Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. MEIRIHLUTI þess ófaglærða starfs- fólks, sem starfar hjá Hafnarfjarð- arbæ og er í Verkalýðsfélaginu Hlíf, samþykkti miðlunartillögu rík- issáttasemjara í atkvæðagreiðslu í gær og hefur verkfalli starfsfólksins verið aflýst. Launanefnd sveit- arfélaga hafði einnig samþykkt til- löguna þannig að kjarasamningur telst vera kominn á. Atkvæðagreiðslan fór þannig að 74% þeirra 236 félagsmanna sem tóku þátt samþykktu miðlunartillög- una eða 175 manns, 58 greiddu at- kvæði gegn henni, eða 25%, og 3 seðlar voru auðir og ógildir, eða 1% greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 400 félagsmenn Hlífar þannig að kjörsókn var 59%. Eftir að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar lá fyrir í gærkvöldi hófst ræsting í nokkrum skólum og hefja leik- og grunnskólar bæjarins starfsemi að nýju í dag samkvæmt stundaskrá og áætlun. Verkfall hafði staðið samfleytt yf- ir frá 13. maí sl. og leitt m.a. til lok- unar leikskóla og grunnskóla í Hafn- arfirði. Heimaþjónusta aldraðra hafði einnig legið niðri að mestu. Hefði viljað meiri þátttöku Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, sagðist í samtali við Morg- unblaðið aldrei vera sáttur við lok kjaradeilu með miðlunartillögu og auk þess hefði hann viljað sjá betri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Að sögn Sigurðar gekk miðl- unartillagan út á það að kjarasamn- ingur, sem félagsmenn Hlífar höfðu áður fellt, yrði samþykktur auk við- bóta upp á eins launaflokks hækkun og óbreytta afturvirkni samnings- ins. Félagar í Hlíf samþykktu miðlunartillögu sáttasemjara Starfið í skólunum hefst að nýju í dag Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ræsting í grunnskólum fór á fullt í gærkvöldi eftir lausn verkfallsins og í Víðistaðaskóla þurfti að þrífa salerni sem önnur húsakynni skólans. FÖLSUÐUM húsbréfum var fram- vísað í a.m.k. þremur verðbréfafyrir- tækjum í Reykjavík í gær og tilraunir gerðar til að svíkja út margar millj- ónir. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem reynt er svíkja út fé með föls- uðum húsbréfum hér á landi. Sigurður Geirsson, sviðsstjóri fjár- mögnunar- og fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, segir að fyrsta til- kynning um fölsuð húsbréf hafi komið nokkru fyrir klukkan þrjú. Tvær til viðbótar bárust innan klukkustundar. Alls var tilkynnt um 15–20 fölsuð hús- bréf. Þau voru öll í 2. flokki 1998. Íbúðalánasjóður sendi strax tilkynn- ingu um falsanirnar til Verðbréfa- þings. Sigurður segir að auðveldlega megi kanna hvort húsbréf sé falsað. „Öll húsbréf eru prentuð á sérstakan ör- yggispappír til að tryggja að ekki sé hægt að stunda viðskipti með fölsuð húsbréf.“ Í húsbréfunum er vatns- merki með íslenska skjaldarmerkinu í pappírnum. Með því að bregða þeim undir ljós má því ganga úr skugga um hvort bréfið sé falsað eða ekki. Sigurður bendir einnig á að hvert einasta húsbréf sé skráð hjá Íbúða- lánasjóði. Þar er hægt að kanna hvort búið sé að gefa út viðkomandi húsbréf eða innleysa það. Landsbréf hf. er eitt þeirra fyrir- tækja sem reynt var að svíkja fé út úr með fölsuðum húsbréfum. Hermann Jónasson, forstöðumaður verðbréfa- sviðs, segir að mennirnir hafi komið inn í afgreiðslu fyrirtækisins skömmu eftir hádegi með nokkurra mínútna millibili. Þeir hafi lagt fram húsbréf að verðmæti um 10 milljónir króna og óskað eftir því að fjárhæðin yrði lögð inn á reikning þeirra. „Þarna voru greinilega fagmenn á ferð,“ segir Hermann Jónasson. Starfsmenn átt- uðu sig þó á því að ekki var allt með felldu og fengu síðan staðfest hjá Íbúðalánasjóði að bréfin væru fölsuð. Hermann segist þakka það vel skipu- lögðu vinnuferli að það skyldi hafa tekist að stöðva viðskiptin. Reynt að svíkja út fé með fölsuðum húsbréfum Á SÍÐUSTU árum hafa íslensk stjórnvöld á markvissan hátt aukið mjög virka þátttöku í starfi Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til