Morgunblaðið - 23.05.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 23.05.2001, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 29 8. STIGS- og burtfararprófstón- leikar söngkvennanna Jóhönnu Héðinsdóttur og Kristínar Maríu Hreinsdóttur frá Tónlistarskólan- um í Garðabæ verða í sal Tónlist- arskóla Garðabæjar í Kirkjulundi 11 í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Á efnisskrá eru íslensk og er- lend lög og aríur. Píanóleikari er Richard Simm. Jóhanna hefur stundað nám við Tónlistarskóla Garðabæjar frá 1996 og er kennari hennar Snæ- björg Snæbjarnardóttir. Kristín María hóf söngnám á Akureyri en hefur sl. tvö ár stundað nám við Tónlistarskóla Garðabæjar og er kennari hennar Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir. Jóhanna Héðinsdóttir Kristín María Hreinsdóttir Burtfarar- próf í söng 30 EINSTAKLINGAR, tvenndir eða hópar, hlutu styrki Menningarmálanefndar Hafn- arfjarðar að þessu sinni. Voru þeir afhentir við viðhöfn í Hafnarborg. Þetta eru Kvennakór Hafnarfjarðar, Lúðra- sveit Tónlistarskólans, Kammersveit Tónlistar- skólans, Söngsveit Hafnarfjarðar, Gaflarakór- inn, Kór eldri Þrasta, Tríó Reykjavíkur, Kór Hafnarfjarðarkirkju, Collegium Musicum, hljómsveitin Úlpa, Guðrún Birgisdóttir og El- ísabet Waage, Ingunn Hildur Hauksdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur B. Ólafsson, Þórunn Sigþórsdóttir og Þórunn Stefánsdóttir fyrir tónlist; Gústav Geir Bollason og Jóhann Ludwig Torfason, Jean Posocco, Margrét Guð- mundsdóttir og Sjóminjasafn Íslands vegna sýningahalds; Haraldur Sigfús Magnússon, Steinunn Þorsteinsdóttir, Söguspekingastiftið (Örn Hrafnkelsson og Þorfinnur Skúlason) og William Freyr Huntingdon-Williams til bókaút- gáfu; Ásgeir Long, Botnleðja og Kvikmyndasafn Íslands vegna myndmiðla; Leikfélag Flensborg- arskólans, María Eiríksdóttir (Baðstofa Hafnar- fjarðar), félagsmiðstöðin Setrið og Vestnorræna menningarhúsið vegna annarrar starfsemi. Sérstaka viðurkenningu hlaut Ingibjörg Ein- arsdóttir frá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar fyr- ir framlag sitt til Stóru upplestrarkeppninnar. Í menningarmálanefnd eru Kristinn Andersen formaður, Ólöf Pétursdóttir, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Gísli Ó. Valdimarsson og Ása Björk Snorradóttir. Menningarfulltrúi er Berg- lind Steinsdóttir. Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar úthlutar í Hafnarborg Morgunblaðið/Jim Smart Þrjátíu styrkir veittir í ár „ÚR viðjum“ nefnist frumsamið dansverk eftir fyrrverandi dansara Íslenska dansflokksins, Jóhann Frey Björgvinsson. Jóhann stundaði nám við Ballett Akademien í Stokkhólmi að loknu námi við Listdansskóla Þjóð- leikhússins. Hann lauk námi við Svenska Ball- ettskolan árið 1993. Litlu síðar gekk hann til liðs við Íslenska dansflokkinn og hefur hann tekið þátt í flestum uppfærslum hans, fyrir utan veturinn 1996–1997 en þá dansaði hann við Ballet Austin í Huston. Verkið er fyrsta dansverk höfundar sem áður hefur samið dansverk í samvinnu við aðra dansara. Nafn verksins, „Úr viðjum“, stendur fyrir ómeðvitað draumkennt ástand. Þema þess er draumaheimurinn, næturdraumar jafnt sem dagdraumar. Það er viðtek- in venja hjá ungum danshöfundum að taka við í dansþróuninni þar sem fyr- irrennarar þeirra hurfu frá. Jóhann Freyr kýs að stíga úr viðjum vanans og tekur upp þráðinn fyrir tíma nú- tímadansins eins og við þekkjum hann í dag. Það er hraður dans, oft við verksmiðjuhljóð í spennuandrúms- lofti með tilheyrandi dansakróbatík. Hann semur í anda nýklassíska ballettsins þar sem umgjörð dans- verka hefur yfir sér klassískan ball- ettblæ en hreyfingar og túlkun eru uppfærðar mismunandi djarflega eft- ir höfundum. Dansverkið hófst á rólegum og yf- irveguðum dansi Júlíu Gold og Svein- bjargar Þórhallsdóttur. Þær liðu um sviðið umvafðar reyk í daufri lýsingu. Þær voru klæddar í síða látlausa kjóla og hreyfðu sig undir klassíkum píanó- og fiðlutónum. Verkið var kaflaskipt í samræmi við tónlistina og stöðugt flæði hreyfinga einkenndi dansgerð- ina. Dansgerðin krafðist mýktar og ná- kvæmni í túlkun og hreyfingum sem dansararnir inntu fagmannlega af hendi. Það leið áfram án átaka og flæðandi hreyfingarnar gáfu því há- tíðlegan blæ. Það hafði sefjandi áhrif sem er kærkomin tilbreyting frá hröðum krefjandi nútímadansi. Nokkuð var lagt í lýsingu sem var fjölbreytt og gaf verkinu ævintýra- legan og fagran draumkenndan blæ. Tjarnarbíó hentaði vel þessu 40 mín- útna dansverki. Sviðið er lítið og nálægð áhorfenda mikil. Flæðandi mýktin í fjölbreyttum hreyfingum dansaranna og einlægni í túlkun, íburðarleysið í leikmynda- lausri hrárri umgjörðinni og úthugs- uð lýsingin mynduðu ramma hrein- leika og einlægni. Úr varð eftirminnilegt vandað dansverk. „Úr viðjum“ ber höfundi sínum gott vitni um nákvæmni og einlægni í vinnu- brögðum og er óhætt að segja að frumraun Jóhanns sem danshöfundar lofi góðu um framhaldið. Draumar í Tjarnarbíói DANS T j a r n a r b í ó Danshöfundur: Jóhann Freyr Björgvinsson. Dansarar: Júlía Gold, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson. Tónlist: A Silver Mt. Zion og fleiri. Búningar: GK í Reykjavík. Lýsing: Kári Gísla- son. Sunnudagur 20. maí 2001 Næsta sýning 23. maí. ÚR VIÐJUM Lilja Ívarsdótt ir Morgunblaðið/Þorkell „Óhætt er að segja að frumraun Jóhanns sem danshöfundar lofi góðu um framhaldið.“ Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.