Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 68
DAGBÓK 68 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ing- var Iversen kemur og fer í dag. Arnarfell og Atla Mar koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss og Ocean Traw- ler komu í gær. Selfoss kom í gær. Fréttir Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14– 17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–16.30 opin handavinnustofan, áhersla á bútasaum, kl. 9–12 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans- kennsla, Sigvaldi, kl. 13–16.30 opin smíða- stofa, trésmíði/ útskurður, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–9.45 leik- fimi, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 9–16 handavinna og fótaaðgerðir, kl. 10 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14–15 dans hjá Sig- valda. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi í íþróttasal á Hlaðhömrum, þriðjud. kl. 16. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13– 16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fótanuddi, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Kl. 14.45 söng- stund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ, miðvikudagur 30. maí spilað í Holts- búð kl. 13.30, fimmtu- dagur 31. maí boccia kl. 10.30 , leikfimi kl. 12.10 Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag er pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Síð- asti dagur sýningar á handverki eldri borgara í Hafnarfirði er í dag kl. 13 til 17, kaffisala. Á morgun, línudans kl. 11 og píla kl.13.30. Dags- ferð á Njáluslóðir fimmtudaginn 7. júní nk. og þriggja daga ferð til Hornafjarðar 9. júlí. Orlofið í Hótel Reyk- holti Borgarfirði 26. águst nk. Skráning haf- in, allar upplýsingar í Hraunseli sími 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30. Vorferð í dag. Hafnarfjörður og Heið- mörk. Lagt verður af stað kl. 13 og leið lögð í Hafnarfjörð og þar lit- ast um undir leiðsögn Rúnars Brynjólfssonar. Síðan er ekið um Heið- mörkina og staldrað þar við og Vatnsveita Reykjavíkur skoðuð. Að lokum eru kaffiveit- ingar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Leiðsögn Páll Gíslason og Pálína Jónsdóttir. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. 10.–12. júní Skaftafellssýslur. Þriggja daga ferð um Skaftafellssýslur, kom- ið að Skógafossi og fl. fallegum stöðum á Suð- urlandi. Gist á Hótel Eddu, Kirkjubæj- arklaustri. Leiðsögn Ólöf Þórarinsdóttir. Dagsferð 13. júní. Nesjavellir – Grafn- ingur – Eyrarbakki. Húsið – Sjóminjasafnið á Eyrarbakka – skoðað. Leiðsögn: Tómas Ein- arsson og Pálína Jóns- dóttir. Skráning hafin. 19.–22. júní, Trékyll- isvík, 4 dagar, gist að Valgeirsstöðum í Norð- urfirði. Skráning hafin. Leiðsögn Tómas Ein- arsson. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10– 12. Ath. afgreiðslutími skrifstofu FEB er frá kl. 10–16. Upplýsingar í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia. Sumardagskráin kom- in. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 14 boccia, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14. Sund- hópurinn ásamt Gjá- bakka og Gullsmára stefna á ferð um Vest- firði 16. til 19. júlí. Ferðaáætlun er að fá í afgreiðslu félagsheim- ilanna. Skráning fyrir 15. júní. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13– 16.30 myndlist, kl. 13–17 hárgreiðsla. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, halda sinn mánaðarlega fund í Miðgarði á morg- un, miðvikudag, kl. 10. Nánari uplýsingar veitir Þráinn Hafsteinsson s. 545 4500. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, tré- skurður. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 bútasaumur, tréút- skurður og frjáls spila- mennska. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Gullsmári og Gjábakki. Kynning á fyrirhugaðri sumarstarfsemi á veg- um félagsheimilanna og félags eldri borgara í Kópavogi verður mið- vikudaginn 30. maí í Gullsmára og fimmtu- daginn 31. maí í Gjá- bakka. Kynningin hefst kl. 14.30. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fundartíma. Eineltissamtökin halda fundi á Túngötu 7 á þriðjudögum kl. 20. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Rangæingafélagið í Reykjavík. Gróðursetn- ingarferð í Heiðmörk miðvikudaginn 30. maí. Hittumst við reit félags- ins. Landnemaslóð, kl. 20. Uppl. í síma. 847 2548. Hana-nú Kópavogi Brottför í ferðina á söguslóðir Njálu er í dag, þriðjudag, 29. maí kl.12 frá Gullsmára og kl. 12.10 frá Gjábakka. Minningarkort Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minn- ingaspjöld seld hjá kirkjuverði. Í dag er þriðjudagur 29. maí, 149. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Bróðurkærleikurinn haldist. Gleym- ið ekki gestrisninni, því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita. (Hebr. 13, 1.–3.) KOMIÐ þið sælir, allir góðir landsmenn. Nema sumir sem gera sér að fé- þúfu að pretta og svíkja landsmenn og skal ég nú greina frá viðskiptum við fyrirtæki sem pretta og lofa sparnaði og aðhalds- semi í formi punktasöfn- unar. En þegar á að nota punktana kemur maður að lokuðum dyrum, nema þar sem maður hefur engin not. Sumir fara ekki í leikhús, bíó eða út að borða! Sumir fara utan án þess að fara í afmark- aðar ferðir til sólarlanda. Ef þú ferð á Select, sem er sjoppa sem selur alls konar vörur og veitingar, standa þér til boða tilboð dagsins sem er að venju pylsa og Coke. Ef þú ferð á veitingastað, pantar fín- an mat og drekkur vín með þá verður þú að borga það (vínið) á annan hátt. Er ekki vín bara veitingar? Af hverju þess- ar takmarkanir? Af hverju er hvergi hægt að kaupa bensín? Þú getur þó aflað þeirra (punkt- anna) með bensínkaup- um. Hvað með þessar verslanir sem taka þátt í þessu, því una þær því að ekki megi eyða þessum punktum hjá þeim? Þegar þessi punktasöfnun byrj- aði leiddi ég hugann ekki neitt sérlega að því hvernig eða hvar ég gæti nýtt mér þessa eign, en nú kemst ég að því að þetta er alls ekki eign heldur fyrnist þetta ef ég nota þá ekki innan 4 ára. Jæja, ég veit ekki af hverju ég er að kvarta þar sem ég fæ örugglega ekkert út úr því. Eftir stendur að ég hef á mín- um snærum 30.000 punkta sem ég var narr- aður til afla mér með því að fara úr leið og beina mínum viskiptum til fyr- irtækja sem veita þessa dýrmætu punkta, sem eru svo ekkert nema leið- indin þegar upp er staðið. Að minnsta kosti fyrir mig og örugglega fleiri sem nenna ekki að tjá sig um þetta, segja bara já og amen og kyngja því. Pétur H. Skaptason, kt. 210145-7619. Hvar er konan? HANDVERKSHÚSIÐ í Mosfellsbæ langar að komast í samband við konuna sem kom til þeirra og sagði þeim frá handverkshúsi á Jótlandi í Danmörku. Þetta hús er rekið með sama sniði og handverkshúsið í Mos- fellsbæ. Þær langar að komast í samband við hana. Ef einhver getur gefið þeim upplýsingar um þessa konu, vinsam- legast hafið samband við Huldu í síma 898-5980 eða Ásu í síma 861-7763. Tapað/fundið Silfurarmband tapaðist ÞYKKT silfurarmband týndist í miðbæ Reykja- víkur eða í leið 3 fyrir nokkrum mánuðum. Armbandið hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann og eru þess vegna góð peningafund- arlaun í boði. Hafir þú fundið armbandið ertu vinsamlegast beðinn um að hringja í síma: 698- 9465. Birkir. Hálsmen tapaðist HÁLSMEN með bláum steini tapaðist föstudag- inn 25. maí sl. í Árbæjar- hverfi. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 552- 4370. Dýrahald Hundur í óskilum SVARTUR, hvítur og brúnn hundur er í óskil- um á Hundahótelinu á Leirum. Hann er með grænt band um hálsinn. Upplýsingar í síma 566- 8366 eða 698-4967. Dimmalimm er týnd Dimma- limm er kolsvört læða með rauða ól. Hún stökk út úr bíl í Mjódd fimmtudag- inn 17. maí sl. Ef einhver hefur orðið hennar var eða veit hvar hún er nið- urkomin, vinsamlegast hafið samband í síma 557- 2405, 897-9225 eða 691- 4332. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Punktasöfnun landsmanna Víkverji skrifar... Á DÖGUNUM var sagt frá því ífréttum að ellefu nemendur í 10. bekk Brekkuskóla á Akureyri voru sendir heim úr skólaferðalagi til Danmerkur eftir að þeir höfðu orðið uppvísir að áfengisneyslu í ferðinni. Haft var eftir skólastjóra Brekkuskóla að þessi uppákoma væri mikil vonbrigði en nemend- urnir hefðu verið með þessa ferð í undirbúningi síðastliðin þrjú ár. Vinkona Víkverja sem kennir í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu sagði Víkverja að vissulega hefði þessi frétt valdið hneykslan en það væru hins vegar ekki unglingarnir sem hneyksluðu hana heldur for- eldrarnir. Auðvitað reyndu krakkar á þessum aldri eins og þau gætu að gera það sem þau vilja og ef þau vissu að þau kæmust upp með hvað sem er af því að foreldrar eða kennarar standa ekki við hótanir eða loforð þá væri ekki á góðu von. x x x SÚ SAMA vinkona Víkverja ernýkomin úr Þórsmörk með 10. bekkinn sinn og alls voru 66 krakk- ar í ferðinni. Vímuefni af öllu tagi voru að sjálfsögðu bönnuð. Alla ferðina voru krakkarnir til slíks sóma að kennararnir voru að springa úr monti yfir því uppeldi sem krakkarnir höfðu fengið innan veggja skólans. Hafi tóbak verið með í för sýndu krakkarnir þá til- litssemi að kennarar sáu enga þeirra reykjandi og rútubílstjórinn sem ók hópnum spurði hvort það reykti virkilega enginn í svona stórum hópi. Fyrir um það bil 10 árum gerðist það síðast að nem- endur voru sendir heim samdægurs úr svona ferð á vegum skólans en þá fundust tvær bjórdósir í fórum þeirra. Foreldrar bjóreigendanna voru beðnir að sækja þá að Mark- arfljótsbrú og urðu að sjálfsögðu við því ljúfmannlega. Minningin um þetta lifir innan skólans og krakk- arnir þekkja söguna. Þau skemmtu sér konunglega. Gengu þeir svo vel um svæðið í Þórsmörk að skála- vörðurinn klappaði þeim lof í lófa þegar þau renndu úr hlaði eftir tvo líflega sólarhringa í Húsadal. Vinkona Víkverja sagði að þeir kennarar sem með hópnum voru væru enn og aftur til í að fara með krakka í tvær nærri svefnlausar nætur að ári liðnu, einfaldlega vegna þess hve skemmtilegt hefði verið að eyða þessum dögum með krökkunum. Óneitanlega væri mikil ábyrgð lögð á herðar kennara að fara í slíkar ferðir með fjörmikla unglinga, en ríki gagnkvæmt traust þurfi fáar reglur og það yrði pott- þétt gaman í ferðinni. HERDÍS Storgaard, sú góðagæslukona smábarna, birtist á skjá landsmanna í síðustu viku með þau válegu tíðindi að á degi hverjum missi eitt barn framan af fingri. Það munu vera 360 litlir fingur sem hljóta varanlegan skaða á ári hverju. Víkverja var í þessu sambandi bent á að samkvæmt Evrópustaðli skuli í öllum skólum vera níðþungar og loftþéttar eldvarnarhurðir og þær ættu vafa- laust sinn þátt í að valda umrædd- um fingraskaða barnanna. Á meg- inlandi Evrópu væri hins vegar kynnt með öðrum og eldfimari hita- gjöfum en hér tíðkast, auk þess sem skólabyggingar erlendis væru í flestum tilfellum mun eldri en hér á landi. Lítil börn væru svo að spóla utan á þessum þungu og þéttu eldvarnarhurðum, auk þess sem þau væru að öllu jöfnu á sokkaleistum og þar af leiðandi með minni spyrnu. Því væri ekki á góðu von og slysum boðið heim á annarlegum varnarforsendum. Þá fylgdi þessum hurðum mikill kostn- aður fyrir sveitarfélögin því ein svona hurð kostaði um 200 þúsund krónur. Það væri því um umtals- verðar fjárhæðir að ræða þegar bú- ið væri að setja slíkar hurðir á allar skólastofur og jafnvel ræstingar- kompur í hverjum skóla. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 á, 4 yrkir, 7 setur, 8 guð, 9 megna, 11 siga, 13 seðill, 14 hugleysingi, 15 flöskuháls, 17 klæð- leysi, 20 ýlfur, 22 flötinn, 23 hvetja, 24 landræma, 25 ilmefni. LÓÐRÉTT: 1 leggja að velli, 2 Danir, 3 óbyggt svæði í bæ, 4 stúlka, 5 særi, 6 trjágróð- ur, 10 spottar, 12 rödd, 13 ambátt, 15 kvenvargur, 16 óhreinki, 18 krapa- svað, 19 bik, 20 elski, 21 þvengur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fátækling, 8 Óðinn, 9 tógið, 10 afl, 11 tosar, 13 arður, 15 hafts, 18 skrök, 21 tak, 22 skíma, 23 ástin, 24 skepnunni. Lóðrétt: 2 álits, 3 ærnar, 4 litla, 5 nagað, 6 sótt, 7 æðar, 12 alt, 14 rok, 15 hest, 16 frísk, 17 stapp, 18 skáru, 19 rótin, 20 kunn. K r o s s g á t a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.