Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 45 OPIÐ hús verður í Landakotsskóla fimmtudaginn 24. maí, uppstign- ingardag, frá 11.30–14.30. Á hausti komanda verða liðin 105 ár síðan St. Jósefssystur hófu kennslu barna í Landakoti. Nemendur voru aðeins fimm fyrsta árið og fór kennslan fram í einu herbergi í gamla prestsbústaðnum við Túngötu. Síðastliðið haust var ný viðbygg- ing við skólann tekin í notkun. Í henni eru fjórar kennslustofur og kjallari. Ennfremur hefur gamli prestsbústaðurinn verið endurnýj- aður og tengist nýja húsinu. Neðri hæð hans er frá 1837 en byggt var ofan á húsið árið 1896. Þar er fyr- irhugað að koma upp bókasafni fyr- ir skólann. Áformað er að byggja íþrótta- og samkomusal vestan við skólann þar sem áður stóð ÍR-húsið. Opið hús í Landa- kotsskóla Morgunblaðið/RAX MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: Í frétt Morgunblaðsins 20. maí sl. er birtur útreikningur á kostnaði á hvern nemanda í Hafnarfirði og komist að þeirri niðurstöðu, að í Víði- staðaskóla sé þessi kostnaður hæst- ur. Það kann að vera rétt, en ýmislegt ber að hafa í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar. Víðistaðaskóli er safn- skóli og tekur við nemendum úr Engidalsskóla í unglingadeild. Þetta þýðir að um helmingur nemenda skólans eru í 8. – 10. bekk. Nemandi í unglingadeild er tölu- vert dýrari en nemandi í 1. – 7. bekk. Tímafjöldi á unglingadeildarnem- anda er 37 tímar á viku, en tímafjöldi t.d. í 1-4. bekk er 30 tímar. Það segir sig því sjálft að samsetning nemenda í Víðistaðaskóla, þar sem í unglinga- deild er um helmingur nemenda í skólanum, hefur mikil áhrif á útkom- una. Að þessu leyti finnst mér menn vera að bera saman hluti, sem ekki eru sambærilegir. Til upplýsinga fyrir Hafnfirðinga og aðra vill Víðistaðaskóli koma því á framfæri, að rekstur hans á síðasta ári var innan fjárhagsáætlunar með innan við 0,4% fráviki. Á því sést að Víðistaðaskóli er ekki sú eyðslukló sem lesa má úr umræddri frétt, held- ur vel rekin stofnun eins og reyndar allir skólarnir í Hafnarfirði, eins og menn geta kynnt sér í niðurstöðu ársreiknings bæjarfélagsins. Sigurður Björgvinsson, skólastjóri. Athugasemd KENNARAR og nemendur tann- læknadeildar Háskóla Íslands munu sitja fyrir svörum um nám við tann- læknadeild Háskóla Íslands mið- vikudaginn 24. maí kl. 15:00–18:00. Námskynningin er haldin í Læknagarði við Vatnsmýrarveg á hæðinni sem gengið er inn á. Lækna- garður stendur neðan Hringbrautar gengt Landspítalanum. Við tannlæknadeild stunda nú þrjátíu og fimm nemendur nám, auk tveggja meistaranema og eins dokt- orsnema. Öflugt félagslíf nemenda í deildinni fer fram á vegum Félags tannlæknanema. Nánari upplýsingar um námið í deildinni má einnig finna á heima- síðu guðfræðideildar, http:// www.hi.is/nam/tann/. Kynning á námi í tann- læknisfræði KENNARAR og nemendur hjúkrunarfræðideildar Há- skóla Íslands munu sitja fyrir svörum um nám við hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands miðvikudaginn 24. maí kl. 15:00–18:00. Námskynningin er haldin í Eirbergi við Eiríksgötu 34 í anddyri hússins og víðar. Eir- berg stendur á lóð Landspítal- ans við Eiríksgötu. Við hjúkr- unarfræðideild stunda nú um tvö hundruð og sjötíu nemend- ur nám, auk meistaranema. Öflugt félagslíf nemenda fer fram á vegum Curator, félags hjúkrunarfræðinema. Nánari upplýsingar um nám- ið í deildinni má einnig finna á heimasíðu hjúkrunarfræði- deildar, hppt://www.hi.is/nam/ hjukrun/. Kynning á námi í hjúkrun- arfræði Í KVÖLD, miðvikudagskvöldið 23. maí, stendur Hafnagönguhópurinn fyrir gönguferð með strönd Skerja- fjarðar. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20:00 og með al- menningsvögnum suður að Nesti í Fossvogi. Þaðan verður farið kl. 20:25 og gengið eftir göngustígnum með ströndinnni út að Lyngbergi og ylströndinni og áfram fyrir flug- brautina vestur í Sundskálavík. Það- an farið með Suðurgötu, um háskóla- svæðið, með tjörninni og eftir Aðalstræti niður að Hafnarhúsi. Hægt er að stytta gönguferðina með því að taka SVR á leiðinni. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnagöngu- hópnum. Gengið með strönd Skerjafjarðar BINGÓ verður haldið í hátíðarsal Breiðholtsskóla miðvikudaginn 23. maí kl. 19:00. Byrjað verður stund- víslega því yngri kynslóðin þarf að komast tímanlega í rúmið. Foreldra- og kennarafélag Breið- holtsskóla stendur fyrir þessu og verða margir veglegir vinningar í boli. Í fyrra var húsfyllir og seldust upp öll spjöld og er því mjög mik- ilvægt að mæta snemma til að fá góð sæti og spjöld, segir í fréttatilkynn- ingu. Bingó í Breiðholts- skóla SKÁTAKÓRINN í Reykjavík býður til sumargleði miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 20:30. Kórinn flytur skemmtidagskrá undir stjórn Arnar Arnarssonar og fleiri góðir gestir munu láta ljós sitt skína. Þar á meðal má nefna einstak- an viðburð því systkinin Ævar, Örv- ar og Ólafía Aðalstein, munu troða upp eins og þeim einum er lagið. Skemmtileg kaffihúsastemmning er takmarkið og veitingar verða á vægu verði, segir í fréttatilkynningu. Sumargleðin fer fram í sal Þjóð- dansafélags Reykjavíkur, Álfabakka 14 a. Aðgangur er ókeypis. Skátakórinn með sumar- gleði SAMFÉLAGIÐ fyrir mannlega þró- unstendur fyrir námskeiði fyrir leið- beinendur í aðferðafræði fyrir til- veru án ofbeldis miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 20.00 til 23.00 í Félags- miðstöðinni Þróttheimum við Holta- veg. Skráning þátttöku fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 22. maí í síma eða á netfangið dui@islandia.is. Þátt- tökugjald er kr. 1.500. Námskeið í aðferðafræði ÁRLEG fjallasyrpa Útivistar hófst 29. apríl með göngu á Mosfellssveit- arfjöllin, en önnur ferð af tíu verður á uppstigningardag, fimmtudaginn 24. maí, og er brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Ekið verður um Hvalfjarðargöng að Akrafjalli og gengið á Geirmund- artind, sem 643 metrar yfir sjávar- máli. Um að ræða 4–5 klst. göngu. Akrafjall í fjallasyrpu Útivistar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SAMFYLKINGIN býður til vor- blóts miðvikudaginn 23. maí í Iðnó í Reykjavík. Boðið verður upp á skemmtidagskrá frá klukkan 22:15 og að henni lokinni mun gleðisveitin Geirfuglarnir leika fyrir dansi. Húsið er opnað kl. 21:00 og verður róleg stemmning á pallinum fyrir ut- an Iðnó til að byrja með en síðan tek- ur við skemmtidagskrá. Allir vel- komnir og enginn aðgangseyrir. Vorblót jafn- aðarmanna í Iðnó ♦ ♦ ♦ EPAL hf., Skeifunni 6, býður áhuga- sömum á kynningu um gluggatjöld miðvikudaginn 23. maí kl. 20. Ásdís Jóelsdóttir textílkennari og híbýla- hönnuður kynnir mismunandi gerðir gluggatjaldaefna og gefur ráð. Að- gangur er ókeypis. Kynning og ráðgjöf um gluggatjöld ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.