Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í TÖLULEGU yfirliti sem unnið er
úr komuskýrslum Kvennaathvarfs-
ins kemur fram, að algengasta or-
sök þess að konur leita þangað er
sú, að þær hafa verið beittar and-
legu ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi
flokkast einnig sem andlegt ofbeldi
en í nýútkominni ársskýrslu Sam-
taka um kvennaathvarf segir, að
það sé algengur misskilningur í um-
fjöllun um heimilisofbeldi að þar sé
einungis um líkamsmeiðingar að
ræða og andlegt ofbeldi sé algengt
án þess að líkamlegt ofbeldi sé
einnig til staðar. Alls leituðu 347
konur aðstoðar í Kvennaathvarfinu
í fyrra sem er 49 konum fleira en
árið 1999. Flestar konur sem leita
til Kvennaathvarfsins nefna fleiri
en eina ástæðu fyrir komu sinni, en
í 68% tilfella nefna konur andlegt
ofbeldi sem aðalástæðu komu, en í
38% tilfella að um líkamlegt ofbeldi
sé að ræða. Edda Jónsdóttir
fræðslu- og kynningarfulltrúi
Kvennaathvarfsins segir margar
kvennanna telja að þær verði að
vera með líkamlega áverka og þá
mikla, til þess að eiga erindi í
Kvennaathvarfið. Því séu alltaf ein-
hverjar sem leiti sér aldrei hjálpar,
af því þær telji Athvarfið ekki vera
fyrir konur, sem beittar séu and-
legu ofbeldi. „Andlegu ofbeldi hefur
verið líkt við köngulóarvef sem er
ósýnilegur í fljótu bragði og vand-
lega spunninn. Þannig er vísað til
þess hversu erfitt er að koma auga
á þess konar ástand, jafnvel fyrir
þá einstaklinga sem sjálfir eru
flæktir í vefinn,“ segir Edda og
bendir á að í skýrslu Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar WHO komi
fram, að ofbeldi gegn konum sé eitt
af alvarlegustu heilbrigðisvanda-
málum heims, ofbeldi gegn konum
sé alheimsvandamál og staðreyndin
sú, að fleiri konur missi heilsuna
eða láti lífið af völdum ofbeldis en
af völdum umferðarslysa, malaríu
og hernaðarátaka samanlagt. Birt-
ingarmyndir ofbeldisins eru marg-
víslegar, s.s. einangrun, efnahags-
leg stjórnun, tilfinningaleg kúgun,
hótanir, kynferðisleg misnotkun og
líkamlegt ofbeldi.
Konur fæddar á Íslandi 91%
þeirra sem sækja í athvarfið
Komum í Kvennaathvarfið fjölg-
aði um 16% á milli áranna 1999 og
2000. Um er að ræða komur til
dvalar, sem eru 95 og hins vegar
komur í viðtöl, sem voru alls 252.
Nýkomur eru 42% og er það svipað
og árið 1999.
Edda leggur áherslu á að heild-
arkomur í Athvarfið segi ekki til
um heildarfjölda þeirra kvenna sem
þangað leita, þar sem sama kona
getur komið oftar en einu sinni í
viðtöl eða til dvalar og er þá hver
koma skráð. Aukningin á komum í
Athvarfið á milli ára felst í aukn-
ingu á viðtölum við konur, sem ekki
dvelja í Athvarfinu en þeim fjölgar
um 39%.
„Segja má að sífellt fleiri konur
velji að vinna sig út úr ofbeldinu
heiman frá sér í stað þess að koma
til dvalar í Kvennaathvarfið. Það er
skiljanlegt því það er mikil röskun
fyrir konurnar og börn þeirra að
fara að heiman og dvelja í ókunn-
ugu húsi. Hins vegar er Kvenna-
athvarfið mjög oft það skjól sem
konurnar þurfa á að halda til þess
að safna kröftum og hugleiða hvaða
stefnu þær vilja taka í lífinu,“ segir
Edda.
Ef bornar eru saman tölur síð-
ustu sex ára kemur í ljós að sama
mynstrið er ríkjandi, þ.e. konur
fæddar á Íslandi, hafa verið á milli
85 og 93% þeirra sem leita til
Kvennaathvarfsins. Engin breyting
var á þessu í fyrra, þegar 91%
kvennanna eða 316 voru fæddar hér
á landi, 4% koma frá einhverju
Evrópulandanna og 3% frá Asíu-
löndum. Þjóðerni kvennanna er því
í samræmi við hlutföllin í þjóðfélag-
inu. Eins og tvö undanfarin ár er
meðalaldur þeirra kvenna sem leita
í Athvarfið 36 ár. Hins vegar hefur
orðið breyting í aldursdreifingunni,
þar sem konum yngri en 30 ára hef-
ur fjölgað og eins konum yfir fer-
tugt. Sú yngsta sem kom í viðtal
var 12 ára, en yngsta stúlkan sem
kom í dvöl var16 ára. Elsta konan,
sem leitaði til Kvennaathvarfsins
árið 2000, var 81 árs.
