Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 23
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 23 BOLFISKVINNSLA hófst á ný hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. í gær en hún hefur legið niðri síðan eftir brunann 9. desember sl. Áður störf- uðu milli 70 og 80 manns í vinnsl- unni en nú verða stöðugildin 25 til að byrja með. „Það er mjög góð tilfinning að þetta skuli vera byrjað aftur og það er mjög jákvætt fyrir okkur og byggðarlagið,“ segir Kristín Valtýs- dóttir, trúnaðarmaður starfsfólks, en engin vinna hefur verið síðan í loðnuhrognunum í lok mars. „Við höfum eiginlega ekkert unnið í nær hálft ár því þetta var ekki nema um mánuður í loðnunni,“ bætir hún við. Kristín segir að allir séu mjög ánægðir þó að um fámennan hóp sé að ræða. „Við höfum stöðugri vinnu og nú stefnir í vinnu allt árið, ýmist í síld, loðnu eða bolfiski, og það breytir öllu fyrir starfsfólkið. Þetta brúar bilið og nú vonum við bara að frekari uppbygging hefjist og bætt verði við fólki.“ Bolfiskvinnsla hófst hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. á ný í gær. Ljósmynd/Sigurgeir „Jákvætt fyrir okkur og byggðarlagið“ Bolfiskvinnsla hjá Ísfélaginu VEIÐIREYNSLA krókabáta í ýsu, steinbít og ufsa hefur í flestum til- fellum ekki fylgt með bátum sem gengið hafa kaupum og sölu á und- anförnum árum, heldur orðið eftir hjá fyrrverandi eigendum bátanna. Í kjölfar Vatneyrardómsins árið 1998 var lögum um veiðar krókabáta breytt þannig að veiðar krókabáta skyldu háðar aflamarki í ýsu, ufsa og steinbít. Lögin áttu að taka gildi í upphafi fiskveiðiársins 1999/2000 og átti því að úthluta aflahlutdeild í teg- undunum á grundvelli aflareynslu á árunum 1996, 1997 og 1998. Gildis- töku laganna hefur hinsvegar verið frestað í tvígang en þau munu taka gildi við upphaf næsta fiskveiðiárs eða þann 1. september nk. Engu að síður verður áfram miðað við afla- reynslu á árunum 1996, 1997 og 1998. Frá því að lögin voru sett hafa verið mikil viðskipti með krókabáta en Eggert Sk. Jóhannesson, hjá Skipasölunni Bátar og kvóti ehf., segir að veiðireynsla hafi í fæstum tilvikum verið metin inn í kaupverð bátanna en í stað þess orðið eftir hjá seljandanum. „Það hefur verið ljóst allt frá allt frá árinu 1999 að króka- bátar yrðu kvótasettir í ýsu, ufsa og steinbít. Gildistöku laganna hefur hinsvegar verið frestað í tvígang og nokkur óvissa ríkt varðandi kvóta- setninguna. Það hefur því venjulega verið sérstaklega tekið fram í kaup- samningi að væntanleg aflahlutdeild eða hin svokallaða veiðireynsla fylgdi ekki með í kaupunum þegar bátar ganga kaupum og sölum. Kaupendum hefur því alltaf verið ljóst að aflareynslan fylgir ekki með.“ Eggert segir skýringuna á þessu einkum vera að fram til þessa hafi verið erfitt að meta veiðireynsluna í krónum og aurum. „Það hefur verið erfitt að verðleggja þessa reynslu því það er ennþá óljóst hvað heild- arkvóti krókabáta í þessum tegund- um verður mikill. Menn hafa ekki einu sinni treyst sér til að verðleggja kvótann eftir að þeir fengu úthlutað aflahlutdeildinni, því það veit enginn hvað potturinn er stór. Margir hafa ekki einu sinni viljað kaupa þessa reynslu með bátunum í trausti þess að aukategundirnar yrðu aldrei kvótasettar. Þó eru til tilfelli þar sem menn hafa tekið áhættuna og keypt aflareynsluna með bátum, án þess að vita í raun hversu mikill kvótinn yrði. Þá var verið að verð- leggja ýsukvótann á um það bil 250 krónur kílóið og steinbítinn á 90 til 100 krónur.“ Eggert segir ekki útilokað að þeir sem hafi selt báta sína og hætt í út- gerð hafi engu að síður haldið veiði- reynslunni, jafnvel þó þeir hafi ekki keypt annan bát í staðinn. „Slík staða getur komið upp og menn fá þá að geyma hlutdeildina á öðrum bátum. Eftir að hlutdeildinni var út- hlutað fyrir um ári síðan hefur verið mjög mikið um færslur á milli báta.“ Ein milljón fyrir einn sóknardag Eggert segir að með gildistöku laganna þann 1. september nk. verði sóknardagar krókabáta einnig fram- seljanlegir og menn séu nú þegar farnir að þreifa fyrir viðskiptum með daga. Þannig hafi heyrst tölur um að einn sóknardagur verði verðlagður á yfir eina milljón króna. Sóknardaga- bátum er heimilt að róa 23 daga á yf- irstandandi fiskveiðiári en eftir gild- istöku laganna þann 1. september fækkar dögunum um tvo. Erfitt að meta aflareynsluna ERLENT „AF hverju í ósköpunum eru þeir svona hörundsárir? Þetta er brjóstumkennanlegt,“ sagði Charles Kennedy, leiðtogi frjáls- lyndra demókrata, um ásakanir Verkamannaflokksins á hendur þremur stærstu sjónvarpsstöðv- unum. Ritari Verkamannaflokks- ins hefur sakað stöðvarnar um að fá fólk til að leggja óþægilegar spurningar fyrir leiðtoga flokks- ins og reyna að skapa æsing. Með þessum ásökunum dregur Verkamannaflokkurinn vísast óviljandi athyglina að kosninga- baráttu sinni sem sætir stöðugri gagnrýni fjölmiðla fyrir að mið- ast að því að ráða umfjöllun fjöl- miðlanna. Fréttamenn benda á að það sé alveg ómögulegt að skipuleggja nokkuð, því dagskrá Tony Blair og annarra frammá- manna flokksins er aldrei birt og fulltrúar fjölmiðla eru keyrðir um í rútu án þess að vita nokk- urn tímann hvert þeir fara, að sögn vegna öryggisráðstafana. Verkamannaflokkurinn virðist ekki ætla að uppskera mikla samúð með kvörtunum sínum. Þvert á móti þykir órökstudd viðkvæmni þeirra sýna að þeir hafi misst tökin á eigin kosninga- baráttu. Þar við bætist óheppileg athygli sem beinist að einstökum flokksmönnum eins og Keith Vaz Evrópuráðherra sem ekki hefur getað hreinsað sig af grun um spillingu. Ofsóknaræði eða lögmætar áhyggjur? Fréttin um að Margaret McDonagh, ritari Verkamanna- flokksins, hefði skrifað kvörtun- arbréf til BBC, ITN og Sky var forsíðuefni margra breskra blaða í gær. Í bréfinu segir meðal ann- ars: „Hegðun þessarar sjón- varpsstöðvar stefnir í hættu ör- yggi starfsmanna Verkamannaflokksins, stjórn- málamanna og almennings.“ Bréfið var sent á föstudagskvöld- ið. Dagana á undan hafði Blair lent í því að reið sambýliskona krabbameinssjúklings hellti sér yfir hann fyrir slaka frammi- stöðu í heilbrigðismálum. Konan varð samstundis víðfræg því þetta gerðist fyrir framan sjón- varpsvélarnar. Sama dag lenti aðstoðarfor- sætisráðherrann John Prescott í því að eggi var kastað í hann og snarpt vinstrihandarhögg gamla boxarans varð fréttaefni um all- an heim. Þeir sem sjá um kosn- ingabaráttu Verkamannaflokks- ins álíta að Sky hafi vitað af því að einhver ætlaði að atast í Pres- cott og því hafi náðst af því svo góðar myndar. Einnig halda þeir að BBC hafi til dæmis sett hljóð- nema á bónda sem síðan vék sér með spurningar að Tony Blair. Sviðsettur raunveruleiki Talsmenn allra stöðvanna hafna því að nokkuð sé til í ásök- unum þessum. Þvert á móti kvarta fulltrúar þeirra og ann- arra fjölmiðla sárlega yfir þeirri ofstjórnun sem Verkamanna- flokkurinn hafi á baráttunni. Ný- lega var Blair í lestarferð þar sem fjöldi fréttamanna var með. Skyndilega var tilkynnt að Blair ætlaði út á næstu stöð til að tala við fólk þar. Aðeins örfáum fréttamönnum var hleypt út og þannig gengur þetta iðulega fyr- ir sig. Aðgangurinn er vandlega skammtaður. Blair ferðast um í rútu sem fylgt er af rútu með fréttamönn- um. Aðeins fréttastofum sjón- varpsstöðvanna er tilkynnt fyrir fram hvert farið verði, af því þær þurfa tíma til að koma sínu liði fyrir. Blaðamönnum er ekki til- kynnt hvert sé farið, heldur að- eins sagt hvaðan verði farið en ekki endilega hvar ferðin endi. Síðan er Blair stillt upp hér og þar, látinn tala við valið fólk og þá er fjölmiðlum hleypt að sem snöggvast til að ná myndum. Í blöðunum eru svo greinar um fá- ránlegar uppákomur í kosninga- baráttunni fastir liðir og oftar en ekki er það hin sviðsetta kosn- ingabarátta Verkamannaflokks- ins sem er efnið. Moldviðri til að fela óþægilega stöðu? Í allri þessari sviðsetningu velta menn því nú fyrir sér hver sé tilgangurinn með því að kenna fjölmiðlunum sjálfum um slæma útreið Verkamannaflokksins í fjölmiðlum. Einhver taugatitr- ingur er auðvitað í flokknum þótt skoðanakannanir bendi til mik- illar yfirburðastöðu hans. Hins vegar velta ýmsir því fyrir sér hvort ástæðan sé að undanfarna daga hefur Íhaldsflokkurinn þrengt að andstæðingi sínum í umræðu um opinberar heilbrigð- istryggingar. Bretar greiða að lágmarki nokkur pund á viku til opinbera heilbrigðistryggingakerfisins. Íhaldsflokkurinn storkaði stjórn- inni með því að segja að hún hygðist hækka tryggingarnar sem eru nokkurs konar skattur. Stjórnin vildi ekki gefa um þetta nein loforð og William Hague og fleiri frammámenn í Íhalds- flokknum notuðu tækifærið og gerðu stjórnina tortryggilega í þessum efnum. Málið er viðkvæmt og spurn- ingin er hvort Verkamannaflokk- urinn sé að þyrla upp þessu moldviðri til að draga athyglina frá tryggingamálinu. Einstakir þingmenn og ráð- herrar Verkamannaflokksins eru einnig mjög í sviðsljósinu. Keith Vaz Evrópuráðherra, sem er af indverskum ættum og mjög tengdur Hinduja-bræðrunum, hefur ekki getað á sannfærandi hátt þvegið það af sér að hann hafi aðstoðað bræðurna við að fá breskt vegabréf þó að leyniþjón- ustan hafi lengi vitað af grugg- ugum málum þeirra, en þeim er nú haldið á Indlandi vegna dóms- rannsóknar þar. Vaz hefur skotið sér undan að svara rannsóknarnefnd um þessi tengsl. Hann veiktist meðan mál- ið stóð sem hæst en virðist nú taka þátt í kosningabaráttu. Hann hefur beðið fréttamenn að láta sig vera en menn eru óhressir með að hann segist of lasinn til að svara spurningum en nógu hress til að sinna barátt- unni. Menn eru almennt sam- mála um að svo virðist sem Vaz sé að skjóta sér undan að svara óþægilegum spurningum. Það er óhætt að segja að þrátt fyrir góða stöðu Verkamanna- flokksins í skoðanakönnunum fær hann daglega hrikalega út- reið í fjölmiðlum fyrir slíka of- stjórnun kosningabaráttunnar að annað eins hefur aldrei sést í Bretlandi. Þrátt fyrir ofurskipu- lag kosningabarátt- unnar fær Verka- mannaflokkurinn ekki ráðið umfjöllun fjölmiðla, segir Sigrún Davíðsdóttir, og það virðist hann ekki geta sætt sig við. Tony Blair sýnir fréttamönnum leikföng sem honum voru gefin fyrir eins árs gamlan son sinn á kosningafundi í Dartford á mánudag. Reuters Kosningabaráttan í Bretlandi fer harðnandi Verkamannaflokkurinn segir sjónvarpsstöðvar sviðsetja vandræði sd@uti.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað (23.05.2001)
https://timarit.is/issue/249256

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað (23.05.2001)

Aðgerðir: