafur Guðmundur Jóhannesson á Fjólunni. Grímsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað (23.05.2001)
https://timarit.is/issue/249256

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað (23.05.2001)

Aðgerðir: