Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 20
Vorhátíð í leik- skóla Aðaldæla Aukin samkeppni í verslun VERSLUNIN Bland í poka ehf. á Hvammstanga hefur opnað matvöru- deild í verslun sinni. Kaupfélagið á staðnum hefur annast matvörusölu eitt á staðnum í um áratug, en lítil matvöruverslun er á Laugarbakka. Eigendur Blands í poka eru Skúli Guðbjörnsson og Ester Jónsdóttir og segja þau mikinn áhuga hafa verið hjá viðskiptavinum fyrir aukinni þjón- ustu. Að sögn munu verða sértilboð á matvöru í hverri viku. Þau hjón reka verslun sína í nýju iðngörðunum, sem kallast Strand- bær. Fyrir skömmu keyptu þau full- komna framköllunarsamstæðu og veita þjónustu í ljósmyndaframköllun í Húnaþingi vestra ásamt stóru svæði umhverfis. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Skúli Guðbjörnsson og Ester Jónsdóttir í verslun sinni á Hvammstanga. Hvammstangi Fullkomnasti jarðbor landsins borar fyrir Hitaveitu Egilsstaða og Fella Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Bent Einarsson, forstjóri Jarðborana, t.v., og Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella, undirrita samning um borun nýrrar veituholu í Urriðavatni í Fellum. HITAVEITA Egilsstaða og Fella, HEF, hefur undirritað verksamning við Jarðboranir. Bora á tveggja km djúpa virkjunarholu í Urriðavatn og vonast er til að ná 49 sek./l af allt að 78° C heitu vatni. Nýja holan verður öryggis- og veituhola til lengri tíma litið, en HEF notar nú eina holu sem gefur 46 sekúndulítra af 76° C heitu vatni og tvær aðrar sem úr fæst 57° C og 64° C heitt vatn. Til þess að geta notað tvær þær síðasttöldu þarf að kynda vatnið með svartolíu og er það gert á mestu álagstímum. Meðaldagsþörf veitu- svæðisins er 27 sek./l. Dýpsta holan á Urriðavatnssvæðinu er um 1,6 km og verður farið inn í sama sprungu- kerfi með nýju holuna. Sleipnir, nýjasti og fullkomnasti jarðbor landsins, verður notaður til verksins. Í áhöfn hans eru fjórtán menn og verður unnið á vöktum all- an sólarhringinn. Reiknað er með að verkinu ljúki í endaðan júní. Forstjóri Jarðborana, Bent Ein- arsson, sagði við undirritun samn- ingsins að langt væri síðan fyrirtæk- ið hefði leitað að heitu vatni á Austurlandi. Undirbúningsrann- sóknir verksins væru mjög góðar og full ástæða til að vænta góðs árang- urs af verkinu. Borunin mun á mæli- kvarða Jarðborana teljast nokkuð stórt verk á lághitasvæði, en fyrir- tækið sinnir verkefnum víða um heim, bæði á lág- og háhitasvæðum. Sóknarprestur hefur blessað virkjunarsvæðið og varð Guðmundi Davíðssyni, framkvæmdastjóra HEF, það að orði að gott væri nú að vera í beinu sambandi bæði upp og niður. Kostnaður við borun og virkjun er áætlaður 65 til 70 milljónir króna. Sleipnir borar virkjunarholu í Urriðavatn Egilsstaðir LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ UM helgina voru gefin saman í hjónaband í Víkurkirkju Stephanie Ann Dillon og John Kimball Ed- wards frá Atlanta í Bandaríkjunum. Það var séra Haraldur M. Krist- jánsson, prófastur í Vík, sem gifti þau og var öllum sóknarbörnum Víkursóknar boðið að vera viðstödd giftinguna. Þau völdu Víkurkirkju vegna þess að fyrir ári voru þau á ferðalagi á Ís- landi og heilluðust af náttúru og um- hverfi Mýrdalsins þannig að þegar þau voru á gangi um Víkurfjöru bað John Stephanie að giftast sér. Við athöfnina söng Kór Víkurkirkju, stúlkur úr barnakór Grunnskóla Mýrdalshrepps sungu undir stjórn Önnu Björnsdóttur og tveir ein- söngvarar sungu einsöng og tvísöng. Um allan undirleik sá organisti Vík- urkirkju, Krisztína Szklenár. Brúðkaupsveislan var síðan hald- in á Hótel Höfðabrekku og var sam- kvæmt bandarískri venju. Brúðhjónin vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem gerðu þeim þennan dag ógleymanlegan. Brúðhjónin stilltu sér upp fyrir myndatöku á tröppum Víkurkirkju með Víkurþorp og Reynisdranga í bakgrunni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Brúðhjónin ganga út úr Víkurkirkju undir krosslögðum sverðum heiðursvarða. Gifting að hermanna- sið í Víkurkirkju Mýrdalur VIÐ ODDA- og Þykkvabæjarkirkj- ur starfa kirkjukórar undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar sem leikur á orgel í kirkjunum. Við báðar er auk þess kenndur stúlknakór sem Nína María Morávek á Hellu stjórnar. Kórarnir héldu sameiginlega tón- leika í Þykkvabæjarkirkju 13. maí, m.a. til að fagna endurbótum á kirkj- unni en gólf hennar skemmdist mik- ið í jarðskjálftunum í fyrra. Lagt hef- ur verið nýtt viðargólf auk þess sem hljómburður hefur verið stórbættur. Á efnisskrá voru trúarleg og ver- aldleg kórverk, íslensk og erlend, gömul og ný og mátti hlýða á verk jafnólíkra höfunda og Atla Heimis Sveinssonar, Þorkels Sigurbjörns- sonar, Jórunnar Viðar, Björgvins Þ. Valdimarssonar, Mozarts, Bruckn- ers, Saint-Saëns, Eric Claptons og Andrew Lloyd Webbers. Fyrri hlut- inneinkenndist af angurværum og undurblíðum Maríukvæðum eftir ís- lenska höfunda og sungu sameinaðir kirkjukórarnir og stúlknakórinn til skiptis. Eftir hlé sungu kórarnir fjöl- breytta sálma, þjóðlög og popplög við góðar undirtektir áheyrenda. Hátíðar- tónleikar Hella Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Stúlknakór Þykkvabæjar- og Oddakirkna gladdi hjörtu áheyrenda á hátíðartónleikum í Þykkvabæjarkirkju, stjórnandi er Nína M. Morávek. VEISLUHÖLD og gleði voru í leikskólanum Barnaborg í Aðaldal í vikunni þegar verið var að út- skrifa skólahópinn, en svo nefnist sá hópur barna sem nú yfirgefur skólann og fer í 1. bekk Hafra- lækjarskóla að hausti. Foreldrar mættu til þess að vera með í hátíðarhöldunum og voru bakaðar vöfflur og fleira góð- gæti, sem boðið var upp á, en áður voru skemmtiatriði sem börnin sáu um undir leiðsögn starfsfólks skól- ans. Næstelstu börnin sýndu „Geit- urnar þrjár“ við góðar undirtektir og höfðu öll börnin gaman af að taka þátt í að gera daginn skemmtilegan. Hefð er að verða fyrir ýmsum tyllidögum í leikskólastarfinu í Að- aldal og er almenn ánægja með þá aðstöðu sem nýlega er búið að koma upp í nýju húsi við Iðjugerði. Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon „Geiturnar þrjár“ gerðu lukku hjá áhorfendum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.