Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT sendiráð Íslands í Kanada var
opnað við formlega athöfn í gær af
þeim Halldóri Ásgrímssyni utanrík-
isráðherra og John Manley, utanrík-
isráðherra Kanada.
Manley sagði við athöfnina að Ís-
land og Kanada hefðu verið einu lönd-
in í Norðurheimsskautsráðinu sem
ekki höfðu opnað sendiráð hvort hjá
öðru og taldi að með þessari opnun
hefði verið stigið mikilvægt skref.
Halldór Ásgrímsson sagði að þetta
væri góður dagur fyrir Íslendinga því
við hefðum átt samskipti við Kanada
um langt skeið.
„Ef litið er til þess hversu margt
fólk af íslenskum uppruna býr hér,
hvernig samskipti okkar hafa styrkst
á undanförnum árum, og ég tala nú
ekki um það að það voru Íslendingar
sem uppgötvuðu siglingaleiðina til
Kanada, þá má segja að það hafi verið
löngu tímabært að opna íslenskt
sendiráð hér,“ sagði Halldór.
Sendiherra Íslands í Kanada er
Hjálmar W. Hannesson, sem hefur
eiginkonu sína, Önnu Birgis, sér við
hlið, en auk þeirra starfa þar Helga
Bertelsen sendiráðsfulltrúi ásamt rit-
ara og bílstjóra.
Sendiráðið er um 180 fermetrar að
flatarmáli og er vel staðsett í miðborg
Ottawa, skammt frá þinghúsinu og
öldungadeildarþinginu. Ísland er 121.
landið sem opnar sendiráð í Kanada
en þetta er átjánda sendiráð Íslands.
„Þetta er sögulegur dagur og gam-
an að sjá hversu margir vinir Íslands
komu hingað til þess að fagna með
okkur í dag, og sumir langt að komn-
ir,“ sagði Hjálmar W. Hannesson
sendiherra við Morgunblaðið.
Þetta er annað sendiráðið sem
Hjálmar opnar en 1995 opnaði hann
sendiráð Íslands í Kína.
„Að þessu sinni höfðum við tvær
vikur til þess að vinna þann undirbún-
ing sem við unnum á sex mánuðum í
Kína, en þetta virðist allt saman hafa
gengið upp,“ sagði Hjálmar, „við eig-
um þennan mikla fjársjóð sem eru
Vestur-Íslendingar og við verðum að
leggja áherslu á að ná til unga fólks-
ins hér.“
Kanada mun opna sendiráð á Ís-
landi síðar á þessu ári en Lloyd Ax-
worthy, fyrrverandi utanríkisráð-
herra Kanada, tilkynnti um þá
ákvörðun á Íslendingadeginum í
Gimli í ágúst á síðasta ári. Sú ákvörð-
un kom mörgum á óvart því fyrri ráð-
herrar höfðu lýst því yfir að Ísland
væri neðarlega á lista yfir væntanleg
sendiráð.
„Þegar forsætisráðherra okkar,
Jean Chretien, tók ákvörðun um að
opna sendiráð á Íslandi byggðist sú
ákvörðun á því að við höfðum áttað
okkur á því hversu mikilvægt samb-
and landanna er á fjölmörgum svið-
um,“ sagði John Manley og bætti við
að við værum nágrannar og ættum
sameiginlegra hagsmuna að gæta
þegar kæmi að Atlantshafinu og
Norðurheimskautinu, sem og á sviði
varnar- og öryggismála.
Heimsókn í kanadíska þingið
Fyrr um daginn heimsóttu Halldór
Ásgrímsson og eignkona hans, Sigur-
jóna Sigurðardóttir, kanadíska þingið
í boði Janis Johnson, öldungadeildar-
þingmanns sem er af íslenskum ætt-
um. Síðan átti Halldór einkafund með
John Manley þar sem þeir ræddu um
NATO og samstarf á sviði öryggis- og
varnarmála, og þar á meðal eldflauga-
áætlun Bandaríkjamanna.
„Við ræddum einnig um viðskipta-
samning Kanada og EFTA-ríkjanna
og vorum sammála um að það ætti að
ljúka honum sem fyrst. Viðræðurnar
hafa strandað á styrkjum til skipa-
smíða en mér sýnist að það sé að finn-
ast lausn á því,“ sagði Halldór.
Annað mál sem bar á góma var loft-
ferðasamningur Íslands og Kanada,
en Flugleiðir hafa nú fengið heimild
til þess að fljúga til Kanada fimm
sinnum í viku og Hans Indriðason,
stöðvarstjóri Flugleiða í Halifax, seg-
ir að fyrirtækið stefni að því að fjölga
flugferðum þangað í mars á næsta
ári.
Janis Johnson öldungadeildarþing-
maður sagðist hlakka til að eiga sam-
starf við Hjálmar W. Hannesson
sendiherra, og að opnun sendiráðs
hér hefði verið löngu tímabær.
John Manley utanríkisráðherra
Kanada sagði að lokum að hann
hlakkaði til þess að heimsækja Ísland
í haust þegar Kanada opnar sendiráð
sitt þar.
„Heitasta flík sem ég á er íslensk
lopapeysa sem ég keypti í fríhöfninni í
Keflavík í einni af mörgum millilend-
ingum þar, en ég hef aldrei komið út
fyrir flugvallarsvæðið en þar verður
fljótlega bragarbót á,“ sagði Manley
ennfremur.
Nýtt sendiráð Íslands var opnað við hátíðlega athöfn í Ottawa í Kanada í gær
„Góður dag-
ur fyrir
Íslendinga“
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
sagði í Ottawa í gær að það hefði verið löngu
tímabært að Ísland opnaði sendiráð í Kan-
ada. Jón E. Gústafsson var viðstaddur opn-
unina og komst m.a. að því að Ísland er 121.
landið sem opnar sendiráð í Kanada en
þetta er 18. sendiráðið sem opnað er á veg-
um íslensku utanríkisþjónustunnar.
Morgunblaðið/Jón E.Gústafsson
John Manley, utanríkisráðherra Kanada, flutti ávarp við opnun sendiráðsins í Ottawa og eins og sjá má á svip-
brigðum Sverris Hauks Gunnlaugssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, Hjálmars W. Hannessonar,
sendiherra í nýja sendiráðinu, og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra féllu orð hans í góðan jarðveg.
Áður en sendiráðið var opnað fóru Halldór Ásgrímsson og Hjálmar W.
Hannesson í heimsókn í kanadíska þinghúsið og þar tók Janis Johnson
öldungadeildarþingmaður á móti þeim, en hún er af íslenskum ættum.
FRÁ áramótum hafa verið afgreidd-
ar 116 umsóknir um atvinnuleyfi fyrir
erlenda nektardansara og 35 leyfi
hafa verið framlengd. Um það bil 110
umsóknir bíða nú afgreiðslu. Þessar
upplýsingar koma fram í svari félags-
málaráðherra á Alþingi við fyrir-
spurn frá Guðrúnu Ögmundsdóttur
alþingismanni.
Í lok mars tilkynnti Alþýðusam-
band Íslands til félagsmálaráðuneyt-
isins að það myndi ekki lengur veita
umsagnir um atvinnuleyfi dansara á
nektarstöðum. Fram kemur í svari
félagsmálaráðherra að Vinnumála-
stofnun muni taka að sér það hlut-
verk að gefa umsóknir um atvinnu-
leyfin þannig að ákvæði laga um
atvinnuréttindi útlendinga frá árinu
1994 séu virt. Í svarinu segir að
Vinnumálastofnun muni gera strang-
ari kröfu til þeirra skjala sem leggja
þarf fram vegna útgáfu tímabund-
inna atvinnuleyfa til handa dönsurum
í næturklúbbum, til að mynda varð-
andi kaup á sjúkra- og slysatrygg-
ingu, greiðslu lífeyrisiðgjalda og stað-
greiðslu skatta. Þá mun stofnunin
ganga eftir að afritum af launaseðlum
verði skilað og sýnt verði fram á með
fullnægjandi hætti að laun hafi verið
greidd.
Lögreglan fór 67 eftirlitsferðir
á nektarstaðina
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins
fór lögreglan í 67 eftirlitsferðir á
nektarstaði í Reykjavík, en sjö slíkir
staðir eru starfandi í borginni. Þetta
kemur fram í svari dómsmálaráð-
herra við fyrirspurn frá Guðrúnu Ög-
mundsdóttur um eftirlit með nektar-
stöðum.
Fram kemur í svarinu að auk hefð-
bundins eftirlits á skemmtistöðunum
fylgist lögreglan sérstaklega með at-
vinnuleyfum erlendra starfsstúlkna.
Gerðar voru tvær athugasemdir við
stúlkur sem hér hafa starfað og koma
frá löndum utan ESB. Önnur stúlkan
var með útrunnið atvinnuleyfi en hin
hafði ekki aflað sér slíks leyfis. Auk
þess áminnti lögreglan einn nektar-
stað vegna brota á áfengislöggjöfinni
og nokkur önnur mál eru til meðferð-
ar vegna reksturs þeirra.
Fram kemur í svarinu að eftirlit á
nektarstöðunum hafi ekki verið aukið
í kjölfar skýrslu dómsmálaráðherra
um vændi á Íslandi.
116 umsóknir frá nektar-
dönsurum afgreiddar