Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 31
Morgunblaðið/RAX Geysir gýs kröftuglega í fyrrasumar, þegar þúsundir manna lögðu leið sína að svæðinu til að fylgjast með. CRAIGAVON lávarður,meðlimur lávarðadeild-ar breska þingsins, er nústaddur hér á landi í boði Alþingis. Þetta er fyrsta heimsókn lávarðarins til Íslands en undir lok 19. aldar ferðaðist afi hans, James Craig, ásamt tveimur systkinum sínum til landsins og dvaldist ma. um tíma í Bisk- upstungum. Þeirri ferð lauk með því að hann lofaði bónda, sem var eigandi svæðisins þar sem hverirnir Geysir og Strokkur eru, að kaupa hverina ef íslensk stjórnvöld vildu ekki nýta sinn rétt til kaupanna. Íslensk stjórnvöld gengu ekki að kaupunum og því keypti James Craig hverina á 3000 krónur og eru kaupin skjalfest í dóms- og þingbók Árnessýslu fyrir árin 1894-1896. Árið 1920 varð James Craig síð- an leiðtogi Sambandsflokksins og gegndi embætti forsætisráðherra Norður-Írlands frá 1921 til 1940. Hann hlaut barónstign árið 1918 og var gerður að markgreifa árið 1927. Craigavon lávarður er ritari félagsskapar í breska þinginu sem gengur undir nafninu Íslandsvinir, en hann segir þessa fortíð afa síns þó ekki ástæðuna fyrir áhuga sín- um á Íslandi. Hann segist hafa komist að þessum kaupum afa síns fyrir um 15 árum og þótti þá mjög skemmtilegt að afi hans hefði skráð nafn sitt í íslenskar heim- ildir og sögu. „Þetta eru mjög skemmtileg tengsl og nú er ég kominn til að sjá þetta með eigin augum,“ segir Craigavon lávarð- ur, en hann hyggur á ferð í dag til að skoða Geysi og aðra hveri í Haukadal. Landeigandinn í fjárkröggum Ekki mun James Craig þó hafa haldið lengi í þessa eign sína á Ís- landi, enda varð faðir hans æva- reiður þegar hann komst að kaup- unum og þótti smánarlegt að sonur hans skyldi hafa sýnt annað eins dómgreindarleysi og að kaupa hveri á Íslandi. Í ævisögu James Craig er fjallað um þessi kaup á Geysi og telur höfundur bókarinnar, St. John Ervine, að kaupin hafi reynt mikið á samband þeirra feðga og jafnvel haft áhrif á þá ákvörðun sonarins að helga sig ekki viðskiptum, líkt og faðir hans hafði gert. Fljótlega eftir heim- sókn sína til Íslands hélt hann til Suður-Afríku og barðist þar í Búa- stríðinu, en reyndi síðan fyrir sér í stuttan tíma sem verðbréfasali áð- ur en hann sneri sér að stjórn- málum. Samkvæmt ævisögunni kynntist James Craig öldnum bónda sem var eigandi jarðarinnar sem hver- irnir tilheyra og tókst með þeim mikil vinátta. Bóndinn mun hafa verið í fjárkröggum og hafði ákveðið að selja hverina en þótti ólíklegt að stjórnvöld vildu kaupa þá af sér. Þegar Craig hélt heim- leiðis gaf hann bóndanum loforð um að kaupa hverina fyrir um 100 ensk pund ef íslensk stjórnvöld sýndu því ekki áhuga. Nokkrum mánuðum síðar fékk Craig síðan bréf frá leiðsögumanni sínum á Ís- landi, Gunnlaugi Péturssyni, þar sem fram kom að stjórnvöld hefðu ekki viljað kaupa svæðið og brást hann þá skjótt við og festi kaup á hverunum. Í dóms- og þingbók Árnessýslu fyrir árin 1894-1896 má finna eft- irfarandi klausu: „Afsalsbrjef, utg. 9/4, fyrir hverunum Geysi, Strokk, Blesa og Litla Geysi, ásamt um- hverfis liggjandi landi. Seljendur: Sigurður Pálsson, Jón Sigurð- arson og Greipur Sigurðarson. Kaupandi: James Craig (junior). Verð 3000 kr.“ Íslensk stjórnvöld vildu ekki kaupa svæðið Þegar uppvíst varð um kaup James Craig á hverunum varð fað- ir hansöskureiður, enda birtust fréttir af kaupunum í blöðum eins The Times og Belfast News- Letter. Þetta þótti ættföðurnum skammarlegt og þótti víst að fólk myndi gera grín að slíkum við- skiptum. Hann tók son sinn á ein- tal og skipaði honum að losa sig þegar við hverina á Íslandi. James mun hafa tekið þetta óstinnt upp, enda voru kaupin fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að aðstoða aldna bóndann sakir vináttu sem þróaðist þeirra í milli. „Landið þar sem hverirnir eru voru fyrst boðnir íslenskum stjórnvöldum til sölu og á þeim tíma vildu þau ekki reiða fram féð. Samkvæmt sögunni var hann fyrst og fremst að aðstoða gamlan bónda við að afla fjár,“ segir Craigavon lávarður og telur ekki rétt að afi hans hafi keypt hverina til þess að græða á því fé, líkt og fram kemur í bæklingi um Geysis- svæðið þar sem segir að ferðmenn hafi þurft að greiða aðgangseyri að svæðinu í eitt eða tvö ár eftir söluna. Eftir snörp viðskiptin við föður sinn reyndi James Craig þó ekki að selja hverina, heldur gaf vini sínum, E. Rogers, svæðið en hon- um þótti lítið til þessarar gjafar koma. Síðar erfði frændi hans, Hugh Rogers, hverina en árið 1935 keypti Sigurður Jónsson svæðið og gaf íslenska ríkinu. Keypti Geysi í Haukadal á 3.000 krónur Morgunblaðið/Sigurður Jökull Craigavon lávarður er nú staddur á Íslandi í boði Alþingis. Þetta ljósrit er úr Dóms- og þingbók Árnessýslu 1894–1896, en þar segir meðal annars: „Afsalsbrjef, utg. 9/4, fyrir hverunum Geysi, Strokk, Blesa og Litla Geysi, ásamt umhverfis liggjandi landi. Selj- endur: Sigurður Pálsson, Jón Sigurðarson og Greipur Sigurðarson. Kaupandi: James Craig (junior). Verð 3000 kr.“ Breskur lávarður heimsækir Ísland rúmri öld eftir að afi hans var á ferðalagi í Biskupstungum MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 31 fram á haust, en að auki hafa Ocean Futures samtökin tekið á leigu þrjá minni báta til að kom- ast nærri hvalnum. Þá verður þyrla á vegum forráðamanna samtakanna einnig notuð í þágu verkefnisins. Hallur Hallsson sagði við Morgunblaðið að þessi fyrsti dag- ur hafgöngunnar hefði tekist vel og menn væru því bjartsýnir á framhaldið. „Þetta markar ákveð- in þáttaskil og að þessu höfum við stefnt,“ segir hann. „Nú ætlum við að flytja verkefnið á haf út og liggja með Keiko í hafi næstu mánuðina og láta aðlögun hans ráða ferðinni en ekki okkur. Það hefur aldrei reynst erfitt að kló- festa sjávardýr, en það er hægara sagt en gert að skila þeim aftur ríflega tuttugu árum síðar,“ sagði hann. Aðspurður um hvað gert verður við Keiko ef aðlögun hans tekst ekki, segir Hallur að ákvörðun um slíkt sé seinni tíma verkefni. Hann bendir þó á skuldbindingar samtakanna um velferð Keikos meðan hann er á lífi gagnvart ís- lenskum stjórnvöldum og segir þann möguleika fyrir hendi að há- hyrningurinn fái að synda frjáls í heppilegu náttúrulegu umhverfi. „En við erum fullir bjartsýni um að til þess þurfi ekki að koma. Við ætlum að frelsa Keiko og leyfa honum að synda sinn sjó.“ Hallur segir að heildarkostn- aður Keiko-verkefnisins sé ekki ljós. Hann segir líklegt að kostn- aðurinn sé á bilinu 25-30 milljónir kr. á mánuði í þá 30 mánuði sem liðnir eru frá komunni í Klettsvík, að viðbættum kostnaði við und- irbúning og byggingu sjókvíar- innar. Það er því ljóst að reikna má með því að heildarkostnaður við Keiko-ævintýrið hlaupi vart undir einum milljarði króna, nú þegar lokaáfangi verkefnisins fer af stað. on, hafi n liðsinn- ist að fá lt stutta hún þar í Keiko og vísinda- í Kletts- ðurströnd dásamleg tækifæri kynna sér lega um- lar rann- a í Norð- i áður átt verið sér- fylgjast rir bátar og að eikos var n heims- verður í raun sumar og angan“ ætum Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir r Klettsvík út á úfið Atlantshafið. oster. um höfin fyrir haustið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.