að koma eftir mætti í veg fyrir að Ís- lendingar verði utanveltu í ákvörð- unum um öryggismál í Evrópu. Þetta kom fram í erindi sem dr. Val- ur Ingimundarson sagnfræðingur flutti á ráðstefnu um öryggismál í Finnlandi um síðustu helgi. Valur sagði að Íslendingar hefðu lengst af haldið sig mjög til hlés þeg- ar kom að ákvörðunum í NATO og hefði það verið talið eðlilegt í ljósi þess að þjóðin væri ekki með eigin her. En á síðustu árum hefðu þeir ákveðið að leggja fram stóraukið fé og mannafla til friðargæslu á Balk- anskaga og beitt sér ákaft fyrir því að sex evrópsk aðildarríki banda- lagsins, sem ekki eru í Evrópusam- bandinu, fengju að hafa áhrif á stefnu sambandsins þegar kæmi að væntanlegu hraðliði, Evrópuhern- um. Gert er ráð fyrir að hraðliðið fái aðgang að búnaði NATO. „Að baki þessari stefnumörkun er sá vandi sem ráðamenn þjóðarinnar hafa staðið andspænis jafnt í örygg- ismálum sem í efnahags- og stjórn- málum; hvernig koma skuli í veg fyr- ir að staða Íslands utan Evr- ópusambandsins valdi því að þjóðin verði gersamlega á jaðrinum við töku ákvarðana í Evrópumálum,“ sagði Valur Ingimundarson í erindi sínu í Helsinki. Vilja forðast einangrun  Stofnun Evrópuhers/10 Íslensk stjórnvöld hafa markvisst aukið virka þátttöku í NATO RÖSKUN varð á millilandaflugi Flugleiða í gær þegar farangursvagni var ekið utan í Boeing 757-vél félags- ins sem stóð á flughlaðinu við Leifs- stöð og brottför til Glasgow var í und- irbúningi. Mótorhlíf vélarinnar skemmdist það mikið að brottför var aflýst og farþegar, sem flestir voru komnir um borð, kallaðir inn í Leifs- stöð á ný. Vélin var tekin inn í flugskýli Flug- leiða og stóð viðgerð yfir fram á kvöld. Búist var við að vélin yrði tekin í notk- un að nýju í dag. Flestir voru farþegarnir að koma frá Bandaríkjunum og á leið til Evr- ópu. Samkvæmt áætlun átti vélin að leggja af stað um kl. 8 í gærmorgun en vegna óhappsins frestaðist brott- för til hádegis. Til að koma farþeg- unum á áfangastað fengu Flugleiðir að láni Boeing 737-vél frá Íslandsflugi auk þess sem nokkrir farþegar tóku tengiflug til London með annarri vél. Vél Íslandsflugs kom til baka frá Glasgow síðdegis en þá höfðu tvær vélar Flugleiða, sem áttu að fljúga til Bandaríkjanna, beðið um stund. Röskun á millilanda- flugi Flugleiða í gær Farangurs- vagn rakst utan í Boeing-vél ÞROSKAÞJÁLFAR settu fram til- boð í gær til lausnar kjaradeilunni við Reykjavíkurborg á samninga- fundi hjá ríkissáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður síðdegis í dag og er þá reiknað með svari frá samninganefnd borgarinnar. Að sögn Sólveigar Steinsson, for- manns Þroskaþjálfafélags Íslands, er staðan í kjaradeilunni óljós en þroskaþjálfar hjá borginni hafa verið í verkfalli síðan á föstudag. Hún sagði róðurinn þungan í viðræðunum og að staðan væri enn verri gagnvart ríkinu. Fundur með samninganefnd ríkisins er ekki fyrr en á mánudag. Þroskaþjálfar lögðu fram tilboð FÆREYSKA útgerðarfélaginu Smyril Line hefur tekist að safna nægilegu fé til að greiða fyrstu af- borgun af nýrri ferju sem smíðuð verður í Þýskalandi. Í upphafi árs leit út fyrir að hætt yrði við smíðina þar sem útgerðin virtist vera komin í þrot. Kostnaður við smíði nýrrar Nor- rænu nemur um 7 milljörðum ísl. kr. en hún á að leysa Norrænu af á leið- inni milli Íslands, Færeyja, Noregs, Danmerkur og Hjaltlandseyja. Hefur Smyril Line nú tekist að safna 1,4 milljörðum kr. og á nú ríflega 2 millj- arða. Hefur útgerðin þegar greitt ríf- lega 420 milljónir til skipasmíða- stöðvarinnar í Flensborg sem samið hafði verið við. Stendur til að hin nýja Norræna verði sjósett í mars 2003. Opinber sjóður á Hjaltlandseyjum hefur lagt til 600 milljónir til Smyril Line. Þá hafa íslenskir fjárfestar, sem einnig hafa hag af komu ferjunn- ar, keypt hlut fyrir tæplega 120 millj- ónir ísl. kr. Nægt fé til að hefja smíði Norrænu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.