Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ (framleiðendur) erum í flutn- ingabransanum. Flytjum fólk frá ein- um stað til annars.“ Mikið er til í þessum orðum Jerrys Bruckheimer sem álitinn er einn voldugasti maður Hollywood. Um helgina opnaði nýjasta myndin hans, Perluhöfn – Pearl Harbor, í á fjórða þúsund bíóa um Bandaríkin þver og endilöng og nafn þessa þrælslungna kvikmyndagerðarmanns er á hvers manns vörum. Bruckheimer sættir sig við ekkert annað en stórflutninga og nýtt aðsóknarmet: Yfir 100 millj- ónir dala. En eins og fram kemur annars staðar í Fólki í fréttum rættist ekki úr þeirri voninni og gamla met The Lost World: Jurassic Park II. (’97), röskar 90 millj., stendur því eitt- hvað áfram. Auglýsingamaður Bruckheimer fæddist 1943 í Detr- oit og hóf ungur afskipti af auglýs- ingagerð í heimaborginni. Aðeins 23 ára gamall gerði hann stormandi lukku með auglýsingu fyrir Pontiac- deild General Motors, e.k. stuttmynd, líkt og fleiri auglýsingar hans, byggð á sögninni um Bonnie og Clyde. Hróður hennar fór víða, var jafnvel getið í tímaritinu Time sem leiddi til þess að ein stærsta auglýsingastofa Bandaríkjanna á þessum tíma, BBD&O, réði hann til sín í toppstöðu. Bruckheimer starfaði hjá fyrirtækinu sem var við Madison Avenue í New York. Þar vann Bruckheimer í fjögur ár og stóð að baki fjölda, vel lukkaðra auglýsinga sem flestar einkenndust af grípandi söguþræði, líflegri rokk- tónlist og miklum hamagangi – sem síðar varð vörumerki mynda hans. Brösótt byrjun Bruckheimer var frá upphafi mikill kvikmyndaáhugamaður og leið ekki á löngu uns Hollywood heillaði hinn unga auglýsingamann til sín. Bruck- heimer var ekki orðinn þrítugur þeg- ar hann varð aðstoðarframleiðandi fyrstu bíómyndarinnar, sem var hinn fáséði en þeim mun athyglisverðari vestri The Culpepper Cattle Comp- any (’72). Öfugt við það sem koma skyldi var myndin úti á jaðrinum með mikinn fjölda góðra kantmanna í kvikmyndaleik. Hún gekk ekki sem skyldi. Upp frá þessu starfaði Bruck- heimer nánast undantekningarlaust sem sjálfstæður framleiðandi. Hóf ferilinn með Farewell, My Lovely (’75), ágætri mynd, byggðri á sögu Raymonds Chandler, með Robert Mitchum í hlutverki spæjarans Phil- lips Marlowe. Mitchum var óaðfinn- anlegur, að vanda, en myndin gekk illa. Jafnvel enn verri útreið fékk Rafferty and the Gold Dust Twins (’75), vonlaus della með Alan Arkin í aðalhlutverki. Næsta tilraun, March or Die (’77), var mun betri, en áhorf- endur sýndu harðsoðninni ævintýra- myndinni lítinn áhuga þrátt fyrir þátttöku Gene Hackman, bláeyga Trinity-bróðursins Terence Hill og hinnar undurfögru Catherine De- neuve. Árið 1979 kom Defiance, enn ein mistökin. Það blés ekki byrlega fyrir ungum framleiðanda í kvik- myndaborginni. Fyrsti smellurinn Þrátt fyrir allt höfðu margir trú á að auglýsingamaðurinn ætti eftir að hitta í mark. Því gat hann fjármagnað fyrsta smellinn sinn, American Gigolo (’79), heldur dapra morðsögu um við- skipti karlhórunnar Richard Gere og þingmannsfrúarinnar Lauren Hut- ton. Gere dró að sér áhorfendurna. Thief (’81), mynd eftir Michael Mann, um síðasta rán innbrotsþjófs (James Caan), var