Morgunblaðið - 23.05.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 23.05.2001, Síða 53
LJÓSMYNDARINN Ari Magg opn- aði sína fyrstu einkasýningu síðast- liðinn fimmtudag á Atlantic við Austurstræti 10. Ljósmyndir Ara vöktu mikla at- hygli á samsýningu Blaðaljósmynd- arafélags Íslands sem haldin var í Gerðubergi í febrúar síðastliðnum. Þar fékk hann verðlaun fyrir bestu ljósmynd, tískumynd og portrett ársins. Þema sýningarinnar á Atlantic er íslenski fáninn en sýningin er liður í þeirri stefnu staðarins að sýna verk ljósmyndara sem þykja skara fram úr. Sýningin mun standa yfir í 2 til 3 mánuði. Ari Magg opnar sína fyrstu einkasýningu Íslenski fáninn í aðalhlutverki Ásta Sigurðardóttir, Ingibjörg Kaldal og Þóra Helgadóttir mættu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Rannveig Tryggvadóttir og Ari Magg. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Elísabet Ólafsdóttir og Örn Þórsson létu vel hvort að öðru. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 53 Sjáðu alla fegurðina á mbl.is! Í þættinum Fólk - með Sigríði Arnardóttur á SkjáEinum á miðvikudagskvöldum kl. 21 verða stúlkurnar sem keppa kynntar sérstak- lega. Fegurðarsamkeppni Íslands Á Fólkinu á mbl.is eru upplýsingar um Fegurðar sam- keppni Íslands. Seinast var sama stúlkan valin mbl.is-stúlkan og varð síðan Ungfrú Reykjavík. Spenn- andi verður að sjá hvort gestir mbl.is verða jafn sannspá- ir um Ungfrú Ísland sem verður valin 23. maí nk. og krýnd með viðhöfn á Broadway. Allir þeir, sem fara inn á Fólkið, geta tekið þátt í valinu. Stúlkan, sem krýnd verður mbl.is-stúlkan, fær vegleg verðlaun; gjafakörfu frá Clarins og Compaq Ipaq-lófatölvu fyrir athafnakonuna frá Tæknivali. ÞAÐ var með einstaklega tor- tryggnum hug að ég byrjaði að horfa á þessa kvikmynd, sem skartar þeim Richard Gere og Winonu Ryder í aðalhlutverkum. Enda eru kvik- myndir sem para saman miðaldra karlmann og unga stúlku ein af birtingar- myndum þeirra stöðluðu kynjaímynda sem þrífast eins og myglugróður í menning- unni í kringum okkur. Um mynd- ina mætti jafnframt skrifa ýtarlega hugmyndafræðilega greiningu, þar sem hún sver sig í aldagamla bók- menntahefð, sem tengir saman upphafna kvenlega fegurð og dauða. Sálfræðin í myndinni býr einnig yfir flóknum semi-freudísk- um tengingum og hefði myndin reyndar getað orðið mun áhuga- verðari hefði verið betur unnið með það. En nóg um það hér. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft er þessi mynd lítið annað en snoturt augn- konfekt, þar sem fallegum leikur- um er stillt upp við rómantískan bakgrunn New York-borgar að hausti til. Winona Ryder á þó sterkan leik og tekst að skapa við- kunnanlega persónu sem gefur áhorfandanum ástæðu til að horfa á myndina til enda. Sölnuð lauf Haust í New York (Autumn In New York) Leikstjóri: Joan Ghen. Handrit: All- ison Burnett. Aðalhlutverk: Rich- ard Gere og Winona Ryder. Banda- ríkin, 2000. Háskólabíó. 102 mín. Öllum leyfð. ( D r a m a ) Heiða Jóhannsdótt ir CHRIS Cornell, fyrrum söngspíra hljómsveitarinnar Soundgarden, hefur nú tekið sæti Zack De la Rocha sem söngvari Rage Against The Machine. Ákvörðunin bindur enda á mánaðalangar getgátur um framtíð hljóm- sveitarinnar eft- ir að De la Rocha sagði skyndilega skilið við hana í októ- ber síðastliðnum. Það hefur nú verið tilkynnt að ástæðan fyrir seinkuninni á opinberri tilkynn- ingu var vegna þess að plötusamn- ingar Cornell og Rage Against the Macine stönguðust á. Cornell var með sólósamning við Interscope á meðan hljómsveitin er samnings- bundin Epic Records. Samkomu- lag útgáfufyrirtækjanna felur meðal annars í sér að Rage Against the Macine má ekki leng- ur starfa undir sama nafni vegna breytinganna. Ekki er búið að finna annað nafn á sveitina. Nýr söngvari Chris Corn- ell tekur við af Zack De la Rocha Chris Cornell Rage Against the Machine ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.