Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 57 og fyrir umhyggju hans og vináttu. Að leiðarlokum kveðjum við hann með þessu ljóði Rannveigar systur hans um Bláfjöllin, sem voru þeim svo kær. Fögur voru í feldi hvítum fjöll í dag. Í fönnum skrýddum dalnum undi ég mínum hag. Sólin skein á bjartar brekkur, Bláfjallanna fegurð víst, dásamlegri er en dagleg orð fá lýst. Mig tefur ekki á skíðabrautum frost né fjúk. – Falleg er hún, brekkan niður Skálahnjúk. Tunglið varpar töfraljóma á tinda og dalinn allt um kring. Langur skuggi liggur yfir Einstæðing. Dalinn út ég held að lokum heim á leið, heimferðin er alltaf nokkuð svona greið, niður Skarð sem leiðin liggur, leiðin sú er ekki ströng. Jósepsdal ég kveð með söknuði – og söng. Næstu kynni okkar Ólafs voru við laxveiðiá. Dag nokkurn hringdi hann í mig og sagði, „nú ætla ég að kenna þér að veiða lax, Nonni minn“. Þannig vildi til að fyrstu veiðidagarnir í Norðurá höfðu ekki selst þetta sumar og tók Ólafur þá til sinna ráða. Fékk hann til liðs við sig gamla veiðifélaga, þá Pálmar Ísólfsson og Einar Sæmundsson, til að kenna nýliðanum. Ólafur og Pálmar voru laxveiðimenn af gamla skólanum, stunduðu Laxá í Þing- eyjarsýslu og lágu þá við í tjaldi í viku í senn og veiddu með Hardy- stöngum og á Hardy-flugur, annað var ekki laxveiði. Þetta voru ógleymanlegir dagar þarna við Norðurá, aðeins 4 veiðimenn og vaðandi lax um alla á – og þarna kokgleypti ég bakteríuna . Það var ótrúlegt að sjá þessa snillinga kasta flugu og glíma við lax. Í þetta sinn var áin mjög vatns- mikil og lituð svo ekki þýddi að kasta flugu og urðum við því miður að nota maðk. Ólafur var ekki sátt- ur við kaststöng sem ég kom með og rétti mér Hardy-kaststöngina sína, sagðist ekki setja maðk á sína stöng, en af því að þú ert „græn- ingi“ getur þú gert það. Sjálfur notaði hann 6 feta silungastöng og hikaði ekki við að þreyta og landa 11 punda laxi á hana. Síðar fórum við í margar fleiri veiðiferðir og kennslunni var haldið áfram. Oftast var farið í Brennuna, en í mörg sumur áttu þeir Ólafur og Pálmar veiðirétt þar. Ólafur lét ekki þar við sitja, hann var lengi búinn að reyna að leggja fyrir mig snörur að koma með sér í golfið. Ég hafði lengi engan áhuga á þeirri íþrótt, en að lokum beitti hann nýju bragði, og þar með upp- hófst nýr kafli í samstarfi okkar. Iðulega mæltum við þrjú okkur mót á golfvellinum, en Salvör er mjög góður golfleikari og tók iðu- lega þátt í golfmótum með góðum árangri. Við Ólafur létum okkur hinsvegar nægja að leika golf, okk- ur til ánægju og hressingar. Þó ég ætti stundum lengri högg heldur en hann tókst mér aldrei að vinna hann því öll hans högg voru yf- irveguð og rötuðu beinustu leið. Saman heimsóttum við ýmsa golf- velli í nágrenninu, einnig fórum við stundum með kunningjum út á land, en eftirminnilegastar eru þó ferðirnar til North-Berwick í Skot- landi, en þangað fjölmenntu iðulega golfáhugamenn áður en vellirnir hérna heima voru komnir undan vetri. Þarna voru yfir 10 frábærir golfvellir í næsta nágrenni við hót- elið og var reynt að komast á sem flesta velli þessar tvær vikur sem við dvöldum þarna. Í byrjun árs 1968 tóku nokkrir áhugamenn um ferða- og fjalla- mennsku sig saman að frumkvæði Hinriks Thorarensen og stofnuðu Lionsklúbbinn Frey. Klúbburinn var stofnaður á hlaupársdag það ár. Þarna komu saman margir áhuga- menn og var eldhuginn Ólafur þar í fylkingarbrjósti. Fyrsta stjórn klúbbsins var fyrirfram ákveðin, en Ólafi var ætlað hlutverk í næstu stjórn hans. En skjótt skipast veð- ur í lofti, við sáum að þarna var ekki venjulegur maður á ferð, hér var kominn foringi og leiðtogi. Það var því árið 1971 sem hann var skipaður varaformaður klúbbsins og tók við formennsku hans starfs- árið 1972 til 1973. Hann lét ekki að- eins til sín taka innan klúbbsins, því árið 1978 var hann kjörinn um- dæmisstjóri umdæmis 109-A. Þessu embætti Lionshreyfingarinnar fylgir sú kvöð að heimsækja alla Lionsklúbba á svæðinu. Fór Ólafur létt með það eins og annað það sem hann tók að sér. Við klúbbfélag- arnir fórum gjarnan með honum á þessa fundi og gátum ekki annað en dáðst að því hvernig honum tókst með eldmóði og ræðusnilld að hrífa áheyrendur sína. Næsta ár var hann kjörinn fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi og gegndi því starfi árin 1979-1980. Síðar var hann kjörinn fyrsti og eini heiðursfélagi Freys. Klúbburinn hefur eins og aðrir Lionsklúbbar staðið fyrir fjáröflun til að styrkja allskonar líknarstarfsemi. Annað áhugamál klúbbsins er útivist og landvernd. Á fyrstu árum hans stakk einn félaginn upp á að við merktum ör- nefni og leiðir í nágrenni okkar, við Kleifarvatn og Hvalfjörð. Þessu verkefni hefur verið haldið áfram og tekur það væntanlega aldrei enda. Hefur klúbburinn nú komið upp um 800 merkjum víðsvegar um landið, við ýmsar slóðir á hálendinu og einnig við flestar ár á hringveg- inum. Annað verkefni klúbbsins var uppgræðsla lands við Hvítárvatn, en þar fékk klúbburinn úthlutað landi á Tjarnheiði til uppgræðslu. Í samráði og samvinnu við Land- græðslu ríkisins girtu félagarnir af svæði frá Svartá langleiðina inn að Hvítárnesi. Eftir að búið var að girða sá klúbburinn árum saman um að dreifa fræi og áburði á land- ið. Í öllu þessu starfi var Ólafur virkur þátttakandi. Hann var ætíð í fararbroddi þegar eitthvað stóð til, framsýnn og óbilandi eljumaður og sannur leiðtogi. Á hverju sem á gekk stóð Salvör við hlið hans og studdi hann með ráðum og dáð. Hún tók þátt í starfi hans sem umdæmisstjóra, samkom- um hreyfingarinnar og einnig starfi og ferðalögum okkar klúbbfélag- anna. Henni sendum við þakklæti og samúðarkveðjur. Að leiðarlokum þökkum við félagar Ólafs í Lions- klúbbnum Frey honum kærlega fyrir samfylgdina. Þessi ár sem við áttum samleið verða okkur öllum ógleymanleg. Af honum lærðum við mikið og vonandi nýtist okkur sá lærdómur til að bera merki klúbbs- ins okkar jafn hátt og hann bar það ætíð. Sjálfur þakka ég honum allar ógleymanlegu samverustundirnar, standandi á skíðum, með golfkylfu eða veiðistöng í hönd, akstur á veg- um og vegleysum, á fundum klúbbsins og einnig á heimili og í sumarbústað hans og Salvarar. Þér, kæra Salvör, sendum við Ásta innilegar samúðarkveðjur og biðjum þér Guðs blessunar. Megi minningin um góðan dreng lifa að eilífu. Jón R. Sigurjónsson. Kveðja frá Ármenningum Ólafur Þorsteinsson, heiðurs- félagi Glímufélagsins Ármanns, er látinn á nítugasta og fimmta ald- ursári. Hann varð félagi í Glímu- félaginu Ármanni ungur að árum og varð snemma virkur í íþrótta- iðkun og félagsmálum. Ólafur var engin liðleskja í þessum efnum og beitti sér af atorku að þeim málum, sem unnið var að hverju sinni. Ár- menningar mátu að verðleikum framlag hans til félagsins og gerðu hann að heiðursfélaga. Ólafur Þorsteinsson var meðal- maður á hæð, grannvaxinn og vel á sig kominn, sviphreinn málafylgju- maður sem eftir var tekið á manna- mótum. Ólafur átti mörg sporin og stund- irnar í starfi fyrir skíðadeild félags- ins og verður þess minnst af öðrum til þess bærari mönnum. Hann sat í fulltrúaráði Glímu- félagsins Ármanns og í stjórn félagsins á tímabili. Allt fram á síð- ustu ár sótti hann fundi og sam- komur félagsins, lét til sín taka í umræðum og gerði ljósa grein fyrir skoðunum sínum. En Ólafur Þorsteinsson var ekki einhamur á sviði félagsmála þótt mikil væru verk hans innan Glímu- félagsins Ármanns. Hann var for- maður Skíðaráðs Reykjavíkur, sat í stjórnum Skíðasambands Íslands og Íþróttasambands Íslands. Hann var í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur og Stangveiðifélags Reykjavíkur. Þá gegndi hann trúnaðarstörfum