langtum besta mynd framleiðandans til þessa, með einstaklega áhugaverðum aukaleik- arahópi; Tuesday Weld, Willie Nel- son, Dennis Farina, Robert Prosky, ofl. Bruckheimer var meðframleið- andi Cat People (’82), endurgerðar sem var minnisstæðust fyrir kyn- þokkafulla frammistöðu Nastöshu Kinski. Simpson kominn í spilið 1983 var sannkallað tímamótaár í lífi Bruckheimers. Einkum þar sem það mótaði upphaf einnar ábatasöm- ustu samvinnu í kvikmyndasögunni, þeirra Bruckheimers og Dons Simp- son. Félagsskapurinn stóð næstu 14 árin, ól af sér 15 Óskarsverðlaunatil- nefningar, tvenn Óskarsverðlaun, fern Grammy-verðlaun, þrenn Gold- en Globe- og MTV-verðlaun fyrir bestu mynd áratugarins. Ævintýrið hófst með Flashdance (’83), lítilli og ódýrri mynd sem Simp- son og Bruckheimer bjuggust ekki við miklu af, frekar en aðrir. Myndin átti eftir að breyta lífi þeirra, gera þá vellauðuga, þar sem hún tók á annað hundrað milljónir dala í Bandaríkjun- um einum, gerði stjörnu úr hinni óþekktu Jennifer Beals og breytti lífsstíl almennings. Þolfimi fór eins og eldur um sinu um víða veröld og varð viðloðandi tískufyrirbrigði og hluti lífsstíls ungs fólks sem vildi leggja rækt við líkamann. Þeir Simpson voru gamlir kunn- ingjar og nú hófst samstarf sem skil- aði af sér milljörðum dala. Simpson var kallaður „Mr. Inside“ vegna yf- irgripsmikillar þekkingar á innviðum Hollywood, Bruckheimer var „Mr. Outside“ enda öllum hnútum kunn- ugur hvað snerti kvikmyndagerð, bæði sem framleiðandi og enn frekar sem sjóaður auglýsingagerðarmaður. Ævintýraleg velgengni Upphófst ævintýrlegur kafli hjá þeim félögum með ofursmellinum Beverly Hills Cop (’84), síðan rak hver peningamaskínan aðra: Top Gun (’86), Beverly Hills Cop II. (’87) og Days of Thunder (’89). Myndirnar gerðu Eddie Murphy og Tom Cruise að alþjóðlegum ofurstjörnum og Bruckheimer var tilnefndur „fram- leiðandi ársins“ ’85 og ’88 af samtök- um kvikmyndahúsaeigenda í Banda- ríkjunum (NATO). Svipaða viðurkenningu hlutu þeir félagar ’88 frá samtökum útgefenda. Eftir nokk- urra ára hvíld kom The Ref (’94), hún reyndist lognið á undan storminum því ’95 gerðu þeir þrjár bullandi að- sóknarmyndir: Bad Boys, með Will Smith og Martin Lawrence; Dang- erous Minds með Michelle Pfeiffer og Crimson Tide, með Gene Hackman og Denzel Washington. Einn á ný Um þetta leyti var nautnaseggur- inn litríki, Don Simpson, að kála sér á ofneyslu eiturlyfja og hættu þeir Bruckheimer samvinnunni í ársbyrj- un ’96. Ekki leið á löngu uns Simpson var allur en Bruckheimer lét engan bilbug á sér finna og kom með The Rock, eina langvinsælustu mynd árs- sins. Ekki vakti Con Air minni lukku ári síðar og ’98 tröllreið Armageddon, enn ein Bruckheimer-myndin, kvik- myndahúsum veraldar. Eftir þessa milljarða dala myndir kom nokkuð bakslag í framleiðsluna og myndir Bruckheimer hafa ekki gengið jafn-vel og áður. Endurgerð B-myndarinnar Gone in 60 Seconds (’00) var jafnvel slakari en frum- myndin og önnur hundrað milljón dala verk sem framleiðandinn frum- sýndi í fyrra; Coyote Ugly og Rem- ember the Titans, mislukkaðar og fengu dræma aðsókn á Bruckheimer- skalanum. Nú lagði Bruckheimer allt undir, Pearl Harbor er ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið í kvikmynda- borginni. Árangurinn er að koma í ljós þessa dagana. Bruckheimer hyggur á eina frumsýningu til viðbót- ar á árinu, nefnist myndin Down and Under. Að ári fáum við a.m.k. spennugrínmyndina Black Sheep þar sem Joel Schumacher leikstýrir Sir Anthony Hopkins, Chris Rock o.fl. góðum mönnum. JERRY BRUCKHEIMER Bruckheimer og Simpson gerðu stjörnu úr Tom Cruise í háloftahasarnum Top Gun. Nicolas Cage og Sean Connery fóru fyrir fríð- um hópi leikara í fangelsishasarnum The Rock. Bruckheimer hefur lagt allt í sölurnar til að Pearl Harbor verði hans stærsta mynd. Það vantaði ekki sprengingarnar og hama- ganginn í Con Air – ekta Bruckheimer-mynd. Bruckheimer hefur lengi verið einn valdamesti framleiðandinn í Hollywood. Beverly Hills Cop með Eddie Murphy varð ein mest sótta mynd sögunnar þegar hún kom út. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Beverly Hills Cop (1984) ½ Eddie Murphy leikur kjaftaglaðan bragðaref, lögreglumann í Chicago, sem heldur til Beverlyhæða að hafa uppá morðingjum vinar síns. Hann og óprúttnar aðferðir hans henta illa vestur þar. Leikstjórinn, Martin Brest, er manna lagnastur við að blanda saman gamni og alvöru, eini ljóðurinn er þó yfirgengilega blóðugt loka- atriði sem er á skjön við þá einstöku skemmtun sem á undan er gengin. Murphy fer á kostum og hópur úrvals leikara í aukahlutverkum (Judge Reinhold, John Astin, Ronny Cox, James Russo), er honum fyllilega samboðinn. Ein þeirra mynda sem settu svip á níunda áratuginn og gaf kom- andi S/B myndum tóninn. Top Gun (1986)  Ungur, sætur og metnaðarfullur piltur (Tom Cruise) fær pláss í úrvalsflugskóla banda- ríska sjóhersins þar sem hann etur kappi við þá bestu af þeim bestu, um leið og ástin blossar á milli hans og kvenkyns leiðbeinanda (Kelly McGillis). Verulega góðar flugbardagasenur halda stælgæjalegri myndinni uppi í afar tælandi og áferðarfallegri leikstjórn Tonys Scott. Áhersl- an er á hetjudáðir svölustu flugkappa veraldar, séðar í gamaldags, rómantísku ljósi. Þótt myndin hefði áhrif og félli sannarlega í kramið á Reag- anstímabilinu, er sáralítið bitastætt í handritinu. Var gerð með aðstoð sjóhersins og hefur sjálf- sagt aukið skráningu í hann til muna. Cruise slær í gegn með breiða brosinu, leðurjakkanum, sólgleraugunum og mótorhjólinu. Sem S/B mynd, er hún fullkomin; Hraði, spenna, hávaði, sætar stelpur, svalir strákar og morðfjár í pott- inn. Con Air (1997)  Lipur blanda gamanmála, ofbeldis og spennu um borð í fangaflugi, þar sem þeir hlekkjuðu ná völdum. Þeim til vandræða er ofur- kappinn Nicolas Cage, sem er að sleppa út á reynslunáðun. Stendur uppi í hárinu á þeim og fer létt með að halda í við fullfermi óbótamanna. Sem er þó enganvegin árennilegt með heims- kunna morðhunda á borð við Steve Buscemi, John („Cyrus the Virus“) Malkovich og Ving Rhames í fremstu víglínu. Bruckheimer fatast hvergi, í fyrsta sólófluginu eftir viðskilnaðinn við Simpson. Hávaðasöm, spennandi endaleysa. Heilasködduð og hress, að hætti hússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.