Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á málþingi Lesbókar Morgunblaðsins og Reykjavík- urAkademíunnar um tíðaranda í ald- arbyrjun, sem fram fór síðastlið- inn miðvikudag, fjallaði einn fjög- urra fyrirlesara, Steinunn Kristjánsdóttir, um ólík viðhorf sem fram hafa komið í umræðum síðustu áratuga um aðferðafræði fornleifafræðinnar. Steinunn benti á að umræðan snerist æ meir um það hver þessi fortíð er sem verið er að grafa upp og hvort hún verði nokkuð uppgötv- uð þótt rétta tæknilega aðferðin til þess verði fundin upp. Dregið hafi verið í efa að hægt sé að komast að sannleikanum um for- tíðina, finna hina einu réttu for- tíð, þótt efnislegar leifar hennar finnist í jörðu. Þess í stað hafi aukin áhersla verið lögð á hug- lægt mat, túlkun og einstaklings- bundið sjónarhorn. Fornleifa- fræðingar hafi þannig horfið frá því að setja fram og vinna út frá almennum lögmálum, yf- irgripsmiklum þróunarkerfum eða skapa heildarmyndir úr brotakenndum heimildum, eins og löngum hefur tíðkast. Sam- hliða þessu segir Steinunn að túlkanirnar hafi orðið að sögnum (narratives) í stað upptalninga á gripum og einsögurnar hafi feng- ið aukið vægi á kostnað stórsagn- anna (heildstæðra kenninga (kerfa) um það hvernig hlutirnir eru eða voru). „Í stað þess að skýra til dæmis þróun íslenskrar húsagerðar með því að draga fram ákveðnar húsagerðir sem mikilvæga hlekki eða vörður í þróunarsögunni, er hvert hús skoðað sem ein heildarmynd með eigin sögu,“ sagði Steinunn. Þessi sama þróun hefur átt sér stað í öðrum greinum hugvísind- anna með einum eða öðrum hætti. Efasemdir um réttmæti og gildi heildrænna kenningakerfa og lykilhugtaka hafa leitt til end- urskoðunar á aðferðafræði og viðfangsefnum hugvísindanna. Í stað þess að leita að almennum lögmálum um form og inntak hafa viðtekin hugtök verið af- byggð, leyst upp, með það að markmiði að sjá hvað liggur að baki þeim. Þessi sjálfskoðun fræðanna hefur að margra mati lyft þeim upp úr djúpu fari staðn- aðrar hefðar og skapað nýja möguleika en aðrir telja hana hafa skilað litlu öðru en botn- lausri afstæðishyggju þar sem ekki standi steinn yfir steini, eng- inn sannleikur sé til, engin kenn- ing og varla veruleiki, heldur að- eins huglægt mat og túlkanir – orð um orð. Þetta ástand fræðanna birtist með skýrum hætti í erindum Jóns Karls Helgasonar og Matth- íasar Viðars Sæmundssonar á málþinginu. Sá fyrrnefndi fjallaði um tíðarandann sem getraun og hélt því fram að sérhver heimild um tíðarandann í aldarbyrjun væri jafnrétthá hvaða heimild annarri. Greinaflokkurinn í Les- bók hefði látið okkur í té átján tilbrigði en við hlið þeirra mætti stilla fjölmörgum sundurlausum og margræðum táknum úr sam- tímanum. Eitt af þeim birtist framan á haframjölspökkum sem Jón Karl mundi eftir úr æsku. Þetta var mynd af brosandi manni með hatt sem hélt á sams- konar haframjölspakka og á hon- um var mynd af þessum sama manni sem sjálfur hélt á enn minni pakka og þannig koll af kolli þar til myndin í myndinni var ekki annað en lítill, ógreini- legur depill. Myndin varð Jóni Karli tákn um það hvernig heim- urinn hefur verið leystur upp í endalausar eftirmyndir og orð sem fjalla um orð sem fjalla um orð. Jón Karl efaðist um að fyr- irlestur sem fjallaði um andann í átján greinum um tíðarandann gæti orðið annað en lítill, ógreini- legur depill. Matthías Viðar dró hins vegar í efa að þau hugtök sem við not- uðum til þess að tjá lok og nýtt upphaf, mót tveggja tíma, anda hins liðna og anda hins