Morgunblaðið - 23.05.2001, Side 17

Morgunblaðið - 23.05.2001, Side 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 17 SKÁTAHEIMILIÐ við Hrauntungu verður rifið fljót- lega gangi ekki á næstu dögum að selja það til brottflutnings. Bæjarráð Hafnarfjarðar veitti bæjarverkfræðingi heimild til niðurrifsins á síðasta bæjar- ráðsfundi. Að sögn Kristins Ó. Magn- ússonar bæjarverkfræðings á húsið ekki að vera á núverandi stað samkvæmt deiliskipulagi og stendur til að byggja ein- býlishús á lóðinni í samræmi við byggðina sem er á svæðinu. „Við höfum reynt að selja húsið til brottflutnings en það hefur ekki tekist,“ segir Krist- inn. „Það má segja að þessa dagana sé verið að gera síð- ustu tilraunir með það og ef það gengur ekki verður húsið rifið fljótlega.“ Nokkur ár eru síðan skát- arnir fluttu sig um set en þeir eru nú með aðstöðu í húsi á Víðistaðatúninu. Gamla skátaheim- ilið víkur Hafnarfjörður Morgunblaðið/Jim Smart UM 40 manns tóku fram hjólfáka sína á sunnudag og hjóluðu frá Seltjarnarnesi til Hafnarfjarðar en hinir árlegu umhverfisdagar sveitarfélaganna voru haldnir há- tíðlegir um helgina. Af því tilefni var boðið upp á fjölbreytta dag- skrá, svo sem gönguferð um- hverfis Elliðavatn og leiðsögn um Grasagarðinn, svo eitthvað sé nefnt. Hjólreiðatúrinn á sunnudag var um sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu. Lagt var af stað frá Seltjarnarnesi um hádegisbil og hjólað sem leið lá inn í Fjöl- skyldugarð. Þaðan lá leiðin í Engihjalla í Kópavogi og Garða- torg í Garðabæ. Fulltrúar bæj- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu sendu sína fulltrúa á staðinn sem hjóluðu hluta úr leiðinni. Ferðinni lauk á Víðistaðatúni í Hafnarfirði en á öllum viðkomustöðum var boðið upp á hressingu. Þeir sem lentu í vandræðum með hjólin sín gátu jafnframt nýtt sér hreyf- anlega viðgerðarþjónustu um borð í fylgdarbíl sem var aldrei langt undan. Að sögn Öldu Jónsdóttur, for- manns Íslenska fjallahjólaklúbbs- ins, heppnaðist ferðin eins og best verður á kosið þótt veðrið hefði ef til vill mátt vera betra. Það breytti því þó ekki að menn voru við öllu búnir og lúnum ferða- löngum, einkum þeim sem yngstir voru, gafst kostur á að setjast upp í fylgdarbílinn og safna kröftum. Morgunblaðið/Jim Smart Hópurinn lagði af stað frá Sund- laug Seltjarnarness um hádeg- isbilið á sunnudag. Hjólað í rigning- unni Höfuðborgarsvæðið BORGARRÁÐ samþykkti í gær að taka tilboði Íbyggðar í fjórða áfanga Hólabrekkuskóla og breyt- ingar á þriðja áfanga. Tilboðið hljóðaði upp á tæplega 127,5 millj- ónir. Alls bárust níu tilboð í fram- kvæmdina. Íbyggð reyndist vera með næstlægsta tilboðið í skólann eða 82,29% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmar 138 milljónir. Lægra tilboð átti Auðnutré upp á rúmar 123,5 milljónir. Hæsta tilboð áttu hins vegar Þ.G. verktakar ehf. og var það tæpar 168 milljónir. Næstlægsta tilboði tekið Breiðholt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.