Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „AFRÍKUMENN eiga aldrei að vera óánægðir með neitt. Þetta er uppfinning hvítra manna sem um stundar sakir hafa lagt undir sig land þeirra“ (Africans are not supposed to ever feel bad about anything. This is an invention of the whites who are temporarily occupying their country). Þannig kemst Ernest Hemingway að orði í bókinni True at First Light sem nýlega var gefin út í frágangi son- ar hans Patricks Hemingway. Bókin segir reyndar frá dvöl Hemingways í Kenya 1953 og er að mörgu leyti sjálfhverf, en birtir margar skarplegar athugasemdir um líf Afríkumanna. Ég las þessa bók í flugi frá Lomé í Togo til Par- ísar nýlega, og þessi tilvitnun hef- ur fest í huga mér, af því að mér finnst hún skýra margt um viðhorf hvítra manna til Afríku ennþá, í upphafi nýrrar aldar. Evrópu- menn hafa verið ósparir á að gagnrýna stjórnarfar í Afríkuríkj- um og skort á lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. En um leið hefur þeim tekist að gleyma að ríkjaskipan og stjórnarfar þar er í raun bein afleiðing af breytni þeirra sjálfra í þessari ógæfusömu álfu, það er að segja nýlenduveld- anna. Og þau hafa sannarlega ekki sýnt mannréttindum Afríkumanna mikla virðingu. Togo er að mörgu leyti skýrt dæmi um þetta. Togo er næsta undarlegt ríki. Það er í Vestur-Afríku, á milli Ghana og Benin, um 60 kílómetrar frá vestri til austurs en um 600 frá suðri til norðurs, og var búið til með reglustrikusamkomulagi Breta og Frakka í lok fyrri heims- styrjaldar. En sagan byrjar miklu fyrr. Og kannski þarf fyrst að skýra, að þjóðarkennd í Afríku er með öðrum hætti en við eigum að venjast, og byggist á ættflokkum og skyldleika þeirra. Landamæri voru ekki í okkar skilningi, heldur líkari hreppa- eða sýslumörkum. Þannig er skyldleiki mikill með fólki innbyrðis í strandhéruðum, síðan tekur við annar skyldleiki frá vestri til austurs inn til lands- ins, og enn annar ennþá norðar. Þegar Evrópumenn komu siglandi til að ræna fólki (líkt og Alsírmenn hér á 17. öld) og hneppa í þrældóm og hagnýta sér landgæði á kostn- að heimamanna, þá sóttu þeir inn í landið upp frá ströndinni þvert á ættarbönd, hefðir og tungumál. Þannig lögðu Þjóðverjar undir sig allvíðáttumikið landsvæði upp úr 1880 og kölluðu Togoland. Þeg- ar þeir misstu svo nýlendur sínar 1918, skiptu Bretar og Frakkar þessu landi á milli sín með reglu- striku frá norðri til suðurs. Nú þurftu heimamenn að leggja niður þýska tungu og þýska stjórnar- hætti, sem þeim hafði verið gert að una. Nú varð vestari hlutinn breskur, með vinstri umferð, ensku, breskum stjórnarháttum og skólakerfi, Shakespeare og te- drykkju – og sameinaðist síðar Ghana. Austari hluti Togolands varð hins vegar franskur með hægri umferð, frönsku, frönskum stjórnarháttum og skólakerfi, Vol- taire og kaffidrykkju. Með öðrum orðum: þeir sem áður áttu að vera eftirlíking Þjóðverja, skyldu fram- vegis verða eftirlíking Breta vest- an megin en Frakka austan meg- in. Og sá hluti er nú ríkið Togo. Engum datt nokkurn tíma í huga að leggja rækt við tungu heima- manna, menningu þeirra eða hefð- ir. Afríkumenn eiga aldrei að vera óánægðir með neitt. Togo varð sjálfstætt ríki árið 1960. Sjö árum síðar komst Gnass- ingbé Eyadéma til valda með að- stoð hersins og hefur stjórnað landinu síðan. Hann var síðast endurkjörinn forseti 1998 til fimm ára, og því má segja að stjórnarfar hafi verið stöðugt í landinu lengi, þótt ekki séu allir jafnánægðir með þá stjórn. En því má ekki heldur gleyma að landið á sér enga náttúrulega tilvist eða landa- mæri, heldur laut það evrópskri landskikaskömmtun. Ættflokkar eru þó nokkrir og eiga sér ólíkar hefðir. Sjálfur er Eyadéma norð- anmaður, frá svæðinu Kara. Þar er meirihluti manna múham- eðstrúar, en kaþólskir menn eru fjölmennastir í suðurhluta lands- ins. Forn átrúnaður er einnig ástundaður. Tungumál eru einnig nokkur, en þau helstu Ewe og Mina. Opinbert mál er franska. Landið er helmingi minna en Ís- land og þjóðin telur um fjórar og hálfa milljón manna. Þjóðarfram- leiðsla á mann á ári er eitthvað um 40.000 krónur. Fólksfjölgun er ör, um 3% á ári, 6,2 börn á konu. Höf- uðborgin Lomé telur um eina milljón, og þar er fólksfjölgun um 6% á ári. Hagvöxtur er hins vegar enginn sem stendur, en helstu út- flutningsvörur eru fosfat, baðmull, kaffi, kakó, hnetur og ávextir. Fá- tækt er því mikil og framtíðar- horfur ekki bjartar, vandamál gíf- urleg og illleysanleg. En Afríku- menn eiga aldrei að vera óánægðir með neitt. Afríkumenn eiga aldrei að vera óánægðir … Meðal annarra orða Eftir Njörð P. Njarðvík HINN 26. maí, verða liðin 40 ár frá því að stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna kom saman til fyrsta fundar síns en lög um sjóðinn voru samþykkt á Alþingi 20. mars 1961. Sjóðurinn minnist í komandi viku þessara tímamóta, m.a. með út- gáfu sögu stofnunarinn- ar. Aðstoð við námsfólk á Íslandi á sér þó enn lengri sögu og ástæða er til að rifja hana upp á þessum tímamótum. Íslenska ríkið byrjaði að veita námsfólki fjár- hagsaðstoð veturinn 1911–1912 þegar Háskóli Íslands tók til starfa. Upp- hæðirnar voru lágar allan tímann sem styrkirnir voru veittir en það var til ársins 1952. Námslán voru veitt í fyrsta sinn árið 1928. Það var Lána- sjóður stúdenta við Háskóla Íslands sem það gerði. Sjóðurinn fékk ekki fé úr ríkissjóði og var óburðugur öll þau 24 ár sem hann starfaði. Þegar Ísland varð fullvalda ríki árið 1918 hættu Danir að veita íslensku námsfólki sem sigldi til Danmerkur námsstyrki. Al- þingi byrjaði því árið 1920 að styrkja nokkra stúdenta sem fóru til náms er- lendis. Þeim fjölgaði töluvert fram til ársins 1961. Árið 1952 urðu nokkur tímamót í sögu námsaðstoðar. Þá var hætt að veita stúdentum hér heima styrki og stofnaður var nýr Lánasjóður stúd- enta við Háskóla Íslands sem fékk fé úr ríkissjóði. Á sama tíma fór mennta- málaráð að veita námsfólki erlendis námslán en minnkaði styrkveitingar til þess jafnt og þétt. Því má segja að á árunum 1952–1960 hafi verið lagður grunnur að því námslánakerfi sem nú er við lýði. Enn urðu tímamót í sögu námsað- stoðar árið 1961 þegar Lánasjóður ís- lenskra námsmanna var stofnaður. Margir einstaklingar unnu að stofnun hans en þar var ótvírætt í forustu- hlutverki Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra. Sjóðurinn var þó fyrst í stað keimlíkur eldri sjóðum en hægt og bítandi óx honum fiskur um hrygg og á 40 ára afmælinu er hann orðinn öflug stofnun sem veitir um sex þús- und námsmönnum lán og veltir um þremur milljörðum króna. Fyrstu árin var hlutverk fimm manna stjórnar LÍN, undir forustu Jóhannesar Nordals stjórnarfor- manns, aðallega fólgið í því að útvega peninga til námslána en mennta- málaráð sá áfram um að veita námsfólki erlendis námslán og styrki og lánadeild stúdenta við Háskóla Íslands sá um að útdeila þeim pening- um sem komu í hlut námsfólks hér heima. Þetta kerfi var lagt nið- ur árið 1967 með nýjum lögum. Þá tók stjórn LÍN alfarið við allri vinnu við að veita náms- aðstoðina og byrjað var að byggja upp skrif- stofu sjóðsins sem varð smám saman öflugri og tók við út- reikningum lána og annarri þeirri vinnu sem starfsemi sjóðsins fylgdi. Ein mesta breyting sem orðið hef- ur á námslánakerfinu var gerð með lögum árið 1976. Þá voru öll lán LÍN verðtryggð. Tilgangur þessarar breytingar var að tryggja sjóðnum