Þegar tengsl kvenna við gerend-
ur eru skoðuð kemur í ljós, að tæp-
ur helmingur er annað hvort eig-
inmaður eða sambýlismaður en um
fyrrverandi eiginmann eða sam-
býlismann er að ræða í rúmlega
20% tilfella. Í skýrslunni segir að af
þessum upplýsingum megi því ráða,
að konurnar geti ekki verið öruggar
um að þær séu lausar undan ofbeld-
inu þótt þær skilji eða slíti sambúð.
Árið 2000 dvaldi 61 barn í At-
hvarfinu sem er 19 börnum færra
en árinu áður og 37 börnum færra
en árið 1998. Gerandinn í lífi
barnanna er í ríflega helmingi til-
fella faðirinn, 22% stjúpi og innan
við 10% eru skilgreindir sem aðrir
ættingjar eða ókunnir aðilar.
Andlegt ofbeldi er algeng-
asta ástæða heimsóknar
!!
#
# $%&'
!
(
( "&
*&
%&
+"&+
'+ ,
,
!"
!,
-
#$%
-
!
-
!&&
-
!,
-
$'
!
./+
"0$ "
Skýrsla Samtaka um kvennaathvarf um komur í athvarf samtakanna
ÁKVÖRÐUN aðalfundar sjó-
mannadagsráðs Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar, um að sjávarútvegs-
ráðherra og fulltrúa útgerðarmanna
verði ekki boðið að halda ræðu á
sjómannadaginn, stendur óbreytt,
en sjómannaráð fundaði í gær og
var ákvörðunin meðal þess sem
rætt var á fundinum.
Guðmundur Hallvarðsson, alþing-
isþingmaður og formaður Sjó-
mannadagsráðs, segir að ekki hafi
verið ákveðið hver haldi ræðu fyrir
hönd sjómanna á sjómannadaginn,
en að það verði ákveðið næstu
daga.
„Deilur hafa verið á milli sjó-
mannaforystunnar vegna kjara-
samninga vélstjóra, en hingað til
hafa ýmist forystumenn samtaka
sjómanna eða einstakra stéttar-
félaga þeirra talað fyrir hönd stétt-
arinnar,“ segir Guðmundur. Hann
segir að það komi í hlut sjómanna-
dagsráðs að ákveða hver verði
ræðumaður fyrir hönd sjómanna í
ár.
Einn ræðumaður í ár
Síðustu ár hafa fjórir haldið tölu
á sjómannadaginn. Auk ráðherra,
sjómanna og útvegsmanna hefur
erlendum heiðursgesti verið boðið
hingað til lands í tilefni dagsins.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
styrkt komu þeirra hingað, en að
sögn Guðmundar er nú óvíst um
þennan stuðning í ár. Því er útlit
fyrir að aðeins einn ræðumaður
haldi ræðu þetta árið.
Þetta er í fyrsta skipti frá því
farið var að halda sjómannadaginn
hátíðlegan, árið 1938, sem sjó-
mannadagsráð blandar sér í kjara-
deilur sjómanna. „Nú varð breyting
þar á og skiljum við að sjómenn séu
reiðir vegna þess sem á undan er
gengið,“ segir Guðmundur. Hann
segist vona að þessar öldur lægi til
að dagurinn verði til þess að efla
samstöðu meðal sjómannastéttar-
innar.
Lögum samkvæmt þurfa allir ís-
lenskir sjómenn að vera komnir í
höfn í síðasta lagi á hádegi daginn
fyrir sjómannadag. Skipin fóru á
miðin þann 15. þessa mánaðar eftir
að lög voru sett á kjaradeilu sjó-
manna og ættu þeir að ná góðum
túr áður en þeir koma aftur að
landi þann 9. júní. „Sjómenn ættu
að geta komið með góðan afla að
landi og gert sér glaðan dag á sjó-
mannadaginn,“ segir Guðmundur.
Óvíst hver heldur
hátíðarræðu fyrir
hönd sjómanna
Sjómannadagurinn undirbúinn
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur dæmdi í gær fjóra pilta í
2–5 mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir margvísleg af-
brot. Afrbrotin frömdu þeir í
brotahrinu sem stóð frá lokum
desember 2000 fram í janúar
2001. Þeir stóðu ýmist einir að
afbrotunum eða í félagi við
aðra.
Piltarnir voru ýmist dæmdir
fyrir innbrot í fyrirtæki, heim-
ili eða bíla og tveir þeirra fyrir
bílstuld. Einn þeirra var
dæmdur fyrir að hafa í lok
janúar brotist inn í níu bifreið-
ar sem stóðu við Veghús í
Grafarvogi með því að brjóta í
þeim hliðarrúður.