innan Lionshreyfingarinnar og var forseti Bridgesambands Íslands um tíma. Fyrst bar fundum okkar Ólafs saman fyrir rúmum fimmtíu árum, sá eldri þá í blóma lífsins, hin sanna ímynd útivistarmannsins og heilbrigðs lífernis með fjölbreytta reynslu úr lífsins ólgusjó og félags- málum, en hinn yngri að feta sín fyrstu spor í íþróttaiðkun og félags- starfi. Ávallt var hollráð að fá og góðan stuðning hjá Ólafi, þegar eft- ir var leitað. Af kynnum mínum af Ólafi Þor- steinssyni get ég borið, að hann var bæði til orðs og æðis trúr þeirri hugsjón, að forystumenn í íþrótta- félögum og íþróttastarfi ættu að vera góð fyrirmynd æskufólki, sem skipaði sér í þeirra sveit. Með þeim hætti mætti stuðla að framgangi uppeldis og mannræktarþátta íþrótta. Á kveðjustund vil ég persónulega og fyrir hönd aðalstjórnar Glímu- félagsins Ármanns og annarra Ár- menninga þakka Ólafi Þorsteins- syni, heiðursfélaga Glímufélagsins Ármanns, fyrir fölskvalausa sam- fylgd og það óeigingjarna starf, sem hann lagði fram í þágu félags- ins. Fjölskyldu hans eru fluttar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd Glímufélagsins Ár- manns, Hörður Gunnarsson, varaformaður. Þann 21.maí sl. andaðist einn af mínum bestu vinum sem ég hef eignast á lífsleiðinni, Ólafur Þor- steinsson stórkaupmaður. Óli, eins og ég kallaði hann alltaf, var geysi- fjölhæfur maður og margt til lista lagt. Þar voru íþróttir og útilíf ekki síst hans lífsnautn og þeirra hjóna beggja, Salvarar Sigurðardóttur og hans. Það mun hafa verið fyrir um sextíu árum sem leiðir okkar lágu fyrst saman og var það í gegnum skíðaíþróttina. Óli var á þeim árum aðalforingi Ármenninga að upp- byggingu skíðaíþróttarinnar í Jós- epsdal. Á þessum árum voru skíða- mót haldin um helgar á félagasvæðunum og skíðafólkið gisti í viðkomandi skálum. Það mun hafa verið á svona móti sem leiðir okkar lágu saman, hann sem Ár- menningur og ég sem KR-ingur. Það var í Ármannsskálanum á laugardagskvöldi eftir keppni að ég var þarna í hópi félaganna í KR. Var þá farið að spila bridge og kom þá þessi maður til mín og spurði hvort ég kynni að spila bridge. Ég sagði það vera lítið sem satt var en hann var fljótur að svara og sagði: „Þá lærirðu það bara.“ Ég vissi ekki að sá sem við mig talaði var einn af bestu bridgespilurum lands- ins á þeim tíma. Svona byrjaði okk- ar sextíu ára vinátta, sem þróaðist milli fjölskyldna okkar með spila- mennsku og veiðiferðum, ferðalög- um og að ógleymdum skíðaferðum innanlands og utan. Á sjötíu ára af- mæli Óla fyrir 24 árum sagði ég við hann: „Eigum við ekki að athuga að koma okkur til útlanda á skíði í vetur?“ Aldrei þessu vant sagði hann ekkert en í hádeginu daginn eftir hringdi hann og sagði. „Held- ur þú að það sé gaman á skíðum í útlöndum?“ Úr varð að Óli og Salla og við hjónin Gunna og ég fórum með góðum hópi vina á annan ára- tug til Austurríkis á skíði. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en þakka Óla og Söllu fyrir allan þann góða vinskap sem þau hafa sýnt mér og fjölskyldu minni alla tíð. Við Auður sendum þér, Salla, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Einar Sæmundsson. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. "#          3   1 #220#"2" +"##"-"'$<A +"9"9.           4  &    ! !   $9: 42 42'$9: 1.2"70#90$$ #"9'$9: +#$9: 5 #    ( 3(   *"%#$ F *"9##'! &   %     .   %    )!%-!)6!**! #"9'3"$" 4.'3"$"0$$ "."-""          6   G "H '$'2$  :.''! "$#*'$ *2"ID  9##-@    ,%         ' &     0! ! 1     ! 2/# "/ $'."#$0$$ #4 "/0$$ " $4! -""--""-""- "#                3  1 "$'==   ! ' ,   "(0%"0$$ '.'3$# './+:#!"0$$ 3$# 4 ""0$$ (04"3$#0$$ +"9$ +"##01"23$# +.")!"0$$ -""--""-""-                   8 8 0#%!'!<J *2"42 &  %   7   % &    (*! !) ! 8    $  $  & %  ,   .   &   .':'0$$ - $"--""-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.