nýja, séu innantóm og haldlaus, hugtök „sem vísa einungis á sig sjálf, háð vali og hugdettum þeirra sem þau nota“. Tíðarandinn sé þannig háður skynjun hvers og eins og aldarbyrjunin mannaverk en ekki náttúrulegt lögmál sem breyti samhengi hlutanna. Sú nið- urstaða er þó einmitt prýðileg lýsing á anda fræðanna nú í ald- arbyrjun, eins og lýst var í upp- hafi greinar. Umfjöllunarefni fjórða fyr- irlesarans, Anne Brydons, mann- fræðings frá Kanada, var af allt öðrum toga en lýsti einnig vel ákveðnum hugmyndafræðilegum átökum sem eiga sér nú stað um kosti og galla hnattvæðing- arinnar. Anne fjallaði um mót- mæli sem urðu í Quebec í Kanada í tengslum við fund Ameríkuríkja um stofnun nýs fríversl- unarsvæðis í álfunni og ofbeldis- fullum aðgerðum lögreglu gegn friðsamlegum mótmælendum. Anne gagnrýndi og umfjöllun fjölmiðla sem hún taldi hafa dregið upp ranga mynd af at- burðinum með því að beina frek- ar sjónum að umfangslitlum óeirðunum en gagnrýninni sem mótmælendur höfðu fram að færa. Fjölmiðlar skapa sinn eigin veruleika og bregðast því hlut- verki að skapa lýðræðisleg skoð- anaskipti í samfélaginu. Í pallborðsumræðum í lok mál- þingsins benti Ástráður Ey- steinsson, bókmenntaprófessor, á að erindin hefðu sum hver ein- kennst af persónulegri nálgun við umfjöllunarefnið, bæði Jón Karl og Matthías Viðar auk undirrit- aðs, sem flutti stutt inngangser- indi, hefðu vitnað til persónu- legrar reynslu í framsögum sínum. Taldi Ástráður að þetta væri hugsanlega til merkis um vantrú á hefðbundna fræðilega nálgun. Hér er vissulega ekki um neina nýjung að ræða en með aukinni áherslu á einstaklings- bundið sjónarhorn og túlkun hafa fræðimenn í auknum mæli gert sjálfa sig sýnilegri í skrifum sín- um. Reynsla einstaklingsins hef- ur orðið að gildu rannsóknarefni í einsögunni og einnig í áherslu menningarfræðinnar á hvers- dagslífið. Viðurkenning frásagn- arinnar sem fræðilegrar fram- setningar hefur og opnað leið persónulegrar nálgunar. Hún er því ekki dulbúnir skáldadraumar eða hræðsla við afstöðu, eins og sumir vilja halda fram, heldur hnýsilegt sjónarhorn á mishöndl- anleg viðfangsefni. Um tíðar- andann Enginn sannleikur, engin kenning og varla veruleiki – aðeins orð um orð. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is „SÁ sem þykist vera nokkuð, en er þó ekk- ert, dregur sjálfan sig á tálar.“ Þessi orð Páls postula koma upp í hug- ann þegar ráðherrar tala drýldnislega. Siv ráðherra hefur mál sitt sífellt með því að hrósa sér fyrir afrek og hvað landinn standi sig vel í umhverfismálum, nú síðast varðandi þrávirk efni. Þó skín í gegn að hún þekkir ekki upp- sprettur hættulegustu efnanna, díoxína. Guðni Ágústsson tönnlast sí á miklum gæðum ís- lenskra landbúnaðarafurða, svona rétt til að draga athyglina frá því hversu dýrar þær eru og einhliða. Bergmáls- aðferðin Upphefðin kemur að utan. Til margra ára gefur OECD út spá um efnahagshorfur í landinu; flestir vita að stofnunin byggir á tölum sem mat- reiddar eru hér í stjórnsýslunni; gæðastimpill í útlöndum er áhrifa- mikil gæðavottun og það er þægilegt að fá hvíslað í eyra það sem menn helst vilja heyra. Þessa aðferð þekkja talsmenn stórútgerðar á Íslandi; sendimenn prísa hástöfum stjórn- kerfi fiskveiða hér á landi og bergmál að utan berst til baka með ýmsum leiðum. Oft hefur mátt heyra í frétt- um hrós sem leynir vart fingraförum höfunda, LÍÚ og hliðhollir matreiða síðan fréttirnar og drýldni skín í gegn. Síðasta stórfréttin kom í BBC- þætti um ástand fiskstofna í Norð- ursjó; en það er mjög slæmt vegna of mikils veiðiálags og mikils brottkasts fisks. Inn í fréttina fléttaðist veiði- stjórnun hér og þulur sagði orðrétt: „And they seem to be doing quite well“. Á íslensku þýðir þetta: „Þeir virðast gera það sæmilegt“. Vitnað var í LÍÚ og tvær ríkisstofnanir en umsvifalaust var þessi frétt túlkuð hér sem mikið hrós fyrir kvótakerfið. Já, það er gott að eiga góða þýðendur. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Þetta er sú regla sem notuð er víð- ast hvar þegar úthlutað er takmörkuðum verð- mætum, t.d. að skemmtunum eða útsöl- um; enda eru ekki grundvallarhagsmunir í húfi. Þó vita allir að svartur markaður er oft með aðgöngumiða en enginn reynir í alvöru að verja hann. Áður fyrr heyrðust sögur um verslun með lyfsöluleyfi og akstursleyfi leigu- bíla, enda um takmörkuð gæði að ræða. Engin dæmi eru um að rétt- hafar hafi tekið toll af öðrum. Slíkt gerist nú í veiðiapparatinu íslenska. Trillukarl í Bolungarvík horfir á stór- skip frá Akureyri og Reykjavík veiða botnfisk fyrir framan nefið á sér; hann sjálfur verður að greiða leigu- gjald fyrir þorsk, sem slæmist á krók- ana hans, til útgerða stórskipa. Þetta er alveg nýtt í landi réttlætisins en karlinn verður auk þess að kyngja því að fullyrt sé að þetta sé gert í nafni réttlætis og hagræðingar þótt hann viti betur. Eftir því sem menn sækja þennan málstað fastar, birtist æ ljós- ar að sjálft hagræði smábátaveiða á heimamiðum er þeim sjálfum hættu- legast, því mikið er gert til að stöðva þá vegna æpandi mótsagna í kvóta- kerfinu sem skortir nú hagkvæmnis- rök fyrir vegna stórskulda, brasks og brottkasts. Það er nú lýðum ljóst að beita verður mismunandi stjórnkerf- um fyrir smábáta og stórskip. Með engu móti verður lesið út úr réttar- reglum stjórnarskrár um atvinnu- frelsi og jafnræði að nauðsyn beri til að stjórna öllum fiskveiðum með sömu reglu. Til viðbótar þessu birtist siðferðisbrestur þegar lokka á smá- báta inn í kerfið með kvótum sem síð- an má selja. Hefur trillukarlinn sið- ferðilegan rétt til að selja sinn kvóta og hneppa þannig heimabyggð sína og erfðarétt eftirkomenda til fisk- veiða inn í gíslingu og skattlendur kerfisins? Enn hefur enginn fundið upp krókabeitu sem lokkar steinbít, ýsu og ufsa en ekki þorsk. „Flotanum ósigrandi“ er nú ógnað af smábátum eins og gerðist í byrjun síðustu aldar, þegar Hannes Hafstein á árabáti átti í höggi við erlenda togara. Ríkiskapítalismi Júgóslavneski rithöfundurinn Mil- ovan Djilas trúði lengi á réttlæti og bræðralag kommúnismans á tímum Tító. Í lok sjötta áratugarins sá hann fyrir sér hugmyndafræði einokunar og lokaðan klúbb forréttindamanna. „Nýja stéttin“ hafði aðgang að öllum helstu gæðum úr hendi ríkisins. Slík réttindi voru í raun meiri en peningar auðmanna nútímans, þessvegna kvótakónga, vegna þess að þeir þurftu ekki að borga skatta og vera útsettir sífelldu áreiti frá samkeppni á markaði. Tilraunir tækifærissinnaðra háskólakennara til að skilgreina hag- ræna nauðsyn einkaeignar á kvótum, sem andsvar við kröfum um „þjóðnýt- ingu“ ríkisins á veiðirétti og gjald- töku, eru broslegar þegar meginrökin eru fallin, ríkiskapítalismi er nær lagi nú; menn éta úr hendi ríkisins verð- mæt réttindi sem unnt er að selja um- hendis. Hannes H. Gissurarson hélt því fram að með einkaeign færu menn best með auðlindina; ef litið er á for- Framtíðin til sölu Jónas Bjarnason Fiskveiðistjórn Sennilega hallast flestir að því að miðum verði skipt upp eins og í Fær- eyjum, segir Jónas Bjarnason, og sérreglur gildi fyrir hvert hólf, all- ir viðurkenna að veiði má ekki verða óábyrg. SÖGUR heilla mig. Ég veit fátt skemmti- legra heldur en að sitja og hlusta á góða frásögn. Það er eins og tíminn standi í stað um skamma stund. Fyrir hlustandanum mótast myndir úr orð- unum. Þetta er frá- sagnarlistin. Þetta er það sem býr á bak við sögur. Höfundurinn, hvort heldur ungur eða gamall, reyndur eða óreyndur, raðar orðunum niður þannig að úr verður saga. Og sá sem les eða segir söguna gefur henni frekara líf. Börn, sem fá það tækifæri að hlusta á sögur, eignast þar með dýrmætan fjársjóð sem verður ekki tekinn frá þeim. Í sögunum upplifa þau sig sem beina eða óbeina þátttakendur. Ósjálfrátt finnur hlustandinn sér hlutverk í sögunni. Ómeðvitað tekst viðkom- andi þar með á við eigin hugsanir og tilfinningar. Þessi ómeðvitaða þátttaka í sögunni hjálpar barninu að byggja upp eigin sjálfsímynd. Í upphafi hlustar barnið. Það er fyrst um sinn áheyrandi. En fljót- lega tekur barnið að finna sér hlut- verk. Í byrjun ómeðvitað en brátt þróast hlustunin í hlutverkaleik. Á meðan á frásögninni stendur, fljót- lega að henni lokinni eða jafnvel þó nokkru síðar bregður barnið sér í hlutverk uppáhaldspersónunn- ar úr sögunni eða jafnvel þeirrar sem það óttast mest í sög- unni. Þannig vinnur barnið úr þeim tilfinn- ingum sem má finna í sögunni, úr þeim full- yrðingum sem heyra má út úr sögunni og reynir að átta sig frekar á mörkum hins raunverulega og óraunverulega, hins sanna og ósanna sem sögur og frásagnir bera oft með sér. Öll eigum við okkar uppáhalds- sögur. Oft komust þessar sögur í uppáhald hjá okkur af því að þær snertu okkur persónulega. Kannski af því að þær voru svo ná- lægt þeim raunveruleika sem við lifðum í eða einmitt vegna þeirrar fjarlægðar frá aðstæðum dagsins sem sagan hafði upp á að bjóða. Sagan um Öskubusku er dæmi um sögu sem hefur fyrir marga upp á hvort tveggja að bjóða. Í einfaldri mynd má lýsa upplifun hlustand- ans á eftirfarandi hátt: Í upphafi sögunnar upplifir margur hlust- andinn sjálfan sig sem Öskubusku, sem tákn þess sem er kúgaður, beittur einelti eða jafnvel sem tákn persónu sem er á mörkum þess að eiga sér framtíðarvon. Að sögunni lokinni hefur hlustandinn fengið að taka þátt í þeirri reynslu að jafnvel í slíkri aðstöðu sem Öskubuska bjó við í upphafi sögunnar er til von. Flest börn segja sögur. Oft er hlustandinn aðeins barnið sjálft. Og sagan er endurtekning á at- burðum dagsins. Þannig fær dúkk- an núna plástur á hnéð eins og barnið fyrr um daginn. Hér eru mörkin milli sögunnar og hlutver- kaleiksins óskýr. Á meðan einu barninu þykir það þægilegra að reyna að koma orðum að hlutun- um, segja sögu, velur næsta barn að leika atburðinn með fáum orð- um. Við sem komum að uppeldi barna, hvort heldur er á eigin heimilum, í skóla, félagsstarfi eða tómstundastarfi, megum til með að nýta okkur áfram þann dýrmæta arf sem við eigum í sögum gær- dagsins og það stórkostlega tæki- færi sem við eigum í sögum dags- ins í dag. Segjum börnum sögur og gefum okkur tíma til þess að hlusta á þeirra sögur. Pétur Björgvin Þorsteinsson Sögur Börn, sem fá það tæki- færi að hlusta á sögur, segir Pétur Björgvin Þorsteinsson, eignast þar með dýrmætan fjár- sjóð sem verður ekki tekinn frá þeim. Höfundur er fræðslufulltrúi Háteigs- kirkju og stendur fyrir sumardag- skrá sem nefnist „Sögur og leikir í Háteigskirkju“. Segjum börn- um sögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.