Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 67 MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá stjórn félagsins Ísland- Palestína þar sem hernaði Ísraels í Palestínu er harðlega mótmælt. „Nú hafa á sjötta hundrað manns fallið í árásum Ísraelshers og land- tökumanna, þar af um 200 börn undir 18 ára aldri og nærri eitt hundrað stúdentar. Tala særðra og limlestra nálgast 25.000 og eru 40 af hundraði þeirra börn. Fjöldi fatlaðra af völdum þessara árása er kominn upp í 2.300 manns, sem eru nærri jafn margir og urðu örkumla í fyrri Intifada uppreisn Palestínumanna árin 1987–1992. Fjórir palestínskir læknar hafa verið drepnir. Hernám Ísraela á palest- ínsku landi og sívaxandi landtaka þeirra fela í sér margföld brot á al- þjóðalögum og samþykktum Samein- uðu þjóðanna. Samkvæmt Genfar-sáttmálanum er hernámsveldi ábyrgt fyrir öryggi íbúanna. Í þessu ljósi eru loftárásir Ísraelshers og morð dauðasveita þeirra, sem leita uppi ákveðna ein- staklinga og taka þá af lífi án dóms og laga, enn glæpsamlegri enn ella. Hér er um að ræða ríki sem reynir að flagga lýðræði en ástundar í þess stað hryðjuverk fyrir opnum tjöldum. Félagið bendir á að hernámið er undirrót átakanna og full ábyrgð hvíl- ir á Ísraelsstjórn og hernámsliðinu gagnvart þeim ódæðisverkum sem unnin eru jafnt af hendi Ísraelshers og landtökuliðs sem og palestínskra aðila. Það skal jafnframt áréttað að þjóð sem býr við hernám hefur sam- kvæmt stofnsáttmála SÞ ótvíræðan rétt til að veita andspyrnu og losa sig undan hernámi. Félagið Ísland Palestína tekur undir þær kröfur sem hljóma um heim allan að Palestínumenn á her- teknu svæðunum fái alþjóðlega vernd. Palestínumenn eru herlaus þjóð, að því leyti svipuð Íslendingum, og hún á enga möguleika á að verjast Ísraelsher, einum fullkomnasta og öflugasta her í heimi. Félagið minnir á samhljóða ályktun Alþingis frá 18. maí 1989 þar sem lögð er áhersla á að viðurkenna sjálfs- ákvörðunarrétt palestínsku þjóðar- innar, tilverurétt Ísraelsríkis og rétt palestínskra flóttamanna að fá að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í samræmi við margítrekaðar ályktan- ir SÞ. Félagið skorar á íslensk stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísra- el á meðan þetta ríki telur sig hafið yf- ir alþjóðalög og samþykktir SÞ.“ Fordæma árásir Ísraelshers ÞRJÁR flugvélar lentu á nýjum flugvelli í Þórsmörk í síðustu viku. Aðdragandi flugvallargerðarinnar var áhugi nokkurra einkaflug- manna með Albert Högnason í broddi fylkingar. Verkið vann Hilmar Eysteinsson. Þeir leituðu til forsvarsmanna Flugmálastjórnar og fengu góðar undirtektir, en hún féllst á að leggja fjármagn til verks- ins. Með þessu er á ný, eftir nokkurra ára skeið, kominn nothæfur flug- völlur í Þórsmörk sem mun nýtast jafnt einkaflugi sem og til sjúkra- flugs. Lentu á nýjum flugvelli í Þórsmörk STÓRA Blackpool danskeppnin hófstföstudaginn 25. maí s.l. Keppnin er opin alþjóðleg danskeppni sem haldin er árlega í Blackpool á Englandi. Öll sterkustu danspör heims taka þátt í keppninni. Keppnina köllum við Stóru-Blackpool til aðgreiningar Yngri-Blackpool sem haldin er um páskana og er fyrir aldurinn 15 ára og yngri en í Stóru-Blackpool er keppt frá 16 ára og upp í atvinnumenn. Fyrsta keppnin var í flokki nýliða meðal atvinnumanna, svokölluð Ris- ing Star-keppni. Fyrir Íslands hönd kepptu þau Adam Reeve og Karen Björk Björgvinsdóttir. Keppt var í suður-amerísku dönsunum fimm. Alls hófu 247 pör keppnina. Adam og Karen náðu mjög góðum árangri og komust í 13 para undan-úrslit. Í fyrra tóku þau þátt í sömu keppninni og þá komust þau inn í 24 para úrslit sem sýnir að þau hafa bætt sig mikið frá því í fyrra. Sigurvegarar voru Andr- eas Kainz og Kelly Beesley, frá Eng- landi. Einnig var keppt í suður-amerísku dönsunum í flokki Ungmenna 16-18 ára 26. maí eða á laugardeginum. Þrjú pör tóku þátt fyrir Íslands hönd. 204 pör hófu keppnina. Ísak Hall- dórsson og Helga Dögg Helgadóttir, Hvönn og Hannes Egilsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir komust inn í 79 para úrslit. Sigurvegarar voru Evgeni Smagin og Rachael Heron frá Eng- landi. Keppt verður í hinum ýmsu flokkum og greinum næstu daga. Komust í 13 para undanúrslit Morgunblaðið/Jón Svavarsson Karen Björgvinsdóttir og Adam Reeve. TRÚNAÐARMENN á Landspítala –háskólasjúkrahúsi við Hringbraut hafa sent frá sér ályktun þar sem skorað er á samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við hjúkr- unarfræðinga. „Meginkröfur hjúkrunarfræð- inga á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut eru að menntun og fagleg ábyrgð þeirra verði metin til hækkunar grunn- launa á við það sem gerist meðal annarra háskólamenntaðra starfs- manna ríkisins, að við höldum þeim réttindum sem við höfum þegar áunnið okkur í samningum síðustu ára og að hafna því að horft sé á heildarlaun hjúkrunarfræðinga í samanburði við aðrar stéttir. Meg- inþorri hjúkrunarfræðinga vinnur á þrískiptum vöktum. Vegna skorts á hjúkrunarfræðingum við störf er þess krafist af stofnunum að hjúkr- unarfræðingar vinni óheyrilega yf- irvinnu án þess að hafa áhuga á því. Vitað er að óreglulegur vinnu- tími og mikil yfirvinna rýrir lífs- gæði og lífslengd. Gera má ráð fyr- ir að með hækkun grunnlauna dragi úr skorti í störf hjúkrunar- fræðinga,“ segir í ályktuninni. Hjúkrunarfræðingar á deild 12G Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut hafa sent frá sér ályktun þar sem seinagangi í samningum við ríkið er mótmælt. „Við viljum vekja athygli á að samningar milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hafa verið lausir í tæpa 7 mánuði. Þessi töf á samningum hefur þau áhrif að hjúkrunarfræðingar velja sér ann- an starfsvettvang en LSH og margir starfandi hjúkrunarfræð- ingar leita á önnur mið, s.s. lyfja- og líftæknifyrirtæki og einkarekin hjúkrunarheimili,“ segir í ályktun- inni. Félagsfundur Norðausturlands- deildar Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga hefur einnig sent frá sér ályktun þar sem skorað er á fjármálaráðherra að beita sér fyrir því að samninganefnd ríkisins gangi nú þegar til samninga við hjúkrunarfræðinga um megin kröf- ur þeirra. Þá hefur Suðurnesjadeild FÍH sent frá sér ályktun þar sem lýst er óánægju með seinagang ríkisins í viðræðunum. Hjúkrunarfræðingum á sjúkra- hús- og öldrunarsviðið Heilbrigð- isstofnunarinnar á Selfossi sendu einnig frá sér ályktun um sama efni. Hjúkrunarfræðingar mótmæla seinagangi MÆÐRASTYRKSNEFND Reykjavíkur gaf nýlega LAUFI landssamtökum áhugafólks um flogaveiki kr. 1.000.000 til styrktar málefnum félagsins. „LAUFI er sér- lega ljúft, að staðfesta móttöku þessa styrks og óskar Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur, formanni, stjórn og starfsfólki bjartrar framtíðar,“ segir í fréttatilkynningu. Veittu peninga- styrk Rangt höfundarnafn Á bíósíðum sunnudagsblaðsins var dálkurinn Sjónarhorn ranglega eign- aður Sæbirni Valdimarssyni. Höf- undur er Arnaldur Indriðason og er beðist velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Umsóknir um fréttamanna- styrki Norð- urlandaráðs NORÐURLANDARÁÐ veitir í ár nokkra fréttamannastyrki til um- sóknar fyrir fréttamenn á Norður- löndunum. Styrkjunum er ætlað að efla áhuga fréttamanna á norrænni samvinnu og auka möguleika þeirra á að skrifa um málefni annarra Norð- urlanda, s.s. með því að gera þeim kleift að fjármagna ferðalög tengd greinaskrifum. „Styrkur er veittur í hverju Norð- urlandanna og er fjárhæðin 90.000 danskar krónur fyrir Ísland í ár. Styrkurinn er veittur einum eða fleiri fréttamönnum dagblaðs, tímarits, út- varps eða sjónvarps. Sjálfstætt starf- andi fréttamönnum er einnig heimilt að sækja um styrkinn. Við styrkveit- inguna er tekið tillit til þess hvort um- sækjandi hafi sannanlega áhuga á norrænni samvinnu og Norðurlönd- um og er styrkjum úthlutað á grund- velli umsókna. Styrkþegum er ekki heimilt að sækja um styrk næstu þrjú árin. Umsækjandi skal í verkefnislýs- ingu tilgreina til hvers og hvernig hann hyggst nota styrkinn. Einnig skal gerð grein fyrir útgáfuformi og ferðaáætlun. Styrkinn ber að nota innan árs. Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Umsækjendum verður til- kynnt skriflega um styrkveitinguna fyrir júnílok. Öllum umsóknum verð- ur svarað. Styrkþega ber að senda Norður- landaráði stutta skýrslu um notkun styrksins og það efni sem unnið hefur verið. Sú skýrsla skal vera í greina- formi og fer hún í gagnabanka nor- ræna tímaritsins „Politik i Norden“ sem gefið er út af Norðurlandaráði og norrænu ráðherranefndinni og áskil- ur blaðið sér rétt til birtingar grein- arinnar. Umsóknareyðublöð fást hjá Ís- landsdeild Norðurlandaráðs, Austur- stræti 14, 5. hæð, netfang stigur@alt- hingi.is“ segir í fréttatilkynningu. SKÓGRÆKT ríkisins og Garðyrkju- skóli ríkisins standa fyrir námskeiði á Egilsstöðum sem nefnist; „Að lesa í skóginn og tálga í tré“ helgina 8.-10. júní. Námskeiðið verður haldið í Mið- húsum og stendur frá kl. 17:00 til 20:00 á föstudag, 10:00 til 17:00 álaug- ardag og frá kl. 10:00 til 15:00 á sunnudag. Leiðbeinendur verða Guð- mundur Magnússon, smíðakennari á Flúðum og Ólafur Oddsson, starfs- maður Skógræktarinnar. Unnið verð- ur með ferskan við beint úr skógi, kenndar gamlar handverksaðferðir þar sem exi og hnífar eru notaðir, les- ið í eiginleika viðarins og fjölbreytt notagildi, geymslu og þurrkun. Á námskeiðinu verða einnig kynntar gamlar aðferðir við húsgagnasmíði, krókstafagerð og skeftingu hand- verkfæra. Skráning fer fram á skrif- stofu Garðyrkjuskólans eða í gegnum netfangið; magnea@reykir.is Að lesa í skóg- inn og tálga í tré á Egilsstöðum HJÁ Landsvirkjun fóru nýlega fram útboð á endurnýjun á loft- ræstingu í Írafoss- og Steingríms- stöð við Sogið. Við Sogsvirkjanir hefur farið fram endurnýjun á mannvirkjum og vélum undanfarið og eru þessar framkvæmdir komn- ar vel á veg. Nú var komið að end- urnýjun á loftræstingu í áðurnefnd- um stöðvum. Sjö tilboð bárust í verkið og var lægsta tilboðið að upphæð 21,7 m.kr. frá ÞH-blikki ehf., Selfossi, og næstlægsta tilboð- ið var frá Blikksmiðjunni Auðási hf. í Kópavogi og var það 22,5 m.kr. Kostnaðaráætlun ráðgjafa var 23,3 m.kr. svo lægsta tilboð var tæpum 7% lægra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Útboð á loft- ræstingu í Íra- foss- og Stein- grímsstöð ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Reykjaneskjördæmi hefur unnið að því undanfarna mánuði að stofna félagsdeildir sem víðast í kjör- dæminu. Eru þær nú þegar teknar til starfa í Kópavogi, Hafnarfirði, Sel- tjarnarnesi, Bessastaðahreppi og á Suðurnesjum. Fimmtudaginn 31. maí verður svo stofnuð félagsdeild í Mos- fellsbæ. Nýir félagar og þegar skráðir eru velkomnir á stofnfundinn sem verður í Urðarholti 4 og hefst kl. 20. VG stofna félag í Mosfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.