Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 29 8. STIGS- og burtfararprófstón- leikar söngkvennanna Jóhönnu Héðinsdóttur og Kristínar Maríu Hreinsdóttur frá Tónlistarskólan- um í Garðabæ verða í sal Tónlist- arskóla Garðabæjar í Kirkjulundi 11 í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Á efnisskrá eru íslensk og er- lend lög og aríur. Píanóleikari er Richard Simm. Jóhanna hefur stundað nám við Tónlistarskóla Garðabæjar frá 1996 og er kennari hennar Snæ- björg Snæbjarnardóttir. Kristín María hóf söngnám á Akureyri en hefur sl. tvö ár stundað nám við Tónlistarskóla Garðabæjar og er kennari hennar Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir. Jóhanna Héðinsdóttir Kristín María Hreinsdóttir Burtfarar- próf í söng 30 EINSTAKLINGAR, tvenndir eða hópar, hlutu styrki Menningarmálanefndar Hafn- arfjarðar að þessu sinni. Voru þeir afhentir við viðhöfn í Hafnarborg. Þetta eru Kvennakór Hafnarfjarðar, Lúðra- sveit Tónlistarskólans, Kammersveit Tónlistar- skólans, Söngsveit Hafnarfjarðar, Gaflarakór- inn, Kór eldri Þrasta, Tríó Reykjavíkur, Kór Hafnarfjarðarkirkju, Collegium Musicum, hljómsveitin Úlpa, Guðrún Birgisdóttir og El- ísabet Waage, Ingunn Hildur Hauksdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur B. Ólafsson, Þórunn Sigþórsdóttir og Þórunn Stefánsdóttir fyrir tónlist; Gústav Geir Bollason og Jóhann Ludwig Torfason, Jean Posocco, Margrét Guð- mundsdóttir og Sjóminjasafn Íslands vegna sýningahalds; Haraldur Sigfús Magnússon, Steinunn Þorsteinsdóttir, Söguspekingastiftið (Örn Hrafnkelsson og Þorfinnur Skúlason) og William Freyr Huntingdon-Williams til bókaút- gáfu; Ásgeir Long, Botnleðja og Kvikmyndasafn Íslands vegna myndmiðla; Leikfélag Flensborg- arskólans, María Eiríksdóttir (Baðstofa Hafnar- fjarðar), félagsmiðstöðin Setrið og Vestnorræna menningarhúsið vegna annarrar starfsemi. Sérstaka viðurkenningu hlaut Ingibjörg Ein- arsdóttir frá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar fyr- ir framlag sitt til Stóru upplestrarkeppninnar. Í menningarmálanefnd eru Kristinn Andersen formaður, Ólöf Pétursdóttir, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Gísli Ó. Valdimarsson og Ása Björk Snorradóttir. Menningarfulltrúi er Berg- lind Steinsdóttir. Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar úthlutar í Hafnarborg Morgunblaðið/Jim Smart Þrjátíu styrkir veittir í ár „ÚR viðjum“ nefnist frumsamið dansverk eftir fyrrverandi dansara Íslenska dansflokksins, Jóhann Frey Björgvinsson. Jóhann stundaði nám við Ballett Akademien í Stokkhólmi að loknu námi við Listdansskóla Þjóð- leikhússins. Hann lauk námi við Svenska Ball- ettskolan árið 1993. Litlu síðar gekk hann til liðs við Íslenska dansflokkinn og hefur hann tekið þátt í flestum uppfærslum hans, fyrir utan veturinn 1996–1997 en þá dansaði hann við Ballet Austin í Huston. Verkið er fyrsta dansverk höfundar sem áður hefur samið dansverk í samvinnu við aðra dansara. Nafn verksins, „Úr viðjum“, stendur fyrir ómeðvitað draumkennt ástand. Þema þess er draumaheimurinn, næturdraumar jafnt sem dagdraumar. Það er viðtek- in venja hjá ungum danshöfundum að taka við í dansþróuninni þar sem fyr- irrennarar þeirra hurfu frá. Jóhann Freyr kýs að stíga úr viðjum vanans og tekur upp þráðinn fyrir tíma nú- tímadansins eins og við þekkjum hann í dag. Það er hraður dans, oft við verksmiðjuhljóð í spennuandrúms- lofti með tilheyrandi dansakróbatík. Hann semur í anda nýklassíska ballettsins þar sem umgjörð dans- verka hefur yfir sér klassískan ball- ettblæ en hreyfingar og túlkun eru uppfærðar mismunandi djarflega eft- ir höfundum. Dansverkið hófst á rólegum og yf- irveguðum dansi Júlíu Gold og Svein- bjargar Þórhallsdóttur. Þær liðu um sviðið umvafðar reyk í daufri lýsingu. Þær voru klæddar í síða látlausa kjóla og hreyfðu sig undir klassíkum píanó- og fiðlutónum. Verkið var kaflaskipt í samræmi við tónlistina og stöðugt flæði hreyfinga einkenndi dansgerð- ina. Dansgerðin krafðist mýktar og ná- kvæmni í túlkun og hreyfingum sem dansararnir inntu fagmannlega af hendi. Það leið áfram án átaka og flæðandi hreyfingarnar gáfu því há- tíðlegan blæ. Það hafði sefjandi áhrif sem er kærkomin tilbreyting frá hröðum krefjandi nútímadansi. Nokkuð var lagt í lýsingu sem var fjölbreytt og gaf verkinu ævintýra- legan og fagran draumkenndan blæ. Tjarnarbíó hentaði vel þessu 40 mín- útna dansverki. Sviðið er lítið og nálægð áhorfenda mikil. Flæðandi mýktin í fjölbreyttum hreyfingum dansaranna og einlægni í túlkun, íburðarleysið í leikmynda- lausri hrárri umgjörðinni og úthugs- uð lýsingin mynduðu ramma hrein- leika og einlægni. Úr varð eftirminnilegt vandað dansverk. „Úr viðjum“ ber höfundi sínum gott vitni um nákvæmni og einlægni í vinnu- brögðum og er óhætt að segja að frumraun Jóhanns sem danshöfundar lofi góðu um framhaldið. Draumar í Tjarnarbíói DANS T j a r n a r b í ó Danshöfundur: Jóhann Freyr Björgvinsson. Dansarar: Júlía Gold, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson. Tónlist: A Silver Mt. Zion og fleiri. Búningar: GK í Reykjavík. Lýsing: Kári Gísla- son. Sunnudagur 20. maí 2001 Næsta sýning 23. maí. ÚR VIÐJUM Lilja Ívarsdótt ir Morgunblaðið/Þorkell „Óhætt er að segja að frumraun Jóhanns sem danshöfundar lofi góðu um framhaldið.“ Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.