Morgunblaðið - 23.05.2001, Side 2

Morgunblaðið - 23.05.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ríkharður ekki sáttur við dvölina hjá Stoke / B2 Tómas Ingi til liðs við Eyjamenn / B3 4 SÍÐUR Dagskrá 29 sjónvarps- stöðva www.mbl.is Sérblöð í dag NEMENDUR í 10. bekk eru þessa dagana að fá í hendurnar einkunn- ir úr samræmdum prófum. Nið- urstöður prófa eru svipaðar á milli ára en meðaleinkunn í stærðfræði hækkaði úr 5,1 í fyrra í 5,8 í ár á meðan meðaleinkunn í dönsku lækkaði verulega, eða úr 6,5 í fyrra í 5,6 í ár. Skólarnir í Reykja- vík koma best út úr prófunum þrátt fyrir að lækka í þremur greinum af fjórum miðað við í fyrra. Einkunnir á Vestfjörðum hafa hækkað umtalsvert. Fyrir 6 árum voru þær 1,3 undir lands- meðaltali en eru nú 0,4 fyrir ofan landsmeðaltal. Meðaleinkunn í stærðfræði á landsvísu var 5,8 en var 5,1 í fyrra, í íslensku 6,4 en var 6,6 í fyrra, í dönsku 5,6 en var 6,5 í fyrra og í ensku var meðaleinkunnin 6,5 en var 6,6 í fyrra. Meðaltalseinkunn í dönsku er heldur lægri en und- anfarin ár, að sögn Sigurgríms Skúlasonar, deildarstjóra hjá Námsmatsstofnun, sem að hluta megi rekja til þess að prófið var þyngt og vægi á ritun aukið í próf- inu, sem er þyngsti hluti þess, og lestextar jafnframt þyngdir. Þrátt fyrir að meðaltalseinkunn hafi batnað í stærðfræði eru engu að síður margir sem fá lága einkunn. Þeir sem fá 4 eða lægra standa illa gagnvart námi á bóknámsbrautum í framhaldsskólum. Þeir þurfa að fá að meðaltali 6 í samræmdum einkunnum og skólaeinkunnum og mega ekki fara undir 4,5 í ákveðn- um fögum, þannig að þeir sem eru með 4,0 eða lægra standa því illa samkvæmt þessum viðmiðunar- mörkum. Í stærðfræði fengu 26,8% nemenda lægri einkunn en 4,5 og 32,5% fengu 4,5 eða minna. Í dönsku fengu 31,5% lægri ein- kunn en 4,5, 14,5% í ensku og 7,6% í íslensku. Markviss uppbygging hefur átt sér stað á Vestfjörðum Sigurgrímur segir að Vestfirðir hafi verið að bæta sig og komi talsvert betur út núna en und- anfarin ár, auk skóla á Suðurnesj- um og Vesturlandi. T.d. eru skólar á Vestfjörðum með 5,7 í meðalein- kunn í stærðfræði sem er þriðji besti árangur landshluta. Kristinn Breiðfjörð Guðmunds- son, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, er mjög ánægður með þessar niðurstöður. Hann segir að fyrir sex árum hafi meðaltalið í skólanum verið 1,3 stigum undir landsmeðaltali en nú er þetta hlut- fall komið í 0,4 yfir meðaltal á landsvísu. Hann segir að markviss uppbygging hafi farið fram í skóla- starfinu og að mikil áhersla hafi verið lögð á innra starf skólans. Námsgreinar eins og íslenska og stærðfræði hafi verið endurskipu- lagðar og það sé að skila sér núna. Skólanum hefur einnig haldist vel á kennurum og segir Kristinn að hlutfall kennara með réttindi sé um 85%. Einnig segir hann að af- staða foreldra skipti miklu máli og að nemendur leggi harðar að sér nú en fyrir nokkrum árum. „Það þótti ekki fínt að vera góður náms- maður fyrir nokkrum árum en það hefur breyst til hins betra,“ segir Kristinn. Niðurstöður samræmdu prófanna eru svipaðar milli ára Einkunnir á Vestfjörð- um hækka umtalsvert                                                    ! "   #  ! !$ ! !% !& !' !! !" !% ! ! ! ! &  " ' !   ' # & !' !! !% ! !% !" !" !                                  NEMENDUR í Grunnskólanum í Hofgarði í Öræfum hafa und- anfarinn áratug endað hvert skólaár með því að græða upp land í sveitinni og er þetta vor þar engin undantekning. Krakkarnir, sem hér sjást með Maríu Rós Newman, sem hefur umsjón með starfinu, vinna í fjóra tíma á dag í fjórar vikur. Land- græðslufélag Öræfinga, sem er hluti af Landgræðslu ríkisins, sér um verkefnið, útvegar áburð, plöntur og fræ og greiðir nemend- unum, sem eru á aldrinum tíu til tólf ára, laun fyrir vinnu þeirra. Sauðburði er að mestu lokið í sveitinni að sögn Maríu Rósar og sinna krakkarnir landgræðslunni samhliða vorstörfunum í sveitinni. Hér er hópurinn með Hafrafell í bakgrunni að sá birkifræjum á svæði innan landgræðslugirðingar milli Freysness og Svínafells, en aðallandgræðslusvæðið nær frá Hnappavöllum inn að Hofi. Einnig gróðursetja krakkarnir birki og lúpínu og bera áburð á plönturn- ar. María Rós segir að þau sjái mikinn árangur af starfinu síðustu tíu ár, en að enn sé mikið starf fyrir höndum. Morgunblaðið/RAX Landgræðsla í Öræfum ÞRJÁR unglingsstúlkur og tveggja ára stúlka voru hætt komnar á Skólabraut í Mos- fellsbæ á mánudag þegar ung- lingspiltur ók glæfralega. Að sögn stúlknanna ók hann í átt til þeirra en sveigði svo skyndi- lega frá hópnum. Þá hentist bíllinn upp á grasflöt, að þeirra sögn, rann niður brekkuna við félagsheimilið Hlégarð og skildi eftir uppspænda jörð. Hörður Jóhannesson aðal- varðstjóri hjá lögreglunni í Mosfellssveit segir að ökumað- urinn hafi aðeins haft bílpróf í sjö daga. Sjálfur sagðist hann hafa misst stjórn á bílnum. Fjórar tilkynningar um glæfraakstur Fjórar tilkynningar um glæfralegan akstur á sama bíl höfðu borist lögreglu þennan daginn. Hörður segir erfitt að segja til um hversu langt bíll- inn var frá börnunum en hann segir guðsmildi að ekki fór verr. Hann segir sönnunar- byrði erfiða í málum á borð við þetta, en móðir litlu telpunnar ætlar að kæra piltinn og félaga hans fyrir athæfið. Hörður segir líklegt að pilturinn hafi verið manaður upp í fíflagang af félögum sínum. Hann segir brýnt að ungir ökumenn geri sér grein fyrir því að þeir sjálf- ir eru ábyrgir fyrir akstrinum og að þeir leiði hjá sér hvatn- ingarorð farþega um glæfra- legan akstur. Glæfraakstur ung- lings í Mosfellsbæ „Guðs mildi að ekki fór verr“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.