Morgunblaðið - 23.05.2001, Side 15

Morgunblaðið - 23.05.2001, Side 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 15 JAFNRÉTTISNEFND Reykjavíkurborgar boðaði 15 kvenkyns framtíðarborgar- fulltrúa á sinn fund í Ráðhúsi Reykjavíkur á mánudag í tengslum við verkefnið „Dæt- urnar með í vinnuna“. Í tilefni af því var stúlkunum afhent ljósmynd og hefti sem hefur að geyma tillögur og ábend- ingar þeirra til borgarráðs um það sem betur má gera innan borgarmarkanna. Í heftinu er einnig að finna ávörp sem þær fluttu á borgarstjórnarfundi 10. apríl síðastliðinn en þá gafst stúlkunum, sem eru á aldrinum 9–15 ára, kostur á að fylgja foreldrum sínum til vinnu og upplifa dag í starfi borgarfulltrúa. Þórhildur Sæmundsdóttir, 11 ára, er nemandi í Árbæj- arskóla. Hún er ein af 15 stúlkum sem fluttu erindi á borgarstjórnarfundinum í apríl. Þegar blaðamaður spyr hana hvað henni finnists að betur megi fara í borgarmál- um stendur ekki á svörunum. „Ég vil fá bókasafn í Árbæ- inn, bensínið er alltof dýrt og svo vil ég að það séu farin fleiri ferðalög í skólanum,“ segir hún ákveðin og bendir á að í skólanum sé bókasafn en að það vanti bókasafn sem hún geti sótt þegar skólinn er lokaður. Eins og sakir standa þurfi hún að fara alla leið í Breiðholt til að ná í bækur. Þá bætir hún við eftir nokkra um- hugsun að sér finnist að það eigi að taka upp fræðslu í skól- um gegn einelti. Þegar hún er spurð hvað henni finnist um hugmyndir hinna stúlknanna segir hún margar þeirra hafa verið frumlegar. „Mér fannst sniðug hug- myndin um að setja upp grænar ruslatunnur,“ segir hún og hinar stelpurnar taka undir það. „Hrikalega fúlir í Silfri Egils“ Særós Mist Hrannarsdótt- ir, 9 ára nemandi í Waldorf- skóla og „borgarstjórnar- fulltrúi“, velkist ekki í vafa um hvað megi betur fara og sér meðal annars fyrir sér hvern- ig megi nýta Hljómskálagarð- inn. „Tívolí,“ segir hún hróðug „Ég vil fá tívolí í Hljómskála- garðinn sem á að vera opið eins lengi og hægt er,“ segir Særós Mist og finnst alls ekki nóg að hafa bara eitt tívolí á hafnarbakkanum yfir sumar- tímann. Hún vill líka gjarnan fá fleiri til að fara í strætó og segist sjálf taka strætisvagn- inn á hverjum morgni í skól- ann. Þá vill hún að stjórnmála- menn taki sig saman í andlitinu og hætti að vera svona fúlir og alvörugefnir í sjónvarpinu. „Þeir eru allt í lagi á Stöð 2 en hrikalega fúlir í Silfri Eg- ils,“ segir hún og vill að þeir taki góða skapið með sér þeg- ar þeir birtast frammi fyrir al- þjóð. Þá vill hún líka að fólk hætti að reykja og henda stubbunum á göturnar og vill að fólk hugsi um þær eins og stofurnar heima hjá sér. Gunnur Martinsdóttir Schluter er 12 ára og nemandi í Austurbæjarskóla. Gunnur lét sér ekki muna um að renna sér á línuskautum þegar hún tók á móti hefti og ljósmynd úr höndum Hildar Jónsdóttur jafnréttisráðgjafa og Kristín- ar Blöndal formanns jafnrétt- isnefndar og var haft á orði að þetta væri vafalaust í fyrsta skipti sem „borgarstjórnar- fulltrúi“ renndi sér um á línu- skautum í salarkynnum Ráð- hússins. Gunnur hefur eflaust kveikt vonarneista meðal reykvískra ungmenna þegar hún lagði til að skólarnir hæfust seinna á morgnana að vetrarlagi. „Það er svo erfitt að vakna á morgnana þegar það er dimmt,“ segir hún í afsökun- artón og ekki frá því að blaða- maður fái samúð með henni við tilhugsunina. Gunnur vill líka fá lest á milli Reyjavíkur og Keflavík- ur til að flytja ferðamenn á faraldsfæti og heitan mat fyr- ir eldri bekkinga í skólanum. „Það er heitur matur fyrir krakka í 1.–4. bekk en eftir það verður ,maður að koma með tvöfalt nesti,“ segir hún en viðurkennir að maturinn mætti vera fjölbreyttari um leið og hún segir blaðamanni frá „ógeðslegu“ kokkteilsós- unni sem framreidd var með fiskinum.„Það mætti vera pitsa í matinn, svona einstaka sinnum,“ segir hún. Þegar Þórhildur, Særós Mist og Gunnur eru inntar eftir því hvort þær vilji verða alvöru borgarstjórnarfulltrú- ar í framtíðinni vilja þær sem minnst út á það gefa. Þórhild- ur og Gunnur vilja helst af öllu verða leikkonur á meðan Sæ- rós vill bíða með allar framtíð- arákvarðanir í bili. Þær voru þó allar á því að það hefði ver- ið frábært að fá að halda eigin borgarstjórnarfund. Borgarfulltrúar framtíðarinnar leggja á ráðin um hvernig borgarmálum skal háttað Tívolí í Hljómskálagarð Reykjavík Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ellefu af 15 borgarstjórnarfulltrúum framtíðarinnar gáfu sér tíma fyrir myndatöku í Ráðhúsinu í fyrradag. Gunnur Martinsdóttir Schluter, Særós Mist Hrannarsdótt- ir og Þórhildur Sæmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.