Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 1
119. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 29. MAÍ 2001 PALESTÍNSKUR embættismaður sagði í gær að Palestínumenn hefðu samþykkt að mæta til viðræðna við Ísraela um öryggismál, fyrir milli- göngu Bandaríkjamanna. Ekki var þó ljóst hvað nákvæmlega ætti að ræða á fundinum. Segja fréttaskýr- endur þetta vera fyrsta merkið um að deiluaðilar væru reiðubúnir að binda enda á margra mánaða átök. Sagði embættismaðurinn að Pal- estínumenn biðu þess að William Burns, sendifulltrúi Bandaríkja- stjórnar fyrir botni Miðjarðarhafs, léti þeim í té nákvæma dagskrá við- ræðnanna, sem myndu hefjast í Tel Aviv í dag. Deiluaðilar héldu síðast fund um öryggismál í apríl sl., en komust ekki að samkomulagi. CNN-sjónvarpsstöðin greindi frá því í gær að Ísraelar hefðu fallist á að mæta til öryggismálafundar. Fréttastofan AFP hafði í gærkvöldi eftir „háttsettum ísraelskum embættismanni“ að haldnir yrðu tveir fundir, einn í dag og annar á morgun. Myndi fundurinn í dag fara fram á Vest- urbakkanum en á morgun yrði fundað á Gaza-svæðinu. Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar hefðu lagt til, í viðræðum við Burns, að deiluaðilar færu tafarlaust að koma í verk tillögum Mitchell- nefndarinnar svonefndu, er miða að því að koma á friði fyrir botni Mið- jarðarhafs. Burns er í Mið-Austurlöndum til að ræða leiðir til að framfylgja til- lögum alþjóðlegrar rannsóknar- nefndar undir forystu Georgs Mitchells, fyrrverandi öldunga- deildarþingmanns í Bandaríkjunum. Mikið ber þó í milli deiluaðila, eink- um um á hverju skuli byrja, kröfu Mitchells um að endi skuli bundinn á átökin eða stöðvun landnáms Ísr- aela. Burns átti á sunnudag og mánu- dag tvo fundi með Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínu- manna og tvo fundi með Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels. Saeb Erekat, sáttafulltrúi Palest- ínumanna, sagði að á fundum Araf- ats með Burns hefði verið rætt um skýrslu Mitchell-nefndarinnar. Þá hefði Arafat látið Burns í té kort af 18 nýjum landnámssvæðum gyðinga á Vesturbakkanum og Gaza. Seinni fundi Burns með Sharon lauk um tíuleytið í gærkvöldi og var haft eftir ísraelskum embættis- manni að fundurinn hefði verið „góður“. Fyrir fundinn sögðu ísr- aelskir embættismenn að Burns myndi færa Sharon svör Arafats við vopnahléstillögum Ísraela. Að minnsta kosti 448 Palestínu- menn, 87 Ísraelar og 13 ísraelskir arabar hafa fallið í uppreisn Palest- ínumanna gegn hersetu Ísraels á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu, sem hófst í september í fyrra. Fulltrúi Bandaríkjanna fundar með leiðtogum Ísraela og Palestínumanna Lýsa sig reiðubúna til fundar um öryggismál William Burns Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. ÍRÖNSK kona tárfellir á útifundi Mohammads Khatamis, forseta Ír- ans, sem efnt var til á knattspyrnu- leikvangi í Teheran í gær. Var þetta eini fundurinn sem Khatami heldur fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í landinu 8. júní nk. Eru fram- bjóðendur alls níu, auk Khatamis. Tugir þúsunda stuðningsmanna hans komu á útifundinn í gær. Reuters Útifundur í Teheran BRESKI Íhaldsflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, hóf í gær nýja sókn gegn samevrópska gjaldmiðlin- um, evrunni, en bréf frá vel þekktum kaupsýslumönnum dró heldur bitið úr þessari árás Íhaldsmanna í kosn- ingaslagnum. Tíu dagar eru í þingkosningar í Bretlandi og samkvæmt skoðana- könnunum eru Íhaldsmenn með mun minna fylgi en stjórnarflokkurinn, Verkamannaflokkur Tonys Blairs forsætisráðherra. Hefur William Hague, leiðtogi íhaldsmanna, reynt að snúa kosningunum upp í atkvæða- greiðslu um evruna. Íhaldsflokkurinn gaf út aðvörun í gær um að ef Bretar myndu taka upp samevrópska gjaldmiðilinn, myndi það kosta þá 36 milljarða punda (um fimm þúsund milljarða ís- lenskra króna) í breytingagjöld. Verkamannaflokkurinn, sem er með 15-20 stiga forskot á Íhaldsflokkinn í skoðanakönnunum, lagði aftur á móti fram í gær áætlun um að not- aður yrði hagnaður af sölu lottómiða til enduruppbyggingar á þeim lands- svæðum, sem orðið hefðu út undan. Íhaldsmenn segja að Verka- mannaflokkurinn muni leiða Breta beina leið til evrunnar – sem meiri hluti kjósenda er andvígur – strax á fyrri helmingi næsta kjörtímabils, en Verkamannaflokkurinn hefur sagt að slíkt verði ekki gert, a.m.k. ekki fyrr en næsta kjörtímabili ljúki. Michael Portillo, þingmaður Íhaldsflokksins, sagði í gær að það væri furðulegt að ríkisstjórn Tonys Blairs héldi ótrauð áfram áætlunum um að leggja niður pundið, án þess að segja nokkuð um það, hvað slíkt myndi kosta breskt efnahagslíf. Bréf þekktra kaupsýslumanna, sem eru hlynntir evrunni, til blað- isins Times kom sér einkar illa fyrir Íhaldsflokkinn þar sem sumir bréf- ritararnir eru fyrrverandi stuðn- ingsmenn flokksins. Meðal bréfrit- ara eru Chris Gent, yfirforstjóri breska fjölþjóðafarsímafyrirtækis- ins Vodafone, Sir Michael Bishop, forstjóri flugfélagsins British Midl- and, Anthony Nelson, sem var ráð- herra í síðustu ríkisstjórn Íhalds- flokksins og er nú hjá Citigroup-bankanum, og Nick Scheele, framkvæmdastjóri Evrópu- deildar Ford-bifreiðaverksmiðjanna. Evruaðild „eykur sjálfstæði“ Aðild að samevrópska gjaldmiðl- inum „mun auka fremur en draga úr sjálfstæði okkar vegna þess að meiri auður eykur diplómatísk áhrif,“ sagði í bréfinu. „Við vonum að tekin verði jákvæðari afstaða til evrunnar en hingað til, hvaða flokkur svo sem tekur við völdum að loknum kosn- ingum,“ segir ennfremur. Óeirðirnar í Oldham um helgina voru helsta málefni kosningabarátt- unnar á sunnudaginn, eftir að Simon Hughes, meðlimur Frjálslynda demókrataflokksins, sagði að tengsl væru á milli spennu í samskiptum kynþátta og harðsnúins orðalags Íhaldsmanna um hæli. Hague kynni að hafa skapað and- rúmsloft fyrir óumburðarlyndi í kyn- þáttamálum, með því að segja í ræðu að hætta væri á að Bretland breytt- ist í „útlönd“. Bakslag í kosningabar- áttu Hagues London. AFP. Íhaldsflokkurinn vegur að evrunni  Óeirðir í Oldham/32 Tillaga um lausn ABM-deilunnar Rússar lítt hrifnir Moskvu. AFP. RÚSSAR munu ekki ganga að til- boði, er fregnir herma að Banda- ríkjamenn ætli að gera þeim, um vopnakaup, hernaðaraðstoð og sam- eiginlegar æfingar í skiptum fyrir samþykki Rússa við því að sam- komulag um gagneldflaugar (ABM) frá 1972 verði lagt á hilluna. Greindi Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, frá þessu í gær. „Jafnvel þótt slíkt tilboð yrði lagt fram, og ég undirstrika að það hefur enn ekki verið gert, er ég sannfærð- ur um að þetta gæti ekki leyst deil- una um ABM,“ sagði Ivanov á frétta- mannafundi. Embættismenn í Bandaríkjunum tjáðu The New York Times að í til- boðinu myndi að líkindum felast að Bandaríkjamenn keyptu rússneskar S-300-eldflaugar sem yrðu felldar inn í varnarkerfi yfir Rússlandi og Evrópu. Sagði blaðið að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi leggja tilboðið fram á fyrsta fundi sínum með Vladímír Pútín Rúss- landsforseta 16. júní nk. í Slóveníu. Bandaríkjamenn segja að þeim sé nauðugur einn kostur að koma upp eldflaugavarnakerfi vegna þeirrar ógnar sem öryggi Bandaríkjamanna stafi frá ríkjum á borð við Norður- Kóreu, Líbýu og Íran. „Salem- nornir“ verði sýknaðar Salem, Massachusetts. AP. AFKOMENDUR Susannah Martin, sem var tekin af lífi í galdraofsókn- unum í Salem í Massachusetts við lok 17. aldar, krefjast þess að hún og fjórar aðrar konur verði op- inberlega sýknaðar. Tuttugu konur og karlar voru fundin sek um galdra og hengd eða kramin til bana í Sal- em á austurströnd Bandaríkjanna árið 1692. Yfir 200 manns voru handteknir í galdrafárinu. Málið hefur þótt svartur blettur á bandarískri sögu og 1957 samþykkti ríkisþingið í Massachusetts ályktun þar sem ein nafngreind kona og „ákveðnar aðrar manneskjur“ voru hreinsaðar af öllum áburði um galdra. Afkomendur Martin vilja nú að nafni hennar og fjögurra annarra kvenna verði bætt við ályktunina. „Ég hef mikla samúð með þeim sem hafa verið hafðir fyrir rangri sök,“ sagði Craig Martin, sem rekur ættir sínar til Susannah. Paula Keene, barnaskólakennari í Salem og áhugamaður um sagnfræði, tók í sama streng: „Þær eiga blekið skilið eftir 309 ár.“ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.