Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 20
Vorhátíð í leik- skóla Aðaldæla Aukin samkeppni í verslun VERSLUNIN Bland í poka ehf. á Hvammstanga hefur opnað matvöru- deild í verslun sinni. Kaupfélagið á staðnum hefur annast matvörusölu eitt á staðnum í um áratug, en lítil matvöruverslun er á Laugarbakka. Eigendur Blands í poka eru Skúli Guðbjörnsson og Ester Jónsdóttir og segja þau mikinn áhuga hafa verið hjá viðskiptavinum fyrir aukinni þjón- ustu. Að sögn munu verða sértilboð á matvöru í hverri viku. Þau hjón reka verslun sína í nýju iðngörðunum, sem kallast Strand- bær. Fyrir skömmu keyptu þau full- komna framköllunarsamstæðu og veita þjónustu í ljósmyndaframköllun í Húnaþingi vestra ásamt stóru svæði umhverfis. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Skúli Guðbjörnsson og Ester Jónsdóttir í verslun sinni á Hvammstanga. Hvammstangi Fullkomnasti jarðbor landsins borar fyrir Hitaveitu Egilsstaða og Fella Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Bent Einarsson, forstjóri Jarðborana, t.v., og Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella, undirrita samning um borun nýrrar veituholu í Urriðavatni í Fellum. HITAVEITA Egilsstaða og Fella, HEF, hefur undirritað verksamning við Jarðboranir. Bora á tveggja km djúpa virkjunarholu í Urriðavatn og vonast er til að ná 49 sek./l af allt að 78° C heitu vatni. Nýja holan verður öryggis- og veituhola til lengri tíma litið, en HEF notar nú eina holu sem gefur 46 sekúndulítra af 76° C heitu vatni og tvær aðrar sem úr fæst 57° C og 64° C heitt vatn. Til þess að geta notað tvær þær síðasttöldu þarf að kynda vatnið með svartolíu og er það gert á mestu álagstímum. Meðaldagsþörf veitu- svæðisins er 27 sek./l. Dýpsta holan á Urriðavatnssvæðinu er um 1,6 km og verður farið inn í sama sprungu- kerfi með nýju holuna. Sleipnir, nýjasti og fullkomnasti jarðbor landsins, verður notaður til verksins. Í áhöfn hans eru fjórtán menn og verður unnið á vöktum all- an sólarhringinn. Reiknað er með að verkinu ljúki í endaðan júní. Forstjóri Jarðborana, Bent Ein- arsson, sagði við undirritun samn- ingsins að langt væri síðan fyrirtæk- ið hefði leitað að heitu vatni á Austurlandi. Undirbúningsrann- sóknir verksins væru mjög góðar og full ástæða til að vænta góðs árang- urs af verkinu. Borunin mun á mæli- kvarða Jarðborana teljast nokkuð stórt verk á lághitasvæði, en fyrir- tækið sinnir verkefnum víða um heim, bæði á lág- og háhitasvæðum. Sóknarprestur hefur blessað virkjunarsvæðið og varð Guðmundi Davíðssyni, framkvæmdastjóra HEF, það að orði að gott væri nú að vera í beinu sambandi bæði upp og niður. Kostnaður við borun og virkjun er áætlaður 65 til 70 milljónir króna. Sleipnir borar virkjunarholu í Urriðavatn Egilsstaðir LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ UM helgina voru gefin saman í hjónaband í Víkurkirkju Stephanie Ann Dillon og John Kimball Ed- wards frá Atlanta í Bandaríkjunum. Það var séra Haraldur M. Krist- jánsson, prófastur í Vík, sem gifti þau og var öllum sóknarbörnum Víkursóknar boðið að vera viðstödd giftinguna. Þau völdu Víkurkirkju vegna þess að fyrir ári voru þau á ferðalagi á Ís- landi og heilluðust af náttúru og um- hverfi Mýrdalsins þannig að þegar þau voru á gangi um Víkurfjöru bað John Stephanie að giftast sér. Við athöfnina söng Kór Víkurkirkju, stúlkur úr barnakór Grunnskóla Mýrdalshrepps sungu undir stjórn Önnu Björnsdóttur og tveir ein- söngvarar sungu einsöng og tvísöng. Um allan undirleik sá organisti Vík- urkirkju, Krisztína Szklenár. Brúðkaupsveislan var síðan hald- in á Hótel Höfðabrekku og var sam- kvæmt bandarískri venju. Brúðhjónin vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem gerðu þeim þennan dag ógleymanlegan. Brúðhjónin stilltu sér upp fyrir myndatöku á tröppum Víkurkirkju með Víkurþorp og Reynisdranga í bakgrunni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Brúðhjónin ganga út úr Víkurkirkju undir krosslögðum sverðum heiðursvarða. Gifting að hermanna- sið í Víkurkirkju Mýrdalur VIÐ ODDA- og Þykkvabæjarkirkj- ur starfa kirkjukórar undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar sem leikur á orgel í kirkjunum. Við báðar er auk þess kenndur stúlknakór sem Nína María Morávek á Hellu stjórnar. Kórarnir héldu sameiginlega tón- leika í Þykkvabæjarkirkju 13. maí, m.a. til að fagna endurbótum á kirkj- unni en gólf hennar skemmdist mik- ið í jarðskjálftunum í fyrra. Lagt hef- ur verið nýtt viðargólf auk þess sem hljómburður hefur verið stórbættur. Á efnisskrá voru trúarleg og ver- aldleg kórverk, íslensk og erlend, gömul og ný og mátti hlýða á verk jafnólíkra höfunda og Atla Heimis Sveinssonar, Þorkels Sigurbjörns- sonar, Jórunnar Viðar, Björgvins Þ. Valdimarssonar, Mozarts, Bruckn- ers, Saint-Saëns, Eric Claptons og Andrew Lloyd Webbers. Fyrri hlut- inneinkenndist af angurværum og undurblíðum Maríukvæðum eftir ís- lenska höfunda og sungu sameinaðir kirkjukórarnir og stúlknakórinn til skiptis. Eftir hlé sungu kórarnir fjöl- breytta sálma, þjóðlög og popplög við góðar undirtektir áheyrenda. Hátíðar- tónleikar Hella Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Stúlknakór Þykkvabæjar- og Oddakirkna gladdi hjörtu áheyrenda á hátíðartónleikum í Þykkvabæjarkirkju, stjórnandi er Nína M. Morávek. VEISLUHÖLD og gleði voru í leikskólanum Barnaborg í Aðaldal í vikunni þegar verið var að út- skrifa skólahópinn, en svo nefnist sá hópur barna sem nú yfirgefur skólann og fer í 1. bekk Hafra- lækjarskóla að hausti. Foreldrar mættu til þess að vera með í hátíðarhöldunum og voru bakaðar vöfflur og fleira góð- gæti, sem boðið var upp á, en áður voru skemmtiatriði sem börnin sáu um undir leiðsögn starfsfólks skól- ans. Næstelstu börnin sýndu „Geit- urnar þrjár“ við góðar undirtektir og höfðu öll börnin gaman af að taka þátt í að gera daginn skemmtilegan. Hefð er að verða fyrir ýmsum tyllidögum í leikskólastarfinu í Að- aldal og er almenn ánægja með þá aðstöðu sem nýlega er búið að koma upp í nýju húsi við Iðjugerði. Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon „Geiturnar þrjár“ gerðu lukku hjá áhorfendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.