hærri endurgreiðslur veittra lána en hann hafði fengið fram að því. Þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1961 voru allir þeir sem að honum stóðu bjartsýnir á að takast mætti að byggja upp öfluga lánastofnun á um 20 árum og í fyrstu var sjóðurinn kall- aður sjálfseignarstofnun í lögum. Gert var ráð fyrir að framlag ríkisins til sjóðsins gæti smám saman lækkað og í fyllingu tímans gæti hann staðið á eigin fótum. Þegar frá leið áttuðu stjórnendur LÍN og flestir stjórn- málamenn sig á því að dæmið gekk ekki upp vegna vaxandi verðbólgu. Endurgreiðslur voru sáralitlar og því var í raun fremur hægt að tala um að námsfólk fengi styrki en lán. Með lög- unum árið 1976 átti að beina lána- sjóðnum á nýja braut og tryggja hon- um aukið fé. Þegar frá leið kom í ljós að ekki var nóg að gert og því voru sett ný lög um LÍN árið 1982 þar sem hert var á kröfum um endurgreiðslur. Árin 1982–1992 voru mikil átakaár í sögu Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Ásókn í námslán var mikil, þeim sem rétt höfðu til lána fjölgaði með hverju ári og meðallán hækkuðu. Frá árinu 1983 til 1991 hækkuðu veitt lán sjóðsins úr 1,8 milljörðum í 5,5 milljarða króna á verðlagi ársins 2000 og stefndu enn hærra miðað við óbreytta útlánastefnu. Þeim fór fjölg- andi sem töldu að draga yrði úr þensl- unni og marka LÍN nýja útlána- stefnu. Sú ríkisstjórn sem tók við völdum vorið 1991 einsetti sér að snúa við blaðinu. Ný stjórn lánasjóðsins veitti námsfólki aukið aðhald veturinn 1991–1992 og í maí 1992 voru sett ný lög um sjóðinn. Þau höfðu það að markmiði að tryggja tilvist hans til frambúðar. Þessar aðgerðir báru ár- angur og á síðustu tíu árum hefur staða sjóðsins batnað mikið. Má sem dæmi nefna að árið 1986 námu endur- greiðslur lána 86 milljónum króna en um tveimur milljörðum árið 1999 á föstu verðlagi. Fjárframlög til aðstoðar íslensku námsfólki hækkuðu smám saman þegar leið á 20. öld. Á árunum 1912– 1952 hækkaði námsaðstoðin úr 1,8 milljónum króna í 30 milljónir á föstu verðlagi. Á sjötta áratugnum hækk- aði fjárveitingin í tæpar 90 milljónir króna en með stofnun Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna árið 1961 var stórt skref stigið því þá hækkaði heildarupphæð veittrar námsaðstoð- ar í tæpar 140 milljónir króna. Eftir það hafa breytingar verið miklar og örar. Árið 1970 var námsaðstoðin komin upp í 336 milljónir króna en hækkaði á aðeins þremur næstu árum í tæpan milljarð. Á áttunda áratugn- um hækkuðu útgjöld lánasjóðsins hægar en áður en aftur tók námsað- stoðin stökk upp á við í byrjun níunda áratugarins, var komin í þrjá millj- arða króna árið 1984. Lánsfjárupp- hæðir voru að mestu óbreyttar til árs- ins 1986 en lækkuðu á árunum 1987 og 1988. Eftir það hækkaði heildar- fjárveitingin í 5,5 milljarða árið 1991 en hefur síðasta áratuginn verið á bilinu 3,1–3,5 milljarðar króna. Fjöldi fólks hefur setið í stjórnum eldri sjóða og stjórn LÍN frá 1961. Þar eiga setu fulltrúar námsmanna- samtakanna í landinu og fulltrúar rík- isvaldsins. Stór hópur námsfólks sem átt hefur sæti í stjórninni hefur getið sér gott orð seinna á lífsleiðinni og greinilegt er að stjórnarseta hefur verið mörgum góður og lærdómsrík- ur skóli. Núverandi stjórnarformaður LÍN er Gunnar I. Birgisson, verk- fræðingur og alþingismaður, og fram- kvæmdastjóri er Steingrímur Ari Arason hagfræðingur. Starfsmenn eru 23 og sjóðurinn er til húsa í Höfðaborg, Borgartúni 21. Óskandi er að LÍN megi vaxa og dafna á nýbyrjaðri öld þannig að sjóð- urinn geti gert sem flestu fólki kleift að stunda nám, sjálfu sér og sam- félaginu öllu til framdráttar. Lánasjóður ís- lenskra náms- manna 40 ára Friðrik G. Olgeirsson Tímamót Óskandi er, segir Frið- rik G. Olgeirsson, að LÍN megi vaxa og dafna á nýbyrjaðri öld. Höfundur er sagnfræðingur og hefur m.a. ritað sögu LÍN. ÞAÐ er ekki mitt að dæma um siðferðið svaraði Kári Stefáns- son spurningu banda- ríska fréttamannsins Ed Bradley í frétta- skýringaþættinum 60 Minutes um hvort hann teldi rekstur ís- lenska gagnagrunns- ins á heilbrigðissviði, sem Íslensk erfða- greining hefur einka- leyfi á, standast sið- ferðilegar kröfur. Frammi fyrir öflugum og frjálsum frétta- manni treysti hann sér ekki til að verja gerðir sínar og íslenskra stjórnvalda í þessu makalausa máli. Kári sleppti því að kalla frétta- manninn og viðmælendur hans hælbíta, híenur eða öfundsjúka undirmálsmenn eins og hann og nótar hans kalla menn hér sem hafa svipaðar athugasemdir. Þó var augljóst að fréttamaðurinn var sammála Larry Costin, víðfrægum og virtum siðfræðingi hjá George- town University í Washington um að íslenski gagnagrunnurinn sé ósæmandi atlaga að friðhelgi einka- lífsins og almennum mannréttind- um. Þeir voru sammála fjölda máls- metandi Íslendingasem hafa haldið uppi vitrænni umræðu og gagnrýni á gagnagrunninn. Auk þess eru gagnagrunnslögin atlaga að frjálsu vísindastarfi, höfundarétti og frelsi einstaklinganna. Fréttamaðurinn og siðfræðingur- inn voru sammála um að gagna- grunnur að íslenskri fyrirmynd yrði aldrei leyfður í heimalandi þeirra. Jafnframt var upplýst að hann sé einstakur í heiminum öll- um. Costin sagði sjálfgefið að hjá þeim yrði uppþot ef reynt yrði að safna saman slíkum upplýsingum án upplýsts samþykkis einstakling- anna sem upplýsingarnar væru um. Sem sagt. Ekkert ríki í öllum heim- inum hefur leyft þannig gagna- grunn. Aðeins þar sem vilji er til að víkja frá ríkjandi humyndum um frelsi og jafnrétti er slíkt hugs- anlegt. Það eru ekki löndin sem við viljum bera okkur saman við þó að aðrir muni gera það. Íslenski gagna- grunnurinn er í and- stöðu við Helsinki- sáttmálann sem var gerður í framhaldi Nürnberg-réttarhald- anna. Þau leiddu í ljós glæpi margra þýskra vísindamanna gegn einstaklingum sem ekki nutu mannrétt- inda. Sáttmálinn gerir kröfu um upplýst sam- þykki þátttakanda í vísindarannsóknum og rétt til þess að hætta þátttöku hvenær sem er. Stóri lærdómurinn eftir hörm- ungar fasismans og komúnismans er að virðing fyrir einstaklingnum og rétti hans er grundvallaratriði fyrir velferð mannkyns. Tilraunir til að fá fram ímyndaða hagsmuni með því að fórna rétti einstaklings- ins leiddi til hörmunga sem kost- uðu tugi milljóna manna lífið. Í viðtalinu segir fréttamaðurinn frá því að siðfræðingar telji Kára fórna rétti einstaklingsins fyrir hagsmuni fyrirtækisins. Hvorki Hitler né Stalín hefðu svarað þessu betur en Kári sem segist fyrst og fremst vera að hugsa um hagsmuni samfélagsins og hann gefur frétta- manninum um leið fría lexíu eins og sálufélagar hans hefðu getað gert: „Ég tel að þú þurfir að gæta að þér þegar þú segir að aldrei eigi að setja hagsmuni samfélagsins of- ar rétti einstaklingsins.“ Auðskilið er að einstaklingur eins og Kári missi fótanna vegna ákafa síns við að ná fram settu marki og græðgi. Alvarlegt er hins vegar þegar slíkur maður fær heilt samfélag til að dansa með. Íslensk stjórnvöld og Alþingi Íslendinga brugðust skyldum sínum. Þar veld- ur mestu ömurlegur undirlægju- háttur stjórnarflokkanna gagnvart foringjum sínum. Þeim er ekki um- hugað um almenn mannréttindi og jafnræði eins og kom t.d. fram í viðbrögðum þeirra gegn kvótadóm- inum, sem kenndur er við mig, Valdimarsdóminum. Kári játar fyrir fréttamanninum Eru Kári og stjórnvöld stikkfrí frá ábyrgð? Valdimar Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.