Ákærðu voru allir undir 18
ára aldri er þeir frömdu brot
sín en þrír þeirra hafa ekki
fyrr gerst sekir um refsiverða
háttsemi svo vitað sé. Þeir
lýstu allir fyrir dóminum þeim
vandamálum sem þeir hafa átt
í og því hvernig þeir hafa tekið
á sínum málum auk þess sem
gögn liggja fyrir í málinu um
persónulega hagi þeirra. Þetta
á einkum við um tvo piltanna
sem hafa verið í fíkniefna-
neyslu, en farið í meðferð og
sýnt vilja til að ná tökum á
sínu lífi. Þá játuðu þeir allir
brot sín greiðlega.
Sá sem hafði framið flest
brotin var dæmdur til að
greiða átta manns rúmlega
300.000 þúsund krónur í
skaðabætur.
Brotin snerta flest innbrot
og tilraun til þjófnaðar. Sá
sem hafði hvað lengstan
ákærulista var dæmdur í fimm
mánaða fangelsi auk þess sem
hann var dæmdur til að greiða
átta manns alls rúmlega
300.000 krónur í skaðabætur.
Piltarnir voru allir dæmdir til
að greiða sakar- og málsvarn-
arkostnað.
Valtýr Sigurðsson héraðs-
dómari kvað upp dóminn.
Fjórir pilt-
ar dæmdir
fyrir fjölda
afbrota
TALIÐ er að um 50.000 helsingjar
hafi viðdvöl hér á landi á leið sinni
til og frá varpstöðvunum á austur-
strönd Grænlands. Helst ber þá nið-
ur í Húnavatnssýslum og í Skaga-
firði og hefur mátt sjá þá þar í
stórum hópum frá seinnihluta apríl
og fram eftir maí.
Arnór Þ. Sigfússon fuglafræð-
ingur segir þann stofn helsingja
sem á sér varplönd í Grænlandi
hafa stækkað mjög síðustu ár.
Stofninn er talinn á fimm ára fresti
og frá 1994–1999 virðist honum
hafa fjölgað úr rúmlega 30 þúsund
fuglum í yfir 50 þúsund. Arnór seg-
ir að aukningin í stofnstærð verði
líklega einkum rakin til aukinnar
ræktunar, jafnt á túnum sem korni
sem geri það að verkum að hels-
ingjar hafa betri möguleika á að
afla sér fæðu. Gæsastofnar, að und-
anskilinni grágæsinni, hafi reyndar
almennt verið á uppleið undanfarna
áratugi. Þá hafi helsingi verið frið-
aður í Bretlandi og telur Arnór að
Íslendingar séu nú þeir einu sem
veiða úr stofninum.
Ekki halda þó allir helsingjarnir
til Grænlands því undanfarinn ára-
tug hafa um 10 pör verpt í Skafta-
fellssýslunum. Upp úr 1980 voru
reyndar örfá varppör í Breiðafirði
en það varp lagðist af eftir skamma
hríð. Eftir að varpi lýkur á haustin
koma helsingjarnir aftur við á Ís-
landi áður en þeir halda á vetr-
arstöðvar sínar en flestir halda til
eyjarinnar Islay undan vest-
urströnd Skotlands.
Fyrstu Helsingjarnir koma hing-
að í byrjun september og þeir síð-
ustu fljúga af landi brott í byrjun
nóvember. Á haustin halda þeir
helst til á hálendi Suðausturlands
en færa sig á láglendi þegar kólnar í
veðri. „Fyrstu vikurnar í september
eru íslensku helsingjarnir því einu
helsingjarnir á láglendi,“ segir Arn-
ór. Upphafi veiðitímabilsins í
Skaftafellssýslum hefur því verið
frestað til 25. september til að gefa
þessum íslensku helsingjum frið.
Arnór segir að forðum hafi Ís-
lendingar ekki vitað hvað hafi orðið
af helsingjanum á milli þess sem
hann kom við á vorin og síðan aftur
á haustin. Þá hafi orðið til sú þjóð-
saga að helsinginn dveldi þess á
milli í sjónum. Hrúðurkarlategund
sem ber heitið helsingjanef ber
þjóðtrúnni vitni.
Heiti helsingjans á ensku,
barnacle goose, sé einnig tengt
þessari hrúðurkarlategund.
Helsingjar verpa einnig á Sval-
barða og í Síberíu, Arnór segir að
ólíkt flestum öðrum gæsastofnum
velji helsinginn sér yfirleitt hreið-
urstæði í klettum og þverhníptum
björgum. Þetta gerir fuglinn til að
verjast afráni t.d. frá refum. Hér á
landi hefur hann einnig orpið í eyj-
um og árhólmum.
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Á vorin hefur helsinginn helst viðkomu í Húnavatnssýslum og í Skaga-
firði. Helsinginn er dökkur að ofan en hvítur að neðan.
Í stórum
hópum á
Norður-
landi
50.000 helsingjar koma hér við á leið sinni